Morgunblaðið - 09.02.1999, Side 41

Morgunblaðið - 09.02.1999, Side 41
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 41, UMRÆÐAN Doktor í misskilningi NYBÖKUÐUM doktor hefur að undan- fómu tekist að vekja nokkra athygli á rit- gerð sinni enda verið að setja fram þá safa- ríku samsæriskenn- ingu að ítök verkalýðs- hreyfíngar og lífeyris- sjóða í íslensku at- vinnulífi valdi því að hagsmunir launafólks verði út undan í sókn efth* stærri sjóðum. Kenningasmiðurinn og leiðbeinendur hans við enskan háskóla hefðu hins vegar betur haft fyrir því að afla sér haldbetri þekkingar á viðfangsefn- inu. Jafnvel vitneskja um örfáar velþekktar staðreyndir hefði getað forðað þeim frá þessari vandræða- legu uppákomu. Með orðstír há- skóladeildarinnar og virðingu fyrir opinbem umræðu í huga er það áhyggjuefni að hægt sé að fá opin- beran háskólastimpil á hugmyndir byggðar á vanþekkingu og mis- skilningi. I umræðum undanfarna daga hafa eftirfarandi staðreyndir kom- ið í ljós: Höfundurinn, Herdís Dröfn Baldvinsdóttir, vissi ekki um fjárfestingastefnu almennu lífeyr- issjóðanna. Höfundurinn vissi ekki að hluta- fjáreign almennu lífeyrissjóðanna er nánast alveg nýtt íyrirbæri, að mestu tilkomið eftir 1990. Höfundurinn þekkti ekkert til nýlegra laga um lífeyrissjóði og gat því ekki vitað að þar eru settar ít- arlegar reglur um fjárfestingar þeirra. Höfundurinn gat því heldur ekki vitað að í nýju lögunum er verið að rýmka fjárfestingarreglur al- Arnar Guðmundsson mennu sjóðanna frá því sem áður var. Höfundurinn þekkh* ekki sögu almenna líf- eyrissjóðakerfisins. Höfimdurinn þekkir ekki uppbyggingu verkalýðshreyfingar- innar og ferli ákvarð- anatöku og ruglar ít- rekað saman hlutverki heildarsamtakanna og einstakra aðildarfé- laga og sambanda. Höfundurinn áttar sig ekki á því að ASI skipar ekki fulltnía í stjómir lífeyrissjóða heldur viðkomandi stéttarfélög. „Uppgötvun“ höfundar virðist felast í því að uppfæra myndir sem birtust í skýrslu Samkeppnisstofn- unar frá 1994 um stjómunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi og alhæfa síðan út frá þeim um or- sakasamhengi og áhrif á ákvarð- anatöku stéttarfélaga. Þrátt fyrir að þekkja ekkert til ofangreindi*a lykilstaðreynda í málinu telur höfundur sig þess um- kominn að draga víðtækar ályktan- ir á borð við þær að seta fulltrúa launafólks í stjórnum lífeyrissjóða ásamt fulltrúum samtaka atvinnu- rekenda valdi því að ASÍ reki „lág- launastefnu“ til að fá sem mestan arð af hlutafé sínu. Því miður er gripið til þess gamalkunna bragðs að brúa vanþekkingargjána með fordómum. Órökstudd „þversögn" Upphafspunktur Herdísar í allri rannsókninni er eitthvað sem hún kallar þversögnina í starfi ASÍ: Að ASI séu félagslega og fjárhagslega sterk samtök sem skili félags- Fordómar Er það boðlegt að flytja út fordóma og van- þekkingu til að fá opin- beran háskólastimpil á plögg, spyr Arnar Guðmundsson, sem enginn viðkomandi er- lendra fræðimanna virðist hafa haft nokkr- ar forsendur til að leggja mat á? mönnum sínum samt ekki árangri. Þetta er athyglisverð staðhæfing en því miður órökstudd. Það er lykilatriði að höfundur skilgi*eini nákvæmlega hvað átt er við með „árangur" og hvaða mælikvarðar eru notaðir til að leggja