Morgunblaðið - 22.01.1999, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Tákn og hófsemi
MYNPLIST
Gerðarsafn — Lista-
safn Kúpavogs
MYNDVERK
Opið alla daga frá 12-18. Lokað
mánudaga. Til 24. janúar. Aðgangur
200 krðnur.
Nobuyasu Yamagata
MÁLARINN Nobuyasu Yama-
gata er líkt og nafnið gefur rækilega
til kynna japanskur að uppruna,
fæddur í Kawasaki en hefur um ára-
bil verið búsettur á íslandi. List-
ræna grunnmenntun sína fékk hann
í málunardeild Myndlista- og hand-
íðaskólans og var tekið eftir því, að
hann fór sínar eigin leiðir og þraut-
vann viðfangsefnin sem hann var að
fást við hverju sinni, en gekk þó afar
hreint til verks, engar málamiðlanir
hér. Hann virtist alveg gera sér ljóst
að hverju hann gekk, og var ekki
með neinar tilraunir til margra átta
né hliðarstökk. Var okkur læri-
meisturunum á stundum um og ó,
því of mikið má af öllu gera og hinar
stuttu annir ekki beinlínis fallnar
fyrir slík nákvæmisvinnubrögð,
hversu lofsverð sem þau kunna ann-
ars að vera.
Sýningin í Gerðarsafni kom mér
sem einum lærimeistara Yamagata
mjög á óvart, því hann hefur vikið
frá hinum yfirveguðu vinnubrögðum
til hags fyrir hugmyndafræði, sem
er svo margþætt að erfitt reynist að
finna heila brú á henni. Sjálfur segir
hann, að hugmyndin að verkunum
hafi kviknað út frá Lýsingu, upp-
hafsstöfum í gamalli bókmenntahefð
Islendinga, þar sem stafur og mynd
eru eitt. Grunnhugmyndin er þróun
myndar til tákna, myndrúna og let-
urs í menningarsögulegu samhengi,
að mér skilst. Pannig eru mynd-
verkin hugsuð sem upphafsstafur að
sjálfstæðri nútímasögu eins og það
heitir. Hugtakið Lýsing, verður
Ljós í myrkri, lífsvon og trú til fram-
tíðar. Listamaðurinn hefur verið að
rannsaka og þróa þessa hugmynd,
eða kannski réttara ferli, í málverki,
tréverki, steinverki o.fl.
Verkin á sýningunni eru bæði
sundurlaus og brotin, en víða má
samt koma auga á þá myndrænu
íhygli og óaðfinnanlega handverk
sem er aðal japanskrar hstai- og
austrænnar myndhefðar. Ekki bæt-
ir úr skák að rýmið vinnur sjaldnast
með myndverkunum, sem sum hver
kalla á meiri einangrun og nálgun til
að fá notið sín. Hið opna rými hrein-
lega valtar yfir þau, ef svo má að
orði komast.
Kjaminn í þessu er, að verkin búa
mörg hver yfir mun sterkari
skírskotunum en fram kemur og
listamaðurinn virðist hafa ætlað sér
um of. En koma tímar koma ráð.
Sigríður Rut Hreinsdóttir
Sigríður Rut Hreinsdóttir, sem
sýnir í kjallararýminu útskrifaðist
einnig frá MHÍ árið 1990, og fyrir
utan nokkrar samsýningar jafn-
framt að ég best veit, langstærsta
og fyrsta alvarlega framkvæmd
hennar á sýningarvettvangi.
Sigríður hefur lengstum verið
viðriðin annars konar málun en á
striga, sem er sjálfur mannslíkam-
inn, og er vel kunn á þeim vett-
vangi, þessara vinnubragða sér þó
ekki stað á sýningunni, hins vegar
bera línuteikningar hennar inn í
málverk mjög svip af fyrri tíma og
mjög þekktum tískuteikningum úr
Frans. Þessar dökku línuteikningar
af hálslangri þokkagyðju í prófíl,
falla þó ekki nægilega sannfærandi
að hinum fínlegi'i eigindum mynd-
flatarins og nostursamlega máluðu
formheildum, yfirgnæfa þau frekar.
