Morgunblaðið - 22.01.1999, Side 31

Morgunblaðið - 22.01.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 31 LISTIR Ævintýratónleikar í Tjarnarbíói á Myrkum músíkdögum „Furðuverk sem sjaldan heyrast á tónleikumu Morgunblaðið/Kristinn CAMILLA Söderberg og Kjartan Olafsson með kontrabassablokk- flautuna, sem mun heyrast í í fyrsta sinn á Islandi á ævintýratdnleik- um í Tjaraarbíói í kvöld. Einbeitni í leik MANNHÆÐARHÁ kontrabassa- blokkflauta, tölva, tónband og steinaspil úr íslensku graníti eru meðal hljóðfæra sem heyra má og sjá á Ævintýratónleikum Myrkra músikdaga í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20.30. Verkin sem flutt verða á tón- leikunum eru eftir tónskáldin Áskel Másson, Ríkharð H. Frið- riksson, Tapio Tuomela, Jónas Tómasson, Kjartan Olafsson og Elías Davíðsson og flytja þeir Áskell, Ríkharður og Elías verk sín sjálfir. Flytjendur auk þeirra eru Camilla Söderberg, sem leik- ur á hinar ýmsu blokkflautur, og Guðrún Óskarsdóttir, sem leikur á sembal. 011 eiga verkin sem flutt verða í Tjarnarbíói í kvöld það sameig- inlegt að vera „furðuverk sem sjaldan heyrast á lónleikum," eins og Kjartan Ólafsson; for- maður Tónskáldafélags Islands og höfundur eins verkanna, orð- ar það. Enda er yfirskrift kvölds- ins Ævintýratónleikar. „Þegar maður les ævintýri gerist alltaf eitthvað óvænt sem er ekki alveg í takt við nútímann og raunveru- leikann," segir hann. Fyrst á efnisskránni er nýtt verk eftir Áskel Másson, Ný- vaktar sýnir, fyrir slagverk og ásláttarhljóðfæri. Áskeli flytur verkið sjálfur og er það að sögn Kjartans sambland af fyrirfram saminni músík og spuna. Verk Ríkharðs H. Friðrikssonar er að sögn hans sjálfs „létt og mis- þægileg hljóðupplifun sem er spunnin á sviði með aðstoð tölvutækni". Fjórar bagatellur er verk fyrir blokkflautur og sembal eftir fínnska tónskáldið og hljómsveit- arstjórann Tapio Tuomela, sem hefur samið mikið af söngtónlist og kammertónlist. Verk Jónasar Tómassonar, Glorioso fyrir alt- blokkflautu og sembal, heyrist nú í fyrsta sinn á íslandi, en það var frumflutt í Finnlandi. Draumkona íklædd gullbúningi Verk Kjartans Ólafssonar er samið fyrir kontrabassablokk- flautu og tónband. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem heyrist í kontrabassablokkflautu hér á landi, en Camilla Söderberg er nýbakaður eigandi þessa sér- stæða hljóðfæris, sem er að sögn Kjartans nærri mannhæð að lengd, og minnir lítið á þær blokkflautur sem við annars þekkjum. „Nóttina áður en ég lauk verkinu birtist mér draum- kona íklædd gullbúningi með rauðum og bláum eðalsteinum," segir Kjartan, sem iýsir verkinu sem einhverskonar örlagaseið. Lokaverkið á tónleikunum er nýtt verk eftir Elías Davíðsson, Ur söngvum Babýlons, skrifað fyrir steinaspil. Það er hljóðfæri sem Elías hefur búið til úr ís- lensku graníti og spilar á sjálfur. TOIVLIST Háskólabíó Sinfóníutónleikar Flutt voru þrjú verk eftir meistara Beethoven. Einleikari: Jeffrey Siegel. Stjórnandi: Rico Saccani. Fimmtu- dagurinn 21. janúar, 1999. TÓNLEIKAR Sinfómuhljóm- sveitar Islands, sem haldnir vora í Háskólabíó í gærkveldi, hófust á þriðja