Morgunblaðið - 22.12.1998, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 22.12.1998, Qupperneq 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ FÓLK í FRÉTTUM Högg DÓMSDAGUR heitir sjónvarps- mynd Egils Eðvarðssonar um Sól- borgarmálið svonefnda, sem sýnd verður á annan í jólum. Þar segir frá fyrsta lögfræðimálinu sem Ein- ar Benediktsson tók að sér. Hann er þá nýkominn frá útlöndum, þeg- ar fyrrverandi skólabróðir hans, nú prestur, kallar á hann. Almann- arómur í sveitinni hans segir að Sól- borg nokkur hafi átt barn með bróð- ur sínum og borið það út. Utburður- inn finnst, og Einar fær það hlut- verk að komast að sannleikanum í málinu. Þekkti manninn vel María Ellingsen leikur Sólborgu, en Hilmir Snær Guðnason og Ai-nar Jónsson leika heiðursmanninn Ein- ar á sínu aldursskeiðinu hvor. Hilmir Snær segir það hafa verið mjög skemmtilegt að leika þennan afburðamann. „Eg hafði lesið bók- ina hans Guðjóns um seinustu jól áður en ég vissi af hlutverkinu. Eg gluggaði aftur í hana, þannig að ég þekkti manninn vel.“ - Hvernig persóna var hann á yngri árum ? „Hann var mikill framkvæmda- maður, gáfumenni og atgervismað- ur, en hann átti líka sínar verri hlið- ar og var svolítið breyskur.“ - Þið Arnar eruð ekki sérlega lík- ir. lífsins „Nei, við erum það ekki, og hvor- ugur líkur Einari. Kannski helst að Ai-nar sé líkur honum á efri árum. Egill heldur því reyndar fram að ég sé mjög líkur Einari, en ég er ekki sammála honum.“ - Á fólk að hlakka til að sjá þessa mynd? „Já, að minnsta kosti hlakka ég til að sjá hana. Við leikararnir fengum að sjá gróft klipp sem var algjörlega óstytt og óhljóðunnið. Það var ekki alveg að marka, en lofaði mjög góðu.“ yý: v I sJÁ Arnar Jónsson leikur Einar síð- ustu fjóra ævidaga hans. „Það er til fræg mynd af honum sitjandi i stól, orðinn mikið gamalmenni og eigin- lega kominn út úr heiminum, og er hún fyrirmyndin. Fötin eru of stór því hann hefur rýrnað. Það rétt bregður fyrir einhverju glimti af því sem hann var. I þessum tilbúningi, sem myndin er, lætur Egill hann vera kominn út úr heiminum og rugla saman fólki. Það kemur til hans ung stúlka sem hann heldur ýmist að sé systir sín eða Sólborg. Hann er gamall hræddur maður, einhver högg lífsins hafa farið þannig með hann að hann er draug- hræddur, óttinn nagar hann og hon- um fínnst að nú sé einhver kominn að sækja hann. Þetta gamalmenni erum við að reyna að sýna.“ - Var þetta skemmtilegt verk- efni? „Samvinna þessi var öll hin ánægjulegasta. Við kannski tefldum á tæpt vað með persónusköpun, en ég vona að það skili sér líkt og sú alúð og þau heilindi sem voru lögð í þessa vinnu eiga eftir að skila sér.“ - Hvað fínnst þér skemmtilegast? „Það er hvernig þessi sköpun fór fram, alveg frá því að efnið fangar Egil og hann fer að glíma við hug- myndina fyrir áratug. Þegar við hefjum vinnuna þá tekur sagan sí- felldum brejdingum fram á allra síðasta dag. Það er allt svo kraft- mikið og lifandi hjá Agli, alveg endalaust. Og það er ekki spurning að það verður verulega spennandi að sjá myndina í endanlegri út- gáfu.