Langsamlega heildstæðust vinnu-
brögð getur að líta í tveim myndum
er byggjast á hryni í rauðu og
grænu, symphony, nr. 9 og 10. Þær
bera í sér bestu eiginleika listakon-
unnar, sem virðist, eftir sýningunni
að dæma og ósamstæðum vinnu-
brögðum, ekki hafa getað helgað sig
málaralistinni af fullum krafti. Að
auki kalla þessi vinnubrögð á agaðri
og akademískari skólun en hún hef-
ur í malnum, einkum hvað varðar
súrrealískari eigindir þeirra.
Rétt að nefna það hér, að í báðum
tilvikum er upplýsingum í sýningar-
skrám ábótavant, einkum í seinna
tilvikinu, sem á að vera útilokað um
framkvæmdii' á virðulegu listasafni.
Hér bar sérstaklega að vanda til
greinargóðra upplýsinga vegna eðl-
is sýninganna.
Bragi Asgeirsson.
TÓJYLIST
Geisladiskar
KK-SEXTETTINN: GULLÁRIN
Djassmeistar-
KK sextettinn 1955 til 1961. Diskur 1:
A Sunday kind of love, Líf og fjör,
Everybody loves a lover, I’m just a
lonely boy, Whole lotta shakin’ going
on, Volare, Deed I do, Danny boy, My
hearts belong to only you, Ó aum-
ingja ég, Kiss me honey, Malaguena,
Buena sera, Where is my honey?,
Just. one of those things, Who sorry
now?, Chicago, Cry me a river. Disk-
ur 2: The Victors, The Preacher, The
Penguin, 9:20 Special, Dancing on
the celing, Thou swell, Speak low,
Easy to love, There’ll never be
another you, Topsy, Ratito for bass,
Far above Cayuga’s waters, I’m beg-
inning to see the light, Make love to
me, Goodbyc, A Sunday kind of love.
Hljóðsljórn og stafræn yfirfærsla
gcisladiskaútgáfunnar: Sigurður
Rúnar Jónsson. Tónaflóð PAR CD
1001. 1998.
KK-SEXTETTINN og . hljóm-
sveit Björns R. Einarssonar voru
þær hljómsveitir þar sem íslenskur
djass þróaðist best og mest allt frá
styrjaldarlokum fram yfir 1960. Þar
komu fram flestir helstu djassleik-
arar okkar þar til Pétur Östlund og
honum yngri menn tóku völdin og í
báðum þessum hljómsveitum blés
stórmeistari Islandsdjassins
Gunnar Ormslev. Kristján Krist-
jánsson stofnaði KK-sextettinn
1947 og fyrir utan smáhlé frá vori
1948 til haustsins 1949, hélt hann
hljómsveitinni gangandi til ársloka
1961. Hljómsveitin var löngum vin-
sælasta djass- og danshljómsveit
landsins og fram að rokktímanum
var ekki alltaf gerður mikill grein-
armunur á djassi og dægurlögum,
söngvarar skiptu ekki höfuðmáli og
ef djassinn var leikinn í dansvænum
takti var allt i þessu fína hjá dans-
húsagestum.
1984 var gefið út tvöfalt albúm
með úrvali af leik KK-sextettsins á
árunum 1955-1961. Þetta albúm
hefur nú verið endurútgefið á
tveimur geisladiskum (sem seldir
eru á verði eins) og hefur hljóðið
verið endurbætt til muna - það verk
vann Sigurður Rúnar Jónsson í
Stúdíó Stemmu. Allflestar upptökur
á diskunum gerði píanisti sextetts-
ins, Kristján Magnússon. Hann var
mikill áhugamaður um upptökur og
ar fyrri ára
átti ágætt segulband sem hann not-
aði, bæði á æfingum og annars stað-
ar. Var það KK til mikils gagns að
geta hlustað á æfingar af bandi er
fínpússa þurfti tónlistina. Enn
meira happ er það íslenskri tónlist-
arsögu að Kristján skyldi vera
sem víðast með segulband
sitt, því kafli íslenskrar
djasssögu er nær ein
göngu varðveittur í
segulbandasafni
hans.
Á þessum
diskum er að
finna mikinn
tónafjársjóð.
