Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Reuters ITALSKA sjónvarpskonan Alessia Merz baðar sig í mjdlk í tengslum við sýningu tískuhönnuðarins Enrico Coveri. Guðað á ítalska skjáinn Ef sjónvarpið er spegill þjóðanna, þá eru Italir óneitanlega dulítið klikk, segir Kristinn Pétursson, fréttaritari í Róm. En öllu virðist maður geta vanist, og eftir einn sjónvarpsvetur formælinga og síðan orð- leysis yfir allri vitleysunni erum við hjóna- leysin hér í Róm orðin nokkuð samdauna hneykslunarhellunum sem áður virtust raða sér þétt á skjáinn líkt og rómverskt mósaík og erum bara farin að hafa gaman af - svo langt sem það nær. HELSTU sjónvarpsstöðvar ítah'u eru níu talsins. RAI er öflugt ríkissjónvarp sem sendir út á þremur sjálfstæðum rás- um og innheimtúr afnotagjald, en hin- ar eru gjaldfríar. Þrjár þeirra, Italia 1, Rete 4 og Canale 5, eru í eigu Mediasets, fyrirtækis fjölmiðlaf- urstans og forsætisráðherrans fyrr- verandi, Silvios Berlusconi. Tvær, TMC og TMC2, eru í eigu hans helsta ieppinautar á afþreyingarmarkaðn- um, Vittorios Cecchi Gori (en til sam- ans eru þeir sagðir eiga og reka bróð- urpartinn af kvikmyndahúsum lands- ins). Níunda stöðin er svo Rete 4, tón- listarstöð sem að mestu endurvarpar útsendingum MTV útibúsins á Bret- landi. Við þetta má svo bæta kapal- og gervihnattastöðvum ef manni leið- ist, auk staðbundinna stöðva og aug- lýsingasj ónvarps. Sjónvarpsefnið ... flott fljóð Þrátt fyrir að hafa áður kynnst sþænsku sjónvarpi og dálæti þess á Ijóshærðum og fáklæddum konum og skoppandi klappstýrum út um alla þætti, þá tók okkur nú samt tíma að kyngja karlrembunni í sjónvarpinu héma. Hér virðast hávaxnar, ljós- hærðar konur í flegnum og efnislitl- um kvöldkjólum ekki vera síður ómissandi hverjum þætti en ljósin og upptökuvélamar, hvort sem þær eru í híutverki þáttarstýra eða skrauts. Og þetta er svolítið skrýtið í landi þar sem fólk er svona yfu-höfuð dökk- hært. Karlkynnirinn má hins vegar vera lágvaxinn og þybbinn og jafnvel nokkuð þætti þar sem ein mynda- tökuvéhn staldrar við fagra fótleggi þáttarstýrunnar eða eins gestsins - í n^rmynd - og færir sig svo hægt upp a við. En við verðum að muna að ítal- ir eru miklir fagurkerar. Flest þessi viðfóng nærmyndanna eru eldklárar sjónvarpskonur en nær alltaf virðast þær þurfa að vera í útliti eins og kyn- systur þeÚTa Hollywood-störnur 6. áratugarins. Flott fljóð, en öll steypt í sama mótið. Efni sjónvarpsstöðva er allstaðar eins held ég, bara með mismunandi efnisáherslur eftir þjóðum, héruðum eða rásum. Fréttir, íþróttir, fræðslu- efni, spjallþættir, vandamálaþættir, skemmtiþættir, sápur og bíómyndir. Hverslags afþreyingu viljiði? Af nunnum og prelátum Spjallþættir ýmiss konar eru æði 'váisælir hér sem og vandamálaþætt- ir, enda Italir gæddir heilbrigðri for- vitni um náungann og samræðugóðir mjög. I spjallþættina eru ósjaldan fengnir stjórnmálamenn, sem okkur íslendingum er engin nýlunda, en líka nunniu-, prestar og prelátar, og svo að sjálfsögðu þeir sem mest ber á; sjónvarpsfólk úr öðrum þáttum og af öðrum stöðvum. Fyrir utan sjón- varps- og kvikmyndaleikarana og aðra skemmtikrafta almennt, þá eru það