Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 38
íiwor G6 (MJt BAUíiHÍ-N ,i4- rttj0Mut@iöú ^38 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 Pólitískt gengissig I EAtvinnustjórnmálamenn sækja fram á flestum vígstöðvum. Framganga stjóm- málamanna virðist gleymast óvenju hratt á íslandi þótt deila megi um hvort ástæða sé til að harma þá stað- reynd sérstaklega. Um það eru mörg dæmi að ummæli og skoð- anir, sem ekki hafa fengið stað- ist, hafi ekki spillt fyrir ferli manna, sem sækjast eftir háum embættum. Einn áhrifamesti stjómmálamaður Islendinga síðustu áratugina lýsti eitt sinn yfir því að hagstjórnaraðferðir sem viðurkenndar væru á vest- urlöndum ættu ekki við á Is- landi. Ekki varð þessi yfirlýsing til að spilla ferli þessa ágæta stjórnmálamanns frekar en margra starfs- VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson bræðra hans. Hún virtist með öOu gleymast og um þá staðreynd ríkti, að því best varð séð, prýðileg póhtísk sátt. Fleiri sambærileg dæmi mætti tína til í því skyni að rök- styðja þá skoðun að aðrar póli- tískar hefðir hafi í mörgum efn- um þróast fram á íslandi en í flestum nágrannaríkjanna. A síðari áram hafa pólitískar ráðningar án tillits til hæfni í hálaunastöður í ríkiskerfinu verið einna mest áberandi ásamt algjöram skorti á ábyrgð ráðamamanna og undirlægju- hætti löggjafarvaldsins gagn- vart framkvæmdavaldinu. Þótt hinar pólitísku leikreglur á íslandi hljóti/ættu almennt að misbjóða bæði skynsemi og sið- ferðiskennd flestra, hverjar svo sem stjómmálaskoðanir þeirra kunna að vera, vill oft gleymast að Islendingar eiga ýmislegt sameiginlegt með öðram vest- rænum ríkjum í þessu viðfangi. Víða í Evrópu og Bandaríkjun- um leita menn nú skýringa á þeim miklu breytingum sem einkenna stjómmálalífið og ýmsir vilja kenna við „hnignun" eða „gengisfaU". Skýringar sem komið hafa fram í þessum lönd- um eiga einnig við í lýðveldi hamingjunnar þótt hefðir mæh fyrir um að íslendingar kenni þessa þróun fremur við „gengis- sig“ Fjölmargir reyndir þing- menn, ráðsmenn og fyrram ráðsmenn hafa kunngjört á síð- ustu vikum og mánuðum að þeir hyggist draga sig í hlé. Flestum þeima hafa nú þegar verið feng- in hálaunaembætti á pólitískum forsendum. Þótt ekki sé ástæða til að efast um heihndi þessara manna í starfi er aðeins í und- antekingartilfellum unnt að segja að þeir skilji eftir sig skarð, sem verði vandfyllt. En er þá sérstök ástæða til að binda vonir við eftirmenn þeirra? Sömu spumingar era nú bomar fram af vaxandi þunga víða í Evrópu og Bandaríkjun- um. Hvemig ber að skýra það að menn, sem sannanlega eru hæfir til að sinna stjómmála- störfum, bjóða sig ekki fram til að gegna þeim? Hvemig ber að skýra þá meðalmennsku, sem einkennir stjómmálalífið og vaxandi áhugaleysi almennings? Svarið er tvíþætt. Annars vegar ræður hér mestu framrás atvinnumanna í stjórnmálum auk þess sem margir vandaðir og hæfir menn telja slík störf lítt eftirsóknarverð í fjölmiðla- samfélögum nútímans. A enskri tungu er gjaman talað um að þeir sem sinna stjómmálastörfum séu að inna af hendi „public service" þ.e. að þeir séu í „þjónustu almenn- ings“. Hugsunin hefur verið sú að þeim sem sannanlega hafa sýnt fram á hæfni sína beri skylda til að láta gott af sér leiða í samfélaginu verði óskað eftir kröftum þeirra. Er þá gjarnan horft til reynslu þeirra af atvinnuhfinu og framgöngu í starfi. Þessi hugsun er nú á hröðu undanhaldi. Atvinnustjómmála- menn sækja fram á flestum víg- stöðvum. Hér verður þeirri skoðun ekki andmælt að yfir- leitt hafi íslenskir stjómmála- menn í gegnum tíðina ekki skil- ið í grandvallaratriðum hug- myndina um þjónustu við al- menning. Hér á landi kemur framrás atvinnumanna þó eink- um til sökum þess að flokks- valdið hefur styrkst frekar en hitt. Flokkamir koma sér t.a.m. upp embættum og stofnunum, sem era eins konar „þjálfunar- búðir“ fyrir unga atvinnumenn er njóta hylli forastunnar. Sök- um þessa er hollusta þeirra fyrst og fremst við „flokkinn" og leiðtogann. Atvinnumennirnir reynast skattborguranum síðan dýr- keyptir þar sem finna þarf þeim til handa hálaunastörf er þeir draga sig í hlé eða falla út af þingi. Sökum þess að reynslan úr almennu atvinnulífi er oft htil sem engin þarf að koma þessum mönnum fyrir í umhverfi, sem ógnar þeim á engan hátt. Frjáls fjölmiðlun hefur hins vegar orðið til þess að gera stjómmálastörf lítt eftirsóknar- verð í hugum margra. Areitið er í flestum tilfellum viðvarandi en jafnframt hefur kastljós fjöl- miðla orðið til þess að draga úr þeirri virðingu, sem stjórnmála- menn njóta. Olíkt því sem áður var hefur frjáls fjölmiðlun opnað augu al- mennings fyrir því að stjóm- málamenn era í mörgum tilfeh- um augljóslega ekki hæfari en alþýða manna til að sinna þess- um störfum. Bætt almenn menntun hefur þannig ásamt fijálsri fjölmiðlun og framgöngu stjómmálamannanna sjálfra orðið til þess að grafa undan þeirri yfirburðastöðu sem þeir forðum nutu. Ahugaleysið er fylgifiskur þessarar þróunar enda eðlilegt að viðbrögðin sé þau þegar munurinn á mönnum og flokkum verður sífellt ógreinhegri eftir því sem umsvif atvinnumanna fara vaxandi. Á íslandi fyrirfinnast hæfir stjómmálamenn í flestum flokk- um, sem sinna störfum sínum af trúmennsku og elju. Dugnaður tiltekinna stjómmálamanna á borð við núverandi ráðsmann menntamála er virðingarverður og hefur vakið verðskuldaða at- hygli. Flokksvaldið getur hins vegar af sér heldur einsleita hjörð at- vinnumanna, sem almennt verða ekki til þess að auka reisn stjómmálanna eða áhuga á þessum mikilvæga þætti þjóð- hfsins. MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Afskrifum ekki olíugjald FÁ LÖG á Alþingi hafi hlotið jafn klúðurs- leg örlög og lög um vörugjald af olíu sem vora samþykkt árið 1995 en Alþingi afnam þau árið 1998 án þess að þau hefðu nokkurn tímann tekið gildi. Áður en það var gert hafði Friðrik Sophusson, þá- verandi fjármálaráð- herra, komið með fram- varp th breytinga á lög- unum þar sem gert var ráð fyrir að tekið yrði upp olíugjald með litun gjaldfrjálsrar olíu í stað olíugjalds með endur- greiðslukerfi sem gert var ráð fyrir áður. Þetta frumvarp hlaut ekki náð fyrir augum efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis. Rök meiri hluta nefndarinnar vora þau að ávinningur af því að viðhalda tvöfóldu kerfi svaraði ekki þeim kostnaði sem af því hlytist. Með ol- íugjaldinu þyrfti að vera áfram kíló- metragjald og það yrði verulega aukinn kostnaður vegna litunarbún- aðar og dreifingar. Þar sem inn- heimta í þungaskattskerfinu hefði lagast stórlega á nokkrum árum lagði nefndin til að það yrði látið halda sér með nokkrum endurbótum sem hún taldi að þyrfti að gera. Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis hefur síðan verið að „endur- bæta“ þungaskattslögin. Má t.d. nefna að hægt er að fá 100% afslátt af þungaskatti ef ekið er meira en 95.000 kílómetra á ári og kemur þetta sér t.d. ákaflega vel fyrii- skipafélögin sem era að yfirtaka alla landflutninga. Þetta ákvæði er kom- ið til Samkeppnisstofnunar og mér segir svo hugur að því verði breytt í kjölfar niðurstöðu þar. Svo var sett fastagjald á eftirvagna, það tekið af og mæla- gjald hækkað um 20%, 100.000 króna fasta- gjald var sett á bifreið- ar yfir 14 tonn og var ennþá á síðast er ég vissi. Þessar endurbæt- in* hafa verið klúðurs- legar og enn sér ekki fyrir endann á því. Græðgi stjómvalda Trausti, félag sendi- bifreiðastjóra, var fylgjandi upptöku olíu- gjalds og það vora mik- il vonbrigði þegar hætt var við það. Önnur fé- lög innan Samtaka landflutningamanna (SLF), en inn- an þeirra raða eru atvinnubílstjórar á öllum stærðum bifreiða, voru Gjaldtaka Olíugjald er of stórt hagsmunamál fyrír þjóðarbúið til að falla í gleymsku, segir Eyrún Ingadóttir, því það er besta leiðin til að minnka mengun í samgöngum. einnig meðmælt olíugjaldinu og raunar vora atvinnubílstjórar til- búnir að leggja ýmislegt á sig til að olíugjaldið kæmist á. Það voru stjómvöld hins vegar ekki tilbúin að gera og létu þar með stundarhags- muni ráða för. Þau vildu fá a.m.k. Eyrún Ingadóttir sömu 3,2 milljarðana í ríkissjóð og þungaskattskerfið gaf af sér sl. ár. Það var ekki tekið tillit til þess, sem Trausti og fleiri félög bentu þó ít- rekað á, að þar sem þungaskattsinn- heimtan hafði lagast stórlega á fáum árum ættu atvinnubílstjórar að fá að njóta þess að einhverju leyti en það voru þeir sem áttu framkvæðið að því að farið var út í lagfæringu þungaskattskerfisins. Þess má geta að fjármálaráðuneytið reiknar með að tekjur af þungaskatti geti numið allt að 3,5 milljörðum fyrir árið 1999 svo enn þykir mér hækka hagur strympu. Skynsöm kerfis- breyting Þrátt fyrir að olíugjaldslögin hafi verið afnumin eru margir innan at- vinnubílstjórastéttarinnar sem von- ast eftir því að stjórnvöld taki málið upp aftur og olíugjaldið komist að lokum á. Hinn 16. janúar sl. var haldinn ársfundur SLF og var Geir H. Haarde fjármálaráðherra gestur fundarins. Fundarmönnum voru of- arlega í huga örlög olíugjaldsins og raunar lýstu flestir yfir þehri ósk að frumvarpið yrði tekið upp á nýjan leik. Það sem gerii’ olíugjald svo væn- legan kost fyrir atvinnubílstjóra er sá grundvallarmunur sem er á þess- um tveimur innheimtukerfum, þungaskatti og olíugjaldi. Með þungaskatti ræðst gjaldið af því hve mikið er ekið en með olíugjaldi hversu mikilli olíu er eytt. Að ein- hverju leyti helst þetta í hendur en í þungaskattskerfmu vantar allan hvata til að nota sparneytin öku- tæki. Það er allt of mikið af óhag- kvæmum bifreiðum í umferðinni, af öllum stærðum og gerðum, sem eyða mun meiri olíu en æskilegt er út frá umhverfislegu sjónarmiði. Samgöngutæki orsaka u.þ.b. þriðj- ungi af útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda hérlendis svo olíugjald myndi draga töluvert úr mengun og ekki mun veita af þegar íslensk stjórn- völd undirrita loks Kyoto-samkomu- lagið. Finnur Ingólfsson iðnaðar- og orkumálaráðherra sagði á ráðstefnu um umhverfisvæna farkosti í nóv- Vegn a mistaka við birt- ingu þessarar greinar í blaðinu ígær er hún birt hér aftur leiðrétt. ESB og landhelgin Nýleg skoðanakönn- un á vegum Verslunar- ráðs bendir til aukins stuðnings meðal lands- manna við inngöngu í Evrópusambandið (ESB). T0 skamms tíma hefir þó verið talið, að meirihlutinn væri andvígur aðild. Ein af mörgum ástæð- um þess er sú, að ESB viðurkennir ekki land- helgi. Sjálfur forsætis- ráðherrann Davíð Oddsson hefir lýst yfir, að aðildaramsókn komi ekki til greina meðan sú stefna Evr- ópusambandsins sé óbreytt. Ekki eru þó allir ráðherrar ríkisstjómar- innar á sama máli. Utanríkisráð- herrann Halldór Ásgrímsson vill, að reynt sé að semja við ESB um und- anþágu fyrir okkur á landhelgis- stefnunni. Mjög vafasamt er, að slík undanþága fengist frá meginreglu. Jafnvel þótt hún næðist, yi’ði e.t.v. ekki litið á okkur sem fullgilda með- limi, ef við væram aðdar á sérkjör- um. Hin ríkin kynnu að láta okkur finna fyrir því. Konungsveldi í 6V2 öld Meginmálið er, að Islendingar hafa í aldir búið við erlend yfirráð, nánar tdtekið frá Gamla sáttmála við Hákon Noregskonung árið 1262 til Sambandslaganna 1918, eða í lið- lega 6Vz öld, að viðbættum 26 árum (1918-44) í óvirkum konungstengsl- um. Margs er að minnast frá tímaskeiði konungs- veldis á Islandi, sem engan veginn er unnt að rekja í stuttri blaða- grein. Þungbærust var þó verslunareinokun danskra kaupmanna, sem komið var á hér 1602. Hún hélst í ýms- um myndum til 1787, en var afnumin í áföng- um og að öllu leyti 1855. Sjálfstæðisbarátta Islendinga má teljast hafin, þegar Danakon- ungur afsalaði sér ein- veldi 1848-49. Einmitt þá ritaði Jón Sigurðs- son Hugvekju til Islendinga og birti í Nýjum félagsritum. Aðalinntakið var, að Islendingar hefðu viðurkennt Þjóðfélagsmál Furðulegt má teljast, segir Magni Guð- mundsson, ef áhugi er meðal landsmanna að afsala sér fullveldi með inngöngu í ESB. veldi hinna einvöldu konunga, en ekki veldi Dana eða nokkurrar ann- arrar þjóðar. Með afnámi einveldis- ins væri Gamli sáttmáli í reynd aftur kominn í gildi, og skv. honum áttu íslendingar að eiga við konung ein- an um öll sín mál, en ekki við ríkis- stjórn Danmerkur eða löggjafar- þing. Eftir mikil átök og áfanga- samninga um 70 ára skeið, sigraði þessi stefna með áðurnefndum Sam- bandslögum 1918. Lýðveldi var stofnað 1944. Þegar litið er til þessarar baráttu og þrautseigju Islendinga í vörn og sókn, má teljast furðulegt, ef áhugi er meðal landsmanna, eftir 55 ára lýðveldi, að afsala sér fullveldi með inngöngu í ESB. Vitað er, enda eng- an veginn dulið, að Evrópusamband- ið stefnir að sambandsríki, þar sem meðlimaþjóðirnar verða nánast eins konar fylki. Evran Meðal ESB-sinna heyrast gjarnan raddir um það, að binda eigi ís- lensku krónuna við evruna. En með því er fullveldi okkar skert. Hag- kerfi okkar er einhæft og gjaldeyris- tekjur að langmestu leyti frá sjávar- útvegi, sem er sveiflukenndur. Af- urðaverð getur hrapað af markaðsá- stæðum eða t.d. vegna hruns á fiski- stofnum. Óbreytanlegt gengi getur þá skapað óviðráðanlega erfiðleika. Að sjálfsögðu ber að keppa að stöð- ugu verðlagi innanlands með sam- vinnu ríkissjóðs og Seðlabanka. Það eitt dugar ekki gagnvart utanað- komandi sveiflum, sem um munar. Varnarsamningur eða hernaðarbandalag Sú var tíðin, að ísland lýsti yfir ævarandi hlutleysi. Það virtist hæfa litlu og fámennu landi án hers og án vopna. Almenn sátt er talin ríkja um varnarsamninginn við Bandaríkin, sem hafa engin afskipti af innan- landsmálum. Um hitt eru efasemdir, hvort dvergríki án hers og vopna eigi heima í hemaðarbandalagi (NATO) - með þátttöku í aðgerðum úti í heimi eða aðild að stríðsyfirlýs- ingum gagnvart öðra ríki, eins og henti okkur varðandi Irak á sl. ári. Höfundur er doktor í hugfræði og hefur starfað við hagrannsóknir og ráðgjöf. Sjálfstæði Islands er mál málanna Magni Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.