Morgunblaðið - 22.01.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 22.01.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 49 kvarta svo það er best að við sleppum því. Þegar þú fórst í veik- indafrí á vinnustaðnum þínum og nokkrar aðrar hættu þar vegna vinnuskipta, héldum við áfram að hittast nokkuð reglulega til að föndra, spjalla, fara í kaffíhús, málverkasýningar, gönguferðir eða annað. Alltaf þegar þeim stundum lauk var tilfinningin þessi „en hvað það er gaman að vera til“. Jóna mín, þú áttir nú stóran þátt í að kenna okkur list- ina að lifa. Það varst oftast þú sem smalaðir okkur saman einhvers staðar eða bauðst okkur heim í ný- bakað brauð og oft höfum við setið vinkonurnar yfir kaffíbolla. Alltaf voru börnin okkar velkomin í þennan hóp. Þú varst ekki bara vinur barna þinna, heldur allra þeirra barna sem þú umgekkst. Eins og oft í kvennahóp snérist blaðrið um eitthvert kvennamál, samskiptin við börnin okkar og lífsins gang og margt fleira. Okk- ur hefur reynst allt svo létt og gott í þessum hóp. Við hlógum og gerðum grín að vandamálum okk- ar sem einhverra hluta vegna minnkuðu ekki bara við svona spjall, heldur urðu þau jafnvel lít- ilfjörleg og spaugileg oft á tíðum. Þessir fundir okkar voru svo sann- arlega til að bæta geð og létta lund. Þess vegna fórum við í spaugi að tala um að halda „geð- bótafundi". Jóna mín, þú varst dugleg að drífa með þér ýmsa vini sem þú áleist að hefðu gaman af því viðfangsefni sem við stefndum að eða þyrftu á tilbreytingu að halda. Verkefni og föndur var skipulagt alveg fram á síðasta dag. Það er ótrúlegt hvað þú gast notað og magnað upp þá litlu orku sem eftir var. Það er líka mikil huggun að vita að þú varst algjörlega sannfærð um að lífinu lyki ekki við dauðann. Þú sannfærðir líka sumar okkar um að við ættum mörg líf og að við munum hittast hér aftur í nýrri jarðvist og einnig hinum megin. Elsku Jóna, þú varst margbúin að segja að þú værir alls ekki sátt við lofræður um látna menn og við skildum hvað þú söngst. Lofræðu um þig væri samt auðveldast af öllu að skrifa því þú hefur verið svo góður vinnufélagi, frábær leik- skólakennari og heimsins besti vinur. Elsku Jóna, við viljum þakka þér allan þann kærleik sem þú hefur sýnt okkur. Kæri Óli, Svan- laugur, Dofri og Hrannar. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og styrki. Kristín Magna, Bergþóra, Athena, Erna, Hildur og Halla. Jóna mín, mikið fínnst mér lagt á þína fjölskyldu. Nú ert þú farin svo allt of snemma. Mig langar með nokkrum línum að þakka þér samvinnuna á Stekk fyrir mörgum árum sem mér finnst samt svo stutt síðan. Frá þeim árum áttum við sameiginlegar góðar minning- ar og rifjuðum við þær stundum upp og var þá jafnan stutt í hlát- urinn. A meðan ég bjó á efri hæðinni á Stekk varst þú dugleg að heim- sækja mig á kvöldin og þá var margt spjallað. Eitt af þeim kvöld- um áttum við oft eftir að hlæja að vitleysunni í okkur. En þegar þú ætlaðir að halda heim þetta kvöld heyrðum við eitthvert þrusk á neðri hæðinni. Fórum við þá strax að hvísla og segja hvor annarri allskyns sögur, sem endaði með að við þorðum hvorug niður stigann, svo þú bara svafst hjá mér um nóttina. Um morguninn uppgötv- uðum við að þruskið var í vatns- leiðslunum. Jóna mín, hafðu þökk fyrir allt og góða ferð. Ég vona að hlýjar minningar um góða konu og móð- ur geti gert söknuðinn og sorgina léttbærari fyrir þína fjölskyldu. Ráðhildur. Haustið 1965 þegar nemendur í öðrum bekk á Reykjaskóla mættu til náms að loknu sumarleyfi m’ðu fagnaðarfundir. Flestir þekktust frá vetrinum áður, en í hópinn höfðu þó bæst nokkur ný andlit. Þar á meðal var ljóshærð stúlka sem talaði með mjög sterkum norðlenskum hreim þannig að viðstaddir tóku eftir. Hér var