Leónóra-forleiknum, sem enn heldur velli sem sjálfstæð tón- smíð, af fjóram forleikjum, er meistarinn samdi við óperana Fídelío. Beethoven vai- mikilhæfur hljóðfæraleikari, ekki aðeins virtúós á píanó, heldur og liðtækur á strengjahljóðfæri. Hann átti í tölu- verðum erfiðleikum með að semja fyrh’ söngraddir og ekki síður, að samhæfa tónhugmyndir sínar leik- rænum kröfum og framvindu leik- ritsins. I rissblokkum hans er t.d. að fínna 18 mismunandi gerðir af aiíu Leónóra, „Komm Hoffnung" og aríu Flórestans, „In des Lebens Friihlingstagen", en upphaf síðar- nefndu aríunnar ber fyrir eyra framarlega í hinum fagra inngangi forleiksins. Tíu sinnum gerði Beet- hoven atlögu að hinum fræga loka- kór óperannar, Wer ein holdes Weib errangen, auk þess að endur- semja verkið fyrir báðar endurapp- færslur þess 1806 og 1814. Forleik- urinn var mjög vel fluttur, bæði hinn fagri inngangur og tengingin yfir í aðalstefið (aliegro) var ein- staklega áhrifamikil. Einnig náðist sterk stemmning í kringum trompett-„signalið“, sem Ásgeir Steingrímsson lék að tjaldabaki. Þá var ekki síður fallegur flautueinleik- urinn hjá Áshildi Haraldsdóttur, í samleik við Hafstein Guðmundsson á fagott. Það sem er sérlega skemmtilegt við stjóm Saccani, er að tónlistin fær að „anda“, hver lag- hending fær að lifa sínu lífi og allar andstæður era málaðar sterkum ht- um. Þetta gat að heyra í þeirri „fjórðu", sem var annað viðfangs- efni tónleikanna. Sú fjórða er ásamt „tvö og átta“ minnst þekkt, líklega af því að hún tengist ekki einhvers konar sögu, eins og þriðja, Hetjusinfónían, fimmta, Ör- lagasinfónían, sjöunda, Dansasin- fónían og sú níunda, Kóralsinfóní- an, við kvæði Schillers, Óðurinn til gleðinnar. Þetta er þó ekki af því að sú fjórða sé lakara verk en hinar sinfóníurnar. Leikur hljómsveitar- innar, undir lifandi stjórn Rico Saccani, var frábær og t.d. ofsa- hraður lokakaflinn einstaklega glæsilega fluttur. Lokaverk tónleikanna var Keisai’akonsertinn, verk sem var einstætt að mildlfengleik, miðað við þá konserta, sem samdir höfðu ver- ið á fyrsta áratug 19. aldar. Ekki er alveg víst hvenær konsertinn var fyrst fluttur en líklegt er að það hafí verið 28. nóvember 1811 í Leipzig með Friedrich Schneider sem ein- leikara en er hann var fluttur í Vín- arborg, vai’ nemandi Beethovens, Carl Zemy, einleikarinn og var hann þá rétt um tvítugt. Jeffrey Si- egel er frábær píanisti, er lék konsertinn af glæsibrag og markaði sérlega vel fyrir öllum blæbrigðum, eins t.d. í hæga þættinum. Hinn magnaði fyrsti þáttur, sem er stór- brotin tónsmíð, spannaði allt styrk- leikasviðið í leik Siegel, hægi þátt- urinn var einstaklega þýður og tveir taktamir, sem bráa bilið yfir í galsafenginn lokaþáttinn, vora sér- lega vel útfærðir, svo að voldugt upphafsstef lokaþáttarins varð eins og sprenging. Állur þátturinn var glæsilega fluttur og lætur Siegel vel að útfæra ljóðrænan „söng“, eins og heyra mátti einnig í lokaþættinum, t.d. í „Grossvatertanz“, laginu, sem Schumann notaði einnig. Þá er Si- egel sérlega vel lagið að leika sér með glaðlegt tónmál, eins og heyra mátti víða í fjöragum