Morgunblaðið - 22.01.1999, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
STEFANÍA
AÐALSTEINSDÓTTIR
+ Stefanía Aðal-
steinsdóttir
fæddist á Höfðhús-
um á Fáskrúðsfirði
1. nóvember 1922.
Hún lést aðfara-
nótt 12. janúar síð-
astliðinn. Foreldar
hennar voru hjónin
Valgerður Júlía
Jónsdóttir frá
Rauðsbakka undir
Eyjafjöllum, f. 1.
júlí 1899, d. 11.
sept. 1961, og Ottó
Aðalsteinn Stef-
ánsson, útvegs-
bóndi frá Höfðhúsum á Fá-
skrúðsfirði, f. 12. október
1898, d. 6. ágúst 1987. Stefan-
ía var annað barn foreldara
sinna í röð sjö systkina. Eftir-
lifandi systkini hennar eru
Karólína og Guðlaugur.
Stefanía giftist á jóladag 1943
Sigurði Kristjánssyni, fram-
reiðslumanni frá Vestmanna-
Mig langar að minnast Stefaníu
tengdamóður minnar með nokkram
orðum. Hún andaðist í svefni að-
faranótt 12. janúar sl. Lát hennar
kom okkur öllum í fjölskyldunni á
óvart, þó að við vissum að hún hefði
átt við veikindi að stríða um árabil.
Pað er skammt stórra högga á milli,
dauðinn knúði dyra hjá fjölskyld-
unni tæpri viku áður en andlát Stef-
aníu bar að. Þá lést ungur maður í
blóma lífsins, frá konu og þremur
ungum dætrum. Unga konan sem
hér missti mann sinn var dóttur-
dóttir og nafna Stefaníu og henni
afar kær. Þessi sorgaratburður var
Stefaníu sem og allri fjölskyldunni
mikill hai-mur. Stebba, eins og hún
var oftast kölluð, var aðeins ellefu
ára þegar hún kom til Reykjavíkur,
austanaf landi, til að hjálpa föður-
systur sinni, Guðríði Stefánsdóttur,
við að gæta barna hennar. Mörg
sumur var Stebba í vist hjá Guðríði
en fór heim til Fáskrúðsfjarðar á
veturna. Hún var innan við tvítugt
þegar hún var alkomin til Reykja-
eyjum, f. 13. feb.
1918, d. 21. nóv.
1980. Þau bjuggu
lengst af á Miklu-
brautinni í Reykja-
vík. Börn þeirra
eru: 1) Valgerður
Jóna, f. 25. júlí
1943, eiginmaður
hennar er Hrafn
Þórisson og eiga
þau fjórar dætur.
Eina dóttur átti
Jóna áður, Stefan-
íu. 2) Ragnar Aðal-
steinn, f. 5. október
1944, kvæntur
Nönnu Ragnarsdóttur og eiga
þau tvö börn. 3) Stefán, f. 27.
júní 1953, kvæntur Helgu
Jónsdóttur og eiga þau tvær
dætur. 3) Sigurður, f. 9. des-
ember 1951, ókvæntur. Barna-
barnabörn Stefaníu eru þrjú.
Útför Stefaníu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
víkur. Hún vann í fyrstu í vistum en
fór fljótlega að vinna á Hótel Borg.
Þar kynntist hún manni sínum, Sig-
urði Kristjánssyni framreiðslu-
manni sem þá starfaði þar einnig.
Sigurður lést 21. nóvember 1980.
Stefanía var sérlega gestrisin og
gjafmild, reglumanneskja alla tíð og
vildi hafa allt í röð og reglu, enda
átti hún fallegt og snyrtilegt heimili.
Hún var myndarleg í matargerð og
bakstri. Og pönnukökurnar hennar,
þær voru meiri háttar og reyndar
víðfrægar. Það hefur oft verið sagt
um fólk, ættað frá Fáskrúðsfirði og
víðar af Austfjörðum, að það hefði
suðrænt yfirbragð. Stebba hafði
þetta yfii'bragð, hún var svipsterk,
dökkhærð og mjög sterkur per-
sónuleiki. Þeir sem kynntust henni
Stebbu munu seint gleyma henni.
