Morgunblaðið - 22.01.1999, Page 58

Morgunblaðið - 22.01.1999, Page 58
i 58 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ fBoivpmMíiMfe BRÉF TIL BLAÐSINS Grettir Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er framlíf sannað? Frá Atla Hraunfjörð: SVO GETUR maður haldið, því haustið 1997 var haldin ráðstefna parasálfræðinga og eðlisfræðinga og annarra vísindamanna á sviði fyrir- burðafræða í Basel í Sviss. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Spumingin er ekki lengur sú, hvort við lifum eftir líkamsdauðann, heldur hvert við fórum eftir dauðann og hvert ástand okkar verður. Þessa yfírlýsingu gefa þeir vísinda- menn, sem í rauninni eru þeh- einu sem með réttu geta fullyrt þetta. Fullyrðing þessi er sett fram eftir margra ára rannsóknir og er full- reynd sem vísindaleg niðurstaða. Það þarf töluvert mikla hugarfars- blindu til að sjá ekki það sem blasir við augum manna. Þrátt fyidr það geri ég ráð fyrir að andstaða við þessa niðurstöðu verði mikil, sér- staklega hjá þeim sem vilja og halda að heimurinn sé annar en hann er. A sama hátt voru fáir einstaklingar færir um að bera skynbragð á kenn- ingu Darwins um uppruna tegund- anna og sólmiðjukenningar Kópem- ikusar, Galíleós og Brúnós. Hvað þá landrekskenningu A. Vegeners sem sett var fram um 1912, en viður- kennd um 1960 og til viðbótar fékk einn af frumkvöðlum skammtafræð- innar, Niels Bohr, lengi vel ekki þann stuðning sem hann vænti. Kenningar þessara manna vom hafðar að háði og spotti af þeim einstaklingum er betur þóttust vita. Eitt er þó víst, að nokkuð hefur mannviti og þekkingu þokað áleiðis um getu mannsins í sköpunarverk- inu og stöðu hans sem lífveru og sem hluta af náttúrunni. Dr. Helgi Pjeturss náttúmfræðing- ur, jarðfræðingur og heimspekingur sagði í byijun aldarinnar, að framlíf væri staðreynd og byggði hann full- yrðingu sína á vísindalegu hyggjuviti og lestri og samanburði hundraða framlífsbóka er gefnar vom út hér á landi og erlendis á þeim tíma. Auk þessa sagði hann, að tjáskipti framlið- inna og lifenda færa fram með hugs- anaflutningi. Niðurstaðan sem minnst var á hér í upphafi og flestar rann- sóknir þar á undan hafa einungis sýnt fram á hvílíkur hugsuður dr. Helgi var og hvað hann var langt á undan sinni samtíð, en hann setti fram kenn- ingar sínar í ritinu Nýall sem kom út 1919 og af og til fram til ársins 1947, en hann lést árið 1949. I stuttri samantekt lítur þetta út sem hér segir um niðurstöðu vísinda- manna og kenningar dr. Helga: 1. Hugsanaflutningur er viður- kennd staðreynd. 2. Framlíf er viðurkennd stað- reynd. 3. Allt líf er í efni, samkvæmt nið- urstöðu líffræðinnar. 4. Staðhæfing: Þar sem allt líf er í efni og framlíf er viðurkennd stað- reynd, hlýtur framlíf að vera í efni. 5. Staðhæfing: Hugsanaaflið er undirstaða alls lífs í alheimi. Allar þessar fimm staðhæfingar era settar fram í Nýal og er aðeins eftir að fá tvær þeirra síðustu rann- sakaðar og metnar af framsæknum vísindamönnum. En eftir stendur spurning lesendans: Hvar era fram- liðnir, ef þeir era í efni, þar sem þeii- era ekki á þessum hnetti? Já, hvar þeir era, um það má lesa í Nýal og í næsta lesendabréfi. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargranni 5, Garðabæ. Oskað er svara um frið á jörð Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: VIÐ íslendingar eram á síðari tím- um friðsöm þjóð, án hers og vopna. Það atriði gefur okkur mikla mögu- leika á alþjóðavettvangi svo fremi möguleikar þeir séu nýttir og vakin á því athygli hve sérstaða okkar í þessu efni er mikilvæg. Þessu verk- efni hefur Astþór Magnússon m.a. sinnt sérstaklega með stofnun sam- takanna Friðar 2000. Svo sérkenni- lega vildi til að fyrh' þessi jól virtist sem friðurinn væri allt í einu borinn á markaðstorgið, og útflutningur að- eins háður sérstökum pólitískum friðarstimpli núverandi stjórnvalda, er ekki virðast telja að friðarboðar geti haft samband út í heim gegnum nútímatækni. Hinar lýðræðislegu að- ferðir virðast ekki lengur í sjónmáli, og skilgreining á „pólitík“ kann að þurfa nýrrar útskýringar við, líkt og túlkun kvótadóms Hæstaréttar. Bræðumir á Bakka bára sólskinið forðum inn í bæinn í húfum sínum, en ekkert dugði til, við birtuauka inni fyrir. Þeir lentu einnig í vand- ræðum með að vita hver þeirra tók fæturna hvenær uppúr vatninu. Hætt er við því að álíka verði fyrir þeim mönnum komið sem ekki gera sér ljóst í tíma hve nauðsynlegt er fyrir þjóðir heims að taka afstöðu til síns nánasta umhverfis, hvort sem er að vekja athygli á vanda bágstaddra vegna stríðsátaka eða taka þátt í því að stoppa í ósongatið á norðurhveli jarðar með öllum mögulegum fyrir- byggjandi ráðstöfunum, til lands og sjávar. Því fyrr sem menn þora að nota þann kjark og það þor, er þeim hefir verið gefið, til þess ama, því betra. Hver og einn íslenskur stjóm- málamaður, sem ekki er hættur eða er að hætta eins og nokkrir þeirra nú um stundir, ætti að gefa íslensk- um almenningi kost á því að skýra afstöðu sína til friðarmála í heimin- um. Fyrir hönd þein-a fjölmörgu ís- lendinga ungra sem aldinna er gáfu jólagjaffr til að gleðja bágstödd böm á vegum Friðar 2000 fyrir þessi jól, óskum við eftir opinberri afsökunar- beiðni frá sýslumanninum á Kefla- víkurflugvelli eða yfirmanni hans, vegna atburða á aðfangadag, sem og skýringum á hver ber ábyrgð á mis- tökum þessum, og hvert framhaldið verður. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, sjálfboðaliði Friðar 2000 í Hafnarfirði. NEI, ég held að enginn komi hingað lengur... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.