Sá fyrri er
helgaður
söngvurunum,
en á þeim síð-
ari ríkir djass-
inn einn. Við
útgáfu sem
þessa togast
jafnan á tvenn
sjónarmið. Á
að gefa tónlist-
ina út í réttri
tímaröð, eða
blanda lögum
saman einsog
um útvarps-
þátt væri að
ræða. Seinni
aðferðin var
kosin hér og
er það miður. Þróun tónlistar KK-
sextettsins verður ekki eins ljós og
seinni diskurinn líður oft fyrir það.
En með nútíma fjarstýringartækni
er enginn vandi að leika lögin í
réttri röð kjósi menn það.
Elstu lögin eru með KK-sextettn-
um 1955. Þar blæs KK í altóinn, Jón
Sigurðsson slær bassann og Guð-
mundur Steingrímsson trommurn-
ar, en þeir léku með sextettinum allt
til loka. Eyþór Þorláksson lék á gít-
ar og Gunni Sveins á víbrafóninn.
Hann varð seinna þekktari sem tón-
skáldið Gunnar Reynir Sveinsson.
Lögin eru tvö, gamalt svíngriff, Ma-
KK-SEXTETINN 1955. Efsta röð f.v.: KK
og Eyþór Þorláksson. Miðröð: Gunnar
Sveinsson, Sigrún Jónsdóttir og Kristján
Magnússon. I neðstu röð eru Guðmundur
Steingrímsson og Jón Sigurðsson.
ke love to me, og lag eftir Eyþór,
Ratito for bass. Það er annað
tveggja frumsaminna laga á diskun-
um. Hitt er The Penguin eftir Jón
bassa. Segir það nokkuð um þá
breytingu sem orðið hefur í djassin-
um því nú leika menn helst ekk-
ert nema frumsamin verk.
Ratito for bass er í stíl
kúldjassins, en þó
heldur nær skóla
Tristano en Mullig-
ans. Eyþór,
Gunni Sveins og
p, fleiri íslenskir
djassleikarar
þekktu vel til
Lennie Trista-
no eftir að Lee
Konitz heim-
sótti ísland
1951. Jón bassi
fer vel með
hlutverk sitt í
þessum ópusi
og víbrafónsól-
óar Gunna
Sveins í þess-
um tveimur
lögum eru ger-
semar. Fyrir
utan nokkra
sólóa á dans-
plötum er ekk-
ert til útgefíð
með víbrafón-
leikaranum
Gunnari Sveinssyni nema þessir
tveir ópusar og Gunnar’s blues og
Lester leaps in með Gunnari Orms-
lev frá sama ári. Gunnar er hörku-
svíngari og ber merki læriföður síns,
Lionel Hamptons, þó hann sé dálítið
nútímalegri í tónhugsun sinni.
1956 tóku Árni Scheving og Ólaf-
ur Gaukur sæti Gunnars og Eyþórs
og 1959 leysir Jón Páll Bjarnason
Gaukinn af hólmi og Andrés Ingólfs-
son kemur á tenór sem sjöundi mað-
ur sextettsins. Andrés Ingólfsson
var altisti einsog Gunnar Ormslev
þegar hann gekk til liðs við KK, en
varð þá, einsog Gunnar, að skipta
NOBUYASU Yamagata: Úr Lýsingu.
SIGRÍÐUR Rut Hreinsdóttir, Kona og lauf, 1995-96.
yfir á tenór. Hann var frábær ein-
leikari í stíl hins svala djass og fyrsti
erlendi tónlistarmaðurinn er fékk
styrk frá bandaríska djasstímaritinu
down beat, til að nema við Berklee
tónlistarskólann í Boston, þarsem
fjöldi Islendinga hefur stundað nám
síðar. Flest djasslög á diskunum eru
með þessari sveit og er merkast
þeirra ópus Jóns Sigurðssonar í
klassískum vesturstrandarstíl, The
Penguin, nefnt í höfuðið á frægum
djassklúbbi í Ósló þarsem sextettinn
sló í gegn 1954.
Þama má heyra hversu velsaman-
spilaður sexttettinn er og sólóar
frambærilegir þó þeir fiafi leikið
betri sólóa á hljóðritunum, sem því
miður eru flestai' óútgefnar.
