Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 23

Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 23 Líflátinn eftir 17 ára bið Phoenix. Reuters. KARL LaGrand, þýskur rík- isborgari, var tekinn af lífi í íyrrakvöld í Ai'izona með ban- vænni sprautu og bíða sömu örlög bróður hans, Walters. Voru þeir dæmdir til dauða fyrir að drepa banka- mann í mis- heppnuðu ráni árið 1982 eða fyrir 17 árum. Lögðu Þjóð- verjar hart að yfirvöldum í Arizona að þyrma lífi þeirra en án árangurs. Þeir bræðurnir, Karl og Walters, reyndu að ræna bankaútibú í litlum bæ fyrir norðan Tucson í Arizona 7. janúar 1982. Voru þeir vopn- aðir leikfangabyssu og neyddi Karl útibússtjórann, Ken Hartsock, til að reyna að opna peningaskápinn. Gat hann það ekki því að hann var sjálfur aðeins með helming talnanna, sem til þurfti, og þá bundu þeir bræður hann, börðu og stungu til ólífis með bréfahmf. Bundu þeir einnig og stungu annan bankastarfsmann, konu, en hún lifði það af. Karl var þá 19 ára gamall og Walt- er bróðir hans tvítugur. Þeir, sem dæmdir voru til dauða í Arizona fyrir 1992, geta valið um að vera teknir af lífi í gasklefa eða með sprautu en fyrmefnt ár var ákveðið, að upp frá því skyldi eingöngu beitt sprautunni. Þeir, sem hafa átt um þetta að velja, hafa alltaf kosið spraut- una en Karl kaus gasklefann. Honum snerist þó hugur á síðustu stundu og tafði það af- töku hans um nokkrar klukkustundir. Stefnt er að því, að Walter verði tekinn af lífi 3. mars nk. Sökuð um brot á alþjóðalögum Þetta mál hefur vakið milda athygli í Þýskalandi og reyndu stjórnvöld þar árang- urslaust að fá yfirvöld í Arizona til að hætta við aftök- una. Var þeim bræðrum ekki leyft að hafa samband við þýska ræðismanninn í Arizona og segja Þjóðverjar, að með því hafi verið brotin alþjóðalög. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, harmaði í gær aftöku Karls LaGrands og bað um leið bróður hans griða. Sagði hann, að enginn glæpur rétt- lætti manndráp. Karl LaGrand Afar mikilvægar sveitarstjórnarkosningar í fran í dag Geta grafið undan völdum klerkanna Teheran. Reuters. FYRSTU sveitarstjórnarkosning- arnar í Iran fara fram í dag en þær eru jafnframt mesta atlagan, sem gerð hefur verið að miðstjórnarvald- inu í landinu síðustu 2.500 árin. Eru kosningamálin af ýmsum toga og oft kveður þar við annan tón en hjá klerkunum, sem öllu ráða. Sumir leggja áherslu á aukið frelsi og siðað samfélag en aðrir á skolplagnir og betri símaþjónustu. Rúmlega 280.000 frambjóðendur keppa eftir 200.000 sveitarstjórnar- sætum og eru þeir af ýmsu sauða- húsi, afkomendur gamla aðalsins, menn með vestræna menntun, klerkar og harðlínumenn. „I 25 alda langri sögu okkar höf- um við aldrei fengið að hafa nein áhrif á landsstjórnina,“ sagði Aliza- deh Tabatabai, stuðningsmaður hins frjálslynda forseta, Mohammads Khatamis, í viðtali við dagblaðið Salam. „Ef fólkið fær og finnur, að það hefur eitthvað um sitt eigið sam- félag að segja, þá mun það treysta yfirvöldunum. Þessar kosningar gefa okkur tækifæri til þess.