Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 43 á íslandi, sem þá hét raunar Hand- ritastofnun íslands. Þetta var árið eftir að stofnunin fluttist í Aimagarð nýbyggðan og sama árið og fyrstu handritin komu frá Danmörku. Fyllsta öryggis þurfti að gæta við við varðveislu þeirra, m.a. með því, að Arnagarður væri aldrei mannlaus. Það var til öryggisvörslu um nætur og helgar sem Reynir var ráðinn að stofnuninni. Hann var þá við nám í Háskóla íslands og hafði ekki hugsað sér stai’fíð til frambúðar, en árin liðu og það varð hans ævistarf að vaka yf- ir þjóðargersemum hátt á þriðja ára- tug, síðast daginn áður en hann lést þegar hann vai- að búast til vinnu að morgni sunnudagsins 13. desember. Enginn man til þess að Reynir hafi nokkru sinni fellt niður vökunótt eða vörsludag sem sem honum vóru ætl- uð. Hann var heilsugóður, og enda þótt einhver lasleiki hrjáði hann rækti hann sitt starf. Traustleiki og ábyi’gðartilfínning einkenndi stai’f hans allt, sem hann gegndi með hæg- læti og einstakri prúðmennsku. Einverustundh’ í Árnagarði nýtti Reynir vel til lestrar. Hann las feikn- in öll af bókum, blöðum og tímarit- um, bæði innlendum og erlendum, og var ótnilega vel heima um menn og málefni á liðinni tíð og líðandi stundu. Ummæli hans öll voru sett fram af hógværð og yftrveguðu mati þess sem yfirsýn hafði. Þessa urðum við samverkamenn hans varir þegar við vórum að vinna um kvöld eða helgar og gerðum hlé á starfi yfir kaffibolla með Reyni og nutum samræðna við hann. Þaulsætnari á vinnutíma vai’ðarins en við fóstu starfsmennimir vóru einatt erlendir fræðimenn sem vildu nýta sér vinnuaðstöðuna á Árnastofn- un og bókakost hennar sem best um takmarkaðan tíma. Þessu fólki var Reynir betjá en enginn, ekki aðeins með því að hressa það með kaffisopa, heldur einnig með menntandi og fræðandi samræðum. Sumir þessara gesta, ekki síst þeir sem komu ái' eftir ár, urðu góðh- vinir Reynis, og á frí- dögum sínum bauð hann þeim stund- um með sér í bflferð austur fyrir fjall eða á aðrai’ slóðir þeim ókunnai’. Sagt er að maður komi í manns stað, og vonandi lánast Amastofnun að hafa í þjónustu sinni jafn-trausta öryggisverði og Reynir og samverka- menn hans hafa reynst. Samt verður skai’ð þessa menntaða og geðþekka manns vandfyllt vegna þess hve miklu hann miðlaði öðrum utan skyldustarfa sinna. Meðal annars var hann erlendum fræðimönnum til vitnisburðar um að íslensk menning er ekki borin uppi af sérfræðingum einum. Stefán Karlsson. Ég man fyrst eftir Reyni Unn- steinssyni á barnaskólaaldri, þegar hann dvaldist vetrai’langt á Sauðár- króki hjá fóðursystur sinni, Margréti Ólafsdóttur, og eiginmanni hennar, Birni Daníelssyni skólastjóra. Vai- það vegna veikinda föður hans sem horfið hafði verið að því að senda hann norður. Það var hins vegar fyrst haustið 1961, á menntaskólaárunum á Akur- eyri, sem leiðh’ okkar lágu beinlínis saman. Við höfðum báðir sótt of seint um húsnæði í heimavist skólans, en skólameistari leyst vandann eins og fyrr og síðar með því að útvega okk- ur herbergi í húsum þar í nágrenn- inu. Hins vegar fengum við fæði í mötuneyti vistaiinnar. Þá lentum við í sama bekk og áttum þvi samleið í og úr skóla. Nú hófust kynni okkar, sem fljótlega urðu að vináttu, er aldrei bar skugga á síðan. Eftir að stofnað var til hjúskapar, vai’ð Reynir heimil- isvinur hjá okkur Rögnu, og áttum við bæði einstaka tryggð hans. Einnig mátu börn okkar hann mikils, en hann kunni að tala við þau eins og maður við mann, en ekki bara í kurt- eisisskyni, svo sem dóttir okkar komst að orði. Fjölskylda Reynis var honum einkar mikilvæg. Þótti honum sér- staklega vænt um móður sína og einnig systkini og bar hag þeirra fyi’- ir brjósti, jafnvel svo mjög að segja má að hann hafi oft gleymt sjálfum sér. Hann var afar stoltur af hinum glæsilega gai’ðyrkjuskóla, sem faðir hans hafði byggt upp frá grunni, og bróðir hans síðan tekið við og þróað áfi’am. Áttum við hjón margar ferðir í skólann, oft með vini okkar innlenda eða erlenda, og var Reynir jafnan boðinn og búinn til ferðar með okkur, auk þess sem við nutum gestrisni húsráðenda á staðnum. Reynh’ talaði oft um móðurfólk sitt í Danmörku. Því var það, að sumarið 1974 héldum við hjón með honum á fornar ættarslóðir á Norð- ur-Jótlandi. Hann var vitaskuld leið- sögumaður, og kom þá vel í ljós manngerð hans. Hafði hann bókstaf- lega kynnt sér hvaðeina, sem varðaði þetta landsvæði, sögu og menningu. Og ekki var að spyrja að þeim mót- tökum, sem við fengum hjá frænd- fólki hans. Þær gátu á engan hátt verið betri eða hlýlegri og eyddu í einni svipan öllum þeim fordómum sem við höfðum ef til vill haft úr sögubókum að heiman um mismun þjóða okkar. Þetta voru ógleyman- legh’ dagar. Margar aðrar ferðir fórum