Morgunblaðið - 22.01.1999, Side 25

Morgunblaðið - 22.01.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 25 Reuters Neysla trefjaefna kemur ekki í veg fyrir ristilkrabbamein NIÐURSTÖÐUR nýrrar rann- sóknar sem unnin var á vegum vís- indamanna við Harvard-háskóla og sjúkrahúss í Boston í Banda- ríkjunum þykja kollvarpa kenning- um sem breskur skurðlæknir, Denis Burkitt, lagði fram fyrir þrjátíu árum um að mikil neysla trefjaefnaríks fæði geti komið í veg fyrir krabbamein í ristli. Rannsóknin er sú viðamesta sem gerð hefur verið á kenningum Burkitts en hann hélt því fram, eftir að hafa rannsakað muninn á þeim sjúkdómum sem fátækir íbú- ar Afríku og vel stæðir vestur- landabúar fá, að hátt hlutfall trefjaefna í fæðu Afríkubúanna verði þá gegn ristilskrabbameini. Útbreiddi Burkitt á sínum tíma kenningar sínar um víða veröld og olli þannig því að fjöldi fólks breytti mataræði sínu. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar nú er mikil neysla ávaxta, grænmetis og morgunkoms hins vegar alls endis gagnslaus. í rannsókninni var fylgst með mataræði næstum níutíu þúsund hjúkrunarkvenna á sextán ára tímabili og sýna niðurstöður að þeim konum sem neyttu trefja- ríkrar fæðu var ekkert síður hætt við að fá ristilkrabbamein, eða byrjunareinkenni þess, heldur en þeim sem ekki borða trefjaríka fæðu. Vísindamenn benda að vísu á að konur og karlar bregðist mismun- andi við neyslu trefjaefna og að einungis konur hafi tekið þátt í þessari tilteknu rannsókn. Samt sem áður þykja niðurstöðurnar sýna að enn eigi eftir að færa sönnur á góð áhrif trefjaefna. Zúlústríðs- ins minnst UM þessar mundir eru 120 ár lið- in frá orrustunni við Isandlwana, úrslitaátökunum í stríði Breta og Zúlúmanna í Suður-Afríku. Hef- ur þess verið minnst með ýmsum hætti og meðal annars með því að setja mannvígin á svið. Hér liggja þeir í valnum, stríðsmenn Zúlúa og hermenn úr konung- lega velska herfylkinu. -------------- Mannskæð átök í Indónesíu Jakarta. Reuters. TUTTUGU og fjórir hafa beðið bana í tveggja daga átökum milli kristinna manna og múslima í aust- urhluta Indónesíu, að sögn lög- reglustjóra landsins í gær. Þetta eru mannskæðustu átökin sem blossað hafa upp í landinu frá óeirð- unum í Jakarta í maí sem kostuðu 1.200 manns lífið. Lögreglustjórinn sagði að 22 hefðu látið lífið í óeirðum í borginni Ambon og tveir á eyjunni Sanana. Kveikt hefði verið í 88 íbúðarhús- um, þremur moskum og þremur kirkjum í Ambon. Allt var með kyrrum kjörum á götum Ambon í gær en fáir voru á ferli og þúsundir manna leituðu skjóls í byggingum lögreglunnar og hersins í borginni. Lögreglustjórinn sagði að stjórn- mál væru ekki undirrót átakanna og heimildarmenn í lögreglunni sögðu að átökin hefðu hafist á þriðjudag þegar drukkinn maður hefði kúgað fé af strætisvagnastjóra í Ambon. Til átaka hefði þá komið milli íbúa tveggja hverfa og þau síðan breiðst út. BARTON^ astkassar og skúffur Bjóðum margar stærðir og gerðir af plastkössum. Hægt að stafla upp, hengja á vegg eða setja í hillur. Ávallt fyrirliggjandi V. SUNDABORC 1 • SlMI 568-3300 ...Látið blómin tala Blómaverslanirnar - fagmennska í fyrirrúmi é> ISLENSK GARÐYRKjA - okkar allra vegna!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.