Morgunblaðið - 22.01.1999, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hæstiréttur
og veiðileyfín
FYRIR skömmu
setti Alþingi nýja 5.
grein í lögin um stjórn
fiskveiða í framhaldi af
dómi Hæstaréttar sem
felldur var í byrjun
desember sL, en þessi
grein kveður á um skil-
yrði fyrir því að fá leyfi
til veiða í atvinnuskyni
í fiskveiðilögsögu Is-
lands. Umræður á Al-
þingi snerust einkum
úm það hvort dómur
Hæstaréttar snerti að-
éins 5. greinina eða
einnig 7. grein lag-
anna, en þar er mælt
fyrir um aflahlutdeild-
arkerfið, sem í daglegu tali er
nefnt kvótakerfið. I meginatriðum
má segja að stjórnarandstaðan hafi
haldið því fram að dómurinn felldi
7. grein laganna úr gildi og því
væri öll fiskveiðistjórnunin skv.
kvótakerfinu í uppnámi. Hins veg-
ar varð það niðurstaða meirihluta
sjávarútvegsnefndar og Alþingis
að dómurinn varðaði aðeins 5.
grein laganna.
Einungis veiðileyfin
I dómnum sjálfum segir: „Hins
vegar er ekki í þessu dómsmáli
tekin afstaða til þess, hvort ráðu-
neytinu hafi að svo búnu borið að
verða við umsókn áfrýjanda, en
málið er einungis höfðað til ógild-
ingar á ákvörðun ráðuneytisins en
ekki til viðurkenningar á rétti
áfrýjanda til að fá tilteknar veiði-
heimildir í sinn hlut.“ Með öðrum
orðum þótt dómurinn ógildi synjun
um veiðileyfí, á þeim forsendum
sem tilteknar voru, tekur hann
sérstaklega fram að í
því felist ekki viður-
kenning á veiðiheim-
ildum til handa áfrýj-
anda. Þar með af-
markar Hæstiréttur
sig við 5. greinina ein-
vörðungu. I málatil-
búnaði sínum vísaði
áfrýjandi hvergi til 7.
greinar laganna og
beinlínis afmarkaði
kröfu sínu við veiði-
leyfi samkvæmt 5.
grein laganna. í dóm
Hæstaréttar var því
ekki vísað ágreinings-
efni sem varðaði 7.
greinina. Um dóm-
stóla gildir almennt að þeir úr-
skurða um ágreiningsefni sem fyr-
Lagasetning
Eg tel að ákvörðun
stjórnarliðsins um að
endurskoða lögin í
heild sinni á næstu
tveimur árum, segir
Kristinn H. Gunnars-
son, sé miklu vænlegri
leið en tillaga stjórnar-
andstöðunnar.
ir þá eru lögð, annað ekki. Dóm-
stóllinn hafði ekki 7. greinina til
úrskurðar og gat því í umræddu
dómsmáli ekki fellt neinn dóm um
hana. Dómstóllinn verður beinlínis
að tilgreina 7. greinina í dómi sín-
um ef ógilda á þá grein. Grundvall-
argrein í lögum um stjórn fisk-
veiða verður ekki felld úr gildi með
óbeinum hætti í dómsmáli um ann-
að efni. Svo einfalt er það. Þá var
það samdóma álit sérfræðinga sem
sjávarútvegsnefnd kallaði á sinn
fund að dómurinn tæki aðeins til 5.
greinarinnar og það álit hlýtur að
vega þungt. Ekki kom neitt fram
sem hnekkti áliti sérfræðinganna
eða ofangreindum rökum.
