Morgunblaðið - 09.01.1999, Page 63

Morgunblaðið - 09.01.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 63 BRÉF TIL BLAÐSINS Landssíminn svarar Víkverja Frá Ólafí P. Stephensen: VÍKVERJI skrifar um verð milli- landasímtala og GSM-símtala í dálki sínum þj-iðjudaginn 5. janúar síðastliðinn. í tilefni af þessum skrifum vill Landssíminn koma eft- irfarandi á framfæri: Víkverji greinir réttilega frá því að kostnaður við millilandasímtöl hafi lækkað mjög undanfarin ár. Hann segir síðan: „Nú er Lands- síminn búinn að vera á stöðugu und- anhaldi í þessu máli en það undan- hald byrjaði þó ekki að ráði fyrr en sýnt var að fyrirtækið mundi fá samkeppni á símamarkaðnum hér.“ Ef Víkverji skoðar tölur um lækkun millilandasímtala undanfar- inn áratug, sem birtust á miðopnu Morgunblaðsins 7. janúar, verður honum væntanlega ljóst að gjald- skrá fyrir þessi símtöl hefur lækkað jafnt og þétt undanfarinn áratug. Ekki varð ljóst að Síminn fengi samkeppni á þessu sviði fyrr en fyr- ir fáeinum mánuðum. Víkverji lítur jafnframt framhjá því að eðli málsins samkvæmt geta símafélög trauðla lækkað verð milli- landasímtala einhliða. Verð milli- landasímtala er háð gagnkvæmum samningum milli símafélaga í mis- munandi löndum. Verðlækkun Landssímans á undanfórnum árum er þáttur í alþjóðlegri þróun á fjar- skiptamarkaðnum. Víkverji talar í pistli sínum um GSM kostnaður í nokkrum löndum Land, símafyritæki <<& ýP ^ Norequr, Telenor 161 237 398 Danmörk, Tele Mobil 192 257 449 ísland, Landssíminn 87 366 452 Finnland, Sonera 36 423 458 Bandaríkin, US West 119 510 629 Lúxemborg. PTT 478 190 668 Austurríki, MobilKom 215 475 690 Bretland, Cellnet 165 624 790 Japan, NTT 354 443 797 Ástralia. Telstra 313 490 804 Bretland, Vodaphone 173 659 832 Sviss, Natel 240 608 847 Grikkland, CosmOTE 145 707 852 Spánn, Movistar 200 654 854 Belgía, Belgakom 315 548 863 Svíþjóð, Telia 153 '771 924 OECD-meðaltal 311 620 930 Frakkland, FT 308 627 935 Italía, Tl 459 539 998 írland, EirCell 405 640 1046 Holland, KPN 391 687 1079 Þýzkaland, T-Mobil 237 960 1197 Portugal, TNM 555 789 1344 Nýja Sjáland, Bell South 316 1297 1613 Tékkland, Eurotel 837 843 1680 Unqverialand, Westel 449 1280 1729 Pólland, ERA 727 1133 1860 'slim-line" dömubuxur frá gardeur OÓUtltV tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 okur á GSM-símtölum. Víst eru þau enn talsvert dýrari en símtöl í al- menna símakerfinu. Verðið mun hins vegar án efa fara lækkandi eft- ir því sem notendum fjölgar og markaðurinn stækkar. Sé verð á GSM-símtölum skoðað í alþjóðlegu samhengi er erfitt að saka Lands- símann um okur. Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD), sem Morgunblaðið er gjamt á að vitna í sem trausta heimild, er heildarkostnaður við ákveðna körfu GSM-notkunar, sem stofnunin reiknar út, hvergi lægri en á íslandi nema í Noregi og Dan- mörku. Fastagjald fyrir GSM-síma er hvergi lægra nema í Finnlandi. Mættu ýmis önnur íslenzk þjón- ustufyrirtæki (t.d. blaðaútgefendur) vel við una ef vömr þeirra kæmu jafn vel út úr alþjóðlegum saman- burði. Landssíminn lækkaði gjöld fyrir GSM-símtöl tvisvar sinnum á síð- astliðnu ári, þótt keppinauturinn Tal hf. brygðist reyndar ókvæða við í bæði skiptin. Það er því ekki rétt hjá Víkverja að símafyrirtækin séu sammála um að lækka ekki verðið. Viðbrögð neytenda segja sitt um þá fullyrðingu Víkverja að verið sé að okra á símtölum úr farsíma. Um áramótin voru 66.113 GSM-notend- ur í kerfi Landssímans og 25.056 NMT-notendur. Að auki nota um 11.000 manns GSM-síma frá Tali hf., samkvæmt tölum frá fyrirtæk- inu. Þannig em rámlega 103.000 manns, eða tæplega 40% íslenzku þjóðarinnar, sem eiga og nota far- síma. Þetta er með því mesta sem gerist í heiminum. Af tölum OECD sést að þar sem verðið er lágt, eins og á Norðurlöndunum, er notkunin mikil. Þar sem verðlag er hátt, til dæmis í Þýzkalandi, er notkunin miklu minni og aðeins um 15% Þjóðverja eiga farsíma. Útbreiðsla farsímanna hér á landi sýnir að neytendum þykir kostnaðurinn við notkun þeirra sízt of hár. Loks fullyrðir Víkverji að Lands- síminn hafi lengi komizt upp með að taka „óhæfilega hátt verð fyrir þjónustu sína.“ Hér er aftur hollt að horfa út fyrir landsteinana; sam- kvæmt könnun Eurodata Founda- tion og OECD frá síðastliðnu hausti er símakostnaður heimila næst- lægstur á íslandi af aðildarríkjum samtakanna. Aðeins í Póllandi er símakostnaðurinn lægri. í ríkjumj þar sem samkeppni hefur ríkt á símamarkaði árum saman, til dæm- is í Bretlandi og Bandaríkjunum, er símakostnaður heimila umtalsvert hæiTÍ en á íslandi. Og svo vill til að í þessum samanburði eru símtöl til útlanda innifalin! Landssíminn hef- ur því, þrátt fyrir skort á sam- keppni, staðið sig harla vel í því að tryggja neytendum lágt verð. Auð- vitað hyggst fyrirtækið gera enn betur í hinu nýja samkeppnisum- hverfi. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN’ forstöðumaður upplýsinga- og kynn- ingannála Landssíma Islands, Landssímahúsinu við Austurvöll. Hefjum baráttuna af kraftii í dag opnum við prófkj örsmiðstöð Nóatúni 17, 2. hæð Upplýsingakerfi KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerlislhroun Bubbi Morthens Jóhannes eftirherma og Geirfuglarnir koma fram Við opnum prófkjörsmiðstöð að Nóatúni 17 kl 15 í dag. Fjölmennum, njótum góðrar dagskrár og og gerum prófkjörsbaráttuna að öflugum upptakti að árangursríkri kosningabaráttu jafnaðarmanna í vor. forysta til framtíðar Prófkjörsmiðstöð Össurar Skarphéðinssonar, Nóatúni 17, sími 562 4511 Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.