Morgunblaðið - 22.01.1999, Side 40

Morgunblaðið - 22.01.1999, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Agalegt agaleysi Vandi grunnskólans er sá ab hann fær ekki að einbeita sér að því að sinna upp- runalegu hlutverki sínu og veita menntun. SÚ skoðun er furðu út- breidd á íslandi að skýringa á agaskorti ungmenna sé að leita í skólum landsins. Fólk, sem dvalið hefur erlendis og snýr heim til fósturjarðarinnar hefur gjarnan á orði að annað eins agaleysi og einkenni ung- viðið á íslandi þekkist ekki á meðal útlendra manna. Er þá gjarnan nefnt að framkoma grunnskólanemenda einkennist af villimennsku, sem óþekkt sé í löndum þar sem siðaðar þjóðir búa. Umræða um agaskort kvikn- ar með reglulegu millibili, nú síðast sökum hi-yðjuverka ung- menna í skóla VIÐHORF einum í —---- Reykjavik. Og Eftir Ásgeir enn er spurt Sverrisson um viöbi'ögð skólastjórn- enda og yfírvalda félagsmála af öllum fáanlegum sortum. Þetta er yfírborðskennd mynd. ÖIl framganga Islend- inga einkennist mjög af skorti á aga, ásamt litlu skipulagi og al- mennu virðingarleysi. I þessu efni eru skólabörnin ekkert annað en réttnefnd „afkvæmi" þjóðfélagsins, sem sagt er bera ábyrgð á þeim. Rætur þessa háttemis liggja í menningarsögu þjóðarinnar. í gegnum tíðina hafa íslendingar almennt og yfirleitt ekki þurft að sýna meðbræðrum sínum sérstaka tillitssemi. Landið er stórt og í því hefur búið fámenn þjóð. Á seinni áram hafa Islend- ingar hins vegar flestir viljað búa á sama stað á landinu. Sú þróun hefur skapað ný og áður óþekkt vandamál í samskiptum fólks, sem er að upplagi dreif- býlisbúar. Virðingarleysi fyrir utanað- komandi öflum hefur á köflum verið forsenda þess að þjóðin fái þraukað í þessu harðbýla landi. Margir myndu vafalaust halda því fram að þannig sé því enn farið. Að auki hafa Islendingar margir hverjir misskilið sjálf- stæðishugmyndina og talið inn- tak hennar það að sýna öðrum mönnum, þjóðfélagsfyrirbrigð- um eða stofnunum hæfílega fyr- irlitningu. Að bjóða einhverju eða einhverjum birginn hefur löngum þótt þjóðlegt athæfí. Og það sem þykir þjóðlegt á Islandi er gott og til eftirbreytni fallið. Eðlilegt er hins vegar að þessi þjóðlegu viðmið breytist bæði eftir því sem samskipti við útlendinga verða almennari og þjóðfélagið skríður í átt til þess, sem einkennir borgarsamfélög nútímans. Og eins má það heita öldungis skiljanlegt að fólk, sem dvalist hefur erlendis og t.d. sent böra sín þar í skóla íyllist undrun og jafnvel skelfíngu þegar það snýr aftur til heima- landsins og verður vitni að því agaleysi, sem gegnsýrir íslenskt samfélag. Blessunarlega breyt- ast viðhorf manna og kynni af erlendum þjóðum era mikilvægt framlag til samfélagsins hverju sinni. Grannskólinn og þeir sem þar starfa bera ekki ábyrgð á þeim skorti á aga, sem einkennir alltof mörg ungmenni á Islandi. Þetta kemur til af því að það er hvorki grannskólinn né kennar- arnir, sem bera ábyrgð á ís- lenskum börnum. Þá ábyrgð bera foreldrar þeirra og síðan ættmenni önnur. Islendingar hafa hins vegar tekið fagnandi þeirri noraænu skólaspeki að þessar stofnanir eigi í raun að vera ábyrgar fyrir uppeldi ungviðisins. Þessi fræði eiga sér að vísu langa sögu en grandvallarhugmyndin er sú að uppeldi bamanna sé best geymt í höndum „sérfræðinga“, sem starfí á stofnunum. Eitt skýrasta birtingarform þessarar hugmyndafræði hefur