Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 22

Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sturtuklefar Ifö sturtuklefamir eru fáanlegir í mörgum stærðum og gerðum, úr plasti eða öryggisgleri. Ifö sturtuklefamir em trúlega þeir vönduðustu á markaðnum í dag. Ifö sænsk gæöavara. VIÐSKIPTI Microsoft end- urskipulagt Fæst í byggingavöruverslunum ym land allt. I3ICMEGA Fólínsýra Takist fyrir þungun og á meðgöngu. Fæst í næsta apóteki. New York. Reuters. MICROSOFT-hugbúnaðarrisinn mun innan skamms skýra frá víð- tækri endurskipulagningu á fyrir- tækinu, sem miðast að því að það einbeiti sér meir að viðskiptavinum sínum. Endm-skipulagningin kemst á dagskrá í sama mund og Microsoft mætir vaxandi samkeppni á Netinu og hefur orðið fyrir nokkrum áföll- um í réttarhöldum, sem dómsmála- ráðuneytið í Washington efndi til gegn fyrirtækinu vegna ásakana um hringamyndun. Því er neitað að endurskipulagn- ingin standi í sambandi við réttar- höldin. Hugsanlegt er að skýrt verði frá henni í þessari viku, en starfinu er ekki að fullu lokið. Steve Ballmer úr stjórn Microsoft stjómar endurskipulagningunni, sem sagt er að standist samjöfnuð við tvær sögulegar breytingar, sem áður hafa verið gerðar á rekstri fyr- irtækisins - þegar Microsoft sagði skilið við bandalag sitt við IBM 1990 og þegar fyrirtækinu var breytt 1995 svo að það gæti einbeitt sér að Net- inu. Að sögn blaðsins Seattle Times er búizt við að með endurskipulagn- ingunni verði fyrirtækinu skipt í fjórar deildir: - Neytendadeild, sem mun ann- ast Windows-, tölvuþjónustu- og netviðskiptavini. - Framkvæmdadeild, sem mun annast viðskipti við stórfyrirtæki sem nota Windows NT og fleira. - Þróunardeild, sem mun reyna að hleypa nýju lífi í samskipti Microsoft við hópa fólks sem vinnur við þróunarstörf og keppinautar á Netinu eins og Sun Microsystems hafa laðað til sín, til dæmis með Java- og Jimi-kerfum. - Þekkingarstarfsdeild á að ein- beita sér að smáfyrirtækjum og fólki sem starfar heima eða notar farsíma í starfi og venjulegu skrif- stofufólki sem notar Microsoft rit- vinnslukerfi og annað tilheyrandi. Eins og fyrirtækið er nú skiptist það í framleiðsludeildir - þannig að ein deild fæst við stýrikerfi, önnur við fylgihluti o.s.frv. Talið er að endurskipulagningin leiði til þess að Microsoft fái aftur að njóta starfskrafta Brads Silvers- bergs, sem stjórnaði þróun Windows 95 stýrikerfisins og hefur verið í leyfi síðan 1997. „Microsoft hefur leitað að rétta tækifærinu fyr- ir Silverberg," sagði talsmaður fyr- irtækisins. Hagnaður Intel eykst um 18% Santa Clara, Kalifomíu. HAGNAÐUR Intel, mesta ör- gjörvaframleiðanda heims, jókst um 18% á síðasta ársfjórðungi vegna aukinnar eftirspurnar eftir einka- tölvum. Hagnaðurinn jókst í 2,06 milljarða dollara, eða 1,19 dollara á hlutabréf, úr 1,74 milljörðum dollara, eða 98 sentum á bréf, ári áður. Aukin sala Intels á rætur að rekja til þess að sala á einkatölvum jókst um 41% í desember. Fyrirtækið kynnti hraðvirkari Xeron gjörva í fullkomnar einkatölvur og lækkaði verð á ódýrum Celeron kubbum. „Mjög góður markaður er fyrir einkatölvur og það treystir stöðu In- tels,“ sagði fulltrúi Value Line Asset Management, sem á um 300.000 In- tel hlutabréf. Aðsendar greinar á Netinu v§> mbl.is \LL.TAf= etTTHVAÐ A/ÝTT~ Lyftutónlist- arfyrirtæki selt Seattle, Washinglon. MUZAK, fyrirtæki sem er þekkt- ast fyrir að útvega „lyftutónlist“, verður selt samkvæmt samningi sem hljóðar upp á 350 milljónir dollara. Audio Communications Network, umsvifamesti leyfishafi muzak- þjónustu í Bandaríkjunum, eignast Muzak með því að greiða 250 millj- ónir dollara og taka við 100 milljóna dollara skuld. Seljandinn er Centre Partners Management, verðbréfa- fyrirtæki í New York. Muzak tónlistar-, myndbands- og skilaboðaþjónusta er veitt á 250.000 stöðum í Bandaríkjunum og í 15 öðrum löndum. Samruni Volvo og Scania í nánd? Sérstök fyrirtæki 1. Heildverslun með innfl. á sérstakri vöru og er einnig með þrjár verslanir í jafnmörgum bæjarfélögum. Gott tækifæri fyrir unglegt fólk sem vill eignast arðvænlegt, skemmtilegt og gróið fyrirtæki til framtíðar. 2. Lítil saumastofa sem framleiðir sérhannaðar vörur, jafnvel til útflutnings. Er núna i heimahúsi. Geturtekið bíl, sumarbústaða- lóð, húsvagn eða annað verðmætt sem greiðslu. 3. Lítil heildverslun með ýmislegt stelpudót til sölu strax. Góð að- staða, selur mikið í apótek og stórverslanir. 4. Framleiðslufyrirtæki sem flytur inn sitt hráefni og framleiðir úr því og er með námskeiðahald og smásölu. Rótgróið fyrirtæki sem hefur verið í eigu sömu aðila frá upphafi. Skemmtilegt og fjölbreytilegt fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk. 5. Áratugagamalt heildsölufyrirtæki sem að mestu hefur verið í eigu sömu aðila frá upphafi. Mikið af frábærum umboðum sem bjóða upp á enn meiri möguleika. Er löngu orðið landsþekkt og sérlega vel kynnt. Svona fyrirtæki koma sjaldan í sölu. 6. Ein þekktasta fataverslun borgarinnartil sölu sem einnig er á besta stað. Eigin innflutningur og sala, sérlega miðuð við þá aldursflokka sem mest versla, ungt fólk og gamla táninga. Svona fyrirtæki eru ekki oft á söluskrá. 7. Fataverslun við Laugaveginn til sölu. Eigin innflutningur með mörg góð merki. Selst ódýrt. 8. Lítið snyrtilegt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem framleiðir úr plasti. Góð sjálfstæð vinna, öll tæki og áhöld sem til þarf, fylgja með. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni F.YRIRTÆKIASAlAIM SUOURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Stokkhólnii. Reuters. VERÐ hlutabréfa í sænska almenn- ingsvagna- og vörubílaframleiðand- anum Scania hækkaði um 2% á föstudag vegna blaðafréttar um að Volvo AB væri í þann mund að bjóða í allt Scania fyrirtækið. Volvo, sem hefur selt fólksbíla- deildina Ford Motor Co. fyrir 6,45 milljarða dollara, vildi ekkert segja um þá frétt Dagens Nyheter að Volvo ætli að bjóða 55-60 milljónir sænskra króna, eða yfir sjö millj- arða dollara, í Scania. Þó segja kunnugir að þeir hafi ástæðu til að ætla að samkomulag sé í nánd. I síðasta mánuði keypti Volvo 13% hlut í Scania og lét í ljós áhuga á að eignast afganginn. Þar með yrði komið á fót fyrirtæki, sem yrði annar helzti framleiðandi almenn- ingsvagna- og vörubíla í heiminum og mesti vörubílaframleiðandi Evr- ópu. Fálega tekið Scania og Investor, sem á 45,5% í fyrirtækinu, hafa tekið áhuga Volvo fálega. Investor segir að VOLVO SCSANIA Volvo hafi flækt viðræður er félag- ið hafi átt við aðra aðila. Volvo segir Scania hafi engan annan kost en þann að sameinast Volvo og