Morgunblaðið - 03.02.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 03.02.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 49 FÓLK í FRÉTTUM KEVIN Kline heldur á skyndi- búðingspottinum sem hann hreppti í fyrra. Jackson og Hawn fá skyndibúðing GOLDIE Hawn hefur verið valin kona ársins og Samuel L. Jack- son karlmaður ársins hjá Skyndi- búðingssamtökum leiklistar- nema í Harvard. Hawn verður hyllt með skrúðgöngu um Harvard-torg 11. febrúar áður en hún fær búðinginn hefðum samkvæmt, en á undan henni hafa leikkonur á borð við Sigoumey Weaver, Juliu Roberts og Michelle Pfeiffer fengið að gæða sér á honum. Jackson fær að seðja hungur sitt nokkrum dögum síðar eða 18. febrúar og fetar þar með í fót- spor stórleikara á borð við Mel Gibson, Harrison Ford og Robert De Niro. MYNPBÖNP Skrýtin dýr Blessuð litlu dýrin (All the Little Animals)_ H r a in a ★y2 Framleiðandi og leikstjóri: Jeremy Thomas. Handritshöfundur: Eski Thomas. Kvikmyndataka: Mike Moll- oy. Aðalhlutverk: John Hurt, Christi- an Bale og Daniel Benzali. (108 mín.) Bresk. Skífan, janúar 1999. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. HÉR segir frá Bobby, ungum manni sem átt hefur við andleg vandamál að stríða frá því hann lenti í bílslysi í barn- æsku. Eftir að móðir hans deyr flýr Bobby ok hins grimma stjúpa síns og leggst út. Hann kynnist þá herra Summers (John Hurt), sérvitringi sem helgað hefur líf sitt því starfi að jarða dýr sem orðið hafa fyrir bíl á þjóðvegum landsins. Þessi kvikmynd byggist á nokkuð algengu þema, þar sem hún lýsir bandalagi tveggja olnbogabarna í grimmu samfélagi mannanna. Mynd- in hefur hins vegar of marga galla til að ganga upp sem slík. Hún býr til sérkennilegan heim með sérkenni- legum persónum sem þó reynast af- káralegar fremur en áhugaverðar þegar bakgrunnur þeirra er skýrður. John Hurt sýnir traustan leik, en túlkun Christian Bale á Bobby hefur veika fleti, sem ef til vill má kenna handritinu um. Þá er stjúpfaðirinn illmenni sem skortir alla mannlega og um leið trúverðuga eiginleika. Söguefni myndarinnar ber vott um frumleika, en því miður hefur ekki tekist að vinna vel úr því. Heiða Jóhannsdóttir Dansað til verðlauna / HIN rúss- neska Karina í Sarkissova hlaut verðlaun á Prix de Lausanne danshátiðinni sem haldin var á sunnudaginn pP var í Sviss. Hlaut Sarkissova verð- laun ásamt þremur öðrum listdönsui-um fyrir framúrskarandi listrænan árangur. Hér sést Karina Sarkissova sýna listir sínar í danskeppninni. JAGGER RÚMFASTUR ROKKSVEITIN Rolling Stones þurfti að fresta tvennum tónleikum í San Jose í Kaliforníu vegna þess að Mick Jagger lá veikur í rúminu með flensu og bronkítis, að sögn skipuleggjenda tónleikanna. Hljóm- sveitin átti að leika á San Jose-leik- vanginum á föstudag og laugardag en frestaði báðum tónleikunum samdægurs. Voru þau boð látin út ganga að tónleikarnir yrðu haldnir eins fljótt og auðið yrði. LAUGA Forsýnd fimmtudaginn 4. febrúar kl. 9 ATH miðasala opnar kl. 16 í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.