þáttastjómendur, danspíur og aðstoðarfólk, hvort sem það kemur úr skemmti-, fræðslu- eða fréttaþátt- um, sem mynda sjónvarpselítuna sem alltaf er í sjónvarpinu. Nema hvað? Ég get ekki annað en dáðst að atorku margra þeirra, því auk þess að sjá um eigin þátt, stundum fleiri en einn og ósjaldan oftar en einu sinni í viku, eru þau þess á milli mætt í aðra þætti sem gestir og/eða skemmtikraftar. En aðdáun mín vfe-ður ögn blendin þegar ég velti því fyrir mér hvort þetta fólk hafi nokkurn tíma aflögu til að kynnast hvunndeginum ... - Jú, það hlýtur að vera, og kannski eru það einmitt sjónvarpsstjömumar sem hvað skarpast skynja skil hins hversdags- lega vemleika og hins tilbúna eður tilfærða á skjánum, þar eð þær lifa þá og hrærast í tveimur heimum. Líf sjónvarpsþátta er hér mislangt eins og gengur og gerist. Helst eru það skemmtiþættirnir sem em skammlífir enda oftast mikið í þá lagt og þurfa mikið áhorf. Mörgum þeirra er svosem ekki ætlað að lifa lengi og því eru framleiddir eins kon- ar þemaþættii- sem sjónvarpað er vikulega í ákveðinn tíma. Spjallþætt- imir tóra lengur enda einfaldari í sniðum og langt frá því að umræðu- efnin þrjóti. Umgjörð frétta og tengdra þátta í ítölsku sjónvarpi er sérstaklega veg- leg og ekki síst íburðarmikil í skemmtiþáttunum. Og það er ekki að furða, því hér sem annarstaðar þarf auðvitað að keppa um áhorfend: ur. En það kemur líka annað til. í Róm er hið víðfræga og risastóra kvikmyndaver CinecittA (Bíóborgin) sem sjónvarpsstöðvamar hafa lagt undir sig að miklu leyti eftir að kvik- myndaiðnaður dróst saman. Þar hafa stöðvarnar úr allt að tuttugu upp- tökuverum að velja og sum hver á stærð við Laugardalshöllina. Hér er hlutverk stjórnenda skemmtiþáttanna mun víðtækara en við þekkjum, og reyndar aðstoðar- fólks þeirra og skemmtikrafta, þar eð þau sinna líka auglýsinga- mennsku í þáttunum. Er ekki annað hægt en að dást að fagmennsku þáttastjórnendanna, en slíkt er ör- yggi þeirra í framkomu sem og allri stjóm á framvindu þáttanna að lang- ar útsendingar eru án feilspors. Þetta era heldur engir aukvisar, oft- ast reyndir leikarar og margir þeirra með áratuga reynslu af sjónvarpi að baki. Sá sem stýrir þættinum sem ég segi frá hér á eftir er vel kynntur fólki á þrítugsaldri, því hann sá lengi vel um vinsælan bamaþátt. Paolo Bonolis heitir hann og er öryggið uppmálað. Darwin og grínið Eftirlætis þátturinn okkar þessar vikumar heitir Ciao Darwin - Dag- inn Darwin! getum við kallað hann - á Berlusconi-stöðinni Canale 5. Nei, þetta er ekki dýralífsþáttur sem við horfum á með sunnudagsmorgun- kaffinu, þótt vel væri. Og þó, dýralíf kemur þessu að nokkra við hvað okkur varðar, því þegar Darwin er sýndur á laugardagskvöldum er einmitt á sama tíma verið að sýna þessar fínu dýralífsmyndir á þriðju rás ríkissjónvarpsins, RAITRE, og yfir á þær skiptum við í auglýsinga- hléunum (og umsjónarmanninn sem í útliti virðist vera ættaður úr Neanderdal, í alvöra talað). Annars tökum við léttmetið fram yfír fræðsl- una þetta kvöldið. Skemmtiþátturinn Ciao Darwin skartar öllu því sem mest æsir og kætir í ítölsku sjónvarpi. Þar er sungið, dansað og skopast að