Morgunblaðið - 09.01.1999, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Harka færist í ísra-
elsku kosningabaráttuna
Jerúsalem. Reuters.
Reuters
BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra fsraels, heilsar stuðnings-
mönnum sínum úr Likud-flokknum fyrir utan embættisbústað sinn.
HARKA er þegar farin að færast í
kosningabaráttuna í ísrael, aðeins
nokkrum dögum eftir að boðað var
til kosninga 17. maí næstkomandi.
Stærsta dagblaðið í Israel, Yedioth
Ahronoth, lýsti í gær persónulegum
árásum frambjóðenda hvers á ann-
an sem „ærumeiðingastríði“, en þeir
hafa nú ráðið bandaríska áróðurs-
meistara til að leggja línurnar í bar-
áttunni.
Israelska lögreglan rannsakar nú
fullyrðingar um morðhótun á hend-
ur Amnon Lipkin-Shahak, íyrrver-
andi yfírmanni hersins, sem hefur
ákveðið að bjóða sig fram til emb-
ættis forsætisráðherra og stofna
nýjan miðflokk. Að sögn stuðnings-
manns Lipkins-Shahaks var hann á
atkvæðaveiðum á fjölfómum úti-
markaði í Tel Aviv á fímmtudag,
þegar maður með höfuðfat bók-
stafstrúargyðinga kallaði til hans:
„Næsta byssukúla mun lenda í
höfðinu á þér.“
Lipkin-Shahak var skjólstæðing-
ur Yitzhaks Rabins, fyri-verandi
forsætisráðherra Israels, sem var
skotinn til bana árið 1995 af bók-
stafstrúarmanni sem var andsnúinn
friðarumleitunum við Palestínu-
menn.
Rógur og lygar
Lipkin-Shahak segist vilja sætta
ágreining meðal ísraelsku þjóðar-
innar, sem hann sakar Benjamin
Netanyahu forsætisráðherra um að
draga fram. Hann hóf kosningabar-
áttu sína á miðvikudag með því að
ráðast á forsætisráðherrann. „Net-
anyahu er hættulegur ísrael. Net-
anyahu verður að fara,“ sagði hann
á fréttamannafundi.
Likud-flokkur Netanyahus segist
til þessa hafa sniðgengið Lipkin-
Shahak, þar sem hann hafi ekki enn
kynnt stefnu sína. Spjótin hafa hins
vegar beinst að Ehud Barak, fram-
bjóðanda Verkamannaflokksins,
sem þykir sigurstranglegri. „Barak
snýr baki við sannleikanum“ segir í
auglýsingum Likud-flokksins í dag-
blöðum í gær, og vitnað var í þau
meintu ummæli hans að hann léti
ekki í ljósi friðsamlega stefnu sína
vegna þess að hann vildi vinna sigur
í kosningunum.
Aviv Bushinsky, talsmaður Net-
anyahus, fullyrti í gær að í auglýs-
ingunum væri einfaldlega verið að
nota eigin orð Baraks til að gefa
sanna mynd af afstöðu hans. Neit-
aði hann því að markmið Likud-
flokksins væri að breiða út per-
sónulegan róg eða kalla nokkurn
lygara. Hann játaði því hins vegar
að bandaríski stjórnmálaráðgjafinn
Arthur Finkelstein hefði hjálpað til
við að skipuleggja kosningabaráttu
Netanyahus, en sagði að hann hefði
fyrst og fremst einbeitt sér að
„tæknilegum atriðum", eins og lýð-
fræðilegum upplýsingum um kjós-
endur. Stjórnmálaskýrendur telja
þó að áhrif Finkelsteins séu mun
meiri en Bushinsky vildi vera láta,
og segja hann meðal annars hafa
verið manninn á bak við áhrifa-
miklar auglýsingar fyiir kosning-
arnar árið 1996, þegar Netanyahu
komst til valda, þar sem sýndar
voru myndir af ísraelskum strætis-
vögnum sem sprengdir voru af
palestínskum hryðjuverkamönnum.
