Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 29 LISTIR Bókmenntakynning á Tálknafirði Tálknafirði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Finnur RITHÖFUNDURINN Einar Már Guðmundsson las úr verkum sínum og sagði sögur, sem vöktu mikla kátínu meðal viðstaddra. Sigurður Magnússon sýnir í Listhúsi Ofeigs BOKMENNTAKYNNING var haldin á Tálknafirði á dögunum í boði Grunnskólans, Verka- lýðs- og sjómannafélags Tálknafjarðar og Kvenfélags- ins Hörpu. Það er ekki á hverjum degi, sem vii-tir listamenn heimsækja Tálknfirðinga og miðla þeim af list sinni. Það má því teljast merkur viðburður, þegar Einar Már Guðmundsson rithöfundur sótti Tálknafjörð heim til þess að kynna verk sín og hitta íbú- ana. Var Einari alls staðar rnjög vel tekið. Hann kom víða við, heimsótti Grunnskólann, kom við í félagsmiðstöð eldri borg- ara og að lokum var opið hús í Dunhaga þar sem dagskráin hófst á því að Þórunn Magnús- dóttir flutti stutta kynningu á skáldinu. Þá var lesið úr verk- um skáldsins og hann Ias sjálfur valda kafla úr skáldsögum sín- um og einnig nokkur ljóða sinna. Þá sagði hann sögurnar á bak við sum ljóðanna og hvern- ig fyrsta ljóðabókin varð til. Góð mæting var á bók- menntakvöldið og skemmtu gestir sér konunglega og ekki spillti kaffið og konfektið sem boðið var upp á, meðan menn svifu í faðmi listagyðjunnar. ÁKVEÐIÐ hefur verið að hafa mál- verkasýningu Sigurðar Magnússon- ar myndlistarmanns, sem stendur yfír í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, opna frá kl. 14-17 á sunnudögum. Sýningunni lýkur laugardaginn 6. mars og verður opin á verslunartíma Listmunahússins, mánudaga til fóstudaga frá ki. 10-18 og, laugar- daga og sunnudaga frá 14-17. ALVÖRU ÁST KVIKMYJVPIR Háskólabfó SHAKESPEARE IN LOVE ★ ★★V2 Leikstjóri: John Madden. Handrit: Tom Stoppard og Marc Norman. Aðalhlutverk: Gwyneth Paltrow, Joseph Fiennes, Colin Firth, Judi Dench, Tom Wilkinson, Simon Call- ow og Geoffrey Rush. Universal Pictures & Miramax Films 1998. WILL Shakespeare er ungt og efnilegt leikritaskáld í Lundúnum með innblástursteppu og skottu- læknir nokkur segir ástina eina geta losað um stífluna. Shake- speare fer af stað og finnur ást lífs síns í hefðardömunni Víólu De Lesseps. En er leikritaskáld fært um að sýna okkur sanna náttúru ástarinnar? „Skáldin fegra ástina, lýta hana eða gera hana fyndna, en þeim tekst ekki að gera hana sanna,“ heldur Elísabet Eng- landsdrottning fram. Will veðjar 50 pundum um að hún hafi rangt fyrir sér. Handrit þessarar myndar er sérlega vel skrifað og skemmti- legt. Rauði þráðurinn er eldheit ástarsaga ungmennanna, en utan um hann fléttast margar minni sögur, ekki síður áhugaverðar og fróðlegar. Persónusköpun er sterk og höfundar næmir fyrir misjöfnum manngerðum, með sínum kostum og göllum, og hvaða áhrif hver og ein hefur á framgang mála. Myndin er einnig bráðfyndin... svo er líka atriði með hundi. Það er ekki langt liðið á mynd þegar maður gerir sér grein fyrir að handritið minnir einmitt um margt á leikrit eftir Shakespeare með öllu sem maður getur óskað sér í dramatískri frá- sögn. Leikritahöfundurinn Tom Stoppard á heiðurinn af því og gengur það út á að segja sögu, eða frekar búa til sögu, um tilurð leiki-itsins „Rómeó og Júlía“ og síðar „Þrettándanætur". Þessi hringverkun er frábær hugmynd sem er sérlega skemmtilega framsett, og gefur handritinu óvænta dýpt. Líkt og þegar ég sá kvikmyndina „Amadeus" á sínum tíma, vildi ég óska þess að allt væri þetta satt og rétt, svona skemmtilegt, og snillingurinn svo viðkunnanlegur. Annað hvort er það löngunin til að skyggnast inn í leyndardóminn á bakvið tilurð ódauðiegra verka eða hreinlega löngun til að eignast örlítið í snill- ingum sögunnar. Nema hvort tveggja sé. Stoppard gefur líka skemmti- lega sýn á starf rithöfunda, leik- ritaskálda; hvernig þeii- draga at- burði úr lífinu inn í verkin sín, (sem í þessu tilfelli gerir söguna mun raunverulegri) hvernig þeir kunna að sanka að sér, þiggja og stela hugmyndum frá öðrum. Sagt er að af þeim 32 leikritum sem Shakespeare samdi, hafi að- eins „Óveðrið" verið unnið eftir hans eigin hugmynd. Hin vann hann upp úr lélegum leikritum annan-a. Sem og sýnir að hug- mynd er bara hugmynd, og ekk- ert meira. Það þarf andagiftina, mælskuna, tilfinningarnar og um- fram allt ástríðuna til að glæða hana lífi og breyta í ódauðlegt listaverk. I því felst snilligáfan. Tvö önnur þresk samtíma leik- ritaskáld koma til sögunnar. Christopher Marlovve, sem hér er sagður keppinautur Shakespeares, og John Webster á unga aldri. Er gefið í skyn á skemmtilegan og sniðugan hátt að sú átakamikla dramatík sem síðar átti eftir að einkenna leikverk hans, hafi átt hug hans allan strax frá blautu barnsbeini. Umfram allt er þó kvikmyndin „Shakespeare in Love“ saga um alvöru ást. Hún er saga um ást utan og innan veggja leikhússins, saga um ást í leikritum og í lífinu, saga um ást sem nær út fyrir