Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓLAFSSON, Suðurvör 6, Grindavík, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 6. febrúar. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Gerða Kristín Hammer. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILBERT STEFÁNSSON, Borgarbraut 65, Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 6. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og aðrir aðstandendur hins látna. t Elskulegur frændi okkar, GUÐNI RAGNAR GUÐMUNDSSON, Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt sunnu- dagsins 7. febrúar. Fyrir hönd systrabama, Dorothy M. Breiðfjörð. Hjartkær eiginmaður minn, bróðir, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR ÞORBJÖRNSSON aðstoðaryfirlögregluþjónn, Engjateigi 17, verður jarðsunginn frá Bústaðakrikju fimmtu- daginn 11. febrúar kl. 13.30. Ágústa Ósk Guðbjartsdóttir, Halla Þorbjörnsdóttir, Hallur G. Hilmarsson, Hildur Rún Björnsdóttir, Magnea Þ. Hilmarsdóttir, Finnur Bjarki Tryggvason, Þórður Eric Hilmarsson, Signý E. Higgins, Charlotta G. Hilmarsdóttir Roe, Sigrún H. Hilmarsdóttir, Gunnar Þ. Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför uppeldisbróður míns og frænda okkar, GUNNLAUGS PÉTURSSONAR, Skipholti 47, fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, miðviku- daginn 10. febrúar, kl. 15.00. Lára Þórðardóttir, Þórður, Þórarinn og Pétur Tyrfingssynir. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, VIGDÍSAR BJARNADÓTTUR frá Fjallaskaga í Dýrafirði, Framnesvegi 57. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á deild L-3 á Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun og alúð. Hanna Kolbrún Jónsdóttir, Halldór Ólafur Ólafsson, Vignir Steinþór Halldórsson, Lilja Björg Guðmundsdóttir, Jón Hákon Halldórsson, Anna Fanney Hauksdóttir. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR OG GUNNLAUGUR EGGERTSSON + Sigríður Jóns- dóttir húsfreyja á Sauðá var fædd að Breiðabólsstað í Vatnsdal 29. desem- ber 1915. Hún lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar Sigríðar voru Halldóra Guð- mundsdóttir ættuð úr Hnífsdal og Jón Lárusson kvæða- maður sem lengi bjuggu í Hlíð á Vatnsnesi. Sigríður var elst systkina sinna en hin eru Pálmi, f. 10. febrúar 1917, María, f. 15. apríl 1918, Kristín, f. 1. september 1922, Guðmund- ur, f. 7. maí 1925, og Jónas, f. 7. maí 1925. Gunnlaugur Eggertsson, eig- inmaður Sigríðar, var fæddur á Sauðadalsá á Vatnsnesi 7. júní 1907. Foreldrar hans voru Elín Davíðsdóttir ættuð úr Þingeyj- arsýslu og Eggert Eggertsson frá Ánastöðum á Vatnsnesi. Þau bjuggu fyrst fá ár á Ánastöðum en fluttu siðan að Syðri-Sauða- dalsá. Eggert lést 1930 og stóð Gunnlaugur eftir það fyrir búi móður sinnar. Systkini hans sem upp komust voru Jónína, f. 8. mars 1910, d. 1963, og Þor- móður, f. 15. apríl 1915, d. 8. júlí 1981. Þegar Gunnlaugur kvæntist Sigríði var jörðinni skipt og byggðu þau nýbýli á Á lífsleiðinni hef ég sem þetta skrifa eignast marga trausta og góða vini. Á meðal þeii'ra sem ég met mest eru hjónin Gunnlaugur og Sigríður á Sauðá. Eg kynntist Sig- ríði ekki mikið á unglingsárum mín- um enda var hún tæpum áratug eldri en ég. Fjölskylda hennar flutti að Hlíð á Vatnsnesi árið 1927 og þar ólst hún upp til fullorðinsára. Á þeim árum kom ég nokkrum sinn- um að Hlíð. Þar mætti manni mikil hlýja og velvild. Veitingarnar hjá húsfreyjunni voru góðar og systkin- in kát og skemmtileg. Og þá var þar kvæðamaðurinn mikli, Jón Lárus- son, sem einstaka sinnum hóf upp raust sína og fór með kvæðalögin af slíkri list að maður varð hreint og beint undrandi yfir mikilleik radd- arinnar. Þess má geta að um 1930 fór Jón Láusson með þrjú elstu börn sín, Sigríði, Pálma og Maríu, suður og skemmtu þau bæði í Reykjavík