Morgunblaðið - 22.01.1999, Page 32

Morgunblaðið - 22.01.1999, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ _________LISTIR______ Að vera eða vera ekki aumingi KVIKMYMPIR llegnboginn IDIOTERNE ★★★14 Leikstjórn og handrit: Lars von Tri- er. Aðalhlutverk: Bodil Jorgensen, Jens Alhinius, Anne Louise Hassing, Troels Lyby og Nikolaj Lie Kaas. Zentropa 1998. ALLIR vita að Lars von Trier er „öðruvísi" og honum er greinilega öðruvísi fólk hugleikið. Aðalhetjan í „Breaking the Waves“ var svo sannarlega skrýtin, og hún heillaði bíógesti um allan heim með hrein- skilni sinni. Vangefíð fólk er líka öðruvísi, en oft ber við að fólk sé hrætt við það. Idioterne segir frá hópi ungs fólks sem býr saman og leikur van- gefna þegar það fer út. Pau not- færa sér hræðslu almennings til að koma illa við sem flesta, sem mest og á sem stystum tíma. Mér fannst mjög erfitt að horfa á sum atriði myndarinnar, og það er satt að maður tekur andköf, dregur oft djúpt andann, ýmsar spurningar um réttlæti gjörða unga fólksins vakna og ég var agndofa eftir á. Hins vegar finnst mér það alls ekki vera það sem myndin snýst aðal- lega um. í myndinni talar unga fólkið um „innri idiot“ hvers og eins sem lang- ar að komast út. Ég túlkaði það sem frelsi gagnvart samfélaginu, að geta verið nákvæmlega maður sjálfur og laus við öll höft, eins og vangefið fólk er. Vandamálið er að flest þessi ungmenni eru ekki að leitast við að fá að vera þau sjálf, heldur eitthvað sem þau sjá fyrir sér að sé flott að vera. Stoffer lætur t.d. smáborgara fara óþarflega mikið í taugarnar á sér, hann er gramur og gengur því oft langt í fávitaleiknum þar til hann særir aðra. Enda kemur það á dag- inn að eina manneskjan sem virki- lega leitast við að vera hún sjálf, er sú eina sem tekst að leika fávita heima hjá sér. Það atriði sem gerist undir lok myndarinnar er einstak- lega áhrifamikið, ég man vart eftir öðru eins. Það þarf snilling eins og Lars von Trier til að geta látið áhorfendum líða jafn illa og þá. Með þessu atriði eru einnig allar for- sendur fyrir myndinni skyndilega breyttar, og maður sér hana í öðru ljósi. Helst þarf maður að sjá hana aftur, ef maður treystir sér til þess. Dogma-stíllinn, ekki ósvipaður heimildarmyndastíl, gerir myndina trúverðugri og þar með enn átakan- legii. Leikararnir eru einstaklega sannfærandi, og ber þá hæst þau sem leika Karen og Stoffer, en þeirra hlutverk era líka sterkust. Það er ekki ólíklegt að frjálsræði í kvikmyndatöku ýti undir frjálsræði í leik. Ég dáist að ferskleikanum í efn- isvalinu og efnistökunum, ég dáist að hugdirfskunni, dýptinni og næmninni í þessari mynd. Hún er ótrúleg. Hildur Loftsdóttir Á berangri EAMONN Owens og Stephen Rea í hlutverkum feðganna í Slátraradrengnum.. Að týnast í lyginni KVIKMYIVPIR Laugarásbíó KYIKMYNPIR Bíóborgin SLÁTRARADRENGURINN („THE BUTCHER BOY“) kk Leikstjóri: Neil Jordan. Handritshöf- undur: Jordan og Patrick McCabe, byggt á skáldsögu þess síðarnefnda. Kvikmyndatökustjóri: Adrian Biddle. Tónskáld: Elliot Goldenthal. Aðalleik- endur: Stephen Rea, Fiona Shaw, Eamonn Owens, Alan Boyle, Ian Hart, Aisling O’Suliivan, Sinéad O’Connor. 