mat á það hvort árangur hafi náðst á viðkom- andi sviði á tilteknu tímabili eða ekki. Hér má t.d. spyrja hvort höf- undur eigi við uppsagnarfrest, or- lofsrétt, veikindarétt, fæðingaror- lofsrétt, uppbyggingu lífeyrisrétt- inda launafólks, atvinnuleysis- tryggingakerfið, félagslega hús- næðiskerfið, vinnuverndarmál og styttingu vinnutímans, starfs- menntun eða sérstaka hækkun lægstu launataxta um 20.000 kr. (50%) á þremur árum? Rannsóknin gleymdist Þrátt fyrir að sjálf forsendan fyi*ir rannsókninni sé þannig byggð á fordómum frekar en hlutlægu Útgerðarmanni svarað MIKIÐ er það lofs- vert, þegar Magnús Kristinsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyj- um, tekur sig til og flyt- ur ærlega og einarðlega rök fyrir sínum málstað og þeim hagsmunum, sem hann hefur að verja í Morgunblaðsgreinum 29. og 30. janúar. Þess- ar greinar eru afar já- kvætt frávik frá þeirri stefnu LIÚ að reyna að þegja í hel alla umræðu um gildandi fiskveiði- stjóm. Ef frá eru taldar tvær efnislausar grein- ar frá stjórnarmönnum í LÍÚ, sem birtust á sama deginum í vetur og svo 30-40 milljóna króna áróðursátak LÍÚ, sem í kjölfai’ið kom, heyrist ekkert frá þeim hemum. Þeir virðast ekki hafa burði eða telja sig ekki þurfa að ræða þessi mikils verðu mál af neinu viti við almenning í landinu. Blessun- arlega tókst með lítilli fyrirhöfn að koma í huga almennings gæsalöpp- um utan um nefnda „fræðslu"- við- leitni LÍÚ, svo að hún varð hlægileg og villti um fyrir fáum. Grein Magnúsar er ærleg, eins og fyrr var sagt. Ekki get ég á mér setið að taka undir með honum um, hver endemis afturfótafæðing lagasetn- ingin um kvótann á dögunum var, og hvert óbermi afurðin var í samræmi við það. í skrifum Magnúsar er greinilega á ferðinni maður, sem er að freista þess að sjá fyrirtæki sínu sem allra best farborða innan ramma þess fiskveiðistjómarkerfis, sem honum er boðið upp á. Þannig eiga allir stjórnendur í atvinnurekstri að vinna. Raunar hef ég í öllum mínum skrifum um þessi efni ítrekað lagt áherslu á, að ég áfellist engan, sem nýtir sér gildandi reglur um fisk- veiðistjóm á hvern þann veg, sem honum þykir best þjóna sínum hagsmunum þar og þá. Ég hef hins vegar áfellst þá, sem lyrir þessu fyrirkomulagi hafa staðið, þvert ofan í afgerandi meirihluta þjóðarinnar, því að ég hef sannfærst um, að það er þjóðhagslega stórhættulegt. Að baki þeirri skoðun liggja ít- arlegar, hlutlægar greiningar á ágöllum íyrirkomulagsins og af- Jón leiðingum þeirra. En Sigurðsson snúum okkur að efni greina Magnúsar Krist- inssonar. Hann trúir því, að höfuð- atriði og þá væntanlega árangur fiskveiðistjórnarinnar sé fiskvernd og hagkvæmni. Skoðum það síðara fyrst. Óllum, sem rýnt hafa hlutlægt Fiskveiðistjórn En ég tel það aldeilis fráleitt, segir Jón Sigurðsson, að togaraflotinn útrými bátaveiðunum. í málið, er það ljóst, hvemig yfir- burðaaðstaða stærri útgerðanna í samkeppninni um kvótann hefur gert það að verkum, að kvótinn hef- ur flætt frá smærri útgerðum í sjáv- arplássunum víðs vegar um landið til hinna stærri. Og þá er ástæða til að spyrja Magnús Kristinsson um hag- kvæmni þessarar þróunar. Hvor heldur hann, að sæki tonnið af fiski með lægri tilkostnaði, vélbátur, af hvaða stærð sem er, með