sérfræðingar segja að aðalat- riðið sé hvort verðið verði of hátt. Dagens Nyheter segir að 55-60 milljarða s.kr. tilboð í Scania tákni að hlutabréf fyrirtækisins séu met- in á 275-300 s.kr. Hlutabréf í Scania hækkuðu um 5 s.kr. í 252,5 á föstudag. Bréf í Volvo lækkuðu um 2,5 s.kr. í 218,5. Flugleiðir tapa ekki á Gardermoen FLUGLEIÐIR hafa ekki orðið fyrír fjárhagslegu tjóni vegna þeirra tafa sem hafa orðið á flugi um Gardermoen, hinn nýja alþjóðlega flugvöll Norðmanna í nágrenni Osló- ar. Menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti nýja flugvallarins. Miklar tafir hafa orðið á umferð um völlinn og er talið að samanlagt tap félaganna SAS og Braathens vegna þessa nemi um 700 milljónum íslenskra króna frá því að Gardermoen-völlurinn var tekinn í notkun. Talið er líklegt að félögin muni krefjast skaðabóta vegna málsins. Að sögn Margrétar Hauksdóttur hjá Upplýsingadeild Flugleiða hef- ur félagið ekki orðið fyrir beinúm töfum né fjárhagslegu tapi af völd- um þeirra umferðartafa sem eiga sér stað á vellinum. „Reyndar voru ákveðin byrjunarvandamál til stað- ar fyrstu vikurnar eftij' að völlurinn var tekin í notkun í fyrra meðan menn voru að aðlagast nýjum stað en síðan hefur þetta ekki haft nein mælanleg áhrif á okkar flug. Erfið- leikarnir núna virðast aðallega snúa að flugumferð sem liggur frá vellin- um og til Evrópu og snertir því okk- ar rekstur ekki að neinu leyti.“ Aðalframkvæmdastjóri Mirror Group segir af sér London. Reuters. DAVID Montgomery, aðalfram- kvæmdastjóri Mirror Group plc, hefur sagt af sér og afsögnin getur auðveldað sölu blaðaútgáfunnar. Eftirmaður Montgomerys verður John Allwood fjármálastjóri, sem einnig hefur stjórnað starfsemi út- gáfufyrirtækisins í öðrum hlutum Englands og Skotlandi. Því hafði verið spáð að Montgomery yrði neyddur til að segja af sér á fundi í stjóm fyrir- tækisins í gærmorgun ef hann segði ekki af sér af fúsum vilja vegna ágreinings hans og Sir Vietors Blanks stjómarformanns. Heimildarmaður sagði að Montgomeiy hefði beðizt lausnar til að koma í veg fyrir atkvæða- greiðslu. „Honum var ljóst að hann naut ekki trausts stjórnarinnar,“ sagði hann. Mirror á æsifréttablaðið The Mir- ror, mörg landshlutablöð og kapal- sjónvarpsrásina Live TV. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa lækkað í verði í eitt ár vegna óánægju með stefnu Montgomerys og stjórn hans. Bréf- in hækkuðu um 1% eða 1,5 pens í 208,5 eftir afsögnina. Hindraði samruna Hlutverk Montgomerys var talið koma í veg fyrir að ekki náðist sam- komulag um samruna í nýlegum viðræðum Mirrors og Trinity, ann- ars fyrirtækis sem gefur út lands- hlutablöð. í síðustu viku hafnaði Mirror einnig tilboði frá Regional Independent Media Group (RIM) um 200 pens á hlutabréf, eða 913 milljónir punda. Mirror kvaðst þó vilja ræða við RIM. Nú er talið að RIM kunni að leggja fram hærra tilboð eða að Tr- inity samþykki nýjar viðræður um samruna. Sum brezk blöð telja jafn- vel að þýzka útgáfufyrirtækið Axel Springer komi aftur til skjalanna. Bréf í Mirror hafa lækkað úr 250 pensum í júní í fyrra þegar þýzki risinn Springer AG útilokaði tilboð í fyrirtækið. Verð bréfanna lækkaði í 136 pens í október en hefur hækkað síðan vegna bollalegginga um sam- runa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.