105 mín. Írsk/bandarísk. Warner Bros. 1998. DRENGURINN Francie (Eamonn Owens) er framhleyp- inn, kjaftaglaður strákur sem fel- ur sín vandamál undir skelinni og í ímyndaðri veröld þar sem hann einn hefur lyklavöldin ásamt vini sínum Joe (Alan Boyle). I raun- inni á hann afar erfitt. Faðir hans (Stephen Rea), er fátækur drykkjusvoli í írskum smábæ, móðir hans geðhvarfasjúklingur, löngum á mörkum taugaáfalls og gefst að lokum upp. Smám saman missir Francie tök á tilverunni, fólkið hans fellur frá, vmurinn snýr við honum bakinu, hann get- ur hvergi leitað skjóls í miskunn- arlausum kuldanæðingi sinnar ömurlegu tilveru. Að því kemur að öryggisventill Francies brest- KVIKMYIYPIR Bfóborgin EVE’S BAYOU ★★★ Leikstjórn og handrit: Kasi Lemm- ons. Aðalhlutv.: Samuel L. Jackson, Lynn Whitfield, Jurnee Smollett. Trimark 1997. EVE er tíu ára. Fjölskylda hennar er kreólsk, komin af amb- átt og frönskum heldri manni sem saman áttu sextán böm. Pabbi hennar er því lærður maður, þau eru rík, fín og falleg. En í hjarta sínu er Eve venjuleg stelpa sem elskar fjölskylduna sína og þá helst systur sína, Cisely, sem er fjórtán ára. Sagan gerist sumar eitt og segir frá örlögum fjölskyldu sem býr yf- ir yfirskilvitlegum kröftum, ástríðu, tilfinningahita og hefnigirni. Hún gerist mitt í fenj- um Louisiana þar sem dulúðin liggur í loftinu og vúdúgaldrarnir krauma undir niðri. Sögumaður þessarar ástríðu- sögu er Eve á eldri árum sem seg- ir frá sumrinu þegar pabbi hennar dó og hún var bara tíu ára, elskaði alla en skildi í rauninni ekkert sem gerðist í kringum hana. Eve er heillandi miðpunktur, skemmti- ur. Flónsgríman passar ekki leng- ur, hrekkirnir breytast í örvingl- an sem endar í vitfirrtri uppreisn gegn umhverfinu. Atakanleg mynd og ljót, nánast hroðaleg. Hnignun og fall Francies er hræðileg þróun þar sem enginn sér ástæðu til að taka í taumana, því fer sem fer. Ljósi punkturinn eru þau snilldartök sem Owens hefur á hlutverki sínu. Jordan leitaði hans með logandi ljósi um gjörvallt Irland og leitin sú boi'gaði sig. Það er með ólík- indum að sjá hvernig hann fer með sitt vandmeðfarna hlutverk, jafn ungur og hann er og gjör- samlega óreyndur. Hann fyllir það lengst af ómengaðri lífsgleði, gerir vandræðapiltinn aðlaðandi á sinn hátt og jafnframt mátulega brjóstumkennanlegan. Þá má ekki gleyma erkióvininum, frú Nugent, sem Fiona Shaw gerir einstaklega andstyggilega og virðist njóta þess að gera lítil- magnanum allt til ama. Fær það endurgreitt með vöxtum. Jordan er magnaður leikstjóri - ef sá gállinn er á honum. Hann hefur áður fengist við óþægilegt efni og komist vel frá því. Að þessu sinni er það uppgötvun hans, hinn ungi Owens, sem bjargar kvöldinu. leg stelpa og Jurnee Smollett heldur myndinni uppi með að leika hana óaðfinnanlega. Húmorinn er sérstakur þar sem oft er hlegið að hlutum sem eru hræðilegir. En þar sem grallarinn Eve kemur að er allt svo sætt. Jurnee er ekki sú eina sem stendur sig vel. Ailir leikararnir eru mjög góðir bæði í smáum og stórum hlut- verkum. Samuel L. Jackson leik- ur föður Eve, og Debbie Morgan er góð sem hin dularfulla Mozelle systir hans. Einnig má sjá tónlistannanninn Branford Marsalis í hlutverki Harrys, eiginmanns Mozelle. Efni myndarinnar og umhverfi er sérstakt, og þótt Kasi Lemm- ons hefði mátt ná fram sterkari áhrifum á stundum, þá verður ekki annað sagt en að þetta sé stórglæsilegt og áhugavert byrj- andaverkefni hjá henni. Amy Vincent er tökumaður og saman hafa þær kallað fram skemmtileg- an og forvitnilegan heim sem flestir ættu að kynna sér. Hildur Loftsdóttir Þegar Sally hitti Pablo KVIKMYIMHR Háskólabfó TANGÓTÍMAR („THE TANGO LESSONS") irk Leikstjóri og handritshöfundur Sally Potter. KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR INN Sally (Sally Potter) er að vinna í handriti að kvikmynd um sýningar- stúlkur og fótalausan tískuhönnuð, er hún ákveður að fara í tangótíma hjá dansaranum Pablo (Pablo Verón). Lofar honum hlutverki fyrir vikið. Danstímarnir þróast upp í rómantískt samband, keppni og stríð á milli