Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 41 MINNINGAR Kanada með systram sínum og mági og naut þein'ar ferða sérlega vel. Nú um þessi jól verður sorg og söknuður hjá hennar nánustu en minnug skulum við þess að sjálf hefði hún við slíkar aðstæður borið sorgina í hjarta sér en notið jólanna sem fyiT. Við fjölskyldurnar á Lynghaga 7 kveðjum nú Kristínu Finnsdóttui- Fenger með sáram söknuði og þakk- læti fyrir allt. Við vottum öllum ást- vinum hennar samúð og óskum þeim guðs blessunar. Ingólfur Viktorsson. í bemskuminningunni er móður- systir mín á Öldugötu 19, Kristín Finnsdóttir Fenger, fastur punktm- í tilvera di'engstaulans sem fannst alltaf gott að koma með foreldranum þar í heimsókn. Heimili frænku minn- ar Kristínar og eiginmanns, Garðars Fenger, stóð líka öllum ættingjum op- ið og þótt guttinn eltist og stofnaði sjálfm- heimili var alltaf jafn notalegt að heimsækja Stínu og Garðar, sem síðar bjuggu í Hvassaleiti 67. Aldrei vai- Stína frænka og Garðar, meðan hans naut við, svo upptekin að þau gæfu sér ekki tíma fyrir ættingjann, ekki síst efth' að ég flutti út á land íyr- h- meh-a en tveimm' áratugum. Ættin- gjamir vora þó ófáir, en móðir mín átti tíu systkini og einn fósturbróður sem öll ólust upp í Hvilft í Önundai'- íh'ði og gengu menntaveginn. Það var þó alls ekki sjálfgeflð í þá daga, og alKa síst í svona stóram bamahópi. A bai'ns- og unglingsáranum var heimili Stínu ekki síst minnisstætt fyrir það að þar var ævinlega eitthvað gott á boðstólum, þó ekki alltaf sæl- gæti, enda fleh'a gott þar á boðstólum auk hins ljúfa hugarþels. Sælgætið skipar hins vegar sérstakan sess í bernskuminningunni, það var öðra- visi en annað sælgæti, oft beti'a og stundum útlent, sem ekki þótti aldeil- is ónýtt okkm- börnunum á þeim ár- um, þótt það þyki sjálfsagt nú. Þetta eru allt ljúfar bernskuminn- ingar sem standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum nú þegai' Stína frænka er farin heim, eins og skátar kalla það þegar einhver kveður þessa jarðvist. Sjúki-ahúslegan var stutt. Systkinin ft'á Hvilft hafa alla tíð verið einstaklega samheldin. Það kom m.a. fram í jólaboðinu sem þau sameinuðust um og ævinlega var haldið á jóladag á mínum uppvaxtar- árum, fyrst hjá Ólafi Sveinssyni, ömmubróður mínum í Garðastræti, en síðar hjá Sveinbirni og Jóhanni móðurbræðrum mínum eða hjá Stínu frænku. Skötuveisla var svo auðvitað á Þorláksmessu eins og góðum Vestfirðingum sæmdi, og skiptust systkinin á um að halda hana. Síðast þegar ég var staddur í Reykjavík á Þorláksmessu var kæst skata snædd i Hvassaleiti 67. Fáir, ef nokkrir, stóðust frænku minni snún- ing þegar matseld var annars vegar. Um síðustu jól áttu eftirlifandi systk- in saman ógleymanleg jól á bernsku- heimilinu í Hvilft. Hlutur Stínu í þeirri ákvörðun og undirbúningi var stór. Faðh' minn, Guðsteinn, og Garðar voru skátabræður sem margar góðar stundh' áttu en líklega voru þær stundir bestar sem þeir áttu saman með félögum sínum í skátafélaginu „Jukkurum" sem m.a. byggðu skáta- skálann Þrymheim á Hellisheiði. Þessi bönd bundust enn fastar þegar þeir heitbundust systram sem síðar tóku virkan þátt í skátastarfseminni, ekki síst í starfi St. Georgsskáta síðar á ævinni og ferðuðust saman víða um heim, eða kannski „bara“ austur í skátaskálann við Ulfljótsvatn. I hópi skáta áttu þau saman margar góðar stundir og þvi starfi héldu þær