“ Teheran skiptir mestu máli Kjörstaðir í öllu íran eru 55.000 talsins og hefur 120.000 lögreglu- mönnum verið falið að halda uppi lögum og reglu á kjördag. Standa aðalátökin á milli harðlínumanna og Reuters Mohammad Khatami frjálslyndra og hvergi fremur en í sjálfri höfuðborginni, Teheran. Von- ast Khatami forseti og stuðnings- menn hans til, að með kosningunum takist að binda enda á ofurvald klerkastéttarinnar og leggja grunn- inn að hugsjón hans um siðað samfé- lag. Khatami hefur skorað á allt ungt fólk í landinu, sem átti mestan þátt í að koma honum í forsetastólinn, að flykkjast á kjörstað og gera kosn- ingarnar að sögulegum viðburði. „Kærleiksríkt íslam" I höfuðborginni takast annars vegar á klerkar og harðlínumenn, sem virðast hafa úr nógu fé að spila, og hins vegar frjálslyndir menn með ritstjórann Abdollah Nouri, fyrrver- andi innanríkisráðherra, í broddi fylkingar. Fyrr í vikunni kvaðst hann mundu berjast fyrir hinu „kærleiksríka íslam“, sem væri and- staða hins brenglaða trúarskilnings klerkastéttarinnar. „Við trúum ekki á íslam og klerkavald, sem er ávallt tilbúið að beita andstæðinga sína ofbeldi. Ef það er inntakið í íslamstrú, þá höfn- um við henni,“ sagði Nouri. Yfirlýsingar af þessu tagi gert harðlínumenn æfa af reiði en þeir ráða enn öllu þrátt fyrir mikinn sig- ur Khatamis í forsetakosningunum fyrir tæpum tveimur árum. Þeir ráða sérstökum eftirlitsnefndum með kosningunum og sviptu Nouri og helstu stuðningsmenn hans kjör- gengi. Innanríkisráðherra Khatamis vildi hins vegar ekki fallast á það og í gær, sólarhring fyrir kjördag, var þetta mál enn óútkljáð. Aðrar áherslur á landsbyggðinni Búist er við, að úti á landsbyggð- inni muni kosningarnar snúast mest um landnýtingu, menntun, heilsu- gæslu og betri aðgang að vatni, síma og gasi. Er gert ráð fyrir fyrstu töl- um frá Teheran fljótlega eftir að kjörfundi lýkur en í afskekktum héruðum getur talningin tekið nokkra daga. Oformlegur leiðtogafundur ESB fer fram í Þýzkalandi í dag Ljósi varpað á ágreining um endurskoðun fjárlaga Brussel, París. Reuters. ÓFORMLEGUR fundur leiðtoga Evrópusambandsins (ESB), sem hefst nálægt Bonn í dag, mun varpa ljósi á þann ágreining sem ríkir milli ríkisstjómanna fímmtán um hvemig stokka skuli upp fjármál sambandsins fyrir tímabilið 2000-2006, en þessi uppstokkun er nauðsynleg vegna hinnar væntanlegu fjölgunar aðildarríkja. Þýzka stjórnin, sem fer með formennsku í ráðherra- ráðinu þetta misserið, kallaði þennan aukafund leiðtog- anna saman í því skyni að fara yfir stöðuna í samningum aðildarríkjanna um umbótaáformin sem felast í hinni svokölluðu „Dagskrá 2000“ (Agenda 2000), og felast í til- lögum um uppstokkun á fjármögnun fjárlaganna - sem hljóða upp á um 7000 milljarða króna árlega - og hvern- ig fénu er ráðstafað. Ríkisstjórnaleiðtogarnir hafa sett sér það markmið að ná samkomulagi um þessa upp- stokkun í síðasta lagi hinn 25. marz, en fram að þessu hefur ágreiningur verið það djúpstæður að sáralítið hef- ur mjakast í samkomulagsátt. Vegið að endurgreiðslum Breta Talið er að Bretar muni standa einir á báti í baráttu sinni fyrir því að ekki verði hreyft við því kerfi