og Hafnarfirði með flutningi kvæða- laga. Þótti þetta nokkur atburður syðra og fylltu þau samkomuhúsin og var góður rómur gerður að þess- um skemmtunum. Þetta mundi varla gerast nú þegar skrípamenn og popparar njóta hylli lýðsins. Eg segi frá því hér að framan að ég hefði ekki þekkt Sigríði mikið á æskuárum en því var öðruvísi farið með Gunnlaug, við hann eru bundn- ar sumar mínar fyrstu bernskuminningar. Eg mun hafa verið mjög ungur því Eggert faðir hans var þá enn á lífi og leiddi mig um túnið sunnan við bæinn þar sem sóleyjarnar og fíflarnir stóðu í blóma. Ég var í heimsókn á Sauðadalsá með for- eldrum mínum og þegar við fórum tygjaði Gunnlaugur reiðhest sinn og íýlgdi okkur á leið. Þá var enginn akvegur kominn þarna úteftir, að- eins krókóttar og grýttar götuslóðir með sjónum. Þarna reið Gunnlaug- ur á undan á fögrum og fjörmiklum gæðingi en ég lullaði síðastur á dráttarhesti föður míns og mátti stöðugt berja fótastokkinn til að verða ekki langt á eftir. Mikið dáð- ist ég þá að frænda mínum. Gunnlaugur var mikill veiðimað- ur. Svo ótrúlegt sem það er fór sinum hluta jarðarinnar og nefndu það Sauðá. Þar bjuggu þau til æviloka Gunnlaugs, 2. september 1983, og Sigríður hjá sonum sínum þar til fyrir fáum árum að hún varð að fara á sjúkrahúsið á Hvammstanga vegna veikinda. Þau Sauðár- hjón eignuðust fimm börn, fjóra syni og eina dóttur. Dótt- ir þeirra Nína Guðrún var fædd 9. jan. 1948 en lést í flug- slysi 15. júlí 1968. Bræðurnir fjórir eru Jón Eggert, f. 13. október 1946, Þorgeir, f. 20. ágúst 1950, Sverrir, f. 13. des- ember 1953, og Ellert, f. 1. október 1955. títfór Sigríðar var gerð frá Hvammstangakirkju laugar- daginn 23. janúar sl. og var hún lögð til hvfldar við hlið manns síns í grafreitnum í Kirkju- livammi. hann að fara með byssu þegar hann var aðeins 10 ára. Ég veit að það er rétt því faðii' minn dvaldi þá á Sauðadalsá og gat staðfest þetta. Pabbi var honum hjálplegur með að koma fyrstu veiði hans í verð og sagði að fengur drengsins um haustið hefði verið á fjórða hundrað rjúpur og gat hann með andvirði þeiiTa greitt byssuna og átti þó nokkurn afgang. Sjálfur kynntist ég ekki mikið skotveiði Gunnlaugs en fór þó einu sinni þegar ég var um fermingaraldur með honum á svart- fugl. Eg man þennan dag glöggt. Það var algjört logn en dálítil undir- alda. Gunnlaugur trúði mér fyrir að stýra bátnum en sat sjálfur á fram- þóftunni með byssuna á hnjánum og virtist algerlega afslappaður. Þegar við nálguðumst fugl lyfti hann byss- unni eldsnöggt og skotið reið af. Sjaldan missti hann inarks og enn í dag, sextíu árum síðar, undrast ég leikni hans með byssuna. Stundum heyrði ég menn tala um að Gunnlaugur væri nokkuð fljótfær eða fljóthuga. Má vera að einhver fótur hafi verið fyi'ir þessu þar sem ákafi hans við störfin var svo mikill að hugur hans og athafnir hafi ekki alltaf fallið nákvæmlega í sama far- veg. Nokkrum sinnum reri ég til fiskjar með Gunnlaugi og eru mér þeir róðrar margir minnisstæðir. Aldrei fann ég að hann væri fljótfær á sjónum heldur þvert á móti. Öll störf vann hann af dugnaði og lip- urð hins vana sjómanns og stýi'ði báti sínum alltaf heilum í lendingu. Hann var mikill aflamaður og stundum var eins og hann hefði sjötta skilningarvitið og vissi hvar helst væri fisks að leita. Um þetta gæti ég nefnt dæmi þó ekki verði gert hér. Eins og kunnugt er olli heims- styrjöldin síðari miklum breyting- um hér á landi. Fyrir hana var stöðnun og kreppuástand á flestum sviðum en nú gátu allir fengið vinnu ef þeir báru sig eftir björginni. Einkanlega var mikil atvinna í Reykjavík og nágrenni og þangað flykktist ungt fólk utan af lands- byggðinni. Meðal þeirra sem fóru þangað í atvinnuleit voru þau Sig- ríður Jónsdóttir og Gunnlaugur Eggertsson. Gunnlaugur