Morgunblaðið - 26.02.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 26.02.1999, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ——- — y - hfé-i&’i: VL'iý M/ ■ , *. ■ i'j Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson LÞRÓTTAMANNVIRKIN í Reykholti í Biskupstungum. Nýja íþróttahúsið mikið notað RAGNAR Sær Ragnarsson, sveitarstjóri í Biskupstungum. Hrunamannahreppi - „Það er mikil notkun á nýja íþróttahús- inu hjá okkur, má segja nánast alltaf fullt frá morgni til kvölds og stundum langt fram á kvöld- ið,“ segir Ragnar Sær Ragnars- son, sveitarstjóri í Biskupstung- um, þegar fréttaritari ræddi við hann fyrir skömmu. Hann var ráðinn sveitarstjóri nokkru eftir kosningarnar síðast- liðið vor. „Það er afar mikilvægt fyrir íþróttastarfið að hafa svona hús og má segja fyrir félagslíf í sveitinni. Það skilar sér í fram- tíðinni og ég tel að það verði meiri notkun á þessu húsi sem og sundlauginni að sumrinu en gengur og gerist með íþrótta- mannvirki. Ferðamannastraumur er mikill hér um Tungurnar og á síðast- liðnu ári voru sundlaugargestir um tuttugu þúsund. Það eru um fimm hundruð sumarbústaðir í þessu sveitarfélagi og fer stöðugt tjölgandi. Byggðir eru um 30-40 á hverju ári, vönduð hús, hituð upp með heitu vatni enda er hér jarðvarmi á flestum svæðum,“ sagði Ragnar. Iþróttahúsið í Reykholti er um 600 fermetrar að flatarmáli og um 40 fermetra tengibygging er á milli sundlaugarinnar og íþróttahússins. Með þessu er hægt að nýta sömu búningsað- stöðu og þjónustustöð. Vill aukið samstarf og brú við Bræðratungu Ragnar vill sjá aukið samstarf á milli sveitarfélaganna hér í uppsveitum Árnessýslu og segir að það sé reyndar alltaf að aukast, verið sé að vinna að frekari sameiningu. „Við von- umst til þess að þeir þingmenn Suðurlands sem verða kjörnir til Alþingis í vor sjái til þess að við fáum brú yfir Hvítá hjá Bræðra- tungu á næsta kjörtímabili en hún er komin á vegaáætlun. Það verður engum þingmanni þyrmt sem ekki stendur á bakvið þá framkvæmd. Brúin er mesta hagsmunamálið beggja vegna árinnar. Eg persónulega sé þá möguleika að samnýta þjónustu hér á milli sveitanna sem sveit- arfélögin eru að bjóða upp á. Einnig er brúin afar mikilvæg gagnvart atvinnulífinu. Menn sjá að þetta verði eitt atvinnu- svæði hér í uppsveitunum með bættum samgöngum. Þá er víst að þessi brú nýtist ferðaþjónust- unni vel.“ Ragnar segir að nú séu um 520 íbúar í Biskupstungum og hafi farið fjölgandi hin síðari ár. Það sé mikið hringt og spurt um hús- næði en gott atvinnuástand er nú í sveitarfélaginu. Rúmlega 20 manns vinna nú á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn í Yleiningu en það er verksmiðja þar sem framleiddar eru utan- hússklæðningar. Þær eru notað- ar sem þak- og veggklæðningar á hús og er verksmiðjan í eigu Límtrés hf. Þá eru öflugar garð- yrkjustöðvar í hreppnum og ferðaþjónusta er mikil og vax- andi. Oflugur búskapur er á flestum býlum. „Yeðráttan hefur þó komið mér mest á óvart, alltaf logn og sólskin og hef ég þó að- eins búið hér í vetur,“ segir Ragnar Sær Ragnarsson. Fjallað um framtíðar- sýn í grunn- skólanum Hveragerði - Foreldraráð og For- eldrafélag Grunnskólans í Hvera- gérði stóðu nýverið fyrir fundi er bar yfirskriftina „framtíðarsýn