Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 20
YDDA/SÍ A 20 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ y ■ m \ m ■ ■ |fi Ælm m 0 x * R A ■ ■■ • fel m |g g * m m 1 f | i B i z » m m m Þarft > ! að ná til fjöldans? Markviss dreifing á auglýsinga- og kynn- ingarefni er í mörgum tilfellum lykillinn að árangursríku markaðsstarfi. Pósturinn hefur beinan aðgang að um 99.000 heimilum og rúmlega 10.000 fyrirtaekjum í landinu og getur því boðið viðskiptavinum sínum Útgerðarfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. 40 milljóna króna hagnaður á síðasta ári Guðmundur Runólfsson Ársreikningur 1998 tlf* Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 565,3 427,8 538,0 437,0 +5% -2% Rekstrarhagnaður Afskriftir 137,5 (51,1) 101,0 (45,9) +36% +11% Fjármagnsgjöld Hagnaður af regl. starfsemi (46,5) 40,2 (44,0) 11,0 +6% +265% Hagnaður ársins 40,2 3,3 - Efnahagsreikningur 31. des. 1998 1997 Breyting I Eignir: \ Fastafjármunir Milljónir króna 712,2 717,2 -1% Veltufjármunir 246,5 135,5 +82% Eignir samtals 958,7 852,7 +12% | Skuidir og eigið fé: | Eigið fé 275,0 135,6 +103% Langtímaskuldir 595,4 584,4 2% Skammtímaskuldir 88,3 132,7 ■33% Skuldir og eigið fé samtals 958,7 852,7 +12% Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 95,4 58,1 +69% Veltufjárhlutfall 2,79 1,02 Eiginfjárhlutfall 28,7% 16,0% Betri afkoma en spáð var ÚTGE RÐARFYRIRTÆKIÐ Guð- mundur Runólfsson hf. hagnaðist um rúmlega 40 milljónir ki-óna á síðasta ári. Er það talsvert betri af- koma en árið þar á undan, þegar fyrirtækið hagnaðist um 3 milljónir króna. Guðmundur Smári Guðmunds- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, segist mjög ánægður með af- komuna, hún hafí verið framar von- um, eða 12 milljónum króna umfram það sem gert var ráð fyrir í rekstraráætlun. Stefán Gunnlaugsson, sérfræð- ingur hjá viðskiptastofu Lands- banka Islands, segir að framlegðin sé 24%, sem sé með því albesta sem gerist hjá íslenskum sjávarútvegs- fyrirtækjum. Rekstrartekjur Guðmundar Run- ólfssonar á árinu námu alls 565,2 milljónum króna og hækkuðu um 5,1% frá árinu áður. Að meðtöldum innlögðum afla og veiðarfærasölu til eigin nota nam heildarvelta félags- ins 744,1 m.kr. Hagnaður fyrirtækisins íyrir af- skriftir og vexti var 137,5 m.kr. en 100,9 m.kr. árið á undan. Veltufé frá rekstri jókst úr 58,1 m.kr. í 95,3 m.kr. Bókfært eigið fé félagsins nam í árslok 275 m.kr. en þar af nemur hlutafé 88,1 m.kr. Arðsemi eiginfjár á árinu 1998 var um 19,32%. Veiðar gengn vel „Við erum mjög ánægð með af- komuna, hún er örlítið framar von- um. Reksturinn gekk i alla staði vel á síðasta ári, enda var árferði al- mennt gott til lands og sjávar,“ sagði Guðmundur Smári í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur sagði að afurðaverð á helstu bolfískafurðum íyrirtækisins hefði verið hátt á síðasta ári og veið- ar hefðu gengið vel. Fyrirtækið rekur ísfiskveiðibát og frystihús og vinnur aflann í landi, að sögn Guðmundar. Aðspurður um horfunar á árinu segir Guðmundur þær góðar, áætl- un geri ráð fyrir sambærilegum hagnaði á þessu ári og því síðasta. „Við erum í mjög góðu árferði og við reiknum með að afurðaverð haldist áfram svipað.