Morgunblaðið - 03.02.1999, Side 8

Morgunblaðið - 03.02.1999, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Göngum óbundnir til kosninga Davíð lýsti því yfir í ávarpi sínu , að ekkert samkomulag hefði verið gert milli stjórnarflokkanna um áframhaldandi samstarf. Báðir flokkar gengju þannig óbundnir til kosninga en hins vegar væri þvi ekki að neita að samstarfið iunrpi VIÐ skulum samt ekki henda spottunum, elskan, þeir geta komið sér vel aftur. R E M I N Ci I O N Fara vel með þig Fáanlegar beintengdarjhleðslu og með rafhlððum Fást í raftækjaverslunum, hársnyrtistofum og stórmörkuðum um allt land ORE4FINGARAÐIU Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt hús rís við Laugaveg SKIPULAGS- og umferðar- nefnd Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu að tæplega 400 fermetra nýbyggingu á þremur hæðum við Laugaveg 99 og verður húsið sem þar stendur rifið. Nýbyggingin er innan leyfilegs nýtingarhlutfalls á lóðinni. Að sögn Brynjars Guðmundssonar, en hann stend- ur að framkvæmdum ásamt Guðna Frey Sigurðssyni, er gert ráð fyrir verslunarrými á tveim- ur neðstu hæðunum en skrif- stofu og aðstöðu fyrir starfsfólk á þriðju hæð. Pétur Örn Björns- son er árkitekt hússins og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist; fljótlega. Sykursýki á Islandi Tíðni fylgikvilla með því lægsta sem þekkist Sykursýki hefur verið til umræðu en ís- lenskur læknir, dr. Karl Tryggvason, veitir forstöðu norrænum rann- sóknarhópi sem hlaut eins milljarðs styrk úr Novo Nordisk-sjóðnum til að sinna sykursýkirannsókn- um. Karl hefur óskað eftir samstarfi við nýma- og sykursýkilækna á Land- spítala. Þjónusta við syk- ursjúka þykir óvenju góð hér á landi og á íslandi er tíðni fylgikvilla af völdum sykursýki með því lægsta sem þekkist í heiminum. Astráður B. Hreiðarsson er yfirlæknir á innkirtla- fræðiskor lyflækninga- deildar Landspítalans en göngudeild sykursjúkra fellur þar undir. „Karl hafði samband við Pál Ás- mundsson, yfirlækni á nýrnadeild Landspítala, áður en hann hlaut þessa styrkveitingu og óskaði eft- ir samstarfi við okkur. Við höfum vissulega áhuga á því. Lengra er málið ekki komið og það á eftir að þróa alla fi-ekari útfærslu á vænt- anlegu samstarfi okkar.“ Astráður segir að rannsóknir Karls miðist að því að fínna erfðavísi sem eykur tilhneigingu til nýrnaskemmda af völdum syk- ursýki og hér á landi eru til mjög nákvæmar upplýsingar um syk- ursjúka allt frá því göngudeildin hóf starfsemi fyrir aldarfjórð- ungi. - Hvemig er þjónustu við syk- ursjuka háttað hér á landi? „Göngudeild sykursjúkra er 25 ára á þessu ári og með stofnun hennar hófst skipuleg þjónusta fyrir sykursjúka hér á landi fyrir forgöngu Þóris Helgasonar yfir- læknis. Um 4.000 heimsóknir eru á deildina ár hvert. Hlutverk hennar er að greina sykursýki, ákvarða meðferð og veita sjúk- lingum og aðstandendum þeirra fræðslu um sjúkdóminn og með- ferð við honum. Takmarkið er að hjálpa sjúklingum að halda blóð- sykri í jafnvægi og meðferðin mið- ast ekki síst að því að fyrirbyggja fylgikvilla." Hann segir að skipulegt eftirlit sé haft með barnshafandi konum sem eru sykursjúkar og einnig með augum sykursjúkra. Þá er sérstakt eftirlit á Sjúkrahúsi Reykjavíkur með sykursjúkum börnum. -Bent hefur verið á lága tíðni fylgikvilla af völdum sykursýki hér á landi. Hvernig hefur teldst að ná þeim árangri? „Flest bendir til að þakka megi þennan góða árangur markvissu eftirliti og meðferð við sykursýki, ekki síst eftir stofnun göngudeild- ar sykursjúkra. Arið 1991 var skipuð nefnd til að meta stöðu sykur- —-------------------- sýki á íslandi með Þjónusta við hliðsjón af markmið- sykursjúka um svokallaðrar Saint Vincent-yfirlýsingar sem Alþjóða heilbrigð- Ástráður B. Hreiðarsson ►Ástráður B. Hreiðarsson er fæddur á Akureyri árið 1942. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla ís- lands árið 1969 og var við sér- nám og rannsóknir í Danmörku frá 1971-1981. Hann hlaut sérfræðiviður- kenningu í innkritla- og efna- skipfnlækningum árið 1979. Ástráður lauk doktorsprófi frá læknadeild Árósaháskóla árið 1992. Hann hefur verið starfandi sérfræðingur á Landspítala frá árinu 1981 og frá 1. júní sl. sem yfirlæknir á innkirtlafræðiskor lyflækningadeildar Landspítala en hluti af henni er göngudeild sykursjúkra. Ástráður hefur verið dósent í klínískri lyfja- fræði við Háskóla íslands frá árinu 1987. Eiginkona Ástráðs, Ásta B. Þorsteinsdóttur alþingismaður, lést 12. október sl. Börn þeirra eru þrjú. óvenju góð isstofnunin og Alþjóða sykursýki- samtökin stóðu að. í skýrslu nefndarinnar kemur fram að ástand mála hér á landi er óvenju gott hvað varðar þjónustu við syk- ursjúka, blóðsykurstjórnun og tíðni fylgikvilla. Þar kemur einnig fram að meðganga sykursjúkra kvenna á Islandi hefur gengið mun betur en þekkist víðast ann- ars staðar. Við erum með margfalt lægri tíðni blindu af völdum sykursýki en í sambærilegum löndum og nýrnabilanir og aflimanir gang- lima eru einnig sjaldgæfari en annars staðar. Eitt af markmiðum Saint Vincent-yfirlýsingarinnar var að meðganga og fæðing meðal sykursjúkra kvenna gekk eins vel og hjá konum sem ekki eru með sykursýki. Hér á íslandi höfum við þegar náð þessu markmiði. Fyrir nokkrum áratugum var burðarmálsdauði hjá sykursjúk- um konum allt að 30%. Þessi tala var komin í 2,3% áratuginn 1980-1989 og frá árinu 1984 hefur engin sykursjúk kona misst barn á Islandi. Þessar niðurstöður hafa verið kynntar erlendis og hlotið mikla athygli.“ - Hefur verið gróska í íslensk- um rannsóknum á sykursýki? „Tvímælalaust. Með rannsókn- um Þóris Helgasonar, sem birtust í „Lancet" á sínum tíma, voru Is- --------- lendingar með þeim fyrstu til að benda á orsakasamhengi milli aukefna í matvælum og sykursýki. Merkar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á augnsjúkdómum við sykursýki. Á undanfomum árum hafa verið gerðar hér athyglisverðar faralds- fræðilegar rannsóknir á bæði teg- und 1 (insúlínháðri) og tegund 2 (insúlínóháðri) sykursýki og um þessar mundir eru í gangi a.m.k. þrjár erfðafræðilegar rannsóknir á mismunandi tegundum sykur- sýki hér á landi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.