Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Macintosh- hátíð í GÆR LAUK austur í San Francisco mikilli hátíð Macintosh- manna, árlegri svonefndri Macworld-sýningu. Þar var saman- komið margt Macintosh-manna, sem hafa ástæðu til að gleðjast í ljósi aukinnar velgengni Apple- fyrirtækisins. Á sýningunni kynti Steve Jobs, afleysingasljórnarfor- maður fyrirtækisins, nýjar gerðir af iMac-tölvunni og nýjar borðtölv- ur meðal annars. Apple-fyrirtækið, framleiðandi Macintosh, hefur sótt verulega í sig veðrið undanfarna mánuði eft- ir að Jobs tók aftur við stjórnar- taumum fyrirtækisins, en hann var í hópi þeirra sem gerðu það að einu helsta tölvufyrirtæki heims á sínum tíma. Það var með- al annars fyrir atbeina Jobs að iMac-tölvan var smíðuð, en hún hefur notið meiri vinsælda en dæmi eru til um Macintosh-tölvu. Gríðarleg sala á þeirri tölvugerð hefur haft sitt að segja um að hagnaður er af rekstri Apple fimmta ársfjórðunginn í röð, en áður var viðvarandi mikið tap á rekstri fyrirtækisins. Jobs kynnti meðal annars nýjar gerðir af iMac-tölvum, með 266 MHz PowerPC-örgjörvum, 32 MB innra minni og 6 GB hörðum diski. Nýja gerðin verður seld á svipuðu verði og fyrri gerð tölvunnar, en eldri gerðin verður lækkuð í verði. iMac-tölvan vakti ekki síst mikla athygli fyrir framúrstefnulegt útlit og lit á sfnum túna og nýjar gerðir hennar þykja ekki síður eftirtekt- arverðar þar sem þær eru í fimm litum, gamli blái liturinn, rauðar, grænar, fjólubláar og appel- sínugular. Við kynninguna sagði Steve Jobs að litur tölvunnar ætti eftir að verða ein erfiðasta ákvörð- unin sem tölvunotendur stæðu frammi fyrir, enda fyndist þeim flestum liturinn skipta meira máli en „megahertz, gígabæti og annað bull sem tengist því að kaupa nýja tölvu“. Jobs kynnti einnig nýjar gerðir borðtölva, G3-tölva, sem verða einnig óhefðbundnar í útliti, í hálf- gagnsæjuin bláum kössum svipuð- um og fyrsta gerð iMac-tölvunnar. I þeim verða kopargerðir PowerPC-, 300, 350 og 400 MHz örgjörvar. Nýtt stýrikerfi Mestu tiðindin fyrir Macintosh- notendur var þó tilkynning Jobs um að nýtt stýrikerfi væri komið út fyrir Macintosh, MacOS X. MacOS X er aðallega ætlað fyrir fyrirtæki, en Macintosh hefur skort slfkt stýrikerfi til að standast PC-samhæfðum tölvum snúning á þeim markaði. Ætlun Apple var að nota hluta af NeXT-stýrikerfinu, sem átti margt skylt við Unix, í nýtt stýrikerfi sem kallaðist Rhapsody. Af því varð þó ekki, en sum tækni úr NeXT-stýrikerfinu er nýtt í MacOS X sem keyra mun núverandi gerðir af Macintosh- hugbúnaði betur en Rhapsody hefði gert. MacOS X kemur ekki á almenn- an markað fyrr en undir lok árs- ins, en Apple vill gefa þróundar- deildum stórra viðskiptavina færi á að vinna með stýrikerfinu nú þegar. MacOS X hefur meðal ann- ars forgangsstýrða fjölvinnslu og minnisvernd fram yfir núverandi gerð MacOS, 8.5. Textílhönnuðurinn Kaffe Fassett heldur fyrirlestur um verk sín í Háskólabíói, sal 2, laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýningu á verkuin Kafle Fassett í Hafnarborg. menningar- og iistastofnun Halnarfjaröar. Míðasala við innganginn. Opnunartími 12-18 alla daga, nema þriðjudaga (lokað). METSOLULEIKIR dTÖLVULE IK JASAL A eykst hröðum skrefum í takt við aukna tölvueign. PC-leikir seljast sem aldrei fyrr og sala á PlayStation- leikjum er í hámarki. Nintendo 64 hefur einnig styrkt stöðu sína þó enn sé hún nokkuð á eftir fyrrtöldu tölvugerðunum. I verslunum BT