“ versnar það Ekki TOIVLIST f.eisladiskur ULL Geisladiskur dúettsins Súkkat, sem eru Hafþúr Ólafsson söngur og Gunn- ar Orn Jónsson gítar, en þeir eru einnig höfundar flestra laga og texta. Aðrir höfundar: Megas, Benóný Æg- isson, Örn Karlsson, Gi'sli Víkingsson, Einar Bogason, Edander, Böðvar Guðmundsson, Pomus, Shuman. Flytjendur: Súkkat ásamt ýmsum hljómlistarmönnum og kórum. Upp- taka og hljóðblöndun: Jens Hansson. Útgefandi: Japis. Lengd: 47:52 mín. SÁ SEM þetta skrifar átti margar ánægjustundh- yfír geisladiski dúettsins Súkkat, FJAP, sem út kom fyrir nokkrum árum. Eitt eftirminni- legasta lagið á þeim diski var „Vont en það venst“, en diskurinn í heild var í raun mjög góður út frá öllum mælistikum sem hægt er að setja á dægur- og afþreyingartónlist al- mennt. Og ekki versnar framlag þeirTa Súkkat-manna til íslenskrar alþýðutónlistar, því nú er kominn út nýr diskur, Ull, sem svipar mjög til hins fyrri, en er betri ef eitthvað er. Enn sem fyrr eru það textamir sem skipta höfuðmáli, áieitnir, fyndn- ir og stundum kaldhæðnislegir. Text- amir eru síðan klæddir í búning að- gengilegrar lagh'nu og það sem þessi diskur heíúr fram yfir hinn fyrri, að mínu mati, er að tónsmíðarnar era betri og meira lagt í undirleikinn. Þeir Súkkat-félagar semja sjálfir flest lögin og textana og tii að gefa lesendum dæmi um hvað hér er á ferðinni skulu tilfærðar ljóðlínur úr laginu Sódawathnesystur. Sódawathnesystur maka á krókinn svínfeitum maðki út Aðaldal ætli ekki bara endi með því þær ættleiði hval ættleiði hval uppí ána svo þær hafi eitthvað val. Og svo síðar í ljóðinu: Sódawathnesystur feykja flugu fímlega bæði og vel þó að kvöldin einatt fari í að eiga öls við pel þá stekkur oftast stórfiskur á krókinn þó stundum fái þær sel. Hér er augljóslega um að ræða hnittilega orðað háð og ádeilu á lax- veiðisnobbið og þegar svo ofan á þetta bætist lipur laglína, góður hljóðfæraleikur og sérstæð túlkun söngvarans Hafþórs Ólafssonar fer þetta að nálgast hreinustu snilld. Slíkan samsetning má víða finna á þessum diski og er hljóðfæraleikur yfirleitt með miklum ágætum. I því sambandi má nefna þverflautuleik Lárusar Grímssonar sem setur skemmtilegan svip á mörg laganna. Áðurnefnt lag, Sódawathnesystur, ásamt Fjalladúfan hressa eftir Meg- as er efst í huga mér þessa dagana af lögum Ullar-disksins góða, en af nógu er að taka og sjálfsagt verður maður að pæla í þessu efni langt fram á næsta ár. Eitt af því sem gefur Súkkat al- gera sérstöðu meðal flytjenda ís- lenskrar alþýðutónlistai’ er túlkunin sjálf, og þá ekki síst „hollningin" á Hafþóri, þar sem hann stendur svip- brigðalaus og mælir orðin af munni fram. Maður þarf í rauninni ekki að sjá hann nema einu sinni til að muna hann það sem eftir er ævinnar. Um leið og þessi diskur er settur á, birt- ist Hafþór ljóslifandi í hugskotinu, ásamt félaga sínum Gunnar Erni Jónssyni, gítarleikara, sem einnig er svipbrigðalaus undir flutningnum. En þótt þeh' félagar bregði ekki svip og séu víðsfjarri þegar diskurinn er spilaður heima í stofu er útgeislunin slík, að hún nær í gegnum tækin. Texta- og upplýsingarit er sérlega skemmtilega hannað og eykur enn gildi þessa framlags Súkkat til ís- lenski-a tónbókmennta. Þetta er diskur sem á erindi í hvaða geisla- spilara sem er og gildh’ þá einu hvort hlustandinn er sautján ára eða sjötugur. Sveinn Guðjónsson > Mikið úrval af fallegum jóla- og samkvæmis- fatnaði Síðir kjólar Hverfisgötu 78, sími 552 8980 SKAUT/TKHÖLUN Veturinn 1998-’99 OPNUNARTÍMAR Skólar og sérhópar Opið fró mónud. til föstud. kl. 10:00-15:00 Almenningur og hópar Mánudaga kl. 12:00-15:00 Þriðjudaga kl. 12:00-15:00 Miðvikud. og fimmtud. kl. 12:00-15:00 ogkl. 17:00-19:30 Föstudaga kl. 13:00-23:00 Laugardaga kl. 