Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 4,38% vextir af viðbótar- lánum Ibúðalánasjóðs I íbúðalánasjóður 4\ drög að lánveitingu fyrir árið 1999 U m s ó k n i r Drög að lánveitingu Fjöldi íbúða Heildar- verð m.kr. Við- bótarlán m.kr. Fjöldi íbúða Heildar- verð m.kr. Við- bótarlán m.kr. Reykjavík 400 2.567,0 539,1 400 2.567,0 539,1 Kópavogur 30 210,0 44,1 30 210,0 44,1 Seltjarnarnes 5 35,0 7,4 5 35,0 7,4 Garðabær 15 135,0 28,4 15 135,0 28,4 Hafnarfjörður 200 1.600,0 336,0 150 1.200,0 252,0 Reykjanesbær 5 35,0 7,4 5 35,0 7,4 ísafjörður 90 630,0 132,3 90 630,0 132,3 Skagafjörður 15 105,0 22,1 15 105,0 22,1 Akureyri 150 1.050,0 220,5 150 1.050,0 220,5 Dalvíkurbyggð 3 21,0 4,4 3 21,0 4,4 Búðahreppur _!5 35,0 7,4 5 35,0 7,4 Austur-Hérað 5 35,0 7,4 5 35,0 7,4 Skaftárhreppur 2 14,0 2,9 2 14,0 2,9 Vestmannaeyjar 15 95,2 20,0 15 95,2 20,0 Rangárvallahr. 5 35,0 7,4 5 35,0 7,4 Samtals 945 6.602,2 1.386,5 895 6.202,2 1.302,5 SEÐLABANKI íslands hefur staðfest ákvörðun stjórnar Ibúða- lánasjóðs um að taka 4,38% vexti af íbúðalánum vegna félagslegra íbúðakaupa. Vextirnir eru breyti- legir og, að sögn Gunnar S. Björnssonar, formanns stjórnar Ibúðalánasjóðs, ákvarðaðir árlega miðað við fyrsta húsnæðisbréfaút- boð á hverju ári. Meðalvextir fyrsta útboðs þessa árs voru 4,15% en ofan á það bætist álag vegna rekstrarkostnaðar viðbótar- lánakerfísins hjá íbúðalánasjóði. 870 viðbótarlán hafa þegar verið veitt 15 sveitarfélögum. Lánað vegna 452 félags- legra leiguíbúða Á blaðamannafundi í gær var kynnt að stjórn Ibúðalánasjóðs hefur einnig ákveðið lánveitingar vegna 452 félagslegra leiguíbúða til sveitarfélaga og félagasamtaka. Um er að ræða þrenns konar lán til sveitarfélaga og tvenns kon- ar til félagasamtaka. 423 m.kr. verða lánaðar með 1% vöxtum til 50 ára til sveitarfélaga til kaupa á um það bil 72 leiguíbúð- um., 91 m.kr. verður lánuð með 3,2% vöxtum til kaupa eða bygg- ingar á um 12 íbúðum og 35 m.kr. til 50 ára með 2,4% vöxtum til að breyta um 175 félagslegum eignar- íbúðum, sem koma til innlausnar, í leiguíbúðir. 11 félagasamtök sóttu um lán til leiguíbúða. 268 m.kr. eru veittar til 50 ára með 1% vöxtum til kaupa eða byggingar á um 45 íbúð- um og 937 m.kr. eru veittar til 50 ára með 3,2% vöxtum til kaupa á um 148 íbúðum. Fjölgun vegna kerfísbreytinga en ekki aukinna útgjalda Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, og Gunnar S. Björnsson, stjórnarformaður Ibúðalánasjóðs, sögðu að ekki hefði verið veitt meira fé til byggingar leiguíbúða undanfarin átta ár. Gunnar stað- festi að stór hluti fjárveitinganna nú væri til kominn vegna kerfís- breytinga á félagslega húsnæðis- kerfinu, með tilkomu Ibúðalána- sjóðs. Að teknu tilliti til kerfís- breytingarinnar væri ekki um mikla útgjaldaaukningu vegna leiguíbúða að ræða. Páll Pétursson sagði að 100% lán í félagslega kerfinu hefðu ver- ið afnumin, enda hefðu þau reynst illa; því yrði að leysa vanda ein- hvers hóps á annan hátt. M.a. í því skyni hefði húsaleigubótakerfið verið breikkað þannig að það nái nú yfir öll sveitarfélög og allt leiguhúsnæði. Nú er 65% félags- legra húsnæðislána veitt í gegnum húsbréfakerfíð í stað peningalána með niðurgreiddum vöxtum áðui’. Páll Pétursson sagði að félagsleg húsnæðisaðstoð hefði að miklu leyti verið færð yfír í samtíma- greiddar vaxtabætur. Framsóknarmenn á Vestfjörðum Tillaga um Kristin H. Gunnarsson í fyrsta sæti UPPSTILLINGANEFND Fram- sóknarflokksins á Vestfjörðum hefur samþykkt tillögu að skipan efstu sæta á lista Framsóknarflokksins fyi'ir al- þingiskosningarnar í vor. Tillagan verður Iögð fyrir