Skapgerð hennar var líka suðræn,
sumum fannst hún eflaust stundum
hrjúf í tilsvörum en það var aðeins
yfirborðið, undir niðri var afar við-
kvæm sál. Við áttum saman fjöl-
margar góðar stundir á þeim þrjá-
t
Hjartans þakkir til alira, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
JÓNS BJARNASONAR,
Hlíðarvegi 53,
Kópavogi.
Sólveig Maríusdóttir,
Matthildur K. Jónsdóttir,
Bjarni Jónsson, Eiín Sigurðardóttir,
Guðný Ó. Jónsdóttir, Þorfinnur Jón Harðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okk-
ur samúð, hlýhug, vináttu og styrk við andlát
og útför okkar ástkæra,
VÍÐIS ÓLA GUÐMUNDSSONAR,
Seilugranda 2,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurjóna Marsibil Lúthersdóttir, Ingi Einar Sigurbjörnsson,
Guðmundur Gauti Guðmundsson,
Lovísa Guðbrandsdóttir,
Ásgerður Guðbrandsdóttir,
Hermína Guðbrandsdóttir,
Elsa Guðmundsdóttir,
Guðný Guðmundsdóttir,
Jóna S. Guðmundsdóttir,
Helgi Garðarsson,
Helgi Kristinsson,
Jóhann Emiisson,
Þórsteinn Ragnarsson,
Sveinn Björnsson,
Sigurður Oddsson,
Guðmundur Óli, Jón Fannar, Kristinn Vignir
og önnur frændsystkini hins látna.
tíu árum sem leiðir okkar lágu sam-
an. Hún reyndist mér afar góð
tengdamóðir og samband okkar var
náið. Varla leið sá dagur að við
ræddumst ekki við í síma í lengri
eða skemmri tíma. Milli okkar ríkti
gagnkvæmt traust. Nú, þegar Stef-
anía kveður þennan heim og fer á
fund skaparans, og þar sem hún
mun eflaust hitta hann Sigurð sinn
sem hún elskaði og hafði saknað svo
sárt í átján ár, þá vil ég segja þetta:
Elsku Stebba, þakka þér fyrir allt
það góða sem þú gafst og veittir
mér og mínum. Það verður ekki
dregið í efa að þú varst góð mann-
eskja, góð sál. Guð blessi þig, varð-
veiti og veiti þér frið. Jónu og fjöl-
skyldu, Deddýju og dætranum
þremur, Stefáni og fjölskyldu,
Sigga og öðrum aðstandendum
votta ég mína dýpstu samúð. Megi
góður guð blessa ykkur og styrkja í
sorginni.
Nanna.
Með virðingu og söknuði kveðjum
við ömmu okkar á Miklubraut 13
eða ömmu á Mikló eins og við köil-
uðum hana alltaf. Brotthvarf henn-
ar kom óvænt og í kjölfar annari'a
válegra tíðinda. Við vitum að í þeim
raunum hefði hún viljað gera allt
sem hún gat til að hjálpa og vernda
þá sem eftir stóðu. Við vitum líka að
nú loks era áhyggjurnar hennar
ömmu horfnar og hún hefur fengið
frið og hvfld. Við systurnar dáumst
að ömmu fyrir dugnað og ákveðni
en sérstaklega fyrir þá seiglu að
búa ein í öll þessi ár. Alltaf vildi hún
vera að starfa eitthvað og síðustu
árin voru ættingjar og vinir sífellt
að minna hana á að láta nú vera að
príla upp á stóla til þess að lagfæra
gardínur eða þess háttar. Fyrir alla
muni ætti hún að bíða með þennan
og hinn hlutinn þangað til einhver
kæmi. Hún átti erfitt með að hlýða
þessu og fyrir fáum árum rétt fyrir
jól skellti hún sér í að þrífa glugg-
ana að utan hjá sér en datt þá og
lærbrotnaði. Allt þurfti að vera
tandui'hreint og fint hjá ömmu og
skapgerð hennar bauð henni að ekki
væri gott að bíða með hlutina.