verið linnulausar kröfur um aukna þjónustu skóla en þær mótast miklu fremur af þörfum foreldranna en barnanna. Þess- ari forræðishyggju hafa Islend- ingar tekið sem himnasendingu þar eð hún gerir fólki kleift að vísa frá sér ábyrgðinni. Þess í stað er unnt að vísa til ríkis- valdsins eða sveitarfélaga þegar ábyrgðin á mótun komandi kyn- slóða er annars vegar. Og um leið er hægt að kenna stofnun- um um þegar eitthvað fer úr- skeiðis. Þetta hefur orðið hlutskipti grunnskólans á undanfórnum árum. I stað þess að gera þær stofnanir og það fólk sem þar starfar ábyrgt fyrir menntun og uppfræðslu ungra íslendinga hefur hið „félagslega“ hlutverk skólans orðið mikilvægara í þjóðfélaginu. Grunnskólinn hef- ur breyst í dagheimili og kenn- ararnir orðið „aðilar“, sem starfa á „mótunarstofnunum" í stað þess að sinna eingöngu því starfi, sem þeim hefur verið trá- að fyrir - að miðla menntun og menningu til hinna ungu. Þjóðfélagið gerir sífellt aukn- ar kröfur til grannskólans og ætlast er til þess að hann sé fær um að sinna öllum þeim fé- lagslegu erfiðleikum, sem upp kunna að koma í lífi nemend- ans. Furðu sætir að kennarar skuli ekki hafa gert kröftugri athugasemdir við þessa þróun en raun ber vitni. Þegar horft er til þeiraa smánarlauna, sem þeim eru skömmtuð verður þetta geðleysi þeim mun undar- legra. Agaleysið á Islandi er ekki vandi grannskólans. Því fer nefnilega fjarri að það sé bundið við skóla landsins. Vandi grunn- skólans er ekki skortur á „kennsluframboði" á tilteknum sviðum eins og samanburðar- skýrslur virðast leiða í Ijós. Vandi grunnskólans er sá að hann fær ekki að einbeita sér að því að sinna upprunalegu hlut- verki sínu og veita menntun. Samfélag, sem hefur til að bera verðmætamat er kveður á um að mikilvægara sé að finna skálkaskjól en bera ábyrgð er í vanda statt. Skortur á aga helst í hendur við skort á sjálfsvirð- ingu og gildir þá einu hvar við- komandi býr. Sjálfsvirðingu geta hæfír kennarar styrkt og þroskað en hún verður aldrei kennd. Hún mótast af eðlilegu samneyti við foreldra, sem hafna þeirri hugmyndafræði að aðrir beri ábyrgð á afkvæmum þeirra. Kratar boða rfldsútgerð! VILJA kratar end- urvekja banndagakerf- ið? Sighvatur Björg- vinsson, formaður Al- þýðuflokksins, lýsti því yfir á Alþingi nýlega að í síðustu ríkisstjóm hefðu smábátasjómenn átt sér traustan málsvara með krötum. Ég hallast helst að því að sú yfírlýsing sé eitt stórbrotnasta dæmi um lýðskram stjórn- málamanns á þessu kjörtímabili. Formað- urinn virðist vísvitandi líta framhjá þeirai staðreynd að hið al- ræmda banndagakeríi krókabáta var skilgetið afkvæmi krata í síð- ustu ríkisstjórn. Afleiðing þess var sú að við upp- haf þessa kjörtímabils var staða smábáta svo slæm að krókakarlar í hundraðatali streymdu af landinu öllu til höfuðborgarinnai' og héldu þinginu nánast í umsátri dögum saman. Það var ávöxtur hins mæta málsvara krókakarla í síðustu rík- isstjórn. Sannarlega ekki tráverð- ug yfirlýsing formannsins. Hún er þó gagnleg fyrir þær sakir að hafi Sighvatur Björgvinsson meint eitt- hvað með henni annað en lýð- skrumið eitt þá verða orð hans vart skilin öðruvísi en svo að jafnaðar- menn boði banndagakerfí að nýju til krókakarla. Ríkisútgerð boðuð? Einna athyglisverðast úr um- ræðum á þinginu hlýtur þó að telj- ast boðun jafnaðaiTnanna á ríkisút- gerð! Svanfríður Jónasdóttir, full- trái