syst- umar áfram þegar makai' þehra vora farnir heim. I St. Georgsgildinu þótti mörgum gott að eiga Stínu að og leita hjá henni ráða. Þaðan fór enginn bón- leiður til búðai'. Fyi'sta launaða vinnan sem ég fékk í Reykjavík eftir að það þótti ekki lengur spennandi að fara í sveit vai’ hjá fyi'irtækinu Nathan & Olsen sem þau áttu hlut í. Það þótti ekki tiltökumál að taka drenginn í vinnu við að „rukka“, sendast í banka eða sendast með vörur, en því öllu stjórnaði ljúflingurinn Gai'ðar af stakiá prýði og nákvæmni. A þessu sumri og fleirum sem fylgdu í kjöl- farið dvaldi ég stundum hjá Stínu og Garðari í sumarhúsi þehra í Kópa- vogi þegai' foreldrar mính' voru á ferðalagi eða fjarstaddir af öðrum ástæðum. Það eru einstaklega ljúfar minningar sem ég á frá vistinni hjá frænku minni frá þessum tíma bernskunnar. Þetta sumarhús í Kópavoginum hefur nú fyrir löngu vikið fyrir vaxandi byggð í sunnan- verðum Kópavoginum og raunar ótrúlegt að húsið skuli hafa verið „úti í sveit“ fyi’ir ekki fleiri ái-um. Ég átti svo síðar tækifæri til að endurgjalda þeim að einhverju mai'ki gestrisnina við Kópavogslækinn. Það var þegar þau heimsóttu mig norður í Eyja- fjörð. En húsmóðurhæfileikar og gest- risni Kristínar nutu sín viðar. Um tíma áttu þau Garðar veiðihús í Borg- arfu'ði þar sem Grímsá fellur í Hvítá. Einstök natni við að halda öllu í horf- inu þar þrátt fyrir að fjöldi fólks væri gestkomandi bai' henni fagurt vitni þótt sumir freistuðust stundum til að kalla það stjórnsemi. Sé það svo, hef- ur það verið fjarska ljúf og jafnframt nauðsynleg stjómsemi, sem er góðm’ eiginleiki. En nú er komið að kveðjustund. Mér segh' svo hugur að Kristín móð- ursysth' mín hljóti góðar viðtökur í nýjum heimkynnum. Börnum hennar, Kristjönu, Jakobi og Hjördísi, og þeh-ra fólki votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Geir Agnar. Kveðja Frá Félagi íslenskra sjúki-aþjálfara I dag kveðjum við hinstu kveðju góðan félaga og sómakomu, Ki'istínu Fenger. Kristín var atorkukona og einn af frumkvöðlum í Félagi ís- lenskra sjúkraþjálfara en hún lauk námi í sjúkraþjálfun frá Kungliga Gymastiska Central Institutet í Stokkhólmi árið 1948. Mjög fljótlega efth' að Ki'istín kom heim frá námi tók hún að sér ábyrgðarstörf fyrir félagið og var hún í stjórn þess hátt á annan ái;atug, lengst af sem ritari stjórnar. A þeim tíma sem Kristín sat í stjórn vora umbrotatímar. Hún var m.a. í þeirri nefnd sem stuðlaði að því að^ starfsheitið varð sjúkra- þjálfari. A tíma Ki'istínar í stjórn fékk félagið inngöngu í Heimssam- band sjúkraþjálfara og var hún með- al þátttakenda frá Islandi á Alþjóða- þingi sjúkraþjálfara árið 1963 þegar Island vai’ formlega tekið inn í sam- bandið. Allt til æviloka var Kristín mjög áhugasöm um málefni félagsins og bar hag þess og fagsins fyrir brjósti. Kristín hafði þá eiginleika að bera sem einkenna góðan sjúki'aþjálfara. Hún var „lifandi“ og áhugasöm, var rösk til allra verka, ósérhlífín og bón- góð og vai' gott að leita til hennar. Hún tók vh'kan þátt í lífi samferða- fólks síns, ekki síst sjúklinga sinna, bæði í gleði þess og sorgum. Kristín vai’ alla tíð mjög félagslynd og sem dæmi um það tók hún þátt 150 ára út- skriftarafmæli sínu sem sjúkraþjálf- ari í Svíþjóð s.l. vor. Stærstan hluta starfsferils síns starfaði Ki-istín á Vífílsstöðum þar sem hún sérhæfði sig í sjúkraþjálfun vegna lungnasjúkdóma. Kristín fylgd- ist