Morgunblaðið - 09.01.1999, Qupperneq 35
VIKU
m
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 35
Nýbýlavegi 30 (Dalbrekkumegin), sími 554 6300
og Ármúla 7, sími 553 6540.
Heimasíða: www.mira.is
tjaldabaki eftir tónleika, eins og hon-
um einum er lagið. „Þetta var eftir
sýningu og allir voða þreyttir, hann
er ekkert að reyna við mig. Hann er í
sambúð með mjög góðri konu,
Miröndu, sem ég kann ofsalega vel
við. Hún er mjög fín manneskja,
blátt áfram og eðlileg og með báða
fætur á jörðinni. Hann er mjög lán-
samur að eiga þá konu að. Þau búa
nú í Dóminíska lýðveldinu og eiga
von á öðru barni sínu.“
- En hvernig ganga strákamálin
hjá þér sjálfri?
„Veistu, að þau ganga bara betur
en oft áður. Eg á góðan vin þarna
fyrir vestan, sem er bassaleikari og
heitir Neil Stubenhaus. Hann vinnur
mikið við tónlist fyrir kvikmyndir og
sjónvarpsþætti og hefur unnið með
ýmsum frægum söngvurum og tón-
listarmönnum í Bandaríkjunum. En
þú skalt nú samt ekkert vera að gera
of mikið úr þessu. Segðu bara að
hann sé góður vinur minn.“
- Það er dálítið annar tónn í þér
núna varðandi þessi mál heldur en í
tímaritsviðtali fyrir nokkrum árum
þar sem þú sagðist bara ekkert skilja
í því að strákarnir litu ekki við þér?
„Já, það var dálítill „ein ég sit og
sauma“ tónn í mér þá. Ég gerði nú
heldur ekki mikið í því að komast á
„sjens" og gaf ekki mikinn kost á
mér. Ég var og er mjög lítið gefin
fyrir samkvæmi og partí. I þessu
starfi þýðir heldur ekkert að vera að
djamma fram eftir allri nóttu. Maður
verður að gæta þess vel að fá nægan
svefn og muna eftir að taka vítamínin
sín. Annars endist maður hreinlega
ekki í þessum bransa til lengdar.“
Til gamans skal því bætt hér
við að þegar grennslast er fyrir
um Neil Stubenhaus á Netinu
kemur í Ijós að hér er enginn
smákarl á ferðinni í bandarísku
tónlistarlífi. Hann er svokallaður
„session-bassaleikari" og hefur
spilað með og leikið inn á
hljómplötur með stórstjörnum á
borð við Barbra Streisand, Rod
Stewart, Barry Gibb, Michael
Bolton, Natalie Cole, Whitney
Huston, Billy Joel, Dolly Parton,
Quincy Jones og sjálfum Frank
Sinatra. Hér eru þó aðeins örfá-
ar stórstjömur nefndar sem Neil
hefur unnið með, auk þess sem
hann hefur leikið tónlist í fjölda
frægra kvikmynda svo sem
Good Fellas, Naked Gun, The
Lion King, French Kiss, Men in
black, Long Kiss Goodnight,
Flashdance, Ghostbusters,
Home Alone, Blues Brothers
2000 og ótal fleiri þekktra kvik-
mynda. Þá eru ótaldir fjölmargir
vinsælir sjónvarpsþættir og má
þar nefna nokkra sem sýndir
hafa verið hér á landi svo sem
Cheers, Fraser, Friends,
Murder She Wrote, Family Ties
og marga fleiri. Upptalningin er
ótrúleg og er áhugamönnum
bent á að kynna sér feril Neils
Stubenhaus á Netinu.
ANNA Mjöll var treg til að lána
okkur þessa mynd og hélt að
fólk myndi misskilja uppstill-
inguna, en hér er htín ásamt
hjartaknúsaranum að tjalda-
baki eftir tónleika.
MEÐ vininum fyrir vestan,
Neil Stubenhaus.
ÞRÍR fílefldir lífverðir
fylgdu söngkonunum við
hvert fótmál í Moskvu.
Verð kr. 12.9QQ
SÖNGKONURNAR
þrjár baksviðs og lengst
til vinstri er
tangódansari sem einnig
tekur þátt í sýningunum.
Á SVIÐINU með stórstjörnunni Julio Iglesias og hljómsveit.
Heimsreisa Julio Iglesias 1998 Janúon Áslrak Sidney.
Febrúan Ástrok Sydney, PeÉ, Melbourne, Brisbone, Adelaide. Hýja-Sjáland: Christchurch, Nopier.
Mars: Japan: Tókýó. Brasilía: Rio De Joneiro, Mocelo.
Apríl: Brasilía: Notol, Fortolezo, Belem, Recife, Curitibo, Soo Poulo, S.J. do Rio Preto, Uberlondio, Compinas. BondaríkkOúanáo.
Moi: Argenlína: Buenos Aires, Cordoba. Úrúgvæ: Montevideo. Bandoríkin: Atlontic City.
Júní: Ubanon: Beirút. Bússland: Moskva, St. Pétursborg. Lettland: Riga. Utháen: Vilnius. Júgóslavía: Belgrod. S/dven/o: Zagreb. MoMeóm'orSkopje.