lokakaflanum. Það var svolítið sérstakt að sjá Saccani stjóma undirleiknum blaða- laust, sem er ekki nema þeirra sem þekkja t.d. þennan píanókonsert af eigin raun. Þetta á við öll verk tón- leikanna, að hann hefur tónlistina algerlega á valdi sínu og honum læt- ur vel að magna upp glæsilegan leik, bæði kraftmikinn og svo undur fínlegan, svo aldrei vantar einbeitni í leik hljómsveitarinnar, sem lék öll verkin afburða vel. Jón Ásgeirsson Flautað á fullu TOJVLIST S a I u r i n n MYRKIR MÚSÍKDAGAR Flautuverk eftir Atla Heimi Sveins- son: Grand Duo Concertante I: Hand- anheimar; Xanties; Lethe; Tónamín- útur; Kvartett nr. 1. Áshildur Har- aldsdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau og Kolbeinn Bjarna- son, flautur. Salnum, Kópavogi, mið- vikudaginn 20. janúar kl. 20.30. „ÞAU spila nýja tónlist eins og hún væri klassísk, og klassíkina eins og hún væri ný,“ skrifaði Atli Heimir Sveinsson í tónleikaskrá um flytjendur fimm verka eftir sig á flaututónleikum Myrkra músíkdaga í Sainum á miðvikudagskvöldið var. Ekki amalega að orði komizt. Og líklega meira en sannleikskorn að baki, því ofantaldir fjórmenningar era án efa meðal fremstu flautuleik- ara landsins, og verður ekki af þeim skafið að þau hafa öll verið dugleg við að kynna nýja ísienzka tónlist á undanfornum árum. Fyrsta verk á dagskrá bar hið óhlédræga aðalheiti „Grand Duo Concertante 1“ og undirtitilinn „Handanheimar". Það var fyrir tvær flautur og tónband, sagt frá árinu 1991 og samið fyrir flautu- hjónin Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau. Mun það hið fyrsta í röðinni af þremur dúóum Atla til þessa undir sama aðalheiti - hin seinni eru fyrir klarínett og flautu (Schumann ist der Dichter) og flautu og selló (Opnar dyr). Hvað svona „grand“ skyldi vera við þetta verk umfram önnur tvímennings- verk höfundar var hvorki útskýrt né sjálfgefið óviðbúnum hlustanda, nema þá átt hafi verið við „konserterandi" samspil hljóðfæra- leikara og segulbandshljóða, en þau kváðu vera sama eðlis í öllum tilvik- um; hljóðritanir af barnsröddum (gi’áti, hlátri, söngli, gómsmellum o.þ.h.) í bland við ljúft hægfara haf- meyjuraul fullveðja kvenradda. Með góðum vilja var kannski stund- um hægt að skynja skugga af stór- brotinni hugsun bak við samspil andstæðnanna milli mannshljóð- anna og oft ágengs blásturs flautuleikaranna, sem a.m.k. verk- aði „afvopnandi", eins og Danir segja, á hugsanlega efasemd hlust- andans, að maður segi ekki heill- andi. Verkið leið alltjent hraðar hjá en 25 mínútna raunlengd þess sagði til um í fjörlegri túlkun þeirra hjóna, og var það athyglivert út af fyrir sig. „Xanties“ (fr., næturfiðrildi) fyrir flautu og píanó (1975), hér í höndum Áshildar Haraldsdóttur og tón- skáldsins, heyrði undirr. síðast fyrir allmörgum árum á sal Tónlistar- skólans í Reykjavík með þeim Man- úelu Wiesler og gott ef ekki Snorra Sigfúsi Birgissyni; þá sem nú í myrkvuðum sal við kertaljós. Þetta sjarmerandi ljóðræna „melódrama" (flytjendur segja fram slitrur af ljóði tónskáldsins inn á milli spii- aðra hendinga) heldur enn töfra- mætti sínum merkilega vel, og ekki laust