við saman, meðal annars um fæðingar- sýslu hans, Árnessýslu, þar sem þekkingin var óþrjótandi. Allt frá því Norræna húsið tók til starfa áttum við, nokkrir „norðan- menn“, þar óformlegan samkomu- stað í kaffistofunni á laugardögum. Hefur margt verið skrafað og skegg- rætt á þeim vettvangi um sitt af hverju er varðað hefur þessa lands eða annarra landa gagn og nauðsynj- ar. I slíkum hópi, fámennum og kunnugum, naut Reynir sín. Hann, sem annars var dulur um eigin hagi og fáskiptinn að fyn-a bragði, var hinn fimasti í samræðulist, og kom þá vel í Ijós almenn þekking hans á sögulegum og ekki síst persónusögu- legum efnum, en hann.hef ég vitað manna best lesa sér til eða fylgjast með og skilgreina viðburði líðandi stundar. Hvöttum við félagar hann oft til að stinga niður penna um slík efni, en svo mikil vai’ hlédrægni hans, að til þess kom aldrei. Reynir var lengst af vaktmaður í Árnastofnun. Var samviskusemi hans og nákvæmni við brugðið. I þessum hópi eignaðist hann ýmsa málvini, meðal annars frá öðrum löndum, er sumir bundu tryggð við hann eftir dvöl sína hér. Nú er vinur okkar allur, langt um aldur fram, og er hans sárt saknað. Systkinum hans og fjölskyldum þeirra vottum við hjón dýpstu sam- úð. Blessuð aé minning hans. Ögmundur Helgason. Hrífðu mig Guð, þó ég hrjúfur sé og hrærðu minn litla streng, svo að ég geti í kærleika kvatt þennan kosta og sóma dreng. Allt sem hann vann og vonum tengdi má virða sem happafeng. Einlægni hans var öðrum bending til alls sem er rétt og satt. Eðli hans var að græða og gefa þær gjafir sem dyggðin batt. Allt sem hann var og veitti öðrum gat vini og frændur glatt. Nú er hann farinn til feðra sinna, sem fyrir hann lifðu hér og bundu þræði sem bregðast ei hversu brattur sem hjallinn er. Vottuð er samúð vinum og frændum og virðing frá sjálfum mér. Sigurður J. Pétursson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Stökkum, Rauðasandi, Stigahlíð 20, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 20. desember. Guðrún Jónsdóttir, Sigmundur B. Guðmundsson, Pétur Jónsson, Sveinbjörg Pétursdóttir, barnabörn og langömmubörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN EINARSSON, Hrafnistu Hafnarfirði, lést laugardaginn 19. desember. Lovísa Jónsdóttir, Svanhildur Stefánsdóttir, Guðmundur Rúnar Magnússon, Rafn Stefánsson, Guðlaug E. Guðbergsdóttir, barnabörn og langafabörn. t ÞÓRA ÁRNADÓTTIR, Bárugötu 5, er látin. Magnús Eymundsson, Erna Ármannsdóttir, Kristrún Eymundsdóttir, Halldór Blöndal, Árni Þór Eymundsson, Lisbet Eymundsson, Katrín Eymundsdóttir, Gísli Auðunsson. t Móðir okkar, JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR, Ytra-Fjalli, lést föstudaginn 18. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Indriði, Ása, Birna, Álfur, ívar. t Elskuleg móðir okkar, REGÍNA HANSEN SIGURJÓNSSON, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést föstudaginn 11. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkr- unarheimilisins Eirar og deild 4b á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Inga Sigurgeirsdóttir, Kristín Sigurgeirsdóttir, Margrét Sigurgeirsdóttir og fjölskyldur. t Ástkær eiginamaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, WILLY BLUMENSTEIN lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 20. desember. Edda Elísadóttir, Hildur Blumenstein, Grímur Halldórsson, Ellen Blumenstein, Valdimar Geirsson, Brynja Blumenstein og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, BIRNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Reynimel 26, Reykjavík, lést á Landakotsspítala laugardaginn 19. desember. Ólafur Tryggvason, Garðar Ólafsson, Guðlaug Ingólfsdóttir, Tryggvi Ólafsson, Elín Jóhannsdóttir, Gróa Kristín Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKARPHÉÐINN KRISTJÓN ÓSKARSSON, Skúlagötu 78, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni föstudagsins 18. desember. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 30. desember kl. 15.00. Unnur Guðjónsdóttir, Kristín Óskarsdóttir, Guðmundur Óskar Skarphéðinsson, Gina A. Ereno, Ólafía Skarphéðinsdóttir, Óli Árni Vilhjálmsson, Elsa Skarphéðinsdóttir, Sigurbjörn Hreindal Páisson, Lovísa Ósk Skarphéðinsdóttir, Jónas Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Hlíðarenda, ísafirði, andaðist á Sjúkrahúsinu á ísafirði mánu- daginn 21. desember. Garðar S. Einarsson, Þorgerður S. Einarsdóttir, Guðmundur Marinósson, Ingibjörg S. Einarsdóttir, Guðmundur S. Einarsson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Tryggvi S. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað verður í dag frá kl. 12.00—18.00 vegna jarðarfarar PÁLS BJÖRNSSONAR. Fiskflutningar Páls Björnssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.