kynjanna. Nýjasta mynd Potter er semsé á ógreinilegum mörkum heimildar- myndar og leikinnar. Potter var dansari áður en hún sneri sér að kvikmyndagerð og nýtur góðs af. Mynd- in er engan veginn jafn leiðinleg og Or- lando, á skemmtilega spretti, þá helst þegar þessi ofur- dansari, Pablo Verón, er einn um sýninguna. Potter er á heilmiklu og þreytandi sjálfumgleðibrölti og m.a. eigum við að kaupa það að á milli þeirra tveggja sé eldheitt tilfínninga- bál í uppsiglingu. Samband þeirra er hins vegar fyrst og fremst vandræða- legt og ósannfærandi, enda aldurs- munur talsverður og konan á engan hátt í sömu sporum og Verón þótt hún sé frambærilegur dansari og beri aldurinn vel. Þá er maður vanur lostafullum, rómönskum ofurkonum, dökkum á brún og brá, með sindr- andi augu, í hlutverki Sallyar. Það hjálpar ekki. Sæbjörn Valdimarsson FLAUEL OG GLYS („VELVET GOLDMINE") irk Leikstjóri og handritshöfundur Todd Haynes. BANDARÍSKI leikstjórinn Todd Haynes ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur reynir að feta í fótspor Orsons Welles í Borgara Kane, er hann reynir að skrá á filmu uppgang og fall glys- rokkstjörnunnar Brians Slade (Jon- athan Rhys-Meyers). Welles hefur skilið meiri hæfíleikamenn efth- úti á túni, Haynes hefur tæpast erindi sem erfiði. Blaðamaðurinn Stuart (Christian Bale), fær það verkefni að hafa upp á glysrokkaranum ái’atug eftir hann setti endalok sín á svið og hvarf úr sviðsljósinu. Ferill hans og þessa skrautlega tónlistarfyrirbrigð- is er rakinn í leiðinni. Gegnum um- boðsmenn (annar í hjólastól að hætti Borgarans), vini og eiginkonu rokk- arans (Toni Collette). KVIKHIYMHR Rpgnboginn ÞÚSUND UNDUR ALHEIMSINS „MILLE MARVEILLES DE L’UNIVERSE" ★★ Leikstjóri og handritshöfundur Jean-Michel Roux. ÓMARKVISS, lítt áhugaverð frumraun Roux hefur ósköp lítið fram að færa. Fljúgandi furðuhlutir, T. Rex, Bryan Ferry og margir frískú’ kappar áttu hlut í „glimmem- um“. Einn stendm- óumdeilanlega uppúr; ofurstjaman Bowie, það leyn- ir sér ekki að hann er fýrirmynd Sla- des. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Slade-karakterinn hans Rhys- Meyers kemst ekki í nálægð við goð- ið. A sviðinu gerist Slade „Maxwell Damon“, hann verður aldrei annað en niðursetningur við hliðina á magnaðasta sköpunarverki rokksög- unnar, Ziggy karlinum Stardust. Það er ekki nóg að mála gaurinn og gera hann samkynhneigðan. Enda Bowie einn glæsilegasti listamaður alh’a tíma; - í útliti, sem lagasmiður og „performer". Eftir undarlega byrjun fer Fhiuel og glys bærilega af stað, síðan tekm’ við klisjukenndur sögu- þráður þar sem aðeins þau Collette og Eddie Izzard (sem síðari umbi goðsins), lífga upp á hlutina. Enda- lokin em löng og mörg og þegar upp er staðið er þessi blendingur af heimildar/tónlistarmynd hvorki fugl né fiskur, rýr úttekt sem fxnnur ekki sjálfa sig. Hún vekur þó á köflum upp ljúfsárar minningar. geimverur og furðufuglar koma við sögu í undarlegu ríki í náinni fram- tíð. Pönkað yfirbragð, draugalegt, en lítið framtíðarlegt, útlit. Leikhópur- inn er undarlegt samsafn evrópskra leikara, eins og Frakkinn Julie Delphy (Blár), Tyrkinn Tchéky Kar- yo og Portúgalinn Maria de Ma- deiros, og skilur ekkert eftir sig. Skondin á köflum. Roux þessi mun hafa unnið hér að heimildarmynd um álfa. Það virðist ekki ái’angursrík undirstaða. Sæbjörn Valdimarsson Sæbjörn Valdimarsson Munúð í fenjum IHITTTTI..IIIITTl KVIKMYNDAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK 15-23 janúar 1999 iiiiiniiiiimiimi Sæbjörn Valdimarsson Undarleg framtíðarsýn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.