“ í fréttatilkynningu frá félaginu segir að leggja eigi til á aðalfundi, sem haldinn verður 13. mars nk., að hluthöfum félagsins verði greiddur 10% arður, eða 8,8 milljónir króna. Á síðasta ári var gi-eiddur út 4% arður eða 2,7 milljónir króna. Guðmundur segir að ekki sé að vænta neinna breytinga á starfsemi fyrirtækisins á þessu ári. Hiutfall hagnaðar af rekstrar- tekjum mjög gott Stefán Gunnlaugsson, sérfræð- ingur á viðskiptastofu Landsbanka Islands, segir afkomu fyrirtækis- ins mjög góða. „Hagnaður fyrir- tækisins er 7% af rekstrartekjum sem verður að teljast mjög gott. Auk þess er framlegð fyrirtækis- ins, hagnaður fyrir afskriftir deilt með rekstrartekjum, 24%, sem er með því albesta sem gerst hefur hjá íslenskum sjávarútvegsfyrir- tækjum síðastliðin ár,“ sagði Stef- án. Hann sagði einnig að þær hag- ræðingar sem fyrirtækið hefði grip- ið til á síðasta ári, sem og gott af- urðaverð og mikil veiði, hefðu stuðlað að góðri afkomu fyrirtækis- ins á síðasta ári. Engin viðskipti voru með hluta- bréf í Guðmundi Runólfssyni á Verðbréfaþingi Islands í gær en fé- lagið er skráð á Vaxtarlista. Engin viðskipti hafa verið með bréf félags- ins á Verðbréfaþingi á árinu. víðtækustu dreifingu sem völ er á. Hvort sem markhópinn þinn er að finna á heimilum eða í fyrirtækjum - um allt land - í ákveðnum landshlutum - í ákveðnum póstnúmerum þá nærð þú örugglega til hans með Póstinum. Við skiljum engan út undan. Hafðu samband við Póstinn í síma 580 1090 og kynntu þér málið. Fjárfestingar FBA í hugbúnaðarfyrirtækjum Kaupa 5% í Teymi FJÁRFESTINGARBANKI atvinnu- lífsins, FBA, hefur keypt 5% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Teymi hf. Bjarni Kristján Þorvarðarson hjá íyrirtækjaþjónustu FBA segir að meginástæða kaupanna sé sú að FBA hefur trú á Teymi og telur það vera afar góðan fjárfestingarvalkost. „Við höfum verið að fjárfesta í hug- búnaðargeiranum, í þeim íyrirtækj- um sem við teljum hafa verulega vaxtarmöguleika og tækifæri," sagði Bjarni en FBA hefur að undanfómu fjárfest m.a. í hugbúnaðarfyrirtækj- unum Hug forritaþróun og Gagna- lind. Kaupverð hlutarins fékkst ekki uppgefið en FBA keypti hlutinn á sama tíma og aðrir hluthafai- juku við sinn hlut. Seljandi hlutarins hefur nú selt allan hlut sinn í fyrirtækinu. Aðrir eigendur Teymis hf. eru Opin kerfi, sem eiga 36%, Elvar Steinn Þorkelsson framkvæmdastjóri, sem á 29%, og Islenski hugbúnaðai’sjóðiu’- inn, sem á 20%. Nokia fer fram úr Motorola London. Reuters. SALA farsíma í heiminum jókst um 51% í fyrra. Nokia í Finnlandi skauzt fram úr Motorola í Banda- ríkjunum og náði forystu á heims- markaði. Salan komst í 162,9 milljónir far- síma 1998 samkvæmt Dataquest upplýsingaþjónustu Gartner-íyrir- tækisins. Markaðshlutdeild Nokia í fyrra jókst í 22,9% úr 19,1% 1997. Sala fyrirtækisins jókst um 81% í 37 milljónir farsíma. Hins vegar jókst sala Motorola um 28% og fyrirtækið varð að lúta í lægra haldi fyrir Ericsson í Svíþjóð og Panasonic. Sala Ericsson jókst um 50% og Panasonic um 55%. Nokia hefur náð auknum yfir- bui’ðum í sölu stafrænna síma og það er skýringin á velgengni finnska fyrirtækisins að sögn Dataquest. Mest var keypt af farsímum í Vestur-Evrópu, eða 32%. í Banda- ríkjunum voru keypt 17% þeirra síma, sem seldir voru í heiminum, og í Japan 16,5%. Fiskimjölsverksmiðjur HÖNNUN / S = HÉE S M I Stórási 6 »2 Sími 565 2921 5MÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA IINN = ÐJA 110 Garðabæ • fax 565 2927
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.