Atvinnuréttindi og
stjórnarskráin
Loks má nefna að hefði Hæsti-
réttur ógilt greinina þá hefði rétt-
urinn samhliða þurft að taka af-
stöðu til atvinnuréttinda þeirra sem
eru í sjávarútvegi og skýi’a þá
vemd sem stjórnarskráin veitir at-
vinnuréttindunum og draga mörk
milli þeirra annars vegar og jafn-
ræðisreglu og atvinnufrelsis hins
vegar. I þessu samhengi er rétt að
undirstrika að dómstólar hafa
aldrei vefengt að atvinnuréttindi
njóti verndar. Það er afar þýðingar-
mikið að skýra stöðu atvinnurétt-
inda í sjávarútvegi, ekki síst þegar
framundan er endurskoðun lag-
anna á næstu tveimur árum, og hef-
ur sjávarútvegsnefnd farið þess á
leit við lagastofnun Háskóla Islands
að taka saman álitsgerð um það
efni. Er óskað eftir að skýrð verði
atvinnuréttindi útvegsmanna með
hhðsjón af ákvæðum stjórnarskrár-
innar. Ennfremui- að stofnunin veiti
álit sitt á því hvort aðrir sem starfa
í sjávarútvegi (t.d. sjómenn og fisk-
verkafólk) eigi stjómarskrái'varinn
atvinnurétt í greininni.
Kristinn H.
Gunnarsson
Spara hvað...?
UNDANFARIÐ
hafa tröllriðið yfir
landann auglýsinga-
póstur og áróður á
öldum Ijósvakans sem
á sér vart hliðstæðu.
Hefur fjármálakerfið
hérlendis farið offari
yfir reglugerð um við-
bótarlífeyrisspamað
sem tók gildi um síð-
ustu áramót.
Þau fjármálafyrir-
tæki sem bjóða vöra
sína hafa eytt
nokkram vikum í
smíði á „spamaðar-
pakka“ sem bjóða á.
Er þar blandað saman
ýmsum sparnaðarformum sem
orðuð era „..þægileg leið“ og
„...tryggir þér fjárhagslegt ör-
yggi.“ (Íslandsb./VIB) „...byggir
þú upp öflugan sjóð íyrir tiltölu-
lega lága upphæð“ (Búnaðarb.)
„...öflugasti og stærsti...“ (Líf.
Helgi Ásgeir
Harðarson
verslunarm) „...vextir
eins og þeir gerast
bestir...“ (Sparisj.)
„...við getum breytt
honum í milljónir"
(Eining). En spum-
ingin er, hvað er verið
að bjóða? Hverju er
verið að lofa? Hvert er
mitt öryggi á þessum
spamaði? Hentar
þessi tegund spamað-
ar mér?
Telja mætti að
spamaðarhugtakið sé
eitthvað sem er á út-
sölu nú rétt eftir jóla-
ösina og það þurfi að
losa lagerinn fyrir
páska. Yfirgangur og gleypugang-
ur fjármálastofnana hérlendis er
með hvílíkum endemum að fá-
heyrt þykir. Er talið að fólk geri
sér ekki grein fyrir að allt kostar?
Vænta má að einhver sjóðurinn
muni eyða talsvert meiru í auglýs-
ingar og kynningar en hann hugð-
ist gera og fari ekki að skila hagn-
aði fyrr en langt er liðið á næstu
öld, eða þegar launþegar sem í
sjóðinn hafa greitt, í góðri trú,
fara að fá greitt út, hugsanlega
minna, en þeir greiddu inn. Það
virðist gleymast í kynningum fjár-
málafyrirtækjanna að fyrir marga
sem komnir eru á seinni hluta
æviskeiðsins og vilja nýta sér
skattafrestunina borgar þessi teg-
und spamaðar sig tæplega. Allir
eiga að byrja, allir eiga að taka
þátt í fjörinu. Þess vegna er fólk
hátt í sjötugt að skrá sig í viðbót-
arlífeyrissparnað. Hvílík ráðgjöf.
Launþegar eiga ekki að þurfa
vera settir upp við vegg og skilyrt-
ir til þess að ganga frá sínum mál-
um eingöngu vegna þess að fjár-
Sparnaður
Yfirgangur og gleypu-
gangur fjármálastofn-
-----------------7----
ana, segir Helgi Asgeir
Harðarson, er með hví-
líkum endemum að
fáheyrt þykir.
málastofnun úti í bæ telur það hið
skynsamlega. Almenn bankaráð-
gjöf á Islandi hefur hingað til ekki
verið talin til fyrirmyndar og þessi
árás á launþega nú sannar það svo
ekki verður um villst. Vissulega er
skynsamlegt að hefja sparnað sem
fyrst, en þegar tekin er ákvörðun
áratugi fram í tímann ber að
hugsa sig vel um og taka engar
skyndiákvarðanir.