komin Jóna Frímannsdóttir frá Garðshomi í Þelamörk, eða Jóna Frímanns eins og hún var gjaman nefnd okkai’ á meðal. Ekki leið á löngu þar til hún var orðin ein af hinum sterka kjarna þessa bekkjar, en haft vai’ á orði að hér færi óvenjulega samheldinn hópur. Til marks um þessa sam- heldni má nefna að hópurinn hefur hist á fimm ára fresti nú hin síðari ár, síðast á Reykjaskóla vorið 1997. Þar mætti Jóna þrátt fyrir mikil undangengin veikindi og hélt hún enn glaðværð sinni og fjöri svo aðr- ir viðstaddir hlutu að hrífast með. A heimavistarskóla eins og Reykjaskóli var þá verður tO samfé- lag þar sem allir verða að taka tillit til annarra og þar er einnig ýmis- legt brallað sem ekki er ætlast til að allir fái vitneskju um. Þar lærist margt fleira en það sem í námsbók- unum stendur og þar myndast gjai-nan sterk vináttubönd sem vara alla tíð. Vinátta og trúnaður er mik- ils virði á slíkum stöðum. Vinátta við Jónu var þess eðlis. Allir vissu að þar fór traustur og heilsteyptur einstaklingur sem gott var að eiga að vini og örugggt var að treysta. Nú hefur maðurinn með ljáinn enn höggvið skarð í þennan sam- heldna hóp. Við sem nú kveðjum Jónu Frímannsdóttur með sökn- uði gætum margt af hennar lífs- hlaupi lært. Þrátt fyrir langa og stranga baráttu hennar við krabbameinið gerði hún jafnan lít- ið úr og vildi síst af öllu heyra vor- kunnsemi, hafði alltaf á orði að sér liði bærilega, slíkur var lífskraftur hennar og lífsvilji. Við erum ríkari eftir að hafa kynnst henni og átt hana að vini. Með þessum orðum viljum við kveðja kæra vinkonu og þakka henni samveruna og samfylgdina. Eiginmanni, sonum og systkinum hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Megi hlý minning um eig- inkonu, móður og systur verða þeim huggun í sorginni. Bekkjarfélagar frá Reykjaskóla 1965-1967. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við andlát Jónu hefur verið höggvið stórt skarð í hóp okkar bekkjarsystranna sem útskrifuð- umst úr Fóstruskólanum árið 1970. Það var æði sundurleitur hópur sem hóf nám á Fríkirkju- vegi 11 haustið 1968. Við komum víðsvegar að af landinu en fljót- lega tókust góð kynni og mynduð- ust sterk tengsl sem haldist hafa allar götur síðan. I skólanum var margt brallað og margar skemmtilegar uppá- komur og skemmtanir. Við settum t.d. upp leikrit sem allir tóku þátt í og voru sýnd í Austurbæjarbíói, við mikinn fögnuð viðstaddra, ekki síst okkar sjálfra. Frá útskriftinni höfum við reynt að hittast oft og halda hópinn og á 25 ára útskrift- arafmælinu var síðasta skiptið sem okkur auðnaðist að hafa Jónu með okkur og var hún hrókur alls fagnaðar, hress og kát eins og alltaf. Þannig minnumst við henn- ar og munum gera um ókomna tíð. Við sendum eiginmanni, sonum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Bekkjarsystur úr Fóstruskólanum. MARGRÉT DAGBJARTSDÓTTIR + Margrét Dag- bjartsdóttir fæddist á Velli í Grindavík 24. maí 1914. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. jan- úar síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Dagbjarts Ein- arssonar og Val- gerðar Guðmunds- dóttur á Velli, síðar Ásgarði í Grinda- vík. Systkini hennar eru: Hrefna, f. 3.6. 1906, d. 1.2. 1973, Vilborg, f. 26.12. 1911, d. 20.1. 1988, Guð- rún, f. 24.3. 1913, d. 22.2. 1990, Jóhanna, f. 24.9. 1916, Einar, f. 24.6. 1917, d. 21.2. 1981, Guð- mundur, f. 29.12. 1918, Katla, f. 18.6. 1920, Valbjört, f. 4.4.1922, d. 17.12. 1989, og Bryndís, f. 16.6.1925. Margrét var tvígift. Hún giftist Þórði Helgasyni bifreiðarstj., f. 4.6. 1905, d. 27.12. 