jafnaðarmanna í sjávarútvegs- nefnd, fann því allt til foráttu að veiðiheimildir smábáta skyldu fest- ar á einstaka báta. Taldi hún það einkavæðingu auðlindarinnar og var vanþóknun þingmannsins á því háttalagi tilfinnanleg. Nú vill svo til að sameign þjóðarinnar, fískurinn í sjónum, er ekki eign í þeim skiln- ingi að sérhver þegn hennar geti gengið að sínum hluta og ráðskast með hann að vild. Ekkert fremur en að einstaklingar geti valsað inn og út um Þjóðleikhúsið, áfengis- verslanir, skóla eða aðrar þær eignir sem þjóðin á. Slíkt háttalag kallast stjórnleysi og þykir ekki vænlegt fyrir heildarhagsmuni þjóð- arinnar. Þess vegna gerir stjórnarskráin ráð fyrir þeim fullveld- isrétti stjórnvalda hverju sinni að með- höndla sameignina fyrir hönd þjóðarinn- ar. Til þess eru settar leikreglur og ákveðn- um aðilum svo falið foraæði á tilteknum sviðum. Hið sama á í raun við um fiskimið- in. Þar eiga stjóravöld um tvær leiðir að ræða. Annars vegar að fela einstaklingum að sækja og skapa verðmæti úr auð- Smábátar Áherslan í atvinnulífi, segir Hjálmar Arna- son, er víðast hvar lögð á einstaklinga og félög þeirra. lindinni. Sá háttur hefur tíðkast hérlendis í sjávarátvegi um ára- tugaskeið sem og í landbúnaði. Að baki liggur einmitt sú hugsun að einstaklingar og félög þeiraa nái sem bestum arði úr auðlindinni - arði sem síðan skilar sér til þjóðar- innar allrar eftir ýmsum leikregl- um. Sömu sjónarmið era nú ráð- andi nánast í öllum grannríkjum okkar. Hin leiðin er svo sú að láta ríkið sjálft annast þessa starfsemi. Sú stefna var uppi hjá Alþýðuflokkn- um á þriðja og fjórða áratug aldar- innar og tók þá ugglaust mið af rík- isrekstri austan járntjalds og þeim væntingum sem til hans vora gerð- ar. Ríkisrekstur í frumframleiðslu beið hins vegar algjört skipbrot nánast hvarvetna í heiminum. Við lok 20. aldarinnar má segja að þess vegna þykir tíðindum sæta að jafn- aðarmenn skuli við aldamót boða ríkisútgerð. Alltént verður Hjálmar Árnason hneykslan þingmannsins á „einka- væðingu" í útgerð vart skilin með öðram hætti. Möguleikarnir era nefnilega aðeins tveir: ríkisútgerð eða útgerð einstaklinga og félaga þeirra. Hróp og köll eða málefnaleg afstaða Engir hafa talað jafn hávaðamik- ið og oft um svonefndan gjafakvóta sem þingmenn jafnaðannanna. Ég leyfí mér að halda því fram að upp- hrópanir þeiraa og í raun afbökun á efninu hafi leitt til þess m.a. að erfítt hefur reynst að fá málefna- lega og vitræna umræðu um þetta mikilvæga mál. Orðið gjafakvóti á sér þannig enga innstæðu. Fiskur- inn verður ekki að verðmætum fyra en hann hefur verið sóttur til sjávar, færður í land, unninn og seldur á markaði. Til þess að sækja bein í sjó verða menn að fjárfesta í dýrum skipum og veiðarfærum (loðnunót kostar t.d. um 20 milljón- ir króna). Sumum hefur gengið vel í slíkri fjárfestingu en aðrir hafa farið á hausinn með viðeigandi tapi. Þá borgar útgerðin í dag alls kyns gjöld. Má þar nefna gjald í þróunarsjóð (sem mun t.d. borga nýja hafrannsóknaskipið), veiði- leyfagjald, skoðunargjald og þannig má áfram telja. Upphróp- anir kratanna um gjafakvóta hrein- lega eiga sér ekki stoð í veruleikan- um. Hitt er svo annað mál hvort sjávarátvegurinn borgar nægjan- lega til samfélagsins. Við upplifum núna góðæri sem m.a. má rekja til bættrar afkomu útgerðar og fisk- vinnslu. Greinin er að. jafna sig