kyrrstæð- um veiðarfærum á heimamiðum eða togai*i, með 15, 20 eða 25 manna áhöfn, með mörg hundruð milljóna króna fjárfestingu á bakinu í skipi og veiðarfærum að ótalinni olíusóuninni í samanburði við bátinn? Þróunin, sem er innbyggð í kerfið miðast við, að smábátaútvegur og útgerð vél- bátaflotans almennt sé óhagkvæm- ari, þegar hún er það ekki, eða hvað heldur Magnús um það. Þetta nauð- þekkir hann, en ég síður. Eftir ótal símtöl við kunnuga, segir mér svo hugur um, að sú þróun, sem Magnús Kristinsson hefur tekið þátt í, hafi að þessu leyti alls ekki verið þjóðhags- lega hagkvæm, þótt hún geti hafa verið hagkvæm og skynsamleg fyrir fyrirtæki hans við þær aðstæður, sem honum eru búnar. Ég er sammála Magnúsi um það, að fiskur af stærri skipum er alltaf nauðsynlegur til að ná samfellu í fisk- vinnsluna. En ég tel það aldeilis frá- leitt að skipa málum svo, eins og nú stefnir í, að togaraflotinn útrými bátaveiðunum og þar með mörgum sjávarbyggðum. Þau samfélög, mannlíf og þá samfélagslegu fjárfest- ingu, sem fer forgörðum með hverri sjávarbyggð, sem leggst af, verður þjóðfélagið að greiða fullu verði. Það gerist annars vegar í mannlegum harmleikjum, sem ríða yfir fólk, sem verður að yfirgefa kærar slóðir, mannlíf og lífsform, sem það kann að meta og svo ævisparnaðinn í verð- lausum húsum. Hins vegar verður þjóðfélagið, einkum skattgreiðendur á þéttbýlissvæðum að greiða að nýju hinar samfélagslegu fjárfestingar, sem fleygt er eins og slitinni flík, þegar slíkar sjávarbyggðir eru lagð- ar í eyði. Skrifunum verðm* lokið í síðari grein. Höfundur cr fyrrverancli frain- kvæmdastjóri. mati heldur höfundurinn áfram og spyr næst um ástæðuna fyrir þess- ari meintu „þversögn“. Tilgátan sem unnið er út frá er sú að tengsl samtaka launafólks og atvinnurek- enda í stjómum lífeyrissjóða sé skýringin. Til að finna út úr því uppfærir höfundur fyrirliggjandi gögn um tengsl í íslensku efna- hagslífi og finnur m.a. fulltrúa frá almennu lífeyrissjóðunum í stjóm- um stórra hlutafélaga. Miðað við þær spurningar sem höfundur leggur upp með mætti ætla að nú væri komið að hinni eiginlegu rannsókn: Að sýna fram á hvernig þessi tengsl hafa áhrif á starfsemi stéttarfélaga, hvar og hvernig þau koma inn í ferlið þegar verið er að móta stefnu félaganna og kröfu- gerð eða skipta máli við atkvæða- greiðslur launafólks um kjara- samninga sína. Þá er ekki síður mikilvægt að skoða þetta í sögu- legu ljósi, greina þróun í fjárfest- ingarstefnu lífeyrissjóðanna og bera t.d. saman „árangur" hreyf- ingarinnar á þeim tíma sem lífeyr- issjóðirnir vom ekki til, þegar þeir em í mótun og loks á allra síðustu áram eftir að þeir hófu að fjárfesta í hlutabréfum. Ekki væri óeðlilegt að leita jafn- framt svara við þeirri spurningu hvort fjárfestingar lífeyrissjóða í íslensku atvinnulífi hafi e.t.v. skotið undir það styrkari stoðum og þar með stuðlað að bættum lífskjöram í landinu. Eða hvert sé samhengið á milli efnahagskerfisins almennt og launastigsins. Lág laun á Indlandi stafa e.t.v. fyrst og síðast af því að verkalýðshreyfingunni þar hefur ekki dottið í hug að biðja um hækk- un? En því miður: Sjálf rannsóknin virðist hafa gleymst og „niðurstöð- urnar“ opinbera því ekkert annað en fordóma