Upplýsingar um kostnað hvers
sjóðs fyrir sig, og tölulegar stað-
reyndir en ekki auglýsingabull
væri verðugt rannsóknarefni fyrir
hið nýstofnaða Bankaeftirlit. I
raun er sérkennilegt hvað hver
sjóður fyrir sig nær alltaf bestum
árangri, og gildir einu hvaða sam-
anburður er notaður. Við eigum
því að fara okkur hægt í sakimar
og skoða þá möguleika sem í boði
eru á markaðnum. í dag er af
nógu að taka, möguleikarnir era
ýmsir og ef til vill hentar skatt-
frjáls eingreiðsla í lok sparnaðar-
tíma betur en skattskyld mánað-
argreiðsla.
Síðustu fimm ár hefur undirrit-
aður kynnt hérlendis sparnaðar-
form frá Þýskalandi sem byggir á
áratuga reynslu Þjóðverja. Kynn-
ingar sem lúta ströngustu reglum
og sem koma í veg fyrir „slæma
ráðgjöf', hún bitnar ávallt á neyt-
endum í lokin.
Sölustjórí Allianz Söluumboðs ebf.
Að öllu samanlögðu er það ótví-
ræð niðurstaða stjórnarflokkanna
að dómur Hæstaréttar raski ekki
7. grein laganna og því nægjanlegt
að gera breytingar á 5. greininni.
Hvað varðar 7. greinina þá er það
dómstóla að dæma en ekki stjóm-
málamanna og ég er í engum vafa
um að fyrir dómstóla verður lagt
fyrr en seinna að kveða upp úr með
gildi aílahlutdeildarkerfisins sem
kveðið er á um í 7. greininni. Skal
engu um það spáð hvernig sá dóm-
ur verður. En mikinn greinarmun
verður að gera á því hvort menn
telja að aflahlutdeildarkerfið brjóti
í bága við stjómarskrána eða hvort
menn era einfaldlega á móti því.
Endurskoðun laganna í heild
Segja má að í málflutningi
stjórnarandstöðunnar (þ.e.
stærstum hluta hennar) hafí falist
sú afstaða að dómurinn setti afla-
hlutdeildarkerfið í uppnám án
þess að segja skýrt hvort stjórn-
arandstaðan væri andsnúin því
fyrirkomulagi og einnig án þess
að koma með tillögur um hvernig
ætti að stjórna fiskveiðunum á
annan hátt. Gerði stjórnarand-
staðan kröfur um að brugðist yrði
við dómnum skjótt með lagasetn-
ingu en eina tillaga hennar var að
viðhalda óbreyttu ástandi næstu
fjögur árin og ganga þannig al-
gerlega á skjön við eigin túlkun á
hæstaréttardómnum um að
óbreytt ástand gengi ekki vegna
dómsins. Þessi vandræði eru hins
vegar að mörgu leyti skiljanleg,
'
stjórnkerfi í fiskveiðum verður
ekki breytt í grundvallaratriðum í
einu vetfangi og stjórnarand-
stöðuflokkarnir hafa greinilega
ekki komið sér saman um hvernig
ætti að breyta stjórn fiskveiða.
Þess vegna tel ég að ákvörðun
stjórnarliðsins um að endurskoða
lögin í heild sinni á næstu tveimur
áram sé miklu vænlegri leið en
tillaga stjórnarandstöðunnar. «
Gildandi fyrirkomulag er lagt til
grundvallar, farið yfir reynsluna
af því, dregnir fram kostir og gall-
ar kerfisins og náð samkomulagi
um breytingar til bóta á því. Þessi
endurskoðun verður á breiðum
pólitískum grundvelli og hags-
munaaðilar munu eiga þess kost
að koma að henni ásamt öðrum
sem vilja leggja orð í belg. Með
þessu er málið sett í farveg skipu-
lagðrar vinnu í stað upplausnar.
Sjálfur hef ég mjög beitt mér fyr-
ir því að endurskoðun laganna
færi fram og hef ýmsar athuga- *
semdir við gildandi lög um stjórn
fiskveiða. Það mun koma í ljós við
endurskoðunina hver vilji flokk-
anna er til breytinga og þá hvaða
breytinga. Málið snýst ekki leng-
ur um það hvort flokkarnir vilja
endurskoða lögin heldur hvaða
breytingar þeir vilja gera, um það
verða þeir spurðir fyrir næstu Al-
þingiskosningar, líka stjórnarand-
staðan.