1969, frá Svefneyjum, fæddum á Vattar- nesi í V-Barð. Þau skildu. Þeirra dóttir er Esther Eygló, bankastarfsmaður í Keflavík, gift Kjartani Guðmundssyni bif- reiðarslj. Kjartan er látinn. Þeirra synir eru: Þórður Magni, rekstrarfræðingur, og Guð- mundur, lögg. endurskoðandi. Þórður er kvæntur Eiríku G. Árnadótt- ur og eiga þau þrjú börn. Guðmundur á eina dóttur. Margrét giftist Guð- laugi Guðmunds- syni vélsljóra, f. 6.8. 1913, frá Suðureyri við Súgandafjörð, d. 30.1. 1991. Þeirra sonur er Einar, sölumaður í Reykja- vík. Sambýliskona Einars er Bóthildur Sveinsdóttir við- skiptafræðingur og eru dætur þeirra Margrét og Guðlaug. Sonur Bóthildar og uppeldis- sonur Einars er Stígur Karls- son. Margrét og Guðlaugur bjuggu framan af í Grindavík en fluttu til Reykjavíkur upp úr 1960 og bjuggu í Skipholti þar til Guð- laugur lést. Þá flutti hún á ný til Grindavíkur og bjó að Höskuldarvöllum 19. Margrét ólst upp á Velli og stundaði síð- an almenn sveita- og fisk- vinnslustörf fram eftir aldri. Síðar vann hún ýmis störf við veitingaþjónustu í miðborg Reykjavíkur. Utför Margrétar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún amma mín er dáin eftir langa og erfiða sjúkralegu. Þrátt fyrir harða baráttu og oft vonlitla sýndi hún af sér ótrúlegan styrk og seiglu. Hún dó á sama degi og faðir hennar fyrir 55 árum. Hún sagði stundum að þau hefðu verið mjög tengd og hún hefði oft fremur kosið að vinna með honum úti á túni en fara að skemmta sér. Þetta lýsir henni því hún var ekki mjög mann- blendin, en átti fáa og nána vini. Hún ólst upp í hópi tíu systkina, átta stúlkna og tveggja pilta. Þau tengdust öll afar nánum böndum og höfum við yngra fólkið í fjölskyld- unni oft furðað okkur á hve náinn vinskapur er á milli þeirra systkina. Við kölluðum þær og dætur þeirra oft „The Sisters" og þegar þær voru allar komnar saman líktust þær miklu fremur handboltaliði á leið í stórkeppni en fólki á miðjum aldri sem ræddi landsins gagn og nauð- synjar. Ég held að þeim hafi líkað uppnefnið vel. Allt þetta fólk hefur til að bera sterka persónuleika sem markar spor í samtíð sína. Líkami ömmu bar þess merki að hún hefði þurft að hafa fyrir lífinu framan af. Hún þótti afar hraust og vann oft karlmannsverk þegar þess þurfti. Hún var alla tíð frekar grönn, gat staðið á höndum fram á elliár og gerði það að gamni sínu jafnvel með barnabarnabörnum sin- um. Þrátt fyrir þetta fór hún ekki vel með sig og reykti sígarettur frá tvítugsaldri og fram undir það síð- asta. Helstu áhugamál hennar voru spilamennska og kartöflur. Hún spilaði á spil á meðan fært var heils- unnar vegna á félagsvist og naut þá samvista við kunningja sem áttu sömu áhugamál. Kartöflur voru áhugamál númer eitt, tvö og þrjú og líktist fremur trúarbrögðum en áhugamáli. Allt átti að vera beint, skipulagt og hreint. Ef hún ekki gat verið viðstödd umsýslan í kringum kartöflugarðana, þá var ættingjun- um bara fjarstýrt. Hún sagði ein- hvern tímann við mig að fallegasta planta sem hún gæti hugsað sér væri kartöflugras. Henni þótti líka gaman að íþrótt- um. Hún iýlgdist oft með kappleikj- um í sjónvarpi og naut spennunnar sem góðir leikir veita áhorfendum. Hreingerningarnar á húsunum hjá henni voru ekki eðlilegar. Hún stóð uppi á borðum og stólum fram undir áttrætt til að taka niður eða setja upp gardínur og strjúka veggi. Ég held að „The Sisters" hafi verið manískar í hreingerningum. Þetta var eins og vertíð. Við tókum bílpróf á svipuðum tíma, hún sextug, ég sautján. Hún gerði það til að geta heimsótt systur sínar í Grindavík og skroppið á fé- lagsvist. Hún amma hefur lifað nærri alla þessa öld og fylgst með atvinnuþró- un sem við skiljum ekki. Hún horfði á sjóslys á árabátum við Grindavík lítil telpa og lýsti því nákvæmlega þegar föðurafi minn fórst í slíku sjó- slysi 1926. Hún vann við að gera að þorski, breiða út saltfisk og salta síld á yngri árum og síðar á veit- ingahúsi í miðborg