í Grunn- skólanum". Á fundinum voru flutt fjögur fróðleg erindi en að þeim loknum var boðið uppá fyrirspurnir til frummælenda og umræður um málið. Þorsteinn Hjartarson aðstoðar- skólastjóri fjallaði um þær breyting- ar sem framundan eru og nauðsyn- lega þurfa að verða á öllu skólastarfi til að unga fólkið verði nægilega vel búið undir líf í samfélagi er tekur stöðugum breytingum. Jónína Bjartmarz, formaður sam- takanna Heimili og skóli, fjallaði um breytta aðalnámskrá og breyttar áherslur þar í. Ennfi'emur kynnti hún vinnu sem unnin er á vegum nefndar er fjalla á um skólareglur og aga í grunnskólum. Einnig kynnti hún viðhorf foreldra til skólastarfs. Sigrún Helgadóttir umhverfis- fræðingur fjallaði á skemmtilegan hátt um umhverfismennt og um- hverfisvitund og hvernig best og ár- angursríkast er að mennta nemend- ur sem og alla aðra í þeim mikilvæga málaflokki. Síðastur frummælenda var nýráð- inn skólastjóri Garðyrkjuskólans að Reykjum, Sveinn Aðalsteinsson, og fjallaði hans erindi um tengsl Garð- yrkjuskólans við grunnskólana og bæjarfélögin á svæðinu og það verk- efni sem nú er að fara í gang og gengur undir heitinu „Græn vin- átta“. Þar er um að ræða mjög viða- mikið samstarfsverkefni Garðyrkju- skólans, Grunnskólans í Hveragerði, heimilanna og Hveragerðisbæjar um mótun og framkvæmd heildstæðrar umhverfisstefnu, fræðslu og land- verndar í anda Staðardagskrár 21. Nýr liðsmaður meirihlutans A í Arborg Selfossi - Á fundi bæjarstjómar Árborgar sem fram fór síðastlið- inn mánudag var kunngerður nýr meirihluti bæjarstjómar Ár- borgar. Nýja meirihlutann skipa fulltrúar Framsóknar, Sjálfstæð- isflokks og síðan er það nýr með- limur sem kemur úr röðum Z- listans og er því viðbót við áður ríkjandi meirihluta. Oli Grétar Ragnarsson var kjörinn fulltrúi Z-listans í bæjar- stjóm Árborgar síðastliðið vor og hefur hann setið í minnihluta þangað til nú. ,Á síðasta fundi bæjarstjómar Árborgar greiddi ég atkvæði með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 1999 sem meirihluti bæjarstjómar lagði fram. Með þessari ákvörð- un var ég að samþykkja áætlun sem ég tel að sé raunhæf miðað við þær aðstæður sem ríkja í sveitarfélaginu. í kjölfar fundar- ins þróuðust samtöl við meiri- hlutafólk í þá átt að boð var um þátttöku Z-listans í meirihluta- samstarfi D- og B-lista. Hafði ég áður lýst áhuga mínum á þessu samstarfi í samtölum við ein- staka fulltrúa meirihlutans,“ sagði Óli Grétar aðspurður um tildrög þessara breytinga. Að sögn Ingunnar Guðmunds- dóttur, forseta bæjarstjórnar, bindur hún miklar vonir við þennan liðsauka. „Með innkomu Óla fáum við inn rödd ungs fólks og við teljum okkur vera að styrkja meirihlutann með þessu.“ Z-listinn hét Diskólistinn fyrir kosningamar 1998 og var fram- boð ungs fólks. Listinn kom ein- um manni að og var nálægt því að koma öðrum manni að. Morgunblaðið/Sig. Fannar. NÝR meirihluti D-, B- og Z-lista ásamt Karli Bjömssyni bæjarstjóra. Morgunblaðið/Ingimundur FYRSTA sljórn og varastjóra Sfmenntunarstofnunar Vesturlands ásamt framkvæmdastjóra. I aftari röð, f.v.: Vífill Karlsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Berghildur Reynisdóttir, Magnús B. Jónsson, Robert Jörgensen. I fremri röð, f.v.: Björg