Yngstu upptökurnar á diskunum
era frá 1961. Þá er Gaukurinn kom-
inn aftur, píanisti enginn og Gunnar
Ormslev á tenórinn einsog í fyrsta
KK-sextettnum. Hann blæs There’ll
never be another you glæsilega og
svo ei'u það sólóar hans í Deed I do
sem Diana Magnúsdóttir syngur og
Danny boy sem Harald G. Hai'alds
syngur. Hvorugt þeirra var mikill
söngvari en tenói-saxófónleikur
Oimslevs lyftir lögunum í hæðir,
sérí lagi Danny boy. Það minnir
helst á ótrúlegan sóló hans í Stafrófi
ástarinnar, sem Haukur Morthens
söng með hljómsveit Björns R. Ein-
arssonar. Því hallærislegri sem lög-
in, útsetningarnar og söngurinn
voru því magnaðri urðu sólóar
Ormslevs.
Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarna-
son syngja með ágætum Who sorry
now? og Just one of those things en
toppurinn í söngnum er túlkun Sig-
ránar Jónsdóttur á Cry me a í'iver
þar sem Gaukurinn og Jón bassi
leika undir. Sú kona hafði alla burði
til að verða mikilhæf djasssöngkona.
Kristján Kristjánsson hefur lagt
saxófóninn á hilluna og tekið upp
veiðistöngina, en hann má vera sátt-
ur við æviverkið í tónlistinni. Það
sem hér má heyra er aðeins brot
þess sem til er með KK-sextettinum
og vonandi lítur vísindaleg útgáfa á
helstu djassópusum sextettsins frá
1947-1961 dagsins ljós áður en langt
líður á næstu öld. Að lokum skal á
það bent að enginn sem hefur áhuga
á rytmískri tónlist eftirstríðsáranna
getur verið án þessara diska, jafnvel
þótt hann eigi plöturnar, svo vel hef-
ur tekist til með hljóðvinnsluna.
Vernharður Linnet
Samkeppni
í gerð
einþáttunga
MENOR (Menningarsamtök
Norðlendinga) og Leikfélag
Akureyrar efna til samkeppni
um ritun einþáttunga. Ráðgert
er að verðlaunaþættir verði
teknir til sýningar af leikfélög-
um á Norðurlandi á árinu 2000
eða síðar. Áformað er að tengja
keppnina sérstaklega kristni-
tökuafmælinu árið 2000. Berist
efni, sem tengist á einhvern
hátt atburðum kristnitökunnar
eða öðrum skyldum í sögu
þjóðarinnar, er hugsanlegt, að
það megi nýta til flutnings á
kristnihátíðum á Norðurlandi
eða annars staðar, eins og
henta þykir, segir í fréttatil-
kynningu frá MENOR.
Þriggja manna dómnefnd
mun fjalla um handritin, en í
henni situr einn fulltrúi frá
MENOR, einn frá Leikfélagi
Akureyrar og einn tilnefndur
af Bandalagi íslenskra leikfé-
laga.
Peningaverðlaun vei'ða í boði
fyrir þrjú bestu handritin.
Skilafrestur handi'ita er til 1.
október nk. og skal hámarks-
lengd vera sem svax-ar u.þ.b. 1
klst. í flutningi. Handrit skulu
merkt dulnefni, en nafn höf-
undar og heimilisfang skal
fylgja með í lokuðu umslagi,
merkt MENOR, en send til
Leikfélags Akureyrar, Hafnar-
stræti 57, Akureyri.
Leikaraskipti
í Vírusi
KATRÍN Þorkelsdóttir, sem
leikið hefur í Vírusi, tölvuskop-
leik í Hafnaríjarðarleikhúsinu,
hverfur nú til starfa hjá Leik-
félagi Akureyrar. Við hlutverki
hennar tekur María Reyndal
og verður fyrsta sýning Maríu
laugardaginn 23. janúar kl. 20.
Víras tölvuleikur er eftir Ár-
mann Guðmundsson, Sævar
Sigurgeirsson og Þorgeir
Tryggvason.
f
I
I