Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓNÍNA J. BLUMENSTEIN,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Tómasarhaga 45,
lést miðvikudaginn 6. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Dóris Nílsson, Uno Nílsson,
Nína Blumenstein, Ingimundur T. Magnússon
og barnabörn.
t
Sonur minn,
BERGUR ÓSKARSSON,
Strönd,
Rangárvöllum,
andaðist á Landsspítalanum föstudaginn 25. desember síðastliðinn.
Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Óskar Jóhannsson.
+
GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR
frá Leirvogstungu,
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
lést fimmtudaginn 7. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Vandamenn.
+
GUÐBJÖRG HELGA SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
síðast til heimilis
á Kópavogsbraut 1A,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 11. janúar kl. 13.30.
Lind Ebbadóttir, Jón Ólafsson,
Sigurveig Ebbadóttir, Haraldur Hansson,
Gerður Ebbadóttir. Benedikt Ó. Sveinsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
+
Faðir minn,
BJARNI GUÐMUNDSSON
verkstjóri
frá Hesteyri,
er andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, mánu-
daginn 4. janúar, verður jarðsunginn frá
Neskirkju í Reykjavík mánudaginn 11. janúar
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlegast bent á að láta Slysa-
varnafélag (slands njóta þess.
Ragnheiður Bjarnadóttir.
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og styrk við and-
lát elskulegs sambýlismanns míns, sonar,
föður, tengdaföður og afa,
PÁLSBJÖRNSSONAR,
Blikahólum 10.
Elísabet Kristjánsdóttir,
Gunnhildur Arndís Pálsdóttir, Victor O'Callaghan,
Inga Jóna Pálsdóttir, María Rán Pálsdóttir,
Sólrún Edda Pálsdóttir,
barnabörn,
Gunnhildur Ingibjörg Gestsdóttir.
INGVAR
ÞÓRÐARSON
+ Ingvar Þórðar-
son fæddist í
Reykjavík 4. októ-
ber 1907. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 27.
desember siðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Þórður Þórð-
arson, f. 21.1. 1874,
d. 18.10. 1920, verk-
stjóri við hafnar-
gerðina í Reykjavík,
og Guðrún Ingunn
Sigurðardóttir, f.
29.11. 1879, d. 20.9.
1949, húsmóðir.
Bæðu voru ættuð frá Eyrar-
bakka. Systur Ingvars eru:
Halldóra Guðrún, f. 12.8. 1902,
d. 16.6. 1921; Guðný Þóra, f.
24.11. 1912, d. 3.12. 1994, hús-
móðir í Reykjavík; Sigurveig
Óla, f. 10.7. 1914, d. 7.7. 1994,
húsmóðir í Reykjavík; og Sig-
ríður Hildur, f. 2.5. 1920, kenn-
ari í Reykjavík.
Hinn 2.6.1934 kvæntist Ingvar
Ingibjörgu Svövu Helgadóttur, f.
31.12. 1912, húsmóður. Hún er
dóttir Helga Erlendssonar bónda
á Hlíðarenda í Fljótshlíð og
Kristínar Eyjólfsdóttur hús-
freyju þar. Böm Ingvars og Ingi-
bjargar era: 1) Dóra, f. 30.10.
1936, bankaútibússtjóri í Reykja-
vík, maður hennar er Ólafur
Oddgeirsson bifreiðastjóri og
eiga þau eitt barn. 2)
Helgi, f. 26.11. 1938,
landpóstur á Hvols-
velli, kona hans er
Bára Sólmundsdótt-
ir skrifstofustjóri og
eiga þau sjö börn. 3)
Kristín, f. 17.2. 1945,
d. 8.11. 1987, maður
hennar var Bragi
Hannibalsson skrif-
stofuvélavirki og
eru böm þeirra þrjú.
Ingvar fór
snemma að vinna,
m.a. við kolanámu í
Dufansdal árið
1918. Hann vann við Vatnsveitu
Reykjavíkur og Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, m.a. við Elliða-
vatnsstöðina 1920. Hann vann
við hafnargerðina í Reykjavík
og var togarasjómaður um tíma.
Hann tók bflpróf árið 1928 og
hóf þá bifreiðaakstur m.a. hjá
Mjólkursamsölunni, Litlabfl BSR
og Hreyfli. Hann var vagnstjóri
hjá SVR frá 1940-1947. Ingvar
festi kaup á nýbýlinu Rauðu-
skriðum í Fljótshh'ð árið 1948 og
bjó þar í 14 ár. Árið 1962 fluttist
Ingvar til Reykjavíkur. Hann
hóf þá störf hjá Ohuverslun Is-
lands og starfaði þar í 21 ár.
Utför Ingvars fer fram frá
Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð í
dag og hefst athöfnin klukkan
11.
