Morgunblaðið - 22.12.1998, Síða 65

Morgunblaðið - 22.12.1998, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND Ein stór fjölskylda Matur fyrir sálina (Soul Food)_________ Drama ★★ Framleiðendur: Tracey E. Edmonds og Robert Teitel. Leiksfjóri og hand- ritshöfundur: George Tillman, jr. Kvikmyndataka: Paul Elliott. Tónlist: Wendy Melvoin og Lisa Coleman. Aðalhlutverk: Vanessa Williams, Vivicia A. Fox, Michael Beach og Brandon Hammond. (110 múi.) Band- arísk. Skífan, desember 1998. Öllum leyfð. MATUR fyrir sálina er prýði- lega útfært fjölskyldudrama, sem beinir sjónum að daglegu lífi blökkumanna- fjölskyldu í Bandaríkjunum. Sagan inniheldur mátulegt jafn- vægi af sorgum og gleði og leysir almennt skyn- samlega úr vandamálum. Leikur er til fyr- irmyndar, ekki síst hins barnunga Brandons Hammonds sem gegnir hlutverki sögumanns. Hins vegar notar leikstjórinn George Tillman, jr, sem jafnframt er handritshöfundur, sögu sína til að koma á framfæri karlmiðaðri hugmyndafræði sem getur orðið til þess að pirra ýmsa. Það eru því fjölskyldugildi á borð við „það verður að leyfa karlmönnum að hafa sitt stolt, því skaltu ekki út- vega eiginmanni þínum vinnu þótt hann sé atvinnulaus", „karlamir verða að fá að horfa á fótboltann meðan konurnar elda“ og að lokum „þótt þú sért kona á framabraut máttu ekki gleyma að sinna þörf- um eiginmanns þíns, annars neyðist hann til að halda fram hjá þér“ sem gera annars ágæta kvik- mynd fráhrindandi. Heiða Jóhannsdóttir FÓLK í FRÉTTUM Murdoch íhugar hj ónaband Fj ölmiðlakóngur- inn Rupert Mur- doch íhugar nú annað hjónaband að sögn tímarits- ins New Idea í Ástralíu. Að sögn blaðsins íhugar Murdoch sem er 68 ára gamall að kvæmast Wendy Deng, sem er 31 árs fulltrúi í Star Television, útibúi Ijölmiðlaveldis hans í Hong Kong, og hefur hann þegar borið upp bónorðið. Murdoch og Deng hafa sést víða saman í Sydney eftir að þau komu þangað f síðustu viku. Fjölmiðla- fulltrúar Murdochs hafa ekki staðfest fregnina. Einn ríkasti maður heims Anna Murdoch, önnur eigin- kona fjölmiðlakóngsins, sótti um skilnað í júlí eftir 31 árs hjóna- band, en skilnaðurinn er ekki ennþá genginn í gegn. Hún hefur dregið sig í hlé í fyrirtæki Mur- doch og í júlí var gefin út yfírlýs- ing þess efnis að skilnaðarsátt- málinn myndi ekki hafa áhrif á eigendur fjölmiðlaveldisins. Mur- doch, sem nú er bandarískur rík- isborgari, er tafinn einn ríkasti maður heims og samkvæmt út- reikningum Forbes tímaritsins er Rupert Murdoch auður hans metinn á fimm millj- arða Bandaríkjadala. Murdoch á þrjú börn frá hjóna- bandi sínu með Ónnu og eru þau ölf í ábyrgðarmiklum stöðum í fyrirtæki hans. Elsti sonurinn, Lachlan, er af þeim sem til þekkja taiinn helsti erfingi veld- isins, en hann situr í sljórn aðal- fyrirtækisins. Elisabeth Murdoch er stjórnandi BSkyB í Lundúnum og yngsti sonurinn James er full- trúi útgefanda New York Post. Murdoch á dóttur af fyrsta hjónabandi sínu, Prudence, en hún tengist rekstri ljölmiðlafyr- irtækisins ekki. Hún býr í Lundúnum með eiginmanni og börnum. Kaffihjálp er söfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Mitch sem reið yfir Mið-Ameríku nýverið. Af hverju seldu kg. af þessu kaffi renna 200 krónur til hjálparstarfsins. [ Nýkaupi er framlagiö 400 kr á kg. Hjálparstarf kirkjunnar kemur framlagi þínu til skila. Bestu þakkir og njóttu vel. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 65 AIGLE-Á'*"TJND-AIGLE-ASTUND-AIGLE Wicklow frá Jólagjöfina færð þú örugglega í reiðúlpa og flísvesti í einni flík regnheld heilsársreiðúlpa úr Microtech öndunarefni herra- og dömustærðir S-XXL Litir: Brúnt, blátt, orange og grænt AIGLE Heilsukoddinn sem sjúkroþjálfarar, kírópraktarar og i&juþjálfar um land allt mæla með.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.