kjördæmisþing framsóknarmanna 20. febrúai', sem ákveður endanlega skipan listans. Gerð er tillaga um að Rristinn H. Gunnarsson alþingismaður skipi fyrsta sæti listans, Ólöf Valdimars- dóttir arkitekt annað sætið og Björg- mundur Guðmundsson nemi þriðja sæti listans. Kristinn Jón Jónsson, formaður nefndarinnar, segir að þar sem Magnús Reynii- Guðmundsson á Isa- fírði hafí ekki gefíð kost á sér í annað sæti á lista uppstillinganefndai' væri ekki gerð tillaga um hann. „Hann býður sig eingöngu fí'am í fyrsta sæt- ið og það er svo kjördæmisþingsins að ákveða röðina,“ sagði Kristin Jón. Nefndin vai' ekki samstiga þegar gengið vai' frá tillögunni, að sögn hans. „Sú tillaga sem kom til atkvæða var um Kristin í fyrsta sætið og Ólöfu í annað sæti vegna þess að Magnús gaf ekki kost á sér í annað sætið. Það vai' þó kannski ekki fullreynt í sjálfu sér, þannig að nú kemur til kasta þingsins að spila úr þessu,“ segir hann. Björn Bjarnason menntamálaráðherra Astæðulaust að gera mikið úr tímaskorti Morgunblaðið/Ásdía EGILL Heiðar Anton Pálsson, formaður Nemendafélags Leiklistar- skóla Islands, afhenti Ragnheiði Árnadóttur, aðstoðarmanni fjár- málaráðherra, áskorunina. Mótmæla flutningi nemendaleikhúss NEMENDAFÉLAG Leiklistar- skóla íslands efndi til útifundar við Lindarbæ í gær til að mót- mæia flutningi skólans úr hús- næðinu og samþykkja áskorun um að um að húsið yrði afhent • skólanum til umráða á ný. Egill Heiðar Anton Pálsson, formaður nemendafélagsins, segir að kom- ið hafi verið aftan að Leiklistar- skólanum í þessu máli og hann sé nú húsnæðislaus á miðri skóla- önn. Fyrir tveimur og hálfu ári keypti ríkið Lindarbæ af Verka- mannafélaginu Dagsbrún og þá strax var Ijóst að ríkið ætlaði að nota húsnæðið m.a. undir skjala- geymslur. Ráðgert er að Hag- stofa Islands taki hluta húsnæðis- ins 1 notkun en Leiklistarskólan- um hefur verið lofað húsnæði á Sölvhóisgötu 13, í kjallara Lands- smiðjuhússins. Egill sagði að nemendaleikhús hefði verið í Lindarbæ í tæp 20 ár og leikhús hafi verið þar í 36 ár. Skólinn hafi strax lagt áherslu á að fá annað húsnæði í stað Lindarbæjar. Húsnæðið á Sölvhólsgötu 13 sé engan veginn tilbúið og var Nemendaleikhús- inu þá boðið að fara með starf sitt í Hafnarfjarðarleikhúsið en það telja nemendur óaðgengi- Iegt. Það sliti öll tengsl nemenda við skólann og yrði auk þess mun kostnaðarsamara fyrir skólann og nemendur að halda starfinu áfram þar. Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri segir að það hafi verið ákveðið fyrir löngu að Leiklistar- skólinn færi út með starfsemi sina úr Lindarbæ í Landssmiðju- húsið við Sölvhólsgötu. Þar standi til að gera leiksvið en tafir hafi orðið á framkvæmdunum. Sú töf hafi þó ekki komið að sök þar sem Leiklistarskólinn hafi ekki haft áform um sýningar á næstunni. „Svo virðist sem áform Leik- listarskólans hafi breyst og það er alrangt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að komið hafi verið aftan að skólanum í þessu máli,“ segir Hallgrímur. BJÖRN Bjamason menntamálaráð- hen-a svarar í pistli á heimasíðu sinni 5. febrúar sl. framkomnum við- brögðum við þeirri hugmynd sinni að fimm manna framkvæmdastjórn komi í stað eins varaformanns. Björn segir að svipuð viðhorf og fram hafi komið hjá Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra hafi einkennt umsagnir margi-a um hugmyndina en Björn segir að ekki sé ástæða til að gera mikið úr tímaskorti fyrir landsfund- inn. Hann gagnrýnir jafnframt túlk- un Fréttastofu hljóðvarps á ummæl- um Davíðs Oddssonar og segir að ekki hafí falist andstaða við hug- myndir sínar í orðum