Hollywood-hætti, léttklæddar, fag- urlimaðar meyjar tipla um sviðið, þrautir reyndar og keppni háð og spennan mikil umfram allt. I sjónvarpssal sitja tvö keppnislið í stúku hvort andspænis öðru. Hvort lið um sig skipa fímmtíu karlar eða konur, en dómarar era tvöhundruð áhorfendur af gagnstæðu kyni við keppendurna sem greiða þeim at- kvæði rafrænt að hverri þraut lok- inni. Liðsstjórar eru svo einhver vel þekkt andlit úr „bransanum", fólk sem kann á miðilinn. Þema þáttarins er að fá úr því skorið hvaða líkam- legu einkenni kvenna og karla era æskilegri og eftirsóttari en önnur og líklegri til betri afkomu tegundarinn- ar. Svarið er fengið með þvi að leggja alls kyns þrautir fyrir liðin og láta þau keppa í söng og limaburði. Hér ganga að sjálfsögðu viðteknar klisjur og goðsagnir ljósum logum: Nú skal fá úr því skorið hvort höfðar nú betur til hins kynsins, dökkhærð- ar konur eða ljóshærðar, feitir karl- ar eða grannir, giftar konur eða ást- konur, suður- eða norður-ítalskir karlmenn, íturvaxnar konur eða mjónur, o.s.frv. Þar eð kveðjan „ciao“ í heiti þátt- arins er hvort tveggja notuð til að heilsa og kveðja, má túlka þáttar- nafnið sem óð til kenninga karlsins um þróun tegundanna eða hitt, að honum sé hreinlega gefíð langt nef. Og þannig hafa þættirnir farið að leiða mætti líkur að því síðarnefnda, því úrslitin hafa oftast orðið þau að hin ósköp venjulegri einkenni fólks hafa sigrað viðtekna fegurðarímynd; dökkhærðar konur, feitir karlar, þéttar konur - með þeirri undan- tekningu þó að karlar í norðri þóttu eftirsóknarverðari en þeir suðrænu. Urslitin eru semsagt gjarnan á skjön við það sem oftast virðist talið eftir- sóknarverðast. Keppnin öll er mikið sjónarspil og stigagjöf þannig háttað að úrslitin ráðast ekki fyrr en í síðustu þraut- inni. Þá situr einn fulltrúi frá hvoru liðinu um sig í háu og sívölu glerbúri og svarar þaðan spurningum þáttar- stjómandans. Við hvert rétt svar er vatni dælt inn í búr andstæðingsins og svo náttúrlega á þann sjálfan sem vitlaust svarar. Oftast ráðast úrslitin ekki fyrr en vatnið nær báðum kepp- endum upp að höku og þeir búnir að setja upp sundgleraugu og öndunar- pípur. Sannarlega kórréttur endir á spennandi keppni. Helstu stöðvamar era, eins og áð- ur segir, gjaldfríar og reknar með auglýsingatekjunum einum. Stjóm- endur stöðvanna þurfa því að vera uppfmningasamir og era ítalskir framleiðendur sjónvarpsefnis sér- staklega óragir við að flétta saman á hugvitssamlegan hátt skemmtun og auglýsingum og gylla með svolitlu sexi. Til dæmis er ein þraut Ciao Darwin! að giska á möskvastærð sokkabuxna af tiltekinni gerð. Kepp- andi frá hvoru liði um sig situr á stól og fyrir hann ganga engilfríðar og leggjalangar stúlkur klæddar sokka- buxum að sjálfsögðu og sem stystu pilsi. Ef keppendur eru karlmenn mega þeir taka í læri stúlknanna og þreifa sokkabuxurnar til skoðunar, kvenkeppendur skoða hins vegar handhægari sýni. I næsta þætti verður att saman körlum með hár og körlum með skalla og við eram þeg- ar farin að hlakka til; skyldu skall- arnir vinna? Eitthvað af ítalska sjónvarpinu að læra? Þetta hafa verið skrýtin úrslit, en koma kannski ekki á óvart. Sjón- varpið