Morgunblaðið - 22.01.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.01.1999, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dalaskarð Jörundar- skál Hvanneyrar- skál FÖST búseta er ekki í 7 þeirra 23 húsa sem rýmd voru. 49 íbúar húsanna fóru aftur heim til sín um hádegið í gær eftir að snjóflóðahættu var aflýst. Alls voru rýmd 23 hús, þar af eru 7 hús sem ekki er föst búseta í. 91 r1 c 'V^'1 V.. '■v'"—^■"7,,*V.i ' - : .iTVV.Wkí i* j'7‘ " ‘ Ba Almannavarnir aflýstu snjó- flóðahættu í Siglufírði í gærdag VEÐURSTOFA fslands aflétti rýmingu á 23 húsum á Siglufirði um hádegið í gær, þegar snjóflóða- hættu var aflýst, að höfðu samráði við sýslumann og Almannavama- nefnd Siglufjarðar. 49 íbúar 23 húsa gátu því flutt aftur heim til sín eftir að hafa sofið undangengna nótt í heimahúsum, á gistheimili og á hóteli bæjarins. Viðbúnaðarstig var þó fram til klukkan 16 þar sem fylgst var með veðri og snjóalögum. „Það er engin snjóflóðahætta hér lengur og veðr- ið orðið gott,“ sagði Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri seinni part dags í gær. Hætta var á að snjóflóð féllu úr Strengsgili, Gimbraklettum eða Fífladölum. Hafist var handa við að ryðja snjó af veginum á Siglufjarðar- ströndinni um hádegið, sem hafði verið lokaður frá því klukkan 19 á miðvikudagskvöld. Á veginn féllu fimm snjóflóð, þar af eitt við Mið- strandargil, sem var 80 metra breitt og 4-5 metra djúpt. Tókst Vegagerðarmönnum að opna veg- inn í gærkvöldi. Flugi til Siglu- fjarðar var aflýst í gær vegna veð- urs, en flogið verður í dag klukkan 10.30 frá Reykjavík. Eina sam- gönguleiðin til og frá bænum í gær, uns Siglufjarðarvegur opnaðist, var því sjóleiðis. Vinstri hreyfing - grænt framboð stofnar kjördæmisráð í Reykjavík Sigríður Stefáns- dóttir formaður UM 150 manns sóttu stofnfund kjördæmisfélags Vinstri hreyfingar - græns framboðs í Reykjavík sem haldinn var í fyrrakvöld. Sigríður Stef- ánsdóttir var kjörin formaður félagsins. Kjördæmafélög hafa nú verið stofnuð á Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Vesturlandi auk Reykjavíkur. Steinþór Heiðarsson, starfsmaður hreyfingarinnar, sagði í fyrrakvöld að samtals hefðu um 300 manns gerst stofnfélagar á öllu land- inu, en hægt verður að gerast stofnfélagi fram til stofnfundar landssam- takanna sem haldinn verður 5.-6. febrúar næstkomandi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson RAGNAR Stefánsson jarðeðlisfræðingur, til vinstri á myndinni, taldi ásamt fleirum að of þröngur hópur stæði að baki þeim framboðslista sem borinn var fram til stjórnar Vinstri hreyf- ingar - græns framboðs og ákveðið var að fjölga stjóinarmönnum. Kjördæmafélög verða stofnuð á Reykjanesi, Norð- urlandi vestra og Vestfjörðum á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að fram- boðslistar fyrir komandi alþingis- kosningar verði til- búnir í öllum kjör- dæmum í lok febrú- ar eða byrjun mars. Bætt við mönnum í stjórn Samkvæmt tillög- um þeirra sem unn- ið höfðu að undir- búningi fundarins átti að kjósa sex meðstjórnendur auk formanns og var lagður fram framboðlisti í öll sætin. Nokkrir fundarmanna, þar á meðal Ragnar Stefánsson jarðeðlis- fræðingur, töldu að of þröngur hóp- ur stæði að baki þeim lista og lögðu til að bætt yrði við fleiri stjórnar- mönnum. Niðurstaðan varð sú að kosin var níu manna stjórn. Af upphaf- legum framboðslista voru kosin þau Garðar Mýrdal, Guðlaug Teitsdóttir, Guðrún Gestsdóttir, Magnús Bergsson, Sigurbjörg Gísladóttir og Tryggvi Friðjóns- son. Að auki bættust við sam- kvæmt tillögum fundarmanna þau Birna Þórðaz-dóttir og Guðmundur Magnússon. Samkvæmt lögum félagsins mun stjómin skipa uppstillingai-nefnd til að ákveða hverjir skipi framboðs- lista hreyfingarinnar í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Páll Pétursson um úrslitin í prófkjöri framsóknar á Norðurlandi vestra Verst að ná ekki fímm þingsætum Páll Árni Ilerdís „ÉG ER mjög ánægður með mína útkomu. Ég fékk feiknagóða kosn- ingu og þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu vilja láta mig leiða listann áfram,“ sagði Páll Pét- ursson, félagsmálaráðherra, sem hlaut efsta sætið í prófkjöri Fram- sóknarflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra. „Það var valinn hópur sem keppti um hin sætin, allt saman mjög hæft fólk, sem á fullt erindi á þing. Það er verst að það er líklega vonlítið að ná öllum fimm þingsæt- unum, sem tilheyra Norðurlandi vestra, en