alla tíð vel með og var áhugasöm um allar framfarir í faginu. Minnistæð er ferð íslenskra sjúkraþjálfai'a og maka þeirra á alþjóðaþjng sjúki'a- þjálfara sem haldið var í Ástralíu árið 1987. Þar kynntist ég annarri hlið á Kristínu og kynntist einnig Garðari eiginmanni hennar sem lést fyrir nokkram árum. Þar kom hressileiki hennar, jákvæði og félagslyndi glöggt í ljós auk áhuga hennai' á hinum ýmsu málum. Islenski ferðahópm’inn ferð- aðist lengi saman og aldrei varð vart við kynslóðabil þrátt fyrir aldm-smun ferðafélaganna. Nú hefrn- Kristín hafið aðra ferð og lengri. Við félagar hennar í Félagi ís- lenskra sjúkraþjálfara þökkum henni af alhug samfylgdina. Við þökkum henni jafnframt fyrir allt sem hún hefur lagt af mörkum fyrir félagið og fagið og síðast en ekki síst þökkum við viðkynningu við góða konu. Við sendum fjölskyldu Kristínai’ okkar innilegustu samúðarkveðju. Ferð þín er hafín fjarlægjast heimatún Nú fylgir þú vötnum sem falia til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum En alnýjum degi fær þú aldrei kynnst I lind reynslunnai- fellur ljós hven-ar stundar og birtist þai' slungið blikandi speglun alls þess sem áðm’ var. (Hannes Pétm-sson) Sigi-únJKnútsdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara. Kveðja frá samstarfsfólki Við samstarfsfólk Kristínar F. Fenger á Vífilsstaðaspítala viljum minnast hennai' með nokkram orð- um. Kristín var fædd og uppalin á myndarbýlinu Hvilft í Önundarfirði, næstyngst 11 systkina. A þeim tíma sem hún var að alast upp var það ekki sjálfsagður hlutur að stór bamahópur í sveit aflaði sér framhaldsmenntun- ai', en foreldrar Kristínar vora stór- huga og framfarasinnaðir. Hún fór því, eins og níu systkini hennai', í Menntaskólann á Akureyri til náms og menntunar, en hélt svo utan til að læra sjúkraþjálfun í Stokkhólmi. Þar nam hún m.a. við hinn þekkta spítala Karolinska sjúki'ahúsið. Heim kom hún fi’á námi í byi’jun árs 1949 og hóf þá störf hjá Ragnari Sigurðssyni, lækni á Klapparstíg 16 í Reykjavík. Hún réðst sem yfirsjúki’aþjálfari að Vífilsstöðum 1963 og þai' vann hún óslitið þar til hún hætti störfum vegna aldurs 1995. Starfsár hennar á Vífílsstöðum urðu því 32. Kristín vai' einn af framkvöðlum sjúkraþjálfunai' á íslandi, en stærst- an hluta starfsævi sinnar helgaði hún meðferð sjúklinga með teppusjúk- dóma í lungum. Hún lét sér annt um að viðhalda og endurnýja menntun sína og ferðaðist víða í því skyni. Hún þurfti oft að leggja á sig mikla fyiir- höfn við að útvega aðstoðarfólk er- lendis frá þegar skorfur var á sjúkra- þjálfurum á Islandi. Þvi fólki erlendu, sem starfaði í skjóli hennar á Vífils- stöðum, reyndist hún svo vel að eftir var tekið. Kristín var sterkur persónuleiki, snör í hreyfingum og tali. Hún bai’ með sér þann hressileika sem ein- kennir hennar fólk að vestan. Per- sóna hennar hafði Hfgandi áhrif á sjúklinga og hún vai' góður vinnufé- lagi. Starfsfólk Vífilsstaða kveður hana með þakklæti og virðingu og vottar ástvinum hennar innilega sam- úð. Davíð Gíslason. í hvítbúnu í’úmi liggur gildisskát- inn og vinur okkar Kristín Fenger. Úti er skammdegi og myrkur, borgin er skreytt ijósum jólanna, það er mið jólafasta. Brátt gengur í garð hátíð friðar og vináttu. Á þessum tíma árs fremur en nokknim öðrum tíma er minningin um son guðs okkur næst. Yfir hítfölri ásýnd Kristínar hvílir fi'iður dauðans, hún Kristín okkar er „farin heim“. Jesús vai' hennar besti vinur, það sýndi hún með löngu starfi í þágu kirkju hans, starfi sem hún vann með mikilli elju og af fómfúsri gleði. Kristín Fenger er fædd og uppalin í Hvilft við Önundaifjörð. Hún var yngst ellefu systkina. Æskuheimili hennar einkenndist af miklum mynd- arskap, ást og virðingu á list og mennt. Systurnar Ragnheiður, Málmfríður, Sigríður og Kristín gengu allai’ í félag kvenskáta á Flat- eyri og tóku virkan þátt í skátastarf- inu í æsku. Brátt skildi leiðir, Kristín hélt til mennta. Ekki bauðst á þeim árum framhaldsmenntun á Flateyi'i. Krist- ín fór því til Akureyrar og á árinu 1944 lauk hún gagnfræðaprófi frá Menntaskóla Akureyrar. Hugurinn stóð til frekari mennta og skömmu síðar hélt hún til Svíaríkis til náms í sjúkraþjálfun og lauk því 1948. „Heim skal ek,“ sagði nú Kristín „nú skal tekið til verka.“ Heim hélt hún og hóf strax störf og vann við þjálfun sjúkra allt fram til ársins 1995, er hún lét af störfum. Kristín kynntist manni sínum, Garðari Fen- ger, í Reykjavík og ragluðu þau sam- an reytum 1950. Garðar Fenger var mikill skáti og hafði verið frá unga aldri. Hann er látinn fyrir nokkrum árum. Hann hreif konu sína með sér í skátastarfið. Bæði urðu þau máttarstólpar í starfi Landsgildis skáta og St. Georgsgildis Reykjavíkur. Ki'istín var mikli félags- vera og ávallt tilbúin til starfa að fé- lagsmálum. Einkunnarorð skátans „Eitt sinn skáti ávallt skáti“ réðu lífs- viðhorfi hennar. Þú lætm’ eftir þig fleira en gott lífs- verk, marga góða vini og ljúfar minn- ingar, Kristín, vinm'inn kæri. Þú læt- ur eftir þig vel menntuð, góð og gjöi-vileg böm, sem þú unnh' svo heitt og gafst svo mikið. í börnum þínum og afkomendum þeirra, muntu til ei- lífðar lifa. Börnum Kristínar, systkinum og öðrum ættmennum færi ég samúðar- kveðjur og þakkir okkar allra, sem áttum þess kost að starfa með henni. Þegar sorgin gnísti fjötrum sínum um hjartað, þá munið ávallt að Jesús sagði: „Örvæntu eigi því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn svo að þú mættir öðl- ast eilíft líf.“ Af kaleik sorgarinnar verða allir þeir sem lífinu lifa ein- hvern tíma að bergja. Án dauða er ekki líf. Ég minni á að Guð er með okkur öllum í gleði sem í sorg. Þá sorgin nístir sem mest reynið að muna þennan sannleik. Með skátakveðjum frá gildisskát- um og stjóm Landsgildisins. Einar Tjörvi Elíasson. + Páll Björnsson fæddist í Hafn- arfirði hinn 10. aprfl 1944. Hann lést á Landspítal- anum 12. desember síðastliðinn. For- eldrar Iians voru Gunnhildur Gests- dóttir, f. 7.10. 1922 og Bergur Karl Magnússon, f. 19.1. 1916, d. 1.5. 1983. Bróðir Páls var Einar Þorvaldsson, f. 22.3. 1956, d. 3.1. 1977. Páll ólst upp hjá afa sínum Gesti Björnssyni, f. 19.11. 1897, d. 28.1. 1990 og konu hans Ingveldi Þórarins- dóttur, f. 5.1. 1894, d. 2.4. 1986. Fráfallin eiginkona Páls var Valgerður Þorbergsdóttir, f. 3.12. 1946, d. 27.2. 1991. Börn Elsku pabbi. Mér flnnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. þeirra eru: 1) Gunnhildur Arndís, f. 24.1. 1967, gift Victori O’Callagh- an, f. 15.9. 1962 og eiga þau tvö börn. 2) Ingajóna, f. 21.2. 1970 og á hún eitt barn. 3) María Rán, f. 7.2. 1975. 4) Sól- rún Edda, f. 19.4. 1979. Eftirlifandi sambýliskona Páls er Elísabet Krist- jánsdóttir, f. 19.11. 