sjálf- virkra endurgreiðslna úr sambandssjóðnum, sem þeir hafa notið frá því Margaret Thatcher samdi um endurgreiðslurnar árið 1984. Og Frakkar vonast til að Bonn- fundurinn muni beina athyglinni frá umræðum sem staðið hafa alla þessa viku milli landbúnaðarráðherra sam- bandsins um endurskoðun niður- greiðslukerfis hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu, en franskir bændur hafa mestra hagsmuna að gæta í að það kerfi breytist sem minnst. Munu Frakkar, að sögn heimildarmanna Reuters, reyna að notfæra sér tækifær- ið í Bonn til að auka þrýstinginn á Breta að láta undan kröfum um að endurgreiðslurnar til þeirra verði teknar með í uppstokkunarsamningana. Munu hugmyndir Frakka ganga út á að endurgreiðsl- urnar til Breta lækki umtalsvert og samtals gæti sú lækkun - ásamt sparnaði sem Frakkar telja að hægt sé að ná í landbúnaðar- og byggðasjóðakerfinu - losað um tvo milljarða evra, að andvirði um 160 milljarða króna. Með þessu fé sem losnaði væri hægt að koma til móts við kröfur Þjóðverja um lækkun á greiðslum þeirra í hina sameiginlegu sjóði. Þjóðverjar greiða miklum mun meira í þessa sjóði en rennur aftur til þýzkra aðila og þrýstir ríkisstjórn Gerhards Schröders mjög á um að létt verði á þessari greiðslubyrði Þjóðverja. EVRÓPA^, Reutera KÍNVERSKUR hermaður ber í burtu hluta úr far- þegaþotunni sem fórst í austurhluta Kína. Flugslysið í Kína Orsakir slyssins enn óljós Shanghai.Tangtou. Reuters. TILDRÖG flugslyssins sem varð 61 manni að bana í Kína á miðvikudag, eru enn ókunn. Sérfræðingar segja tap á rekstri kínverskra flugfélaga hafa bitnað á öryggisbúnaði flugvélaflotans í Kína. Tals- menn flugfélaganna segja hins vegar að gæðaefth'lit hafi auk- ist síðustu ár. Lögregla og herlið hefur ár- angurslaust leitað að gögnum á slysstað sem gætu gefið upp- lýsingar um tildrög flugslyss- ins, sem er það mannskæðasta í Kína s.l. fimm ár. í fyrstu var talið að farþega- þotan hefði sprungið er hún var á flugi, en sjónarvottar sögðu í gær að sprenging hefði átt sér stað er hún féll til jarð- ar. Slysið varð á akri skammt frá þorpinu Tangtou í austur- hluta Kína, en vélin var á leið til hafnarborgarinnar Wenzhou sem er í 30 km fjarlægð frá þorpinu. Að sögn þorpsbúa gaf þotan frá sér einkennileg hljóð er hún flaug yfir þorpið. Heiðskírt var og engin sjá- anleg vandræði er farþegaþot- an, sem var í eigu fiugfélagsins China Southwest Airlines, fórst síðdegis á miðvikudag. Sérfræðingar segja flugfélög í Kína hafa þurft að draga úr áætlaðri endurnýjun flugvéla- flotans vegna taps á rekstri síðastliðin ár. Því séu eldri vél- ar, eins og Túpolev Tú-154, enn í notkun. Farþegaþotan sem fórst í vikunni var af þessari sömu gerð, en annað mann- skæðasta flugslysið í Kína var árið 1994, er önnur Túpolev þota fórst og með henni 160 farþegar. Talsmenn kínversku flugfé- laganna segja hins vegar að tap á rekstri hafi ekki haft þau áhrif að draga úr öryggi flug- véla. Markmið okkar eru að tryggja viðskiptavinum örugg og áhyggjulaus bílaviðskipti. <5g> TOYOT Betri notaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.