Hverri atlögu svarað
Ehud Barak sneri vörn í sókn á
fundi Verkamannaflokksins á
fimmtudag. „Mér þykir leitt að for-
sætisráðherrann er að draga kosn-
ingabaráttuna niður í svaðið,“ sagði
hann í ræðu sinni. Að baki hans
héngu kosningaspjöld Verkamanna-
flokksins, þar sem sjá mátti slagorð
á borð við „Netanyahu er fyrir öfga-
mennina, Barak er fyrir alla“ og „Of
margar lygar í of langan tíma“.
Framkoma Baraks í sjónvarps-
þáttum undanfama daga þykir
ákveðnari og valdsmannslegri en
áður, enda hefur hann einnig ráðið
til sín hóp af bandarískum áróðurs-
meisturum. Þeirra þekktastur er ef-
laust James Carville, sem stjómaði
kosningabaráttu Bills Clintons
Bandaríkjaforseta árið 1992.
Haft var eftir Tal Silberstein, ein-
um stjórnenda kosningabaráttu
Baraks, að nú yrði horfíð frá þeirri
aðferð, sem Verkamannaflokkurinn
beitti með slæmum árangri í kosn-
ingunum 1996, að svara ekki öllum
skotum Likud-flokksins. „I hvert
sinn sem Benjamin Netanyahu og
áróðursvél hans gera atlögu munum
við svara samstundis með
gagnárás,“ sagði Silberstein.
Dollí
verður
stoppuð
upp
VÍSINDAMENN hafa nú komist
að niðurstöðu um hvernig best
verður hægt að varðveita minn-
ingu einræktuðu kindarinnar
Dollíar. Þegar hún drepst hyggj-
ast þeir stoppa hana upp.
Roslin-stofnunin, sem einrækt-
aði Dollí úr erfðaefni fullvaxinn-
ar kindur árið 1996, tilkynnti í
gær að komist hefði verið að
samkomulagi við Þjóðminjasafn-
ið í Skotlandi að það varðveiti
Dollí handa komandi kynslóðum.
Dollí fæddist fimmta júlí árið
1996 en vísindamenn tilkynntu
ekki um tilvist hennar fyrr en sjö
mánuðum síðar. Var þetta í
fyrsta sinn sem tekst að einrækta
spendýr úr erfðaefni annars
spendýrs af sömu tegund.
Vöknuðu strax áhyggjur vegna
mögulegrar einræktunar manna
og hefur hvarvetna verið deilt
um siðfræðilegar hliðar þessara
nýju tíðinda í vísindum. A hinn
bóginn hefur einræktun gefið
mönnum tækifæri á að þróa ný
Iyf gegn ýmsum skæðum sjúk-
dómum.
Dollí hlaut nafn sitt eftir
sveitasöngkonunni bandarísku
Dollí Parton og ól sjálf af sér á í
apríl á síðasta ári sem hlaut
nafnið Bonní. Þjóðminjasafnið
skoska gæti þurft að bíða nokkuð
lengi eftir tækifærinu til að stilla
kindinni sögufrægu upp á sýn-
ingum því Dollí gæti enn átt
fimmtán ár ólifuð eða svo.
Sierra Leone
Uppreisn-
armenn
segjast í
stórsókn
Abidjan. Reuters.
UPPREISNARME NN í Sierra
Leone lýstu í gær yfir stórsókn
gegn herliði Vestur-Afríkuríkja,
sem Nígeríumenn fara fyrir, í höf-
uðborginni Freetown.
Sam Boekarie, foringi uppreisn-
armanna, sagði í samtali um gervi-
hnött við Reutei's-fréttastofuna
í gær að sóknin hefði haflst á
fimmtudagskvöld. Sagði hann ekki
lengur launungarmál að skærulið-
ar hygðust reyna að ná nígerískri
herstöð á Lungi-flugvelli í ná-
grenni borgarinnar á sitt vald, en
þar hefur Ahmad Tejan Kabbah,
forseti landsins, hafst við ásamt
nokkrum ráðherrum sínum síðan
sveitir uppreisnarmanna héldu inn-
reið sína í höfuðborgina á miðviku-
dag.
Leiðtogi uppreisnarmanna er
Foday Sankoh, en Bockarie tók við
forystunni eftir að Sankoh var tek-
inn höndum.
