Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli AFGREIÐSLUSTÚLKUNA sakaði ekki í ráninu og gat hún gefið lög- reglu lýsingu á ræningjanum. Vopnað rán í söluturni Ágreiningur og uppsagnir á heilsugæslustöð Mosfellsbæjar Morgunblaðið/Jón Svavarsson UM 30 íbúar í Mosfellssveit fylgdu áskorununum eftir með því að mæta í heilbrigðisráðuneytið. MAÐUR um tvítugt vopnaður hnífi ógnaði afgreiðslustúlku í söluturni á Hagamel í gærkvöld um klukkan 21 og rændi 40 þúsund krónum úr pen- ingakassa og nokkru magni af vind- lingum. Afgreiðslustúlkan, sem var ein að störfum hlaut engin meiðsl við ránið og kallaði á lögreglu þegar ræninginn var horfinn á brott. Hún gaf lögreglu greinargóða lýs- ingu á ræningjanum, sem var klædd- ur í hermannaklossa og gallabuxur og var með sólgleraugu, prjónahúfu og trefil fyrir andliti. Lögreglan leit- aði ræningjans í gærkvöld og rann- sakar málið. SAMKOMULAG hefur náðst um samvinnu Útgerðarfélags Breið- dælinga hf. (UBB) og útgerðarfé- lagsins Njarðar ehf. í Kópavogi. Njörður gengur inn í kaup ÚBB á bátnum Mánatindi og kvóta frá Djúpavogi, Breiðdælingar útvega útgerðinni ákveðinn kvóta sem vonast er eftir að komi af byggða- kvóta Byggðastofnunar og skip Njarðar landa 1.400 tonnum á ári til vinnslu í frystihúsinu á Breið- dalsvík. Breiðdalshreppur stofnaði Út- gerðarfélag Breiðdælinga hf. í síð- asta mánuði til að tryggja atvinnu á Breiðdalsvík eftir að Búlands- tindur hf. á Djúpavogi hætti þar allri atvinnustarfsemi. ÚBB gerði tilboð í eignir Búlandstinds hf. á Breiðdalsvík, það er að segja frystihús og bátinn Mánatind ásamt 600 tonna kvóta fyrir 450 milijónir kr. Rúnar Björgvinsson, sveitarstjóri sem jafnframt er framkvæmdastjóri Útgerðarfé- Þetta er sjötta vopnaða ránið sem framið er í Reykjavík á þessu ári og hefur alls verið rænt um 200 þúsund krónum í ránunum. I öilum tilvikum hafa stúlkur verið við afgreiðslu í söluturnunum, á aldrinum 15-26 ára, og hafa þær ennfremur verið einai- við störf þegai’ ránin hafa verið framin. í einu tilvikanna veitti ræn- ingi afgreiðslustúiku áverka. Lögreglu hefur í flestum tilvikum tekist að handsama ræningjana og upplýsa ránin, en fram hefur komið af hálfu lögreglunnar að fréttir af rán- um geti hrint af stað hrinu rána, eins og virðist vera orðið að staðreynd nú. lagsins, segir að við ítarlega skoð- un á rekstrargrundvelli félagsins hafi komið í ljós að ekki væri grundvöllur fyrir rekstrinum með kaupum á bátnum og þeim kvóta sem honum fylgdi. Því hafi verið farið að leita annarra leiða og upp úr því tekist samkomulag við Njörð. Sótt uin byggðakvóta Njörður ehf. er með skrifstofur í Kópavogi og gerir út togskipið Þór Pétursson GK 504 og skuttogarann Heiðrúnu ÍS 4. Það samkomulag sem gert hefur verið kveður á um að skip Njarðar, væntanlega aðal- lega Heiðrún, muni leggja upp 1.400 tonn af bolfiski hjá ÚBB á ári. Hafliði Þórsson útgerðarmaður segist haga útgerð skipa sinna þannig að þeim sé haldið til veiða þar sem þau fiski best og geti því verið á flakki. Því sé ekki endilega víst að þau landi fiskinum fyrir Ibúar krefjast lausnar INGIBJÖRGU Páhnadóttur heil- brigðisráðherra voru í gær afhentir undirskriftalistar yfir 2.000 íbúa í Mosfellssveit sem skora á ráðherra að skapa læknum og starfsfólki heilsugæslustöðvar bæjarins viðun- andi starfsskilyrði, þannig að friður komist á um starfsemi stöðvarinnar. Meira en þriðjungur íbúa Mosfells- sveitar skrifaði undir áskorunina. Þrír læknar, ritari og hjúkrunar- fræðingur hafa sagt upp störfum við stöðina og taka fyrstu uppsagn- irnar gildi 1. apríl nk. Unnið að lausn Ingibjörg Pálmadóttir sagði að þegar þetta mál kom upp hefðu strax verið gerðar ráðstafanir af hálfu ráðuneytisins til að reyna að leysa þennan ági'eining. Sérfræð- ingar ráðuneytisins í málefnum heilsugæslunnar hefðu farið ofan í þetta mál og nú í vikunni hefði ráðu- neytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins óskað eftir aðstoð formanns Læknafélagsins og formanns Fé- lags heimilislækna við að leysa deil- una. Það væri því markvisst unnið að því að leysa málið. „Svona deilur eru viðkvæmar og flóknar og því vandmeðfarnar. Það er ekki enn komin niðurstaða í mál- austan. Sveitarstjórinn