fékk fljótt pláss á togara en Sigríður stundaði að sjálfsögðu kvennastörf í landi. Togarinn sem Gunnlaugur var á seldi afla sinn í Englandi og sigldi hann þangað með honum einhverja túra. Ekki varð þessi togari íyrir neinum áföllum af völdum stríðsins meðan Gunnlaugur var þar innan- borðs en víða sá hann merki um hroðalegar afleiðingar þess. Gunn- laugi varð þessi dvöl á togaranum minnisstæð og sagði stundum, síðar á ævinni, sögur af þeirri reynslu sinni. Það mun ekki hafa verið ætlun þeirra Gunnlaugs og Sigríðar að dvelja lengi í Reykjavík. Þau voru bundin æskustöðvunum traustum böndum og heim voru þau komin iyrir stríðslok. Þau gengu í hjóna- band árið 1945 og hófu um það leyti uppbygginguna á nýbýli sínu, Sauðá. Þau völdu því stað á bökkun- um sunnan við Sauðadalsártúnið. Þaðan er fagurt útsýni vestur um flóann og til Strandafjalla, ef litið er til austurs blasir Vatnsnesfjallið við, í suðaustri sést í mynni Hlíðardals og Þorvaldsfjallið vestan dalsins. Um þetta leyti hófs mikil vélvæð- ing í íslenskum landbúnaði. Skurð- gröfur og jarðýtur félagasamataka bænda fóru um sveitir og ræstu fram og brutu land sem í raun var skilyrði þess að hægt væri að stækka túnin. Þá fóru líka að koma heimilisdráttarvélar og jeppar og var Gunnlaugur með þeim fyrstu sem eignuðust þau tæki. Þau Sauð- árhjón gengu hiklaust til verks. Fyrst var íbúðarhúsið byggt og fjós þar norðuraf en notast við gömul fjárhús í nokkuð mörg ár. Síðar byggði Gunnlaugur með sonum sín- um vönduð fjárhús á jörðinni og hefur fjárbúið á Sauðá lengi verið með þeim afurðamestu í sýslunni. Ég rek ekki frekar búskaparsögu hjónanna á Sauðá en segja má að á því sviði hafi þeim gengið flest í haginn. Þá langar mig að víkja að þætti húsfreyjunnar á Sauðá. Hennar staður var innan veggja heimilisins og þar undi hún best. Hún var ákaf- lega heimakær og fór helst ekki af bæ nema brýna nauðsyn bæri til. Þá var hún mjög hreinlát og mátti helst ekki sjá blett á neinu. Það hefur þó oft verið erfitt að halda öllu hreinu því húsakynni voi-u frekar lítil og töluvert mai'gt fólk í heimili einkum á sumrum þegar sumarkrakkar og gestir bættust við. Sigríður var með eindæmum gestrsin og bar fyrir gesti allt það besta sem hún átti til. Þó fannst mér meira til um þá hlýju sem maður fann við komuna að Sauðá. Það fór ekkert á milli mála að gesturinn var velkominn. Sigríð- ur var mjög söngelsk kona og hafði ágætis söngrödd og söng í kór á Reykjavíkurárum sínum. Sagt var að hún hefði stundum sungið hástöf- um við húsverkin á Sauðá sér til hugarhægðar og helst þegar enginn heyrði til. Einhverntíma heyrði ég Sigríði segja að hún hefði aldrei haft verulega ánægju af börnum. Ekki skal ég rengja þau orð hennar en ég er líka jafn viss um að ekki kom það niður á börnum hennar, þeim var hún góð móðir. Það er sagt að sorgin gleymi eng- um og henni kynntust hjónin á Sauðá. Nína Guðrún, dóttir þeirra, sem þá var um tvítugsaldur, fórst í flugslysi ásamt unnusta sínum. Þá sýndi Sigi'íður einstakan styrk og hetjuskap sem í minnum er hafður af þeim er því kynntust. Hjól tímans heldur stöðugt áfram að snúast og mennirnir fylgja með. Gunnlaugur á Sauðá fór smátt og smátt að kenna áhrifa ellinnar en íylgdi þó sonum sínum til allra verka við búskapinn og hélt alger- lega áhuga og vinnugleði. Fram- kvæmdum var haldið áfram á Sauðá. Byggt var stórt geymsluhús og stuttu síðar reist nýtt íbúðarhús á bakkanum stuttan spöl sunnan við gamla húsið. Það mun hafa verið sumarið 1982 að ég vai' staddur langt suður á Ánastaðatúni við heyþurrkun. Veðr- ið var einstaklega gott, logn og sól- skin. Þá sá ég lítinn bát koma utan með landinu og beygja upp í Sand- víkina. Ég flýtti mér niður að sjón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.