Síðustu árin átti hún erfitt með
gang og dvaldi mest innivið en fór
alltaf með hækjuna sína út og
studdist við eitt barna sinna eða
barnabam ef mikið lá við eða bara
ef velja þurfti gjöf handa einhverj-
um, hún amma vildi alltaf vera að
gefa manni eitthvað.
Ríkust fannst ömmu á Mikló hún
vera af barnabörnum og barna-
barnabörnum og talaði oft um þessa
afkomendur sína sem þeir væra
mestir og bestir manna. Einnig kom
hún með ábendingar um hvemig
þessir sömu afkomendur ættu að
bera sig og klæða og minnumst við
margra gullvægra setninga þar um.
Hún sagði unglingunum að reyna
nú að vera dálítið hressilegri og
vildi að allir bæru sig með reisn.
Hún vildi að fólk vissi af því að það
væri til og gerði í raun þá kröfu að
við værum stolt og sýndum það.
Hroki var henni þó víðs fjarri enda
alþýðukona að austan sem hafði alla
daga þurft að vinna mikið.
Það er margs að minnast og það
verður erfitt að geta ekki lengur
skellt sér í kaffi til ömmu. En nú er
hún loksins eftir tæp 19 ár búin að
finna hann afa og við vitum að það
hefur hún þráð lengi.
A kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar,
því tíminn mér virðist nú standa í stað,
en stöðugt þó fram honum miðar.
Eg finn það og veit að við erum ei ein,
að almættið vakir oss yfii',
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og.í brjósti hvers manns.
Nú birtir, og friður er yflr,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl,
sem eigir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristj. Stef. frá Gilhaga.)
Stefanía, Marín, Guðrún, Kol-
brún og Sigrún.
Mig langar til að senda Stebbu
systur, eins og hún var ávallt kölluð,
hinstu kveðju. Stebba systir var
bara ellefu ára gömul þegar hún fór
suður til Reykjavíkur á sumrin til
að gæta bamanna hennar Gauju
frænku, sem var sjúklingur, og var
hún henni sem besta móðir.
Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til
á haustin þegar Stebba kom aftur
austur til að stunda skólann. Hún
hafði frá svo mörgu að segja úr höf-
uðborginni. Snemma eftir fermingu
fór hún að vinna fyrir sér og fór þá
suður í vist. Og þá sendi hún okkur
margar gjafir heim. Það þótti gott
og flott bakarísbrauðið sem hún
sendi, þvílíkt góðgæti fékkst ekki
fyrir austan á þeim tíma. Skíðasleð-
anum sem hún gaf okkur Lauga
gleymi ég aldrei, það var bara einn
annar svona sleði í kauptúninu.
Ung fór Stebba að vinna á Hótel
Borg, þar sem hún kynntist Sigga,
manni sínum, en hann dó 1980. Þau
áttu fallegt heimili og yndisleg
börn.
Raunar kynntumst við Stebba
samt ekki fyrr en við vorum orðnar
fullorðnar, þegar ég kom suður til
að aðstoða hana með heimilið þegar
hún eignaðist sitt annað barn. Það
var alltaf gott að koma í heimsókn
til hennar, þar fékk maður góðan
sopann og heitu pönnukökurnar
hennar voru alltaf vinsælar, ekki
síst hjá börnunum. Stebba var gest-
risin mjög og átti marga vini og
kunningja, sem komu gjarnan við á
Miklubrautinni. Höfðinglegar voru
gjafirnar sem hún gaf, og ef einhver
var veikur eða átti erfitt var hún
ávallt reiðubúin að gleðja hann. Ég
vil senda systur minni þakklæti fyr-
ir styrk og hlýhug sem hún sýndi
mér og fjölskyldu minni þegar við
áttum í erfiðleikum.
