Morgunblaðið - 22.01.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.01.1999, Qupperneq 1
17. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Okyrrð í Rúmeníu Verjendur Clintons ljúka málflutningi Segja forsetann þegar hafa gold- ið verka sinna Washinirton. Reuters. Verður Mön sjálf- stætt ríki? London. The Daily Telegraph. LAGT hefur verið til, að Manarbúar segi sig úr lögum við bresku krún- una og lýsi yfir sjálfstæði, gangi Bretland í evrópska myntbandalag- ið. Verður tillaga um það rædd á Manarþingi í næsta mánuði. Bretar keyptu Mön árið 1765 fyrir 70.000 pund, sem var að sjálfsögðu geypifé í þá daga, og gerðu það til að koma í veg fyrir mikið smygl, sem þar var stundað. Lengst af hefur æðsti ráðamaður á eyjunni verið sér- stakur fulltrúi konungsvaldsins, en nú kjósa Manverjar sér forseta, sem jafnframt er forseti þingsins. Ráðherrum í Manarstjórn líst heldur illa á að slíta böndin við Breta, enda eru eyjarskeggjar mjög háðir þeim. Þeir benda líka á, að á eyjunni sé allt í lukkunnar velstandi, atvinnuleysi innan við eitt prósent en hagvöxturinn 7%. Manarbúar geta ákveðið sína eigin skatta og lög, en undirstaða velmegunarinnar er sú fjármálastarfsemi, sem tengist því, að Mön er svokölluð skattaparadís fyrir fólk og fyrirtæki víðs vegar að. Þeir hafa því eðlilega miklar áhyggj- ur af hugmyndum um samræmdar skattareglur innan Evrópusam- bandsins. Það er David Cannan, fyrrverandi fjármálaráðherra Manar, sem leggur til, að eyjan verði sjálfstætt ríki, taki Bretar upp evruna og hann vill, að Manarpundið verði tengt dollara- genginu. Segh- hann, að fjármála- starfsemina í landinu verði að verja með öllum ráðum. -------4^4------ 28 farast í Nicaragua Managua. Reuters. TUTTUGU og átta fórust þegar flutningaflugvél Nicaragua-hers brotlenti í hlíðum fjalls á austur- strönd landsins í gærkvöld. Voru þrettán liðsforingjar úr hernum um borð í vélinni, sem var byggð í Sov- étríkjunum sálugu og er af gerðinni Antonov An-26, auk fimmtán skyld- menna sinna og komst enginn lífs af. Ekki var vitað um orsök slyssins. TALSMENN bæði stjórnvalda og stjórnarandstöðu í Rúmernu hvöttu í gær Emil Constantinescu, forseta landsins, til þess að lýsa yf- ir neyðarástandi haldi námamenn áfram mótmælagöngu sinni í átt tii höfuðborgarinnar Búkarest, en tii harðra átaka hefur komið milli námamanna og lögreglu síðustu daga vegna mótmælanna. Hefur almenningur í landinu nokkuð slegist í lið með námamönnum sök- um óánægju með kjör sín. Reyndi rúmenska lögreglan í gær án árangurs að koma í veg íyrir fjöldagöngu námamannanna sem krefjast 35% launahækkunar og einnig, að hætt verði við lokun fjölda náma. Beittu liðsmenn lög- reglunnar táragasi gegn göngu- mönnum en námamennirnir köst- uðu grjóti og beittu bareflum. Þurftu a.m.k. áttatíu að leita sér læknishjálpar og var þar í flestum tilfellum um Iögreglumenn að ræða. Gavril Dejeu, innanríkis- ráðherra Rúmenfu, sagði af sér í gær vegna málsins og lét eftir- maður hans í embætti það verða sitt fyrsta verk að reka lögreglu- stjóra landsins. Constantinescu lét hafa eftir sér að það myndi verulega draga úr trú manna á þróun lýðræðis í Rúmeníu ef stjórnvöld létu undan kröfum námamanna, sem þeir settu fram í krafti ofbeldisað- gerða. „Þetta eru ekki lengur mótmælaaðgerðir sem við er að eiga heldur eru þetta grimmileg- ar árásir á öryggissveitir og á yf- irráð ríkisins." DALE Bumpers, fyrrverandi öld- ungadeildarþingmaður demókrata, flutti í gærkvöldi lokaræðu verjenda Bills Clintons í réttarhöldum yfir Bandaríkjaforseta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Pordæmdi Bump- ers hegðun Clintons í Monicu Lewin- sky-málinu sem brot á hjúskapareið- um forsetans og sem „hræðileg sið- ferðisglöp“ - en sagði Clinton hins vegar ekki hafa framið glæp sem hægt væri að vísa honum úr embætti fyrir. Færði Bumpers rök fyrir því að Clinton og fjölskylda hans öll hefði þegar goldið mistaka forsetans og sagði Bumpers m.a. að samskipti Clintons við dóttur sína, Chelsea, væru ekki söm og áður og yrðu e.t.v. aldrei. Skammaði Bumpers fyrrver- andi samstarfsmenn sína í öldunga- deildinni fyrir að sýna þessu ekki nægilegan skilning og samúð. Varaði hann við því að yrði Clinton vísað úr embætti fyrir brot sín ógnaði það eðlilegum stjórnarháttum. „Ó, mínir kæru félagar, ábyrgð ykkar er svo gífurleg,“ sagði Bumpers við þingmenn og benti þeim að síðustu á að