Morgunblaðið - 09.02.1999, Side 20

Morgunblaðið - 09.02.1999, Side 20
YDDA/SÍ A 20 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ y ■ m \ m ■ ■ |fi Ælm m 0 x * R A ■ ■■ • fel m |g g * m m 1 f | i B i z » m m m Þarft > ! að ná til fjöldans? Markviss dreifing á auglýsinga- og kynn- ingarefni er í mörgum tilfellum lykillinn að árangursríku markaðsstarfi. Pósturinn hefur beinan aðgang að um 99.000 heimilum og rúmlega 10.000 fyrirtaekjum í landinu og getur því boðið viðskiptavinum sínum Útgerðarfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. 40 milljóna króna hagnaður á síðasta ári Guðmundur Runólfsson Ársreikningur 1998 tlf* Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 565,3 427,8 538,0 437,0 +5% -2% Rekstrarhagnaður Afskriftir 137,5 (51,1) 101,0 (45,9) +36% +11% Fjármagnsgjöld Hagnaður af regl. starfsemi (46,5) 40,2 (44,0) 11,0 +6% +265% Hagnaður ársins 40,2 3,3 - Efnahagsreikningur 31. des. 1998 1997 Breyting I Eignir: \ Fastafjármunir Milljónir króna 712,2 717,2 -1% Veltufjármunir 246,5 135,5 +82% Eignir samtals 958,7 852,7 +12% | Skuidir og eigið fé: | Eigið fé 275,0 135,6 +103% Langtímaskuldir 595,4 584,4 2% Skammtímaskuldir 88,3 132,7 ■33% Skuldir og eigið fé samtals 958,7 852,7 +12% Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 95,4 58,1 +69% Veltufjárhlutfall 2,79 1,02 Eiginfjárhlutfall 28,7% 16,0% Betri afkoma en spáð var ÚTGE RÐARFYRIRTÆKIÐ Guð- mundur Runólfsson hf. hagnaðist um rúmlega 40 milljónir ki-óna á síðasta ári. Er það talsvert betri af- koma en árið þar á undan, þegar fyrirtækið hagnaðist um 3 milljónir króna. Guðmundur Smári Guðmunds- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, segist mjög ánægður með af- komuna, hún hafí verið framar von- um, eða 12 milljónum króna umfram það sem gert var ráð fyrir í rekstraráætlun. Stefán Gunnlaugsson, sérfræð- ingur hjá viðskiptastofu Lands- banka Islands, segir að framlegðin sé 24%, sem sé með því albesta sem gerist hjá íslenskum sjávarútvegs- fyrirtækjum. Rekstrartekjur Guðmundar Run- ólfssonar á árinu námu alls 565,2 milljónum króna og hækkuðu um 5,1% frá árinu áður. Að meðtöldum innlögðum afla og veiðarfærasölu til eigin nota nam heildarvelta félags- ins 744,1 m.kr. Hagnaður fyrirtækisins íyrir af- skriftir og vexti var 137,5 m.kr. en 100,9 m.kr. árið á undan. Veltufé frá rekstri jókst úr 58,1 m.kr. í 95,3 m.kr. Bókfært eigið fé félagsins nam í árslok 275 m.kr. en þar af nemur hlutafé 88,1 m.kr. Arðsemi eiginfjár á árinu 1998 var um 19,32%. Veiðar gengn vel „Við erum mjög ánægð með af- komuna, hún er örlítið framar von- um. Reksturinn gekk i alla staði vel á síðasta ári, enda var árferði al- mennt gott til lands og sjávar,“ sagði Guðmundur Smári í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur sagði að afurðaverð á helstu bolfískafurðum íyrirtækisins hefði verið hátt á síðasta ári og veið- ar hefðu gengið vel. Fyrirtækið rekur ísfiskveiðibát og frystihús og vinnur aflann í landi, að sögn Guðmundar. Aðspurður um horfunar á árinu segir Guðmundur þær góðar, áætl- un geri ráð fyrir sambærilegum hagnaði á þessu ári og því síðasta. „Við erum í mjög góðu árferði og við reiknum með að afurðaverð haldist áfram svipað.