Mín kæra systir, ekki bjóst ég við
að þetta væri síðasta skiptið sem við
sæjumst, þegar við Svenni komum í
heimsókn til þín sunnudaginn 10.
jan. Þú varst svo ánægð að sjá okk-
ur og þú varst að hrósa Svenna fyr-
ir þau viðvik sem hann gerði fyrir
þig. Það er skrýtið að geta ekki
hringt í þig, elsku systir, en við vor-
um í símasambandi nánast á hverj-
um degi. En ég veit að þú ert nú hjá
Guði með Sigga, mömmu og pabba
og bræðrum okkar. Ég vil votta
bömunum hennar Stebbu, tengda-
bömum, barnabörnum og barna-
barnabörnum samúð mína. Megi
Guð styrkja ykkur og blessa.
Þú áttir þrek og hafóir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættaijörð.
Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda
sem gefur þjóðum ást til sinna landa.
Karólína systir (Kalla).
Okkur langar að kveðja Stefaníu
móðursystur okkar með nokkrum
orðum. Það var alltaf gott að koma í
heimsókn á Miklubrautina, á henn-
ar hlýlega og huggulega heimili.
Alltaf var kaffi á könnunni og bakk-
elsi á borðum. Við munum vel eftir
afmælis- og jólaboðunum, þegar við
vorum litlar telpur. Stebba frænka
var mikil húsmóðir. Því bar hennar
fallega heimili glöggt vitni.
Hin seinni ár var hún mikill sjúk-
lingur, og fór ég (Edda) í smá snatt
fyrir hana mánaðarlega, sem var
mér mjög ljúft að gera og alltaf
gaukaði hún einhverju að Garðari
og Köllu þegar ég kom úr þessum
ferðum, hún var alltaf svo gjafmild,
góð og þakklát fyrir þetta lítilræði
sem ég gerði.
Ég (Ragna) talaði við Stebbu í
síma á nýja árinu og var að óska
henni gleðilegs árs og þakka henni
fyrir Björgvin en hún hafði sent
honum jólakort með smáræði, eins
og hún kallaði það, því hún bar hag
hans alltaf fyrir brjósti og alltaf
spurði hún mömmu hvemig honum
liði. Stebba talaði um að hún vonað-
ist til að verða nógu hress til að
koma í Garðinn í ferminguna hans í
vor.
Við og íjölskyldur okkar viljum
senda okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til barna hennar, tengda-
barna, barnabarna og barnabarna-
barna og þá sérstaklega Deddýjar
nöfnu hennar sem hefur ekki aðeins
misst ömmu sína heldur einnig
mann sinn 7. þessa mánaðar. Megi
góður Guð gefa þeim öllum styrk í
þeirra miklu sorg.
Edda og Ragna.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR,
Engihlíð,
Vopnafirði,
verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju
laugardaginn 23. janúar kl. 13.00.
Jarðsett verður á Hofi.
Halldór Björnsson,
Þorgeir Hauksson, Guðbjörg Leifsdóttir,
Jóna Kristín Halldórsdóttir, Gunnar Smári Guðmundsson,
Björn Halldórsson, Else Moller,
Ólaffa Sigríður Halldórsdóttir, Þorsteinn Kröyer,
Gauti Halldórsson, Halldóra Andrésdóttir
og barnabörn.
+
Hjartans þakkir færum við ykkur öllum sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
JÓHANNS N. JÓHANNESSONAR,
Blönduhlíð 12,
Reykjavík.
Sigríður B. Jóhannsdóttir,
Þórður Jóhannsson,
Stefán Jóhannsson,
Astrid Sörensen,
Hrefna Þórðardóttir,
Ólafur Þór Þórðarson,
Jóhanna Þórný, Brynjar Þór, Þorsteinn Atli, Siggeir Kari.
Siggeir Siggeirsson,
Sigríður Ólafsdóttir,
Kristján S. Þorsteinsson,
Guðjón Sig. Guðjónsson,