smám saman á stórtapi síðustu áratuga. Þau skilyrði eiga vonandi eftir að skapast áður en langt um líður að hægt verði að ná enn meira fé úr sjávarátvegi. Ymsir aðilar hafa með málefnalegum hætti bent á slíkar leiðir (t.d. Samtök iðnaðar- ins, formaður Framsóknarflokks- ins, Morgunblaðið og fleiri). Nefnd Alþingis um auðlindagjald er einmitt ætlað að skoða slíkar leiðir á yfii-vegaðan og málefnalegan hátt. Um er að ræða þverpólitíska nefnd samkvæmt tillögum Alþýðu- bandalagsins. Þess vegna vekja at- hygli orð ýmissa þingmanna krata sem vart verða skilin örðuvísi en svo að þeir vilji segja sig frá þeirri málefnavinnu. Það er fróðlegt, ekki síst í ljósi sameiningartilrauna þessara tveggja flokka. Hvort skyldi nú verða stefna samranans, þverpólitísk vinna um viðkvæmt mál eða upphrópanir og slagorð kratanna? Og hvort ætli sé nú lík- legi'a til að skila þjóðinni farsæld? Höfundur er alþingismaður. V eisla á kvikmyndahátíð Á MEÐAN við ís- lendingar erum að fara að gera dýrari kvikmyndir með lítilli skapandi innstæðu eru frændur okkar Danir farnir að gera ódýrar myndir með kröftugu innihaldi. Myndin „Veislan" á Kvikmyndahátíð vek- ur mörg skemmtileg umhugsunarefni um innihald og pakkning- ar. Handritið (Tom Vinterberg og Mog- ens Rukov) er fram- úrskarandi með ein- faldri og sterkri bygg- ingu, sem skilar eldfimu efni til áhorfandans á kraftmikinn og sannfærandi hátt. Umbúðirnar aftur á móti eru líkastar því, að nokkrir vegfarendur hafi verið fengnir til að halda á myndbands- vélum meðan rennt var í gegnum lokaæfingu. Og hvílík lokaæfing! Leikararnir skila einhverjum mest sannfær- andi kvikmyndaleik, sem sést hef- ur lengi og leikstjórinn (Tom Vinterberg) á eflaust stóran þátt í - enda engar kvik- myndagræjur í vegin- um, engir ljósastand- ar, brautir, límbönd, snúrur, bómur eða kranar - ekkert nema leikaramir. í klippi- tölvunni verður annað lítið kraftaverk með klippingu Valdísar Óskarsdóttur. Kvikmyndin hefur í raun og veru ekki ver- ið „tekin upp“ í venju- legum skilningi. Með hefðbundnu aðferðinni hefðu menn, eftir lokaæfinguna, drifið sig í að taka myndina skeið fyrir skeið með dýrum græj- um og herflokki aðstoðarfólks, hvernig sem til hefði tekist. En það verður semsagt aldrei gert. Myndin skotvirkar, og þess vegna ástæðulaust að eyða orku í slíkt. Áhorfendur láta sig hafa það að horfa á ramma, sem eru vart boð- legir á heimilismyndbandi, úr fók- us, illa lýstir, skakkir, nánast út úr kú. Sumt fyrirgefst náttúrulega, vegna þess að myndin kemur á markað með listrænan stimpil, en Kvikmyndir Avöxturinn, segir Þorsteinn Jónsson, lætur engan ósnortinn. hvað sem öðru líður; ávöxturinn lætur engan ósnortinn. Umræðan, sem þessi aðferð á eftir að koma af stað, er um súkkulaðikremið, sem við erum öðru hvoru að sjá í evrópskum kvikmyndum í tilgangslausri keppni við Hollywood. Dogmamyndirnar dönsku fara auðvitað langt yfir markið í að ein- falda og afhelga kvikmyndatökuna sjálfa, en þegar tískan er liðin hjá kæmi mér ekki á óvart, að menn færu að reyna að einfalda upp- tökuaðferðina, finna leið sem hæfir efni og sprengi því leið til áhorf- enda. Áð því gefnu náttúrulega, að menn hafi eitthvað að segja - að myndirnar hafi í raun og vera eitt- hvert innihald, eins og reyndin er í Veislunni. Höíundur er kvikmyndalcikstjóri. Þorsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.