1942. Páll vann til sjós frá Akranesi í rúm 20 ár og var lærður vélstjóri, síðastliðin 10 ár hefur hann búið í Reykjavík og rekið sinn eigin flutningarekstur. titför Páls fer fram í Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður alltof fljótt. Horfið er nú sumarið og sólin í sálu minni hefur gríma völd. í æsku minni léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. (Vilhj. Vilhj.) Aldrei læddist sú hugsun að okk- ur að þú færir svona ungur frá okk- ur. Þú varst í blóma lífsins og naust þess. Þú varst í ferðinni sem þig langaði alltaf að fara í, að sigla yfir til Danmerkur og heimsækja Hirst- hals, bæinn sem þið lönduðuð í þeg- ar þú vannst til sjós á Norðursjón- um. Þú varst alltaf ákveðinn að fara þessa ferð og það tókst þér, en hvern hefði grunað að þetta væri síðasta ferðin þín. Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú gafst okkur og kenndir, að vera sjálfum okkur trúar og standa fyrir okkar. Takk fyrir góðu stundirnar sem við áttum öll saman. Gunnhildur, Inga Jóna, María og Sólrún. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu og þegar önnur situr við borð, sefur hin í rúmi þínu.“ (Kahlil Gibran, Spámaðurinn.) Hjá okkur systrum hefur að- ventan ávallt verið tími ljóss og friðar. í ár var hún með öðru sniði því sorgin knúði dyra er Palli veiktist skyndilega og lést eftir stutta sjúkdómslegu. Það var einmitt á jólaföstu fyrir sjö árum sem við kynntumst Palla fyrst. Þá kom hann inn í líf okkar á sinn hljóða og hæverska máta. Mamma bauð okkur systrum heim til þess að kynna okkur fyrir yndis- legum manni. Það var upphafið að traustri og dýrmætri vináttu. Reyndar áttu jólin eftir að verða með öðru sniði hjá mömmu og Palia næstu árin, í birtu og yl fjarri Islandsströndum. Þó tengdi hugur- inn okkur alltaf saman á ferðum þeirra. Ferðalög voru stór hluti af sam- veru þeirra og kunnu þau að njóta lífsins og meta nærveru hvort ann- ars. Þeirra heimili var lifandi - allir velkomnir þangað. Þegar fagurker- inn, móðir okkar, kom með nýja hluti inn á heimili þeirra þótti Palla oft nóg um og gerði góðlátlegt grín að. Hvar ætlar þú nú að koma þessu fyrir Búbba mín? sagði hann kannski hlýlega, en það var gælu- nafn sem hann notaði um mömmu þegar hún fór á flug í skreytingum. Ái-in þeirra saman voru því miður ekki mörg, en sambandið var náið og samhljómur þeirra einstakur. Það sem einkenndi Palla fyrst og fremst var rausnarskapur. Hann var aldrei sáttur nema öllum liði vel. Á Palla mátti sjá í verki að sælla er að gefa en þiggja. Börnin hændust að honum. Þeim sýndi hann vináttu og mýkt - kom fram við þau sem jafningja. Þeirra annað heimili var sumar- bústaðurinn í landi Húsafells. Þar voru þau í nálægð við náttúruna og leituðu friðar frá erli hversdagsins. í skjóli Langjökuls voru þau búin að koma sér upp litlum sælureit þar sem fjölskyldan átti dýrmætar stundir. Osjaldan höfum við syst- urnar dvalið þar með þeim og vin- um okkar. Blóm voru Palla hugleikin og hluti af hans lífi. Þegar hann vildi gleðja mömmu færðj hann henni ávallt rauðar rósir. I haust þegar hann var í bústaðnum klippti hann rósirnar í garðinum og talaði um að flytja þær til í vor. I þeim verkum verður einhver annar. En þó að Palli kiippi ekki lengur rósirnar þá er það eins og organist- inn sagði í Atómstöðinni: „Blóm eru ódauðleg, þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur einhver- staðar." Með þökk fyi'ir allt, Kristín og Ragna. 't PALL BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.