13:00-18:00 (Kvölddagskro auglýst sér) Sunnudaga kl. 13:00-18:00 Útleiga á laugardagskvöldum Sterk og vel mótuð frumraun TOIVLIST Geisladiskur BROTHÆTT Brothætt, geisladiskur Aðalheiðar Borgþórsdóttur, Öllu Borgþórs. Aðal- heiður semur öll lög og texta ein nema eitt Iag sem samið er með Tómasi Tómassyni, útsetur þau og syngur. Hafþór Guðmundsson leikur á trommur og slagverk og stýrði upptökum, Þórður Guðmundsson leikur á bassa, hljómborð og gítar og stýrði upptökum og útsetti eitt lag, Tómas Tómasson leikur á gítar og stýrði upptökum og útsetti eitt lag, Kjartan Valdimarsson leikur á hljóm- borð í einu lagi og Einar Bragi Bragason á saxófón í öðru. Aðalheið- ur gefur diskinn út sjálf. MARGUR man eftir hljómsveit- inni Lólu frá Seyðisfirði sem naut talsverðrar hylli á tímum íslensku rokkbylgjunnar fyrir tveimur ára- tugum eða svo. I Lólu fór fremst í flokki bráðgóð söngkona og kraft- mikil, Aðalheiður Borgþórsdóttir. Hún hætti ekki að fást við tónlist þótt ekki hafi nafn hennar farið hátt síðan og fyrir skemmstu sendi hún frá sér breiðskífuna Brothætt sem hér er gerð að umtalsefni. Platan er merkileg um margt, ekki síst fyrir það hversu heilsteypt og vel heppn- uð hún er, uppfull með skemmtileg og grípandi lög og góða spretti í út- setningum og frágangi. Upphafslag plötunnar Þú ert allt verður til þess að hlustandi sperrir eyrun, enda er þar komið pottþétt popplag sem minnir á söngkonuna bresku Sade Ardu. Fleiri lög svipaðrar gerðar er að fmna á skíf- unni, til að mynda Manstu, en ekki má skilja þessi lög sem svo að Aðal- heiður sé að herma eftir einum eða neinum því lögin bera sterk einkenni hennar sem lagasmiðs. Lögin eru reyndar afskaplega fjölbreytt á Brothætt, allt frá poppuðu reggíi í nútímalegt rokkskotið popp. Sem dæmi má nefna Síðan þú fórst, bráð- gott popplag í skemmtilegri útsetn- ingu þar sem tölvustrengir gefa lag- inu dýpt og ýta undir tregann í text- anum. Einnig er vel að verki staðið í AÐALHEIÐUR Borgþórsdóttir, eða bara Alla Borgþórs. laginu Betur sett þar sem glaðvært poppreggí undirstrikar átakanlegt inntak textans, sem fjallar um mis- jafnt hlutskipti manna. Utsetningar á plötunni eru þannig venju fremur fjölbreyttar og skemmtilegar og gæða hana meiri fjölbreytni en vana- legt er með íslenskar skífur. Textar Aðalheiðar eru almennt vel samdir og í þeim myrk undiralda. Sumstaðai’ er yrkisefnið einfalt að ytra byrði en flóknara þegar að er gáð. í tveimur laganna tekst Aðal- heiði aftur á móti ekki að gæða lífi einfaldar tilfinningar, Danslagið og Manstu; innihald þein-a er fullrýrt og frásögnin ekki nógu vel heppnuð. Annarstaðar tekst henni aftur á móti bráðvel upp, til að mynda í titillagi plötunnar, Verra og Betur sett. Hljóðfæraleikur er vel af hendi leystur og sparlega farið með hljóðfæri og hljóma sem er vel. Um- slag plötunnar er einnig gott, þótt framhlið þess sé fulldaufleg og gráminn á henni ekki í neinu sam- ræmi við fjölbreytileikann og hóf- sama glaðværðina sem býr fyrir inn- an. Aðalheiður Borgþórsdóttir kemur á óvart með skífunni, því óvanalegt er að tónlistarmaður sem er að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu skili eins sterkri og vel mótaðri frumraun. Brothætt er afskaplega vel gerð plata og bráðskemmtileg1 áheymar sem vísar vonandi til þess að fleiri slíkar séu á döfinni frá höfundarins hendi. Árni Matthíasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.