Höfundur er alþingismaður
fyrír Framsóknarflokkinn
á Vestljörðum og formaður
sjávarútvegsnefndar Alþingis.
Messíasar-
komplexar
Á áratugnum
1930-40 komu fram á
sjónarsviðið menn í
Evrópu sem hagnýttu
sér áróðursmátt með
nýju sniði. Mottó eins
af þessum heilaþvott-
armeisturam var að
segja lygina nógu oft
þannig að almenningur
færi um síðir að trúa
henni sem sannleika.
Annar frægur forystu-
maður í Austur-Evr-
ópu, sjálfur Stalín,
beitti þessum aðferð-
um af fullum þunga
með miklum árangri í
áratugi. Sitthvað mátti
nú af þessum mönnum læra þótt
ekki hafi mönnum geðjast að blóð-
ugu ofbeldi þeirra.
Áróðurstækni þeirra er enn í
fullu gildi, jafnvel í hinum vest-
ræna heimi. Þess ber glögg merki
undanfama tvo áratugi að hér á Is-
landi er þessari heilaþvottarstarf-
semi beitt með talsverðum árangri.
Þeir meistarar telja sig gera þetta
með rökræðum og virðingarverð-
um hætti.
Einn þessara manna sem hæst
ber er sjálfur frjálshyggjupostul-
inn og kvótaspekúlantinn Hannes
Hólmsteinn Gissurarson sem hér á
landi reið húsum í heilan áratug á
meðan hann var að nudda frjáls-
hyggjunni og kvótagjafastefnunni
inn í stjómmálamenn og almenn-
ing með miklum árangri.
Eftir að áróðursherferð Hannes-
ar hafði borið tilætlaðan árangur
og miklu meiri en hann hafði sjálf-
ur búist við hefur hann greinilega
verið beðinn að hafa hægt um sig
um sinn. Það er fyrst núna eftir að
hinn margumtalaði hæstaréttar-
dómur féll að rykið hefur verið
dustað af Hannesi. Hann telur það
hið besta mál að áhugasamir veiði-
menn, sem ekki hafi þau, fái veiði-
leyfi, en aftur á móti skuli þeir eng-
ar veiðiheimildir fá í íslenskri lög-
sögu. Þær eigi einungis að vera
fyrir fáa útvalda.
Nýlega gerði Hannes víðreist
um vanþróuð lönd í Suður-Amer-
íku til þess að lýsa ágæti íslenskrar
fískveiðistjórnunar við
ráðamenn þar. Það
verð ég að segja að
það fer hrollur um
mann að strandveiði-
búar í þessum löndum
skuli fá slíkar manna-
sendingar til þess að
ræna þá réttinum til
veiða og fá hann í
hendur örfárra auð-
manna.
Á gamlárskvöld
ráku menn upp stór
augu af undran er for-
sætisráðherra Davíð
Oddsson skýrði frá
því að til hans hefðu
komið erlendir sendi-
menn til þess að fá leyfi hjá honum
tO að flytja út hina dásamlegu
Áróðurstækni
Það verð ég að segja að
það fer hrollur um
mann að strandveiði-
búar í þessum löndum,
segir Halldór Her-
mannsson, skuli fá
slíkar mannasendingar
til þess að ræna þá
réttinum til veiða og
fá hann í hendur ör-
fárra auðmanna.
stjórnarstefnu öðram þjóðum til
dýrðar. Það sló mig strax að í fylgd
þessara manna hefði verið vinur
Davíðs, Hannes nokkur Hólm-
steinn, með tvo eða fleiri heila-
þvegna erlenda ráðamenn með sér.
Á þeim árum sem ég sótti minn
bama- og unglingalærdóm á Isa-
firði, þegar kalda stríðið milli aust-
urs og vesturs var í algleymingi,
var ég eindreginn andstæðingur
austurblokkarinnar. Sú andúð mín
hefur ekki breyst. Á þeim árum
vora nokkrir kennarar mínir ein-
Halldór
Hermannsson
. 1
<