Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 21
VIÐSKIPTI
Tölvumyndir og Infínity í samstarf
Eykur sóknarmögu-
leika erlendis
Netsími frá
Nokia kem-
ur á óvart
Helsinki. Reuters.
HLUTABRÉF í finnska far-
símafyrirtækinu Nokia hafa
hækkað í verði síðan fyrirtækið
markaðssetti nýjan nettengdan
fai’síma.
Sérfræðingar sögðu að
markaðssetning nýja 7110-sím-
ans treysti forystu fyrirtækis-
ins á markaðnum, þótt franski
keppinauturinn Alcatel ætli að
hefja sölu nettengds GSM-síma
26. marz. Sérfræðingar hafa
talið að nýjar gerðir kunni að
veita Ericsson yfirburði, en
skoðanir þeirra kunna að
breytast þegar sala Nokia-sím-
ans hefst. Ericsson hefur þegar
kynnt nýjan R250 PRO-síma,
sem þolir vatn, ryk og hnjask.
Sérfræðingur Leonia-banka
í Helsingfors sagði að 7110-
gerð Nokia kæmi á óvart.
„Þetta eru mjög jákvæðar
fréttir," sagði hann.
Nokia telur að eftirspurn
eftir nýja símanum verði 10-
15% af heildareftirspurn eftir
farsímum á næsta ári.
NYVERIÐ gerðu Tölvumyndir og
Infinity með sér samkomulag um
aukið samstarf milli fyrirtækjanna.
í samkomulaginu er kveðið á um
möguleika Tölvumynda að nota
sölu- og dreifikerfi Infmity til að
selja Verðbréfavogina.
I fréttatilkynningu kemur fram
að samkomulagið auki möguleika
Tölvumynda til muna á sókn erlend-
is. „Ekki er fyllilega komið í ljós
hversu víðtæk áhrif þetta sam-
komulag mun hafa á starfsemi
Tölvumynda en ljóst er að þetta er
mikil viðurkenning fyrir íyrirtækið
og starfsmenn þess.“
Samkomulag þetta kemur í kjöl-
far heimsóknar Robert E. Lang
stofnanda og forstjóra hugbúnaðar-
fyrirtækisins Infinity, en hann kom
hingað til lands á haustdögum.
Hann kynnti sér íslenskan fjármála-
markað og heimsótti m.a. Kaup-
þing, FBA og Landsbankann, en
Kaupþing og FBA hafa tekið í notk-
un hugbúnað frá Infmity sem meðal
annars sér um áhættustjórnun fyrir
fyrirtækin.
Islenskur íjárinála-
hugbúnaður
Verðbréfavogin eða „Libra“, sem
er vinnuheiti kerfisins erlendis, er
alíslenskur fjármálahugbúnaður.
Kerfið er hannað af Tölvumyndum í
samvinnu við aðila á íslenska fjár-
málamarkaðnum og er nú í notkun
hjá Búnaðarbankanum Verðbréf-
um, Kaupþingi, FBA og Lands-
bankanum. „Ljóst er að sérhæft
kerfi á borð við Verðbréfavogina
hefur takmarkaða stækkunarmögu-
leika á íslenskum markaði og því
var ákveðið að leita samstarfs við
erlenda aðila um dreifingu á hug-
búnaðinum erlendis,“ að því er fram
kemur í fréttatilkynningu.
Helstu undirkerfi í Verðbréfavog-
inni eru sölu- og afgreiðslukerfi,
sjóðakerfi, viðskiptamannakerfi,
birgðakerfi, eignaumsýsla, fjár-
varsla og greiningarkerfi. Vogin
hefur m.a. bein samskipti við Verð-
bréfaþing íslands, SWIFT og
Reiknistofur bankanna. Einnig er
boðið uppá sérstaka útgáfu af Verð-
bréfavoginni fyrir fagfjárfesta sem
geta raðað saman þeim einingum úr
Verðbréfavoginni sem nýtast til að
halda utan um eigin verðbréfasöfn,
eða söfn þeirra sem sjóðurinn er
með í fjárvörslu. Þá getur Verð-
bréfavogin tengst áhættustýringar-
kerfinu Infinity á þann hátt að upp-
lýsingaflæði milli kerfanna er í báð-
ar áttir. Myndar það samfellt flæði
milli kerfi (straight through
processingjsem er mikilvægur þátt-
ur í nútíma áhættustýringu.
Allt það óhagræði sem fylgir
mörgum ósamrýmanlegum kerfum
og pappírsumstangi milli aðila inn-
an fyrirtækis mun heyra sögunni til,
að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu.
Rover 75
valinn bíll
ársins 1999
London. Reuters.
ROVER-deild BMW í Bretlandi
getur loksins hrósað sigri eftir mik-
ið tap, sem frægt er orðið: brezkt
bílablað hefur valið hina nýju gerð
Rover 75 „bíl ársins“.
Rover 75 er ætlað að gegna lykil-
hlutverki í tilraunum til að rétta við
hag Rover-fyrirtækisins. Þegar bíll-
inn var fyrst kynntur á alþjóðlegu
bílasýningunni í Birmingham í októ-
ber sögðu forsvarsmenn Rovers að
hann yrði að „hleypa nýju lífi í
Rover-merkið“.
Tímaritið What Car? tók Club-út-
gáfu Rover 75 fram yfir 15 aðra bfla
þegar það valdi hana bfl ársins 1999.
Rover 75 er fyrsti nýi bfllinn, sem
fyrirtækið hefur smíðað síðan BMW
tók við stjórn þess fyrir fimm árum.
Verkefnisstjóri Rover 75 sagði í yf-
irlýsingu að bfllinn væri „árangur
þrotlauss starfs í fjögur ár“.
BMW hefur veitt Rover frest til
vors til að sýna „frambærilegan
frumárangur". Ritstjóri What Car?,
Julian Rendell, sagði að með meiri
fjárfestingu frá Þýzkalandi gæti
Rover hiklaust keppt við beztu bfla-
framleiðendur heims.
stööugt að aukast, bæði hér heima og erlendis. Við hjá
SH höfum notað Bay Networks netbúnað frá Nýherja
undanfarin 3 ár og hefur hann margsannað gildi sitt.
Bay Networks er búnaður sem bregst ekki og uppfyllir
allar kröfur okkar um áreiðanleika og öryggi. Einu
tilvikin sem ég hef samband við tæknimenn Nýherja
eru þegar við þurfum viðbótar tengingar eða útfærslur.
Öflugur uppsetningar- og stjórnunarhugbúnaður
frá Bay Networks tryggir að breytingar ganga
fljótt og örugglega
Bay Networks fynr slg/
Bay Networka er leiðandi fyrirtœki i heiminum á sviði
netbúnaðar og eelur meira af slíkum búnaði en nokkurt
annað fyrirtmki. Allur búnaður fra Bay Nntworks á það
sammerkt að vera auðveldur í uppsBtningu og stjárnun
og er reiðubúinn fyrir árið 2000. Kynntu
þár kosti netbúnaðar frá Bay Networks
g þú leitar akki annað.
CQ>
NÝHERJI
Skaftahlíð 24 • Sími 5B9 7700
http ://www.nyherji.is