hans. Orðrétt segir Björn: „Fréttastofa hljóðvai'psins rangtúlkaði ummæli Davíðs Óddssonar á þann veg, að hann legðist gegn hugmyndum mín- um og vísaði þar til orða hans í Morgunblaðinu. Þar sagði Davíð, að slíkar tillögur hefðu komið fram áð- ur og þær væru athyglisverðar, hins vegar væri stutt í landsfund og það gæti orðið flókið að gera breytingu af þessu tagi með svo skömmum fyrirvara. Flokksfélög mundu þurfa að fjalla um hugmyndina. Allir sjá, að í þessum orðum felst ekki and- staða við hugmyndina. Þegar ég heyrði morgunfréttina hringdi ég í fréttastofuna og mun hafa birst leiðrétting á rangtúlkuninni á orð- um Davíðs. Má segja að svipað viðhorf og hjá Davíð hafí einkennt umsagnir margra um hugmyndina. 1 umræð- um af þessu tagi er ekki ástæða til að gera mikið úr tímaskorti. Unnt er að bera hann fyrir sig, ef menn vilja fá betra ráðrúm til að gera upp hug sinn, en tímaskortur dugar ekki til að afgreiða málið, sérstaklega þegar leikreglurnar eru þannig, eins og í Sjálfstæðisflokknum, að menn geta borið fram tillögur um hvaðeina allt fram að landsfundi og á fundinum sjálfum, það er til dæmis enginn framboðsfrestur til neinna embætta í flokknum. Fundurinn er sá vett- vangur, sem menn hafa til að taka þessar ákvarðanir," segir Björn í pistli sínum. Menntamálaráðherra víkur einnig máli sínu að Morgunblaðinu og seg- ir: „Morgunblaðið birti forystugrein um málið. Hún er ekki skrifuð úr þeirri fjarlægð, sem oft einkennir skrif blaðsins um Sjálfstæðisflokk- inn, þegar það vill árétta, að tengsl þess við flokkinn séu úr sögunni, það líti á hann sem hvern annan stjórn- málaflokk og taki afstöðu til málefna en ekki flokka. Þessi forystugrein um ræðu mína er skrifuð á þann veg, að lesandinn gæti haldið, að Morgun- blaðið væri einhvers konar samviska Sjálfstæðisflokksins, sem stæði vörð um fornar dyggðir hans og þess vegna sætti það sig ekki við, að vara- formannsembættið í Sjálfstæðis- flokknum tæki breytingum í sam- ræmi við breyttar kröfur. Hvers vegna skrifar það ekki með sama hætti um innri málefni annarra stjórnmálaflokka?" Bygging barnaspítala í frekari kynningu SKIPULAGS- og umferðamefnd hefur-samþykkt að framkvæmdir við Bamaspítala Hringsins fari í al- menna kynningu og grenndarkynn- ingu efth’ að úrskurðamefnd skipu- lags- og byggingamála felldi leyfið úr gildi. Jafnframt hefur skipulags- og umferðaraefhd samþykkt breytingar á Laugavegi 53, sem fela í sér að nýt- ingarhlutfall byggingarinnar verður innan leyfilegra marka samkvæmt samþykktu aðalskipulagj. Að sögn Guðrúnar Agústsdóttur, formanns skipulags- og umferðar- nefndar, lá einnig fyrir á fundinum Breytt nýting-arhlutfall við Laugaveg 53 beiðni frá byggingamefnd bamaspít- alans um að bæta fyrirlestrarsal við bygginguna og bæta aðkomu að gjör- gæslu fyrir sjúkrabíla. „Við afgreidd- um þessi mál þannig að hvort tveggja fer í almenna kynningu og grenndar- kynningu,“ sagði hún. „Þannig að byggingarleyfið hefur verið fellt úr gildi og framkvæmdum frestað þar til kynning hefur farið fram.“ Guðrún sagði að úrskurður hefði einnig fállið um byggingarfram- kvæmdir við Laugaveg 53 og var samþykkt að kynna erindið í borgar- ráði og byggingarnefnd. „Það var talið að nýtingarhlutfall byggingar- innar væri of hátt miðað við aðal- skipulag en nú hefur því verið breytt og er nú innan þess ramma,“ sagði hún. „Þetta var túlkunaratriði um það hvort bílageymsla fyrir tutt- ugu bíla væri opið- eða lokað rými samkvæmt skipulagsskilmálum. Nú er þetta opið rými og þá er nýting innan aðalskipulagsrammans."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.