Margs er að minnast, er ég kveð
mág minn Ingvar Þórðarson, er lést
28. desember sl. Ingvar var fæddur
1907 og var því í hópi aldamótakyn-
slóðarinnar sem nú er óðum að
hverfa sjónum okkar eftir langt lífs-
starf í þágu lands og þjóðar, lífs-
starf sem leiddi þjóðina til frelsis og
sjálfstæðis og lagði grunninn að
þeim miklu framförum og hagsæld
sem þjóðin býr við í dag.
Þessir hlutir gerðust ekki af
sjálfu sér og margir þurftu mikið á
sig að leggja í harðri lífsbaráttu og
var Ingvar engin undantekning þar
frá. Hann missti föður sinn aðeins
13 ára gamall og stóð þá móðirin ein
uppi með allstóran barnahóp, sem
öll voru á unga aldri. Ingvar varð
því, sem óharðnaður unglingur, að
fara að vinna erfíðisvinnu, sem var
það eina sem bauðst í þá daga. Kom
það sér þá vel hversu þrekmikill og
vel gerður hann var bæði til munns
og handa eins og oft er sagt. Ég
minnist ennþá er hann sagði mér
m.a. frá vinnunni við frumgatna-
gerðina hér í Reykjavík og ekki síð-
ur þátttöku hans í byggingu
Reykjavíkurhafnar, sem voru stór-
framkvæmdir á þeim tíma.
En árin liðu og fjölbreytni í at-
vinnuháttum jókst með stækkandi
borg. Þá stundaði Ingvar á tímabili
leigubílaakstur og það varð þess
valdandi að systir mín, Ingibjörg
Svava frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, og
Ingvar kynntust. Fyrir og um 1930
lágu nú vegir ekki til allra átta frá
Reykjavík, en sæmilega greiðfært
var þá orðið austur í Fljótshlíð. Fáir
áttu þá einkabíla og ef fólk vildi eitt-
hvað lyfta sér upp þá var oft tekinn
leigubíll til ferðalaga og varð þá
Fljótshlíðin oft fyrir valinu enda
náttúrufegurð þar mikil. Einnig
voru á þessum árum fastar áætlun-
arferðir bifreiðastöðvanna í Reykja-
vík að Hlíðarenda, en mest var flutt
af Eyfellingum og Skaftfellingum,
sem faðir okkar reiddi á hestum yfír
óbrúuð vötnin austur að Seljalandi,
en þar tók Brandur Stefánsson, oft
nefndur Vatna-Brandur, við fólkinu
og flutti það á bílum lengra austur.
Margir bílstjóranna urðu kunn-
ingjar og heimilisvinir okkar á Hlíð-
arenda, því þeir komu þar svo oft.
Þessir ungu og oft myndarlegu
menn litu á fleira en fegurð fjall-
anna. Augu þeirra hafa líka að sjálf-
sögðu staðnæmst hjá heimasætunni
systur minni, sem var ung og mynd-
arleg stúlka. Á þessum árum hafði
systir mín m.a. það hlutverk að líta
eftir mér, litla bróður sínum 12 ár-
um yngri en hún sjálf, sem áreiðan-
lega var ekki alltaf eins þægur sem
skyldi. Því oft gerðist það, þegar
einhver kunningjanna bauð systur
minni í bíltúr, sem þótti mikil upp-
lifun í þá daga, að ég heimtaði að
koma með og kom þá svipur á suma,
en aldrei á Ingvar sem sagði þá
gjarnan eitthvað á þá leið: „Það er
bara gaman að hafa strákinn með.“
Kynni þeirra Svövu og Ingvars
leiddu fljótlega til þess að þau trú-
lofuðust og giftu sig litlu síðar og
hófu búskap í Reykjavík. Hjóna-
band þeirra var alla tíð mjög ástsælt
og ríkti milli þeirra mikill skilningur
og samhugur. Ég þekkti þetta vel,
þar sem ég bjó hjá þeim fyrstu
skólaárin mín í Reykjavík. Fram-
koma þeirra gagnvart mér var líkust
því að ég væri eitt bama þeirra.
Enn eitt atvik úr bernsku minni
varðandi þau er mér sérstaklega í
fersku minni. En það var á tíu ára
afmæli mínu eftir erilsaman dag, en
foreldrar mínir héldu ætíð fyrir mig
veglega afmælisveislu, þar sem m.a.
næstu nágrönnum okkar var boðið.
Þá var barið að dyrum og úti stóðu
Svava og Ingvar með stóran pakka
til mín. Þau sögðu mér að opna
hann snarlega sem ég og gerði. Þá
komu í ljós splunkuný „matrósaföt“,
sem vissulega voru ekki algengur
klæðnaður í sveitinni í þá daga.
Mamma fór með mig til Reykjavík-
ur strax um vorið og þá var fyrsta
alvöru myndin tekin af mér hjá Kal-
dal, og auðvitað í matrósafötunum.