Reykjavíkur. Hún fylgdist með þjóðinni rísa úr örbirgð til allsnægta. Upp úr síðustu páskum hóf hún þrautargöngu sem við viljum ekki óska nokkrum manni. Þrátt fyrir að hún hafi verið sárþjáð oft á tíðum gat hún gefið fólki af sterkum per- sónuleika sínum. Hún lést eins og fyrr sagði þann 14. janúar sl. á köld- um vetrardegi, södd lífdaga. Starfs- fólk Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja og Landspítalans hefur sýnt henni mikla nærgætni og virðingu og þakka aðstandendur því fyrir frábæra umönnun. Þórður M. Kjartansson. Það eru aðeins Ijúfar minningar, sem ég á um móðursystur mína Margréti Dagbjartsdóttur. Hún var sérstaklega kát og skemmtileg kona að eðlisfari, en fremur hlédræg og nánast feimin innan um ókunnuga. Skil ég vel að hún skyldi biðja móð- ur mína um að halda frumburðinum Esther Eygló undir skírn í Kefla- víkurkirkju. Fjölskylda mín bjó á þessum tíma í Keflavík og Magga frænka, eins og við kölluðum hana ávallt, hafði hafið búskap í Keflavík með fym manni sínum Þórði Helgasyni, miklum öðlingsmanni. Þau voru afar ólík enda báru þau ekki gæfu til að eyða ævinni saman og slitu fljótt samvistir. Það var sama, hvar Magga frænka bjó, alltaf var jafn heimilis- legt hjá henni enda Ásgai’ðssyst- urnar átta allar rómaðar íýrir myndarskap. Magga frænka fluttist fljótlega til Reykjavíkur, en Þórður maður hennar hafði fengið góða atvinnu á bílaverkstæði hins þekkta Steindórs Einarssonar bílakóngs. Efth’ skilnaðinn bjó hún ein með dóttur sinni í mörg ár. Ég minnist ársins 1942, þegar ég fermdist. Fjölskylda mín var nýflutt til Reykjavíkur og vorum við að bíða eftir að fá húsnæði. Húsnæðis- skortur var mikill á þessum árum^ Þá var Magga frænka boðin og búin^* að halda fermingarveisluna fyrir mig, þótt hún byggi bara í einu her- bergi með aðgangi að eldhúsi. Gerða vinkona hennar (móðir Gunnhildar Guðmundsdóttur síðar bæjarstjórafrúar í Grindavík) opn- aði vængjadyrnar inn til sín og myndaðist þá 20 manna veislusalur. Gerða og Magga frænka bjuggu seman í mörg ár á Klapparstíg 20 hér í bæ. Þessi greiðasemi lýsir Möggu frænku vel. Ég gleymi heldur aldrei góðu rabbarbarasúpunni hennar-^fc. með litlu tvíbökunum heimabökuð- um. Eftir að mæðgurnar fluttust til Grindavíkur kom að því að einka- dóttirin færi í framhaldsnám og varð Kvennaskólinn í Reykjavík fyrir valinu. Pabbi hennar var á þessum tíma fluttur vestur á Pat- reksfjörð. Þau báðu mig að lofa henni að búa hjá okkur hjónum, en ég hafði þá hafið búskap og átti tvö börn. Ég hafði alltaf haldið mikið upp á Esther litlu frænku mín, passað hana oft, þegar hún var minni (og „strítt henni“, segir hún) og var mér því mikil ánægja að fá hana inn á heimilið og urðum við þá sem bestu vinkonur. Esther bjó hjá okkur fjóra vetur og eitt ár eftir að hún hóf vinnu hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Möggu frænku fannst alltaf að ég hefði gert sér stóran greiða, en auð- vitað var greiðinn jafnt mín megin, þar sem ég hafði örugga bamapíu, sem þótti vænt um börnin mín. Dóttir okkar Þorbjörg elskaði að heimsækja Möggu frænku í Grinda- vík. Henni þótti hún svo skemmtileg og var hún ávallt velkomin til henn- ar og seinni manns hennar Guð-|IL laugs Guðmundssonar á sumrin. Laus við krankleik og kvöl, en svo köld og svo fól, þú sefur nú róleg í rúminu hvíta. Engin æðaslög tíð, engin andvarpan stríð þig ónáða lengur né svefninum slíta. (Hannes Hafstein.) Um leið og ég óska frænku minni góðrar ferðar til nýrra heimkynna þar sem ég veit að verður tekið vel á móti henni, votta ég og fjölskylda mín börnum hennar og fjölskyldum þeiira samúð okkar allra. Erla Wigelund. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Otsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.