Morgunblaðið - 22.01.1999, Side 46

Morgunblaðið - 22.01.1999, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDSÞING 23.- 24. janúar. að Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðin) HESTAR Ný reglugerð um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa að líta dagsins ljós Skýr ákvæði um ábyrgð þeirra sem hafa hross í sinni umsjá Hestaeigendur mega búast við að þurfa að breyta ýmsu í umhverfí hesta sinna, bæði í húsum og í haganum, þegar ný reglugerð um aðbúnað og heilbrigðis- eftirlit hrossa tekur gildi á næstunni. — Asdís Haraldsdóttir kynnti sér drög að reglugerðinni og telur að um leið og reglu- gerðin verður gefín út ættu allir hestaeig- endur og aðrir sem hafa umsjón með hrossum að gera það sama. MARGIR eru í óðaönn að breyta hesthúsum sínum þessa dagana. Vonandi standast öll mál reglugerðarinnar er varðar rými fyrir hvert hross. Dagskrá Laugardagur 23. janúar. 09:00 Skráning og gögn. 10:00 Þingsetning. 10:30 Ræða. -Sverrir Hermannsson. Fiskveiðimál. -Jón Sigurðsson. 12:30 Hádegishlé. 13:30 Kosningar. 14:30 Framsaga um. 1. Fiskveiðimál. 2. Samfélagsmál. 3. Umhverfismál. Málstofur starfa. 18:30 Þorramatur. Sunnudagur 24. janúar. 10:00 Niðurstöður málstofa. 13:30 Kosningar. 13:00 Kjördæmamál. 14:00 Stjórnmálaályktun. 15:00 Þingslit. Við boðum breytingar FRJÁLSLYNDIFLOKKURINN Hlíðasmára 10 Kópavogi. sími 564-6050 v J REGLUGERÐIN er nú til umsagnar Dýraverndar- ráðs. Hún hefur verið í vinnslu í landbúnaðar- ráðuneytinu, en sú staða kom upp á dögunum að líklega þurfí bæði landbúnaðarráðuneytið og um- hverfisráðuneytið að koma að út- gáfu hennar þar sem hross á lög- býlum heyra undir landbúnaðar- ráðuneytið en hross í þéttbýli und- ir umhverfisráðuneytið. En það liggur fyrir að með reglugerðinni fá hestaeigendur upp í hendurnar reglur um hvað- eina er varðar aðbúnað og um- hirðu hestanna. Þá er sama hvort um er að ræða nauðsyn þess að þeir hafi aðgang að hreinu vatni eða hversu mikið rými hver hestur þarf að hafa í flutningi, svo eitt- hvað sé nefnt. En lítum nánar á ákvæði reglugerðarinnar, en með tilkomu hennar ætti ábyrgð hrossaeigenda og allra annarra sem meðhöndla hross að vera skýr. Það ber þó að hafa í huga að einhverjar breytingar gætu orðið á þessum drögum þegar reglugerðin kemur út í endanlegri mynd. Eftirlit í höndum dýralækna og búfjáreftirlitsmanna Hvort sem landbúnaðarráð- herra eða umhverfísráðherra eða báðir fara með yfirstjóm þeirra mála sem reglugerðin tekur til mun yfirdýralæknir vera ráðherra eða ráðherrum til aðstoðar og ráðuneytis og hefur undir sinni stjórn dýralækni hrossasjúkdóma sem starfar samkvæmt erindis- bréfi sem staðfest er af landbúnað- arráðherra. Dýralæknir hrossa- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HÉR er rúmt um hestana og aðbúnaður góður, en búast má við að mörg hesthús uppfylli ekki kröfur reglugerðarinnar um aðbúnað hrossa. sjúkdóma skal stuðla að góðri meðferð og heilbrigði hrossa í samvinnu við dýralækna, ráðu- nauta, búfjáreftirlitsmenn og hrossaeigendur. Hann skal með al- mennri fræðslu og leiðbeiningar- starfi auka skilning á hrossasjúk- dómum og vömum gegn þeim og gera í samvinnu við dýralækna ár- lega skrá um hrossasjúkdóma. Héraðsdýralæknar og búfjáreft- irlitsmenn skulu hver í sínu um- REIÐULPU UTSALA l/erddæmi Úlpur frá sænska fyrirtækinu Kállquists Full Season 8.900.- áöur JMrSLfiT- Paddock 6.990,- áður ^9007- Ranger 9.990,- áöur L&rSeUT Convert 6.900.- áöur -ðrööílT Úlpur frá enska fyrirtækinu Saddlecraft Rye 5.500,- áður Chilham 5.900.- áður 13t©0íjT Chartwell 8.900.- áöur ISrSOÍU Horka reiðbuxur frá Hollandi Prestige 8.900,- áöur U-r0eOT- Ármúla 38 108 Roykjavlk SlmlsB88 18 18 Sendum f póstkrðfu um allt landl dæmi hafa eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé íylgt. Þeir leita eftir áliti annama sérfræðinga eftir því sem þörf krefur. Ekki má nota gaddavír í gerði og sveltihólf I 2. grein reglugerðarinnar er fjallað um umhverfi hrossa. Þar segir að það skuli vera þrifalegt. í gerðum skal afrennsli vera svo gott að ekki myndist svað og skipta skal um yfirborðslag eins oft og þörf krefur. Girðingar skulu vera traustar og þannig gerðar að þær valdi ekki slysum. Óheimilt er að nota gaddavír í girðingar um- hverfis gerði og hólf þar sem hross hafa ekki aðgang að beit eða í að- hald fyrir hross. Ávallt skal gæta fyllstu vai-úðar við uppsetningu og notkun rafmagnsgirðinga. Frágangi taðþróa og haughúsa skal þannig háttað að ekki valdi hættu hvorki fyrir menn né skepn- ur. Frárennsli frá salernum og vöskum í hesthúsum skal leiða í sérstaka rotþró. Um mengunar- vamir er vísað til sérstakrar flSTuno SERVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 i: • Austurver Sími 568 4240 reglugerðar, nr. 48/1994 með síðari breytingum. Strangar reglur um aðbúnað í hesthúsum Aðbúnaði hrossa skal haga þannig að þörfum þeirra og eðli sé fullnægt hvort sem þau eru á húsi eða á beit. í húsum þar sem hross eru hýst skulu dyr og gangar vera þannig frágengin að fljótlegt sé að rýma þau í neyðartilfellum. Inn- réttingar og annar útbúnaður skal vera þannig að hross verði ekki fyrir meiðslum eða heilsutjóni. í byggingar og innréttingar skal nota efni sem auðvelt er að þrífa og sótthreinsa. Óheimilt er að nota hættuleg efni, svo sem fúavarnar- eða sótthreinsiefni, sem eru heilsu- spillandi. Hrossum skal hleypt út daglega nema óveður hamli. Loftræsting skal vera góð og koma skal í veg fyrir dragsúg í húsum, en loftskipti næg til að magn skaðlegra lofttegunda sé að jafnaði innan viðurkenndra hættu- marka. I viðauka með reglugerðinni kemur fram að hámark leyfilegs magns eftirtalinna lofttegunda skuli að jafnaði ekki vera meira en sem hér segir: Ammoníak (NH 3) 10 ppm, koltvísýringur (CO 2) 3000 ppm og brennisteinsvetni (H2S) 0,5 ppm. Við hönnun loftræstikerfis skal leitast við að lofthraði umhverfis hrossin fari ekki yfir 0,2 m/sek. )Hita- og rakastigi skal haldið jöfnu og í viðauka I segir að raka- stig í einangruðum húsum skuli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.