fengust þær upplýsingar að söluhæstu leikir ársins þar á bæ væm FIFA 99 í PlayStation-heimum, Need for Speed III hjá PC-vinum og Zelda 64 hjá Nintendo 64. Akstursleikir em reyndar gríðarlega vinsælir og þannig er slíkur leikur í fimmta sæti hjá PlayStation og annar í tí- unda. PC-vinir em hrifnir af Need for Speed, því þriðji þannig leikur- inn er í fyrsta sæti eins og áður segir, og annar leikurinn í því sjötta. Einnig má kalla Carma- geddon, sem lenti í tíunda sæti, akstursleik þó hann sé vissulega heldur blóðugur. Nintendo 64 hentar einnig vel fyrir akstursleiki og tveir slíkir em á listanum, en annars em Nintendo-notendur hrifnastir af skot- og ævintýra- leikjum, hafa enda besta ævintýra- leik seinni tíma, Zelda 64. Annars var listinn yfir tíu söluhæstu leik- ina þannig: PlayStation 1. FIFA99 2. Tekken 3 3. Hercules 4. Tomb Raider 3 5. Gran Turismo 6. Crash Bandicoot 3 7. Mickey’s Adventure 8. Cool Boarders 3 Otrúlegur raunveruleiki LEIKUR Colin McRae Rally Colin McRae Rally, leikur fyrir PlayStation og PC samhæfðar tölvur frá Codemasters. KAPPAKSTURSLEIKIR eins og Gran Turismo og TOCA hafa verið ráðandi leikir á leikjamark- aðnum en kannski verður breyting þar á núna með Colin McRae Rally. Ólíkt TOCA og Gran Turismo snýst mikið af leiknum í Colin McRae Rally um að keppa einn, við tímann og við aðra keppendur sem eru bæði langt á undan og langt á eftir. Tölvan þarf því ekki að gera mikið í einu sem hefur gert Codemasters kleift að gera ótrúlega raunvem- legan leik með einni þeirri allra bestu stjórnun sem sést hefur í bílaleik. Ekki er þó aðeins hægt að keppa einn heldur er hægt að velja svo- kallað Arcade Mode þar sem þú getur keppt.við helling af öðram bílum, einnig býðst þér að velja fulla bikarkeppni, tímakeppni og fleira. Ef það er vandamál að læra á leikinn bjó Codemasters til eins- konar rally-skóla með Coiin McRae sjálfan sem kennara. Hann leið- beinir þér í gegnum allar þrautirn- ar sem eru á veginum og segir þér hvenær þú ert tilbúinn. Hægt er að velja skilyrðin sem maður keppir við og einnig hvort bfllinn sé fjór- hjóladrifinn, fram- eða afturdrifinn. Bfllinn verður meira að segja smátt og smátt drallugur á veginum sem er miklu miklu skemmtilegra en það ætti að vera. Hægt er að velja úr átta bflum til að byrja með en fleiri eftir að nokk- ur borð hafa verið klámð. Dæmi um þá miklu vinnu sem Codemasters lagði í leikinn er að hver einasti bfll í leiknum var laser- skannaður til þess að ná nákvæmri eftirmynd inn á tölvuna. Hver ein- asti flötur á bílnum getur beyglast eða dottið af sem skiptir miklu máli fyrir raunsæi leiksins. Annar stór þáttur er „shotgun“ leiksins, Nicky Grist, hann er fram- sætismaður Colins í alvöranni og hefur lesið inn allar tegundir af beygjum og stökkum fyrir leikinn. Ólíkt TOCA og Gran Turismo þarf ekki að ná nema einhverju af sex efstu sætunum sem er kær- komin breyting frá næstum of erf- iðum borðum, til dæmis í Gran Turismo þar sem minnstu mistökin geta kostað þig 4-5 sæti, og í TOCA þar sem sama reglan gildir. Hinsvegar er Colin McRae Rally ekki beint léttur heldur og rally- skólinn getur skipt sköpum í leikn- um. Colin McRae Rally hefur án vafa sett nýjan staðal í kappaksturs- og rally-leikjum til þessa, að minnsta kosti í grafík og raunverulegri hreyfíngu bflsins, leikur sem eng- inn sem hefur nokkurn tímann haft bíladelluna ætti að vera án. Ingvi M. Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.