“ í fréttatilkynningu frá félaginu segir að leggja eigi til á aðalfundi, sem haldinn verður 13. mars nk., að hluthöfum félagsins verði greiddur 10% arður, eða 8,8 milljónir króna. Á síðasta ári var gi-eiddur út 4% arður eða 2,7 milljónir króna. Guðmundur segir að ekki sé að vænta neinna breytinga á starfsemi fyrirtækisins á þessu ári. Hiutfall hagnaðar af rekstrar- tekjum mjög gott Stefán Gunnlaugsson, sérfræð- ingur á viðskiptastofu Landsbanka Islands, segir afkomu fyrirtækis- ins mjög góða. „Hagnaður fyrir- tækisins er 7% af rekstrartekjum sem verður að teljast mjög gott. Auk þess er framlegð fyrirtækis- ins, hagnaður fyrir afskriftir deilt með rekstrartekjum, 24%, sem er með því albesta sem gerst hefur hjá íslenskum sjávarútvegsfyrir- tækjum síðastliðin ár,“ sagði Stef- án. Hann sagði einnig að þær hag- ræðingar sem fyrirtækið hefði grip- ið til á síðasta ári, sem og gott af- urðaverð og mikil veiði, hefðu stuðlað að góðri afkomu fyrirtækis- ins á síðasta ári. Engin viðskipti voru með hluta- bréf í Guðmundi Runólfssyni á Verðbréfaþingi Islands í gær en fé- lagið er skráð á Vaxtarlista. Engin viðskipti hafa verið með bréf félags- ins á Verðbréfaþingi á árinu. víðtækustu dreifingu sem völ er á. Hvort sem markhópinn þinn er að finna á heimilum eða í fyrirtækjum - um allt land - í ákveðnum landshlutum - í ákveðnum póstnúmerum þá nærð þú örugglega til hans með Póstinum. Við skiljum engan út undan. Hafðu samband við Póstinn í síma 580 1090 og kynntu þér málið. Fjárfestingar FBA í hugbúnaðarfyrirtækjum Kaupa 5% í Teymi FJÁRFESTINGARBANKI atvinnu- lífsins, FBA, hefur keypt 5% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Teymi hf. Bjarni Kristján Þorvarðarson hjá íyrirtækjaþjónustu FBA segir að meginástæða kaupanna sé sú að FBA hefur trú á Teymi og telur það vera afar góðan fjárfestingarvalkost. „Við höfum verið að fjárfesta í hug- búnaðargeiranum, í þeim íyrirtækj- um sem við teljum hafa verulega vaxtarmöguleika og tækifæri," sagði Bjarni en FBA hefur að undanfómu fjárfest m.a. í hugbúnaðarfyrirtækj- unum Hug forritaþróun og Gagna- lind. Kaupverð hlutarins fékkst ekki uppgefið en FBA keypti hlutinn á sama tíma og aðrir hluthafai- juku við sinn hlut. Seljandi hlutarins hefur nú selt allan hlut sinn í fyrirtækinu. Aðrir eigendur Teymis hf. eru Opin kerfi, sem eiga 36%, Elvar Steinn Þorkelsson framkvæmdastjóri, sem á 29%, og Islenski hugbúnaðai’sjóðiu’- inn, sem á 20%. Nokia fer fram úr Motorola London. Reuters. SALA farsíma í heiminum jókst um 51% í fyrra. Nokia í Finnlandi skauzt fram úr Motorola í Banda- ríkjunum og náði forystu á heims- markaði. Salan komst í 162,9 milljónir far- síma 1998 samkvæmt Dataquest upplýsingaþjónustu Gartner-íyrir- tækisins. Markaðshlutdeild Nokia í fyrra jókst í 22,9% úr 19,1% 1997. Sala fyrirtækisins jókst um 81% í 37 milljónir farsíma. Hins vegar jókst sala Motorola um 28% og fyrirtækið varð að lúta í lægra haldi fyrir Ericsson í Svíþjóð og Panasonic. Sala Ericsson jókst um 50% og Panasonic um 55%. Nokia hefur náð auknum yfir- bui’ðum í sölu stafrænna síma og það er skýringin á velgengni finnska fyrirtækisins að sögn Dataquest. Mest var keypt af farsímum í Vestur-Evrópu, eða 32%. í Banda- ríkjunum voru keypt 17% þeirra síma, sem seldir voru í heiminum, og í Japan 16,5%. Fiskimjölsverksmiðjur HÖNNUN / S = HÉE S M I Stórási 6 »2 Sími 565 2921 5MÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA IINN = ÐJA 110 Garðabæ • fax 565 2927

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.