stofnendur Bandarikjanna hefðu sett réttinn til að höfða mál á hendur forseta til embættismissis í stjómarskrána „til að vernda hagsmuni almennings; ekki svo refsa mætti forsetanum“. Áður hafði David Kendall, lögmað- ur Clintons, gert harða hríð að mál- flutningi þeirra repúblikana úr full- trúadeild Bandaríkjaþings sem sækja málið gegn Clinton í öldungadeild- inni. Sagði hann að þeir hefðu leitt hjá sér efnisatriði sem sanna sakleysi forsetans, svo langt hefðu þeir seilst í tilraunum til að láta svo h'ta út að Clinton hefði á óheiðarlegan máta reynt að standa í vegi réttvísinnar. Kvartaði repúblikaninn Henry Hyde, sem fer fyrir sækjendum, yfir því seint í gær að fá ekki tækifæri til að hrekja rök verjenda . ------------------- „Skapari“ Dollíar Vill einrækta fósturvísi manns Washington. Reuters. SKOSKI vísindamaðurinn Ian Wilmut, sem einræktaði kindina Dollí, vill nú hefjast handa við rann- sóknarverkefni þar sem gerð yrði til- raun til að einrækta fósturvísi manns með sömu aðferð og notuð var þegar Dollí var sköpuð. Þetta kom fram í The Wall Street Journal í gær. Fósturvísana mætti nota sem uppsprettu svokallaðra stofnfrumna eða móðurfrumna, en það eru þær ósérhæfðu frumur sem geta þróast í hvers kyns frumur mannslíkamans. Að sögn vísindamanna er ekki úti- lokað að rannsóknir á þessum frum- um gætu orðið til þess að þróa mætti nýjar aðferðir til að með- höndla sjúkdóma eins og sykursýki í börnum og Parkinsons-veiki, eða jafnvel lækna þá. Javier Solana varar Serba við yfírvofandi loftárásum NATO Serbnesk yfirvöld fresta brottvísun Walkers Pristina, Haag, Kaupmannaliöfn. Reuters. STJÓRNVÖLD í Belgrad tilkynntu seint í gærkvöldi að þau hefðu ákveðið að fresta brottvísun Williams Walkers, yfirmanns eftirhts- sveita Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, og létu þannig undan þrýstingi Vesturveldanna. Hafði Walker ekki orðið við kröf- um serbneskra yfii-valda um að yfirgefa landið en í gærkvöldi rann út sá frestur sem þau höfðu gefið honum til þess þar sem veru hans í landinu væri ekki óskað. Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, sem fer með formennsku í ÖSE, átti í gærkvöldi fund með Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands. Líkurnar á loftárásum Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, á Serba aukast enn og í gær lýsti Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, því yfir að teldi bandalagið að árásir eða hótanir um þær væru nauðsynlegar til að knýja fram pólitíska lausn á Kosovo-deilunni, yrði gripið til þeirra. Solana og Vollebæk lögðu í gær áherslu á „nýtt pólitískt frumkvæði“ til að binda enda á átökin í Kosovo. Eftir fund sem Vollebæk átti með Sol- ana, hvöttu þeir til nýrra pólitískra lausna, sem samtök á borð við ÖSE, NATO og Sameinuðu þjóðirnar, svo og tengslahópurinn svokallaði, sem Reuters WILLIAM Walker, yfirmaður eftirlitsmanua ÖSE, ræðir við blaðamenn í gær. vann að lausn Bosníudeilunnar, gætu verið hluti af. Þeir vildu hins vegar ekki tjá sig nánar um það í hverju téð „pólitískt frumkvæði“ fælist. NATO hefur lagt á það mikla áherslu að ekki verði einungis bundinn endi á átökin í Kosovo með hernaðaraðgerðum. Á fundi sínum lögðu Vollebæk og Solana áherslu á óháða rannsókn á fjöldamorðunum á Kosovo-Albönum í þorpinu Racak í síðustu viku, sem urðu til þess að auka líkumar á hernaðarí- hlutun NATO. Þeir lýstu hins vegar engan ábyrg- an á morðunum ólíkt Walker, sem sakaði serbnesk yfirvöld um stríðsglæpi. Louise Arbour, yfirmaður stríðsglæpadómstólsins í Haag, ítrek- aði í gær kröfu sína um vegabréfsáritun til Serbíu svo að hún gæti rannsakað hvernig dauða fólks- ins bar að og hvort ásakanir Walkers ættu við rök að styðjast. Arbour var neitað um vegabréfs- áritun í byrjun vikunnar. Finnskir réttarlæknar hófu í gær rannsókn á líkum þeirra sem voru myrtir í Racek en Serbar höfðu flutt þau til Pristina þar sem þeir hófu krufningu í skyndingu, þrátt fyrir óskir ÖSE um að beðið yrði með þær. Finnarnir hófu þegar rann- sókn á líkunum, tóku m.a. röntgenmyndir af þeim, en Serbar hafa sagt hina látnu hafa verið hryðju- verkamenn sem hafi látist í átökum. Þá hefur einnig verið gefið til kynna að Frelsisher Kosovo- Albana, KLA, hafi myrt fólkið til að láta líta út fyr- ir að serbneskar öryggissveitir hafi verið þar að verki. ■ Markmið með/26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.