Þessa mynd á ég ennþá.
Ingvar stundaði ýmis störf í
Reykjavík, eftir að þau Svava gift-
ust, aðallega við akstur. Meðal ann-
ars ók hann á tímabili hjá SVR. En
á miðjum aldri hófu þau Svava bú-
skap að Rauðuskriðum í Fljótshlíð
og bjuggu þar í 15 ár með reisn.
Þau gerðu mikið íyrir jörðina og
efldu húsakost. Það var ánægjulegt
að heimsækja þau þangað, eins og
alls staðar annars staðar þar sem
þau bjuggu. Þau fluttust síðan aftur
til Reykjavíkur enda farin að full-
orðnast og börn þeirra ýmist í skóla
eða farin að stofna heimili.
Ingvar vann á meðan aldur leyfði,
en á síðari árum dvöldu þau á sumr-
in á Hlíðarenda og bjuggu í því húsi
er pabbi hafði síðast búið í. Þar var
yfir þeim sama reisnin sem áður.
Greiddu þau götu þeirra mörgu er
þangað komu að skoða sögustaðinn
fræga, og var þar oft gestkvæmt.
Var gaman að koma í eldhúsið til
þeirra og fá sér kaffisopa.
Tvö sl. ár hafa þau lítið komist
vegna heilsu sinnar. Þau héldu þó
sitt heimili og studdu hvort annað
til síðustu stundar. Ég þakka
Ingvari liðin ár og bið honum Guðs
blessunar í nýjum heimkynnum
handan móðunnar miklu. Á þessari
stundu er hugur okkar Sirríar og
fjölskyldunnar hjá þér, elsku Svava.
Við biðjum þér og bömum þínum,
tengdabörnum og bamabörnum
Guðs blessunar á ókomnum áram.
Gunnar Helgason.
ÞORHALLUR
GUÐJÓNSSON
+ Þórhallur Guð-
jónsson, húsa-
og skipasmiða-
meistari í Keflavík,
fæddist í Grindavík
16. júlí 1931. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
í Keflavík 25. des-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Keflavík-
urkirkju 2. janúar.
Hátíð ljóssins gekk í
garð, en skugga bar á.
Við mennimir ráðum
litlu sem engu þegar
komið er að úrslitastund, þrátt fyrir
þekkingu og fæmi bestu manna. I
skugga lífsins skín ljós, en okkur
glepur sýn. Við sjáum ekki eins
langt og við gjarnan vildum, við
töldum ljósið slokknað en svo var
ekki, það logar enn.
Kæri vinur, íyrir rúmum 52 áram
bar fundum okkar
saman í héraðsgagn-
fræðaskóla og fáum
klukkustundum eftir
að við vissum hvor af
öðram myndaðist sam-
band vináttu og góð-
vildar sem staðið hefur
fram að þessu og
stendur vonandi áfram
þótt með öðram hætti
verði. Það kom fljótt
fram að þú náðir góð-
um tökum á því sem
boðið var upp á í þess-
um ágæta skóla og
varst með bestu
íþróttamönnum þá þrjá vetur sem
við vorum þar við nám. Síðar varst
þú á landsmælikvarða í þinni
íþróttagrein í mörg ár og að lokum í
forystu félagsmála á sviði íþrótta í
þinni heimabyggð og fulltrúi í
landssamtökum, þú varst mikill fé-
lagsmálamaður. Þú stundaðir nám í
skipa- og húsasmíði og tókst meist-
arapróf í þeim greinum og starfaðir
við smíðar alla tíð. Þú stofnaðir fé-
lag um starfsemina og vorað þið eft-
irsóttir til starfa. Það skiptust á
skin og skúrir í rekstrinum, en ætla
hefði mátt að betur færi en raun
varð á vegna hæfileika þinna og
drengskapar. Samhliða þessum
rekstrarerfiðleikum bættust við hin
miklu veikindi. Það kom fram í
þessari hörðu baráttu manndómur
þinn og fjölskyldu þinnar, þvílíkt
æðruleysi og samstaða. Kæra
Steina, það var aðdáunarverður
styrkur sem þú sýndir í þessum erf-
iðu málum. Þrátt íyrir allt þetta nú
um stundir má ekki gleyma þeim
yndislegu stundum sem þið hafið átt
og miðlað til annarra. Til ykkar var
alltaf gott að koma, það gleymist
aldrei.
Góði vinur, Halli, eins og ég kall-
aði þig alltaf, ég þakka þér sam-
fylgdina, samstarf til margra ára og
allt það góða sem þú varst mér.
Steinu, bömum ykkar og öðram
ástvinum vottum við Allý dýpstu
samúð.
Guð blessi ykkur öll.
Kristján Þór.