Fölsuð yfirlýsing
Kabbah lýsti því yfír á fimmtu-
dag að hann hefði náð samkomu-
lagi við Sankoh um sjö daga vopna-
hlé. Vísaði Bockarie fregnunum á
bug í gær, og sagði að yfírlýsing
Sankohs þar að lútandi, sem flutt
var á útvarpsstöð stjómarsinna á
fimmtudag, væri fölsuð. Leikinn
hefði verið hluti af gamalli hljóð-
snældu sem Sankoh sendi skæru-
liðum í frumskóginum til að til-
kynna um vopnahlé árið 1996.
Reuters
Flamengó til heimilisnota
IRASKUR maður sýnir tvo upp-
stoppaða flamengófugla á AI
Gazil markaðnum í Bagdad. Þar
eru fuglarnir seldir á sem svarar
til ríflega 120 kr. ísl. en þeir
þykja mikil híbýlaprýði í Irak.
Fylgi bresku
stjórnarinnar
dalar nokkuð
London. Reuters.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, harðneitaði því í gær að
sundrung væri komin upp í Verka-
mannaflokknum og sagði Blair að
einmitt hið gagnstæða væri uppi á
teningnum því hann myndi ekki til
þess að flokkurinn hefði nokkurn
tíma verið jafn hugmyndafræðilega
sameinaður. Útilokaði Blair jafn-
framt að ríkisstjórn sín myndi
skipta um stefnu vegna erfiðleika
sem hún hefur mátt ganga í gegn-
um að undanförnu. Skoðanakannan-
ir tveggja breskra dagblaða sýndu í
gær að stuðningur almennings við
ríkisstjórnina hefur minnkað nokk-
uð en fylgið er samt sem áður mik-
ið, miðað við að nú eru tæp tvö ár
liðin síðan Verkamannaflokkurinn
komst til valda.
Tveir ráðherrar og einn af helstu
aðstoðarmönnum fjármálaráðherr-
ans Gordons Browns neyddust til að
segja af sér um jól og nýár vegna
uppljóstrana um að Peter Mandel-
son, ráðherra viðskipta- og iðnaðar-
mála, hefði fengið 373.000 pund að
láni frá Geoffrey Robinson, aðstoð-
arráðherra í fjármálaráðuneytinu,
og síðan reynt að halda því leyndu.
Bæði Mandelson og Robinson sögðu
af sér og einnig Charlie Whelan,
talsmaður Browns, vegna orðróms
um að hann hefði lekið fréttinni um
Mandelson til fjölmiðla. Hafði ríkis-
stjórnin fram að þessum tíma virst
nánast óskeikul, a.m.k. var stuðn-
ingur almennings afar stöðugur.
Mandelson gat glaðst nokkuð í
gær þegar lánastofnunin Britannia
ákvað að fara ekki fram á lögreglu- P
rannsókn á ráðherranum fyrrver-
andi, en þegar Mandelson sótti um
húsnæðislán hjá Britannia á sínum
tíma láðist honum að geta einka-
lánsins frá Robinson sem honum
var þó skylt samkvæmt lögum.
Ihaldsmenn standa í stað þrátt
fyrir vandræði Blairs
Skoðanakannanir sem The Ex-
press og The Daily Telegraph birtu
í gær sýna hins vegar að í kjölfar
vandræðanna, sem hófust með af-
sögn Mandelsons á Þorláksmessu,
hefur fylgi stjórnarinnar minnkað.
Könnun The Express sýnir að fylg-
ið hefur fallið niður í 48%, eða um
sjö prósentustig frá því í könnun
sem gerð var skömmu áður en
vandræðin hófust í desember. Er
þetta í fyrsta sinn frá því Verka-
mannaflokkurinn komst til valda í
maí 1997, sem fylgi Blair-stjómar-
innar fer niður fyrir 50%. Fylgis-
tapið mældist ekki eins mikið í
könnun The Daily Telegi-aph, er nú
52%, þremur prósentustigum minna
en í síðustu könnun og segir blaðið
að svo virðist sem Blair virðist ætla
að takast að standa af sér þennan
storm.
Athyglisvert er að báðar kannan-
imar sýna að Ihaldsflokkurinn virð-
ist ekkert bæta stöðu sína þrátt fyr-
ir áfóll ríkisstjórnarinnar. I The Ex-
press mælist fylgi íhaldsflokksins
meira að segja þremur prósentu-
stigum minna en í síðustu könnun,
er nú 24%.