við að hlustandinn finni fyi-ir fiðringi hér og þar, þegar ólgandi kenndir hitabeitisnætur streyma um önd og æðar, eins og gerðist í líflegum samleik þeirra Áshildar, og dró þar sízt úr hvað flautuleikarinn var skýrmælt á texta. Hvað „Lethe“ (fljót gleymskunn- ar, 1986) fyrir bassaflautu án und- irleiks varðar, heyrði undirr. það síðast austur í Skálholtskirkju; þá sem nú í meðförum Kolbeins Bjarnasonar, sem gerzt hefur stafnbúi lýðveldisins á þetta hljóð- láta risahljóðfæri. Það verður að segjast, en sízt til að lasta ágætan hljómburð hins glæsilega nýja tón- listarhúss Kópavogs, að þetta lík- lega gisnasta og hæggengasta flautuverk, sem maður man eftir að hafa kynnzt, naut sín mun betur undir kirkjuhvelfingum þar eystra en hér, og munaði greinilega stór- um á 3-4 sekúndna ómtíma kirkj- unnar og 1,6 sekúndum Salarins hvað verkið hélt minni athygli að þessu sinni. Túlkun Kolbeins var að vanda óaðfinnanleg, en fyrir svona verk og hljóðfæri er Salurinn hikstalaust of þurr. „Tónamínútur" Atla frá 1981, upphaflega 21 talsins, birtist eftir hlé útvíkkað bæði í breidd og lengd, nú 28 atriða og leikið af fjórum flautuieikurum í „feróma" uppstill- ingu, tveir á sviðinu, hinir einhvers staðar úr augsýn tónleikagesta á neðsta gólfi. Verkið, sem upphaf- lega var samið fyrir Manúelu, er lék 12 uppáhaldsmínútur sínar inn á disk 1989, var hljóðritað af Martial 1993 fyrir ITM í (þáverandi) heild. Má segja, að seint sjái stundum fyr- ir enda á endurvinnslu verka Atla, og Tónamínúturnar fengu óneitan- lega nýjan svip í þessum búningi, þar sem sumar mínúturnar voru leiknar saman af tveim og upp í fjóra spilara í ýmsum samsetning- um. Hver ný mínúta var boðuð með bylmingshöggi á hi-hat disk af höf- undi sitjandi á fremsta bekk, og setti það svolítið skondinn sirkus- svip á heildina, þó að hugmyndin sé í sjálfri sér ekki ný, því eitthvert bank mun hafa aðgreint atriðin í innspilun Manúelu, þótt sleppt væri hjá Martial. Tókst flutningurinn hið bezta, og bætti útvortis fjör að nokkru upp skortinn á nálægð ein- menningsútgáfunnar. í pylsuenda var „Kvartett númer 1“ fyriv fjóra flautuleikara, bráð- skemmtilegt pöntunarverk fyrir Kuhlaukvartettinn í Kaupmanna- höfn frá 1989-1991. Sumir hafa kvai-tað undan litleysi flautunnar, enda yfirtónasnauðust blásturs- hljóðfæra, en hér var því mætt með beitingu allra meðlima fjölskyld- unnar í ýmsum samsetningum, þ.e. bassaflautu, alt, C-flautu og pikk- ólóflautunni herskáu, enda saknaði maður ekki litbrigða í þessu furðu fjölbreytta fjórþætta nútímaverki. Einna eftirminnilegastur hvað lit varðar var staður aftarlega í öðrum hinna tveggja hægu miðþátta, þar sem tvær bassaflautur umluðu dún- mjúkt við flauilssöng tveggja alt- flauta, en annars bar verkið í heild mestan svip af iðandi mínímalík, þótt rofin væri á stundum, ýmist með syngjandi strófum eða hökt- andi „punktastiT. Kvartettinn var augljóslega skrifaður fyrir snillinga, en ekki er hægt að segja annað en að fjórmenningarnir hafi leyst allar þrautir af stakri lipurð, samtaka- mætti og ótrúlegu úthaldi. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.