höfundarins - fordóma sem virðast nokkuð útbreiddir ef marka má hávær köll margra eftir minna vægi frjálsra félagasamtaka á borð við stéttarfélög og auknum afskiptum stjórnmálamanna af málefnum vinnumarkaðarins. Ný rannsóknartilgáta Til að skýra hvernig stendur á því að annað eins er sett fram að óathuguðu máli gæti ég gefið mér eftirfarandi rannsóknartilgátu: Fordómar Herdísar stafa af því að í nágrenni heimilis hennar vaxa fleiri barrtré en lauftré. Svo kort- legg ég gróðurinn og viti menn; þetta var eins og mig granaði, barrtrén era fleiri! Er ég þá búinn að sanna mál mitt, tilgátan reynd- ist rétt? Eða er kannski eitthvað bogið við svona vinnubrögð? Það skyldi þó aldrei vera að mér hefði „láðst“ að rannsaka og útskýra or- sakasamhengið? Þetta gæti e.t.v. verið fyndið ef órökstuddar ásak- anir höfundarins væra ekki jafn grafalvarlegar og raun ber vitni. Þetta er einnig grafalvarlegt mál fyrir háskólann í Lancaster á Englandi og opinbera umræðu hér á landi. Er það boðlegt að flytja út fordóma og vanþekkingu til að fá opinberan háskólastimpil á plögg sem enginn viðkomandi erlendra fræðimanna virðist hafa haft nokkrar forsendur til að leggja mat á? Ég ímynda mér að háskólafólk hljóti einnig að hafa áhyggjur af orðspori ,æðri“ menntunar. Höfundur er upplysing-afulltrúi Alþýðusambands Islands. Þakkir og baráttukveðj ur GLÆSILEGU og fjölmennu prófkjöri Samfylkingar jafnað- armanna á Reykjanesi lauk um síðustu helgi. Það er augljóst á því prófkjöri og ennfrem- ur prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík fyrir skömmu, að þetta nýja stjómmálaafl, sem byggir á gömlum og traustum gnmni Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvenna- lista, er komið á fulla ferð. I prófkjörsbarátt- unni hafði ég tækifæri á að ræða við þúsundir manna í Reykjaneskjördæmi og ég fann það og skynjaði að sjónarmið fé- lagshyggju, jöfnuðar og réttlætis eiga góðan hljómgrann meðal al- mennings. Það eru miklar vonir bundnar við Samfylkinguna meðal almennings og undir þeim vænt- ingum munu frambjóðendur henn- ar standa. Góðærinu verður að skila til þeirra sem sköpuðu það - heimilanna í landinu. I prófkjörinu stefndi ég á 1. sæti listans. Því markmiði náði ég ekki, en ég er á hinn bóginn stoltur og glaður yfii* því trausti sem mér var sýnt í prófkjörinu með því að velja mig til að sitja í 2. sæti listans. Ég vil því þakka þeim þúsundum Reyknes- Guðmundur Árni Stefánsson inga sem sýndu mér stuðning og velvild í þessu prófkjöri. Þá vil ég senda íjölmennri og vaskri sveit stuðnings- manna minna, sem lögðu nótt við dag, mín- ar bestu kveðjur og innilegustu þakkir. En umfram allt er Samfylldng jafnaðar- manna nú komin á beinu brautina og mun láta til sín taka svo um munar í íslenskri póli- tík í næstu og lengri framtíð. Það er kominn tími til að breyta svo Prófkjör Ég vil þakka þeim þús- undum Reyknesinga, segir Guðmundur Arni Stefánsson, sem sýndu mér stuðning og velvild í þessu prófkjöri. mörgu og bæta svo margt í íslensku samfélagi. Samfylkingin er og verð- ur það hreyfiafl inn í nýja öld. Höfundur er alþingismaður. Handboltinn á Netinu ^mbl.is mbl.is /\LLTA/= C/TTH\SA£? /MÝTl ALLTAP E!TTH\SA£> A/VT7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.