Júlí: Hawoii. Kono. Afónokó.’Monte Corlo.
Ágúst: Bandaríkin: Missisippi, Georgio, New Jersey, Connecticut, Mossachusetts. Kanada: Ottowo, Ontario.
Septcmber: Bandaríkin: New Orleons.
Oktéber: ísrael: Tel Aviv. Noregur: Ósló. Sviþjóð: Molmö, Goutoborg, Stokkhólmur. Portúgal: Porto.
Nóvember: íom/oríkkAtlanticCity. /C/'oo: Shanghæ.
Ðesemben Perú: Umo. Argentína: Son Juon, Buenos Aires. Brasilía: Porto Alegre. Úrúgvæ: Pto. Este.
okkur stelpumar. Hann bauðst með-
al annars til að fara með okkur í
skoðunarferð, sem við þáðum. Hann
fór með okkur á ægifagra baðströnd
og það var svo fallegt þama að þetta
var eiginlega eins og að maður gæti
ímyndað sér Paradls. Hann fór með
okkur á veitingahús, sem var þarna
við ströndina, og starfsfólkið þar kom
hlaupandi og vildi allt gera fyrir
kokkinn og ég tók eftir því að það var
eins og fólkið bæri óttablandina virð-
ingu fyrir honum. Menn vora alltaf
að koma að spyija hvort hann vant-
aði eitthvað og bugtuðu sig og
beygðu fyrir honum. Ég sagði við
stelpumar að mér fyndist þetta dálít-
ið skrýtið og að kokkurinn væri
greinilega ekki allur þar sem hann
væri séður. Seinna komumst við að
því að hann var svokallaður
„cleaner", það er atvinnumaður á
vegum stjómvalda, sem hefur það
hlutverk að „hreinsa" í burtu óæski-
lega menn í landinu. „Besti vinurinn"
í Beirút var sem sagt fjöldamorðingi í
þjónustu ríkisins.
Anna Mjöll segir að það sé ómetan-
leg lífsreynsla að ferðast svona um
veröldina og yfirleitt sé sú reynsla já-
kvæð. Þó megi finna nokkur dæmi um
hið gagnstæða, sem kenni manni að
aldrei sé of varlega farið: „Eins og til
dæmis þegar við vorum eitt sinn á
flottu Sheraton-hóteli í Rio De Jan-
eiro í Brasilíu. Það var nuddstofa á
hótelinu og ég ákvað að fá mér nudd
til að slaka á fyrir tónleikana. Nudd-
arinn var karlmaður og þegar ég kom
inn í nuddstofuna læsti hann og stakk
lyklinum í vasann. „Nú, þetta er svona
klassa-nuddari, vill ekki láta trufla sig
við vinnuna," hugsaði ég með mér.
Dæmigerð ég, sein að fatta. Svo fór
hann að nudda og mér fannst hann
orðinn nokkuð nærgöngull. Þegar ég
heyrði hljóð í rennilási hætti mér að
lítast á blikuna. Ég sagði: „nei“, en
hann sagði: ,jú“, og greinilegt að hann
ætlaði sér að koma fram vilja sínum,
hvað sem ég segði.
Þótt undarlegt megi virðast var ég
alveg róleg enda hugsaði ég með mér
að ég yrði að halda ró minni, því
svona menn geta auðveldlega
brjálast og verið stórhættulegir. Ég
reyndi að ýta honum frá mér og ýtti
höndum hans af mér hvar sem þær
lentu og teygði mig í fótin mín og
klæddi mig á meðan hann var að
ljúka sér af. Svo tók hann lykilinn
upp úr vasanum og bað mig um að
segja ekki neinum frá þessu og ég
samþykkti það. Þá sagði hann:
„Komdu aftur á morgun,“ og ég sagði
bara já, um leið og ég skaust út um
dyrnar. Ég fór beint upp á herbergi
þar sem ég brotnaði gersamlega
saman. Þetta var klukkan fimm og ég
átti að vera mætt niðri í móttöku
klukkan sex því það vora tónleikar
um kvöldið. En það var haft samband
við höfuðstöðvar Sheraton-hótelsins
og gefin lögregluskýrsla og heilmikil
lætí urðu út af þessu, en tónleikamir
voru auðvitað haldnir eftir sem áður.
„The show must go on“. En þetta er
nú bara dæmi um óskemmtilegar
uppákomur sem maður getur lent í ef
maður er of bláeygur og passar sig
ekki. Þær era sem betur fer fáar og
þegar á heildina er litið er búið að
vera mikið grín og mikið gaman
þennan tíma.“
Góður vinur fyrir vestan
Þegai- við förum í gegnum mynda-
safn Onnu Mjallar rifjast upp ýmsar
skemmtilegar sögur úr tónleikaferð-
unum, sem ekki er hægt að fara nán-
ar út í hér. A einni myndinni situr
hún í fanginu á hjartaknúsaranum og
ég bið um leyfi til að fá að birta þá
mynd, en Anna Mjöll hefur ákveðnar
efasemdir varðandi það. ,Á ekki fólk
bara eftir að misskilja það eitthvað?"
spyr hún og bætir við að Julio hafi nú
bara verið að bregða á leik þarna að