Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 48
^18 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLADIÐ + Elskulegur sonur minn, bróöir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR HELGASON prentsmiður, Vesturbergi 78, Reykjavík, lést aðfaranótt fimmtudagsins 25. febrúar. Hf Þóra Guðmundsdóttir, Guðmundur Helgason, Álfhildur Agnes Jónsdóttir, Þórdís Helgadóttir, Berglind Helgadóttir, Björn Hermannsson, Kristín Helgadóttir, Jakob Viðar Guðmundsson og systkinabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir okkar og systir, GUÐRÚN JÓNA IPSEN, Blönduhlíð 2, Reykjavík, lést á Kvennadeild Landspítalans þriðjudag- inn 23. febrúar. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 5. mars kl. 15.00. Víðir Valgeirssoi (ris Ósk, Ingólf Einar Werner Ipsen, fris Þ< Jón Rúnar Ipsen, Karl / Halldór Bjarki Ips ur Snær, írarinsdóttir, tgúst Ipsen, en. + Útför konu minnar, RAGNHEIÐAR MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR frá Glaumbæ, Skagafirði, fer fram frá Glaumbæjarkirkju á morgun, laug- ardaginn 27. febrúar, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Gjafasjóð Glaumbæjarkirkju. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík GunnarG kl. 8.00. slason. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur og afi, ANDRÉS ÓLAFSSON garðyrkjubóndi, Laugabóli, Mosfellsbæ, sem lést miðvikudaginn 17. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstu- daginn 26. febrúar, kl. 15.00. Valgerður Valgeirsdóttir, Ásdís Andrésdóttir, Guðjón Guðjónsson, Ólafur Andrésson, Ólafía Andrésdóttir, Sigurður Andrésson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Halldóra Andrésdóttir, Jón Þór Jónsson, Valgeir Sigurjónsson og barnabörn. + Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGURÞÓRA SIGURÞÓRSDÓTTIR, Rauðafelli 1, Austur-Eyjafjöllum, verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Ástþór Tryggvason, Sigurþór Skæringsson, Bergþóra Ástþórsdóttir, Ólafur Steinar Björnsson, Kristín Ástþórsdóttir, Gísli Valdimarsson, Tryggvi Ástþórsson, Ragnheiður Högnadóttir, Sigurþór Ástþórsson og barnabörn. ANDRES GUNNLAUGUR ÓLAFSSON + Andrés _ Gunn- laugur Ólafsson fæddist á Laugabóli í Mosfellsdal 27. ágúst 1938. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Gunnlaugs- son, f. 15.7. 1904, d. 12.7. 1966, og Ólafía Andrésdóttir, f. 21.6. 1912, d. 24.4. 1974. Bræður Andrésar eru: Hreinn, f. 17.7. 1934, bóndi í Helgadal, maki Herdís Gunnlaugsdóttir, f. 22.2. 1935, og Erlingur, f. 23.12.1942, maki Helga Kristjánsdóttir, f. 27.1. 1943. Eftirlifandi eiginkona Andrésar er Valgerður Val- geirsdóttir, f. 5. október 1941. Foreldrar hennar eru Valgeir Siguijónsson, f. 4.7. 1916, og Hansína Kristín Jónsdóttir, f. 4.8. 1916, d. 22.6. 1989. Börn Andrés- ar og Valgerðar eru: 1) Ásdís, f. 17.5. 1958, maki Guðjón Guðjónsson, f. 28.9. 1957, barn þeirra er Guðni Sigurður, f. 12.10. 1981. 2) Ólaf- ur, f. 6.4. 1961, börn hans eru Vivian, f. 12.5. 1984, Anní, f. 15.11. 1989, og Örn, f. 5.4. 1995. 3) Ólaf- ía, f. 10.11. 1965, börn hennar eru Árni Theodór, f. 25.11. 1985, og Sigríður, f. 18.7. 1989. 4) Sigurður, f. 13.11. 1967, maki Kolbrún Þorsteinsdóttir, f. 19.8. 1967, börn þeirra eru Þor- steinn Már, f. 24.11. 1989, og Andrés Leó, f. 27.5. 1996. 5) Halldóra, f. 13.1. 1975, maki Jón Þór Jónsson, f. 5.4. 