Ágústsdóttir, Björg Árnadóttir, Helgi Björn Ólafsson, Þórir Ólafsson, Runólfur Ágústs- son og Hrefna B. Jónsdóttir. Borgarnesi - Formlega var geng- ið frá stofnun sfmenntunarmið- stöðvar á Vesturlandi í Hótel Borgarnesi föstudaginn 18. febr- úar. Magnús B. Jónsson, skúla- stjúri Bændaskúlans á Hvann- eyri, setti samkomuna og bauð gesti velkomna fyrir hönd undir- búningshúps. Feðgarnir Michal og Jerzy Tosic-Warszawiak léku tvö lög á fiðlu og pianó. Hrefna Bryndís Júnsdúttir, at- vinnuráðgjafi hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands og starfsmaður SSV í undirbúningshúpi um símennt- unarmiðstöð á Vesturlandi, ræddi um aðdraganda að stofnun miðstöðvarinnar. Sagðist hún vera ein þeirra sem hefði unnið að þessu máli frá upphafi og það væri ánægjulegt að sjá verkefnið verða að veruleika. Nýir tímar krefjast; nýrra viðhorfa Ræddi hún um að lengi hefði verið ríkjandi sú skoðun að hefð- bundið skúlanám nýttist alla æv- ina. En nýir tímar krefðust nýrra viðhorfa og nýrra áherslna. Menntun væri auðlind og því gæti símenntunarmiðstöð skilað auknum hagvexti í samfélaginu og haft veruleg áhrif á atvinnu og búsetu fúlks. Símenntun á landsbyggðinni væri mikilvægt byggðamál. Símenntun- arstofnun á Vesturlandi Sumarið 1996 var efnt til ráð- stefnu um endurmenntunarmál að frumkvæði Samvinnuháskúl- ans á Bifröst. Niðurstaða hennar var að fjölmargir aðilar úr at- vinnulifinu, menntakerfinu og frá sveitarfélögunum Iýstu yfir eindregnum vilja um að standa að stofnun einhverskonar mið- stöðvar símenntunar á Vestur- landi. Styrkleiki svæðisins væri ekki síst fúlginn í því að í Borg- arfirði væru starfandi tvær há- skóiastofnanir, þ.e. á Bifröst og á Hvanneyri, og Fjölbrautaskúlinn á Akranesi. í maí sl. var Ole Imsland, for- stöðumanni símenntunarmið- stöðvar í Rogalandsfylki í Nor- egi, boðið til landsins. Hann flutti erindi á fundi á Hvanneyri og svaraði fyrirspurnum heima- manna. Kom ýmislegt gagnlegt fram og í framhaldi af heimsúkn hans var ákveðið að blása til súknar og heíjast handa við und- irbúning að stofnun símenntun- armiðstöðvar á Vesturlandi. Aukið umfang simenntunar Runúlfur Ágústsson fúr yfir skipulagsskrá fyrir sjálfseignar- stofnun um símenntunarmiðstöð. Var hún samþykkt sainldjúða og stofnuninni fagnað með lúfataki. Stofnfé er kr 4.621.625. Stofnendur símenntunarstofn- unarinnar eru Samtök sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi, Fjölbrautaskúli Vesturlands, Samvinnuháskólinn á Bifröst, Bændaskúlinn á Hvanneyri, félög launafúlks og fyrirtæki í Vestur- landskjördæmi. I stjúrn voru kosin eftirtalin til tveggja ára: Þúrir Ólafsson, Akranesi, formaður, Magnús B. Júnsson, Hvanneyri, Runúlfur Ágústsson, Bifröst, Hrefna Bryn- dís Júnsdúttir, Borgarbyggð, Elínbjörg Magnúsdóttir, Akra- nesi, og Robert Jörgensen, Stykkishúlmi. Björg Ágúsdóttir blaðamaður hefur verið ráðin framkvæmda- stjúri símenntunarmiðstöðvarinn- ar og eru nú þegar farin að streyma inn verkefni. Eins og horfir í dag bendir allt til þess að umfang símenntunar muni aukast á næstu árum. Til sí- menntunarmiðstöðvarinnar geta fyrirtæki og einstaklingar leitað eftir upplýsingum um hvað er í boði og fengið þjúnustuna til sín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.