Morgunblaðið - 09.02.1999, Síða 67

Morgunblaðið - 09.02.1999, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 67*- julia R*)CH'n> >usan Sarancloi t-J Harris STJÚPMAMMA Stepmom Sýnd kl. 4.45, 7 og 9.15 EE 5, 7, 9 og 11 ■w'Wp4f,ífiH" Sýnd kl. 2.45 lau og sun ísl. tal. Plakat fylgir hveijum miöa veislód www.stjornmbi www.theroxbury.com P1 -Ef 553 2075 ALVÖRU BÍÓ! mDplbý STAFRÆIMT stæbsw tjaidki mbi HLJÖÐKERFS í I UV QLLUM SÖLUM! Sýnd kl. 5 og 9. Tónelskir HLJÓMSVEITIN Garbage neyddist til að aflýsa tónleikum í Eistlandi á fimmtudagskvöldið var vegna þess að hljóðfærin og niagnararmr komust ekki í tæka tíð til þess að hægt væri að halda tónleikana. Töfin á græjunum varð vegna seina- gangs hjá rússneskum tollvörð- um, að sögn eistlensku frétta- stofunnar ETA. Farangur hljómsveitarinnar barst til Tall- inn um fimmleytið á fímmtudag og var það of lítill tími til að hægt væri að halda fyrirhugaða tónleika um kvöldið. GARBAGE varð að aflýsa tónleikum í Tallinn. wm Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borgarleikhúsinu MÁVAHLÁTUR eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í leikgerð Jóns J Hjartarssonar í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur 5,7,9 0911. MAGNA9 6ÍÓ /DD/ SÍIVlf Líiufíavegi 94 Minnir á draum Leikritið Á meðal áhorfenda ber nafn sitt með rentu. Hildur Loftsdóttir setti sig í færí við leikarana úr Flensborg sem leika í íbúð Snorra húsvarðar. FLENSBORGARNEMENDUR eru að setja upp all nýstárlega leiksýningu sem nefnist A meðal áhorfenda. Hún er byggð á örleikrit- um eftir Þorvald Þorsteinsson, og einum einþáttungi, og er sýningin um 30 mínútur í heild sinni. Stefán Jóns- son leikstjóri hefur tengt saman þessi stuttu verk í eitt langt sem fjall- ar um hann Magnús sem áhorfendur fá að fylgja frá vöggu til grafar. Leikaramir Svala Ingibertsdótt- ir, Finnbogi Þorkell Jónsson og Eyrún Ósk Jónsdóttir sögðu blaða- manni frá sýningunni sem sýnd er í íbúð Snorra húsvarðar í Flensborg- arskólanum. EYRÚN: Það var eiginlega tilviljun að við ákváðum að setja verkið upp í Snorraíbúð. Eitt sinn þegar við ætluðum að æfa, var kórinn í saln- um þannig að við komum hingað inn í staðinn. Þá sáum við hvað þessi staður er rosalega heppilegur fyrir þetta verk. Þannig eru leikarar í miklu návígi við áhoifendur sem fylgja leikurunum um íbúðina. - Er Magnús dæmigerður Islend- ingur? Hafnfirðingur kannski? SVALA: Nei, hann er eiginlega dálítið furðulegur. EYRÚN: Við eram mjög ánægð nieð þetta val leikstjórans, og þetta MAGNÚS að leigja sér spólu; Gísli Rafn Kristjáns- son og Atli Már Ymisson. er mjög ólíkt öllum leikritum sem ég hef tekið þátt í. Bæði er textinn sérstakur og líka umfjöllunarefnið. FINNBOGI: Ég sá leikritið „Við feðgarnir" eftir Þorvald, og mér fannst líka samtölin þar alveg ótrá- leg. - Höfðar þessi sýning sérstaklega til ungs fólks? SVALA: Nei, alls ekki, það ættu all- ir aldurhópar að geta haft gaman af sýningunni. Hún er mjög sérstök. EYRÚN: Hún minnir mig eiginlega á draum. Hlutirnir passa alveg, en samt passa þeir ekki. Skiljið þið hvað ég á við? Eins og þegar mann dreymir. Einhvern veginn abstrakt. FINNBOGI: Það er líka gaman að þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni Stefáns. SVALA: Mér finnst hann Stefán rosalega góður. Frábært hveraig hann túlkaði verkið, leysti úr því og gaf okkur krökkunum tengingu við það. Það var erfitt að tengja fyrst á milli alls sem var að gerast. FINNBOGI: Maður fékk eig- inlega engan botn í verkið þegar maður las það fyrst. -En skilja þá áhorfendur eitt- hvað íverkinu? EYRÚN: Ég veit það ekki. Það verður hver og einn að skilja það fyrir sig. Það er enginn sem skilur það eins. FINNBOGI: Það eru margar út- skýringai- á því hvað gerist. EYRÚN: Þetta er vægast sagt mjög sérstök sýning þar sem áhorfendur flakka um íbúðina, og í einu her- berginu horfa þeir á sjónvarp og það er bein útsending á því sem er að gerast. FINNBOGI: Ef til er lifandi leikhús þá er það þetta. LEIKHÓPURINN í allri sinni dýrð við jarðarför Magnúsar. Morgunblaðið/Ásdís □o DIGITAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.