segir að fyrir aflann verði greitt svipað verð og frystihús í nálægum byggðar- lögum greiði fyrir hráefni. Útgerð- arfélag Breiðdælinga skuldbindur sig til að láta Njörð fá 450 milljóna króna þorskkvóta og hefur sótt um byggðakvóta hjá Byggðastofnun í þeim tilgangi. Rúnar segir að ef fé- lagið fái ekki þann kvóta verði það að útvega sér kvótann með öðrum hætti. Fyrsta löndun 10. mars Útgerðarfélag Breiðdælinga stendur við kauptilboð sitt til Búlandstinds, þó þannig að Njörð- ur mun yfirtaka Mánatind og kvóta hans og mun ÚBB því aðeins eign- ast frystihúsið á Breiðdalsvík sem metið er á 70 milljónir kr. Löndun- arsamningurinn við Njörð gildir í tvö og hálft ár og að þeim tíma liðnum mun ÚBB eiga kauprétt á togaranum Heiðrúnu. Með þessum samningum er Njörður að afla sér ið. Það liggur kannski ekki alveg á borðinu um hvað deilan snýst. Ef þetta er deila sem snýst um mann- leg samskipti þá er það nokkuð sem fullorðið fólk getur leyst. En ef þetta er deila um kaup og kjör þá kann það að vera erfiðara viðfangs því það eru kjarasamningar í gildi. Auk þess er það ekki á mínu borði að semja við heilbrigðisstarfsfólk um kaup og kjör,“ sagði Ingibjörg. Þengill Oddsson heilsugæslu- læknir, sem er einn læknanna sem sagt hafa upp störfum, sagði að staðan í deilunni væri óbreytt. Hann sagði að fleiri hjúkrunarfræð- ingar áformuðu að segja upp störf- um og ekkert benti því til að deilan væri að leysast. Þengill hefur sagt upp frá og með 1. apríl, en hann sagðist reikna með að taka út frí frá og með miðjum næsta mánuði. aukinna verkefna, að sögn Hafliða Þórssonar. Sveitarsjóður lagði fram 20 millj- óna króna hlutafé í félagið, einstak- lingar á staðnum um 5 milljónir og Njörður ehf. mun leggja 5 milljónir til viðbótar þannig að heildarhluta- fé Útgerðarfélags Breiðdælinga verður í upphafi um 30 milljónir kr. Sveitarstjórinn segir að áfram verði tekið við hlutafé. Sótt hefur verið um lánsfjárfyiirgreiðslu hjá Byggðastofnun til að fjármagna kaupin á frystihúsinu. Búlandstindur hefur séð fi-ysti- húsinu á Breiðdalsvík fyrir hráefni til vinnslu frá því í lok janúar en vinnsla verið stopul síðan báturinn fór í slipp. Gert var ráð fyrir að verkefni yrðu við loðnufi’ystingu á þessum tíma en ekkert hefur orðið úr henni. Skip Njarðar byrja að leggja upp fisk hjá frystihúsinu um 10. mars og segir Rúnar Björgvins- son að búast megi við stopulli vinnu þangað til. Könnun á löngun landans í þorramat Hákarl, sviðasulta og hangi- kjöt lang- vinsælust f NÝLEGRI könnun Pricewater- houseCoopers ehf., sem gerð var meðal 1.200 íslendjnga þar sem kannað var hvort íslendingar borðuðu þorramat og hvaða þorramatur þeim þætti bestur, kemur í ljós að hákarl, sviðasulta og hangikjöt, eru langvinsælasti þorramaturinn. 17,4% þeirra sem svöruðu ját- andi fannst hákarl bestur og næst kom hangikjöt með bestu meðmæli l6,9% þeirra sem tóku afstöðu. I þriðja sæti kom síðan sviðasulta, en 14,7% neytenda fannst hún best. AIls sögðust tæp 76% fólks á aldrinum 15-75 ára borða þorra- mat og voru hinir eldri í meiri- hluta. 89,9% fólks á aldrinum 50-75 ára sögðust borða þorra- mat á móti 60,5% fólks á aldrin- um 15-29 ára. Samkvæmt könnuninni borða fleiri karlar þorramat en konur, eða 80,2% á móti 70,7%. Lands- byggðarfólk borðar þorramat í ríkara mæli en höfuðborgarbúar þar sem 81,7% landsbyggðar- fólks sögðust borða þorramat á móti 71% íbúa höfuðborgarinn- ar. Af öðrum tegundum þorramatar sem neytendum fannst bestar má nefna harðfisk, svið, hrútspunga, slátur, súrmeti almennt, lundabagga, hval, súra sviðasultu og bringukolla, en þessar tegundir stóðu þó hákarl- inum, hangikjötinu og sviðasult- unni langt að baki og fengu frá 8,3% niður í 1,3% fylgi. Að auki gerðu 7,5% neytenda ekki upp á milli tegunda og 9,8% völdu ann- að. Njörður ehf. yfírtekur tilboð Breiðdælinga í Mánatind og kvóta Leggur upp 1.400 tonn til vinnslu á Breiðdalsvík ÁFÖSTUDÖGUM líf AUGLÝSING MEÐ Morg- unblaðinu í dag er dreift blaði Samtaka ferðaþjón- ustunnar, „Góugleði“. Þórey Edda stökk 4,31 metra í Stokkhólmi / C1 >•••••••••••••••••••••••••< Örn Arnarson hættir við keppni í New York / C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.