óneitanlega væri gaman að því og það væri vel ráðið hjá kjósendum í kjördæminu að láta Framsóknarflokknum öll sætin eft- ir,“ sagði Páll. Annað sætið í prófkjörinu hreppti Árni Gunnarsson fyrrver- andi aðstoðarmaður Páls, þriðja sæti hlaut Herdís Sæmundsdóttir og komungur Siglfirðingur, Birkir J. Jónsson það fjórða. Ómetanlegur aðstoðarmaður Um listann eins og hann lítur út eftir prófkjörið sagði Páll að Ámi Gunnarsson hefði töluverða reynslu. „Hann er efnilegur og hef- ur verið mér ómetanlega góður að- stoðarmaður og er dugnaðar- og skynsemdarmaður, að hverju sem hann gengur. Hann er sá eini, sem ég veit um sem er líklegur til að hljóta öruggt þingsæti, sem er enn á SUF-aldri, en hann er ekki nema 31 árs. Herdís Sæmundsdóttir og Elín Líndal sem kepptu við Áma um annað sætið eru með allra fram- bærilegustu konum í íslenskri póli- tík. Þær hafa báðar gegnt leiðtoga- hlutverki í sveitarstjómum, sem sýnir að þær hafa traust í sínum heimabyggðum en ég varð var við að fólkinu heima þótti verna að missa þær í önnur störf. En þær njóta báðar mikils trausts og hafa mikla reynslu. Elín hefur verið varaþingmaður í 12 ár og formaður Jafnréttisráðs og hefur staðið sig mjög vel,“ sagði Páll. Hann sagði að Valgarður Hilmarsson og Sveirir Sveinsson væm báðir þrautreyndir félags- mála- og sveitarstjómarmenn og í fjórða sæti listans væri mjög efni- legur, komungur maður. „Birkir Jón Jónsson frá Siglufirði er 19 ára gamall og formaður Nemendafélags Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Ég veit ekki um neinn yngri fram- bjóðanda í þessum alþingiskosning- um,“ sagði Páll. „Ég reikna með að við reynum að berjast fyrir þriðja manni í kosningunum, þannig hefur það verið í undanfómum kosning- um; stundum hefur það tekist og stundum ekki, síðast 1979.“ Þakklátur minum stuðningsmönnum „Mér er efst í huga þakklæti til stuðningsmanna minna í þéttbýli og til sveita. Þetta var ekki síst þeirra sigur,“ sagði Ámi Gunnars- son. Hann sagðist hafa fundið fyrir mikilli velvild fólks í prófkjörinu, ekki síst í Skagafirði. Sigurinn hafi þó verið öraggari en hann reiknaði með. Árni kvaðst hafa notið mikils stuðnings hjá ungu fólki, sem hann vildi þakka fyrir. Útkoma sín og árangur Birkis J. Jónssonar væri | | Niðurstöður prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1999 Atkvæði greiddu 2.497 1. 1.- 2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. SAM- Auðir seðlar og ógildir voru 55 sæti sæti sæti sæti sæti sæti TALS nluttail 1. Valgerður Sverrisdóttir 1.343 2.242 89,8% 2. Daníel Árnason 384 1.493 2.325 93,1% 3. Elsa Friðfinnsdóttir 72 838 1.701 2.246 89,9% 4. Jakob Björnsson 615 774 1.172 1.844 2.028 81,2% 5. AxelYngvason 13 145 400 792 1.090 1.304 52,2% 6. Bernharð Steingrímsson 15 76 233 536 794 1.089 1.089 43,6% ekki síst þeirra baráttu að þakka. „Nú er að snúa sé að kosningabar- áttunni sjálfri. Hún hefst eftir dag- inn í dag.“ Átti betra skilið Herdís Á. Sæmundardóttir sagði að úrslitin væra sér ákveðin von- brigði því hún hefði ekki náð því sem hún stefndi að. „Það eru líka vonbrigði að Elín Líndal skuli ekki ná betri kosningu og er mér raunar óskiljanlegt. Hún er varaþingmað- ur til fjölda ára og hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og landsmálum og mér finnst hún eiga betra skilið af kjósendum hér á Norðurlandi vestra." Herdís sagðist hafa leitt lista framsóknaimanna í sveitarstjórn- arkosningum í vor og hafa unnið þá ágætan sigur. Hún er formaður byggðaráðs hins sameinaða sveit- arfélags Skagafjarðar. Spurð um skýringar á því að hún náði ekki því markmiði sínu að hreppa annað sæti listans sagðist Herdís kvaðst hún hafa orðið mjög vör við að fólk hefði viljað halda sér áfram í sveit- arstjómarmálum. „Ég fékk sterk viðbrögð frá fólki, sem vill hafa mig í þessum sveitarstjórnarmálum, og ég tel það sýna að fólk kann að meta störf mín.“ Herdís sagðist mundu gefa sér tíma til að íhuga hvort hún þægi þriðja sæti listans. „Ég sóttist eft- ir öðru sætinu. Þetta ér eins og að sækja um starf, ég fékk ekki starf- ið sem ég sótti um. Ég skoða málið upp á nýtt og gef mér tíma til að meta stöðuna." Hún kvaðst telja að listinn hefði verið sigurstrang- legri með sig í öðru sæti. „Ég tel að þannig samsettur hefði hann höfðað til breiðari hóps fólks og með framtíðarhagsmuni í huga held ég að það hefði verið skyn- samlegra að hafa mig í öðru sæti,“ sagði hún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.