segir okkui' - og sérstaklega hér á Ítalíu - að konur eigi að vera ljóshærðar, háar, grannar og ítur- vaxnar, fáklæddar og fallegar. Og konur keppast við að uppfylla skil- yrðin í einni eða annarri mynd. En svo er þetta bara allt saman mis- skilningur; þær era svo ágætar eins og þær eru og karlarnir allt í lagi líka. Sigrar réttlætið þá að lokum í beinni útsendingu, eða er bara verið að friða lýðinn? Þótt ég mælist ekki til þess að við tökum upp suðræna karlrembu- stefnu í íslensku sjónvarpi, þá meg- um við án efa margt læra af því suð- ur-evrópska; slaka á og sleppa fram af okkur beislinu svona annað slagið. Sjónvarp á að skemmta og því era flest meðul leyfileg, þótt besta blandan sé vissulega gagn og gaman. Stutt Borgarann eða lífið? ►OPINBER afsökunarbeiðni McDonalds-veitingahúsakeðjunn- ar birtist í heilsíðuauglýsingum í mörgum breskum blöðum á dög- unum. „Við bjuggumst við að 25 ára afmælið með sértilboð á Stóra-Mac yrði vinsælt en viðtök- urnar komu okkur í opna skjöldu og hafa valdið hráefnisskorti í sumum veitingahúsunum." Á for- síðum sumra blaðanna voru við- töl við afar reiða viðskiptavini sem misstu af afmælistilboðinu. I Daily Star var sagt að uppþot hefði verið í uppsiglingu í Leigh þegar hópur jakkafataklæddra viðskiptavina gekk berserksgang vegna þess þeir fengu ekki aug- lýsta fríborgara. Að sögn blaðs- ins höfðu mennirnir króað fram- kvæmdastjóra veitingahússins af og hótuðu honum öllu illu ef þeir fengju ekki borgarana tafarlaust. Þurfti að kalla til lögreglu til að hafa hemil á lýðnum á fleiri veit- ingastöðum. Það vantar ekki eld- móðinn í menn þegar hamborg- ara ber á góma. Opinber hýðing ►ÍRANSKUR dómstóll hefur dæmt tvo unglingspilta til opin- berrar hýðingar fyrir að misbjóða almennu siðgæði, en þeir höfðu klæðst kvenmannsfötum í þeim til- gangi að hafa fé af ungum mönn- um. Samkvæmt blaðinu Daily Qods voru piltarnir sem eru 15 ára hand- teknir í almenningsgarði í borginni Shiraz. Gleymdi lottóinu ►ELDRI þýskur borgari sem vann 86 milljónir (króna) í lottó- inu í október gleymdi miðanum. Maðurinn hafði farið í frí stuttu eftir að hann keypti miðann og mundi ekkert eftir honum fyrr en hann kom heim. Voru þá væntanlega fagnaðarfundir hjá þeim gamla og lottómiðanum. Ætti að halda sig á jörðu niðri ►ÆVINTÝRAMAÐURINN Rich- ard Branson var gagnrýndur harð- lega af lestarfarþegum einnar lestar hans þegar lestin varð bens- ínlaus á leiðinni frá Newcastle til Bristol. Lestin varð bensínlaus í Birmingham, 141 km frá leiðar- enda. Farþeginn John Parker var ekki mjúkmáll þegar hann talaði við fjölmiðla. „Ég held að Branson ætti að einbeita sér að því að gera eitthvað við þessar ömurlegu lestir sem hann rekur í staðinn fyrir að þeysast um heiminn í blöðru." Klósettið sprakk ►FJÖLSKYLDU í bænum Monster nálægt Haag í HoIIandi brá heldur betur f brún á gamlárskvöld þegar klósettið á heimilinu sprakk f loft upp. Að sögn lögreglu hafði einhver hent flugeldi í holræsið undir húsinu með þessum afleiðingum. Enginn særðist í sprengingunni að sögn lögreglunnar, enda enginn að nota salernið þegar sprengingin varð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.