1976. TJtför Andrésar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi minn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ég bið Guð að styrkja Völu og okkur öll í sorginni. Blessuð sé minn- ing þin. Þín Asdís. Elsku afi. Ég þakka þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar okkai'. Pó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Þinn Guðni Sigurður. Elskulegur vinur minn og frændi, Andrés Gunnlaugur Ólafsson á Laugabóli í Mosfellsdal, er látinn langt um aldur fram. Andrés Gunnlaugur var heitinn eftir tveimur ættarhöfðingjum, Andrési, óðalsbónda á Hrísbrú í Mosfellsdal, sem var mikill búhöldur og ræktunarmaður, og Gunnlaugi Torfasyni, sem var smiður góður og mikill hagleiksmaður. Ólafur Gunnlaugsson, faðir Andrésar og tveggja bræðra hans, var ættaður vestan úr Álftafírði, en fluttist ungur suður og starfaði um tíma í Reykjahverfi, þar sem hann kynntist garðyrkjustörfum, en vísir að ylrækt var þá kominn til sögunn- ar að Reykjum, Blómvangi og víðar. Hann gekk að eiga Ólafíu, yngstu dóttur Andrésar á Hrísbrú, en hún var móðursystir mín. Þau reistu sér bú að Laugabóli, sem var hluti af Hrísbrúarlandinu. Þau stunduðu í fyrstu almennan búskap, en fljótlega var hafist handa við að reisa gróðr- arstöð, sem stækkaði og dafnaði með árunum, enda var Ólafur mikill bú- maður og hagur vel. Ólafia, móðir þeirra bræðra, var og mikil búkona með græna fingur. Þeim hjónum búnaðist sérlega vel og synir þeirra voru aldir upp við mikla iðjusemi, hóflega vinnu, einstaka snyrti- mennsku og sparsemi. Árið 1966 féll Ólafur Gunnlaugs- son snögglega frá á besta aldri, 62 ára, og kom það þá í hlut Andrésar og Valgerðar, konu hans, að taka við búi gróðrarstöðvarinnar að Lauga- bóli, sem þá stóð með miklum blóma. Andrés var vel undir það búinn að taka við þessu búi foreldra sinna, enda fór ekki fram hjá þeim sem kynntust Andrési og þekktu hann best, að hann hafði fengið í arf frá þeim og forfeðrunum ýmsa þá mann- kosti og eiginleika, sem nefndir eru hér að framan. Andrés var stilltur vel og enginn hávaðamaður, en hann var yfirleitt léttur og kátur, þegar maður hitti hann að máli, heima og heiman. Hann var heimakær og mikill fjöl- skyldumaður, enda vel giftur og það fór vel á með þeim hjónum. Þau voru samtaka í því, sem þau tóku sér fyrir hendur og sérlega gestrisin og rausnarleg. Valgerður hefur einnig græna fíngur, en það sést ekki hvað síst á hinum stóra og gullfallega trjá- garði, sem þau hjónin ræktuðu á mörgum undanförnum árum við hið glæsilega íbúðarhús sem þau byggðu á Laugabóli 2. Andrés var mikill dugnaðarforkur, verklaginn, iðinn, sívinnandi og féll sjaldan verk úr hendi. Hann reisti ný gróðurhús á stöðinni og sinnti við- haldi þeirra úti og inni af mikilli kostgæfni og hagleik. Fyrir nokki-- um árum kom hann upp raflýsingu í gróðurhúsunum til að efla og bæta ræktunarskilyrði og auka framleiðsl- una. Andrés var frábær garðyrkju- maður, þó að hann væri að mestu sjálfmenntaður sem slíkur. Mörg undanfarin ár stimdaði hann ræktun blóma, mest fallegra rósa, en fleira kom og til. Eitt er að framleiða vandaða og góða vöru, en annað að markaðssetja hana og koma henni í verð. Þessi vandamál þekkti Andrés mjög vel. Hann var að eðlisfari félagslyndur maður og tók virkan þátt í starfi fé- laga sinna í stétt garðyrkjubænda að ýmsum hagsmunamálum þeirra, m.a. í sambandi við dreifingu og sölu afurða þeirra. Hið snögga og óvænta fráfall Andrésar er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Valgerði, konu hans, börn þeirra og þeirra fjölskyldur, svo og ættingja og vini. Andrés hverfur hins vegar frá góðu og glæsilegu búi og fjölmargir munu geyma góðar minninar um þennan drenglynda öðling, sem var hvers manns hug- Ijúfi. Ég sendi Valgerði, börnum hennar og fjölskyldum þeirra og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur frá mér og Ingu, konu minni. Jdn Ó. Hjörleifsson. Þegar okkur bárust þær hörmu- legu fréttir að Andrés Ólafsson hefði orðið bráðkvaddur þyrmdi sannar- lega yfir okkur. Andrés var ímynd þess traustleika sem svo mikilsverð- ur er fyrir okkar fámenna þjóðfélag. Við bræður kynntust honum þegar hann kvongaðist systurdóttur okkar, Valgerði, og frá þeim tíma var hann óaðskiljanlegur hluti stórfjölskyld- unnar. Það var sannarlega gaman að fylgjast með hvemig Andrés og Val- gerður byggðu upp garðyrkjustöðina og jafnframt heimili sitt með þeim dugnaði sem einkennt hefur þau alla tíð. Andrés var skemmtilegur í við- ræðum og gat verið hrókur alls fagn- aðar í góðum hópi ef því var að skipta. Þegar umræðan barst að starfi hans þá kom glöggt í ljós að hann bar hag garðyrkjubænda mjög fyrir brjósti, en án alls einstrengings og öfga. Það kom heldur ekki á óvart að hann var kjörinn til margvíslegra trúnaðarstarfa fyrir samtök sín, því menn fundu hversu heilsteyptur hann var í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Þá var hann einstakt snyrtimenni eins og garðyrkjustöð þeirra hjóna ber með sér. Þegar maður eins og Andrés Ólafsson fellur frá langt fyrir aldur fram verður sannarlega dimmt yfir. Við, móðurbræður Valgerðai- og fjöl- skyldur okkar, þökkum að leiðarlok- um þau mannbætandi kynni sem við áttum með Andrési. Hugm- okkur dvelur hjá Valgerði og börnum þeirra hjóna og við biðjum þess að hin hugljúfa minning sem við öll eig- um um hann verði þeim huggun harmi gegn. Árni Jónsson, Erlingur Jónsson, Rúnar Brynjólfsson. Yfir flúðir auðnu og meins elfur lífins streymir. Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. Þessar Ijóðlínur komu í huga minn þegar mamma hringdi og tilkynnti að Addi frændi væri dáinn. Það var nú ekki ætlun okkar systkinanna að fara að kveðja Adda frænda strax. Addi, þessi smástriðni og síbrosandi frændi á Laugabóli þar sem ég og Daddý systir höfðum leikið okkur sem krakkar í gróðurhúsunum hjá honum og spjallað við hann þegar hann vai' að vinna við blómin. Stund- um laumuðumst við í vínberin eða tómatana en hann skammaði okkur og brosti síðan út í annað. Addi var alltaf tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd, hvort sem það var við að laga rennilás á úlpu eða reiðhjólið. Alltaf gátum við systkinin komið við í vinnuskúrnum hjá honum og leysti hann þá málin á einn eða annan hátt með glettnislegu brosi. Síðar voru það Garðar og Jóhanna sem vöndu komur sínai’ á Laugaból, og fengu jafngóðar móttökur. Jó- hanna með sína landbúnaðarpólitík og Garðari var hann ómetanleg hjálp er hann hóf garðrækt, og þær voru ófáar stundimar sem Garðar bróðir kom við í skúrnum hjá Adda og fékk holl og góð ráð. Um leið og við systkinin frá Helgadal, Gulli, Svanhvít, Garðar og Jóhanna, kveðjum Adda frænda með söknuði sendum við Valgerði, börn- um og fjölskyldum þeiira innileg- ustu samúðarkveðjur. Gunnlaugur Hreinsson. Okkur langar til að minnast ást- kærs vinar og félaga, Andrésai- Ólafssonar frá Laugabóli í Mosfells- dal, sem jarðsettur er í dag. Við kynntumst Andrési, Valgerði og börnum þeirra þegar við fluttum í Mosfellsdalinn 1972. í fyrstu voru samgöngur okkai- á milli ekki miklar en jukust með árunum og má segja að síðustu 25 árin hafi verið mikil og ánægjuleg samskipti milli okkar og barna okkar. Við höfum átt ótal margar ánægjulegar stundir saman bæði heima fyrir, á skemmtunum og ekki síst á ferðalögum. Við höfum farið saman í ferðalög nánast á hverju einasta sumri. Þessar ánægju- legu samverustundir hafa gefið okk- ur hjónum ómetanlegan fjársjóð sem við búum að alla ævi. Andrés sinnti fjölskyldu sinni af kærleika. Þau hjónin voru búin að koma sér upp einstaklega fallegu heimili á Lauga- bóli þar sem snyrtimennska er í há- vegum höfð. Fyrstu búskaparárin voru enginn dans á rósum enda ekki mikið á milli handanna í þá daga, en vel hefur tekist til. Við sem aðrir höf- um notið hjálpsemi og greiðvikni Andrésar og þeirra hjóna alla tíð sem aldrei verður endurgoldin. Á því myndarbúi Andrésar og Valgerðar fannst okkur vera allt til alls, sér- staklega fyrir þá sem áttu gamla bíla eða voru að byggja. Þvi var mikið sótt þangað, bæði var gert við á staðnum eða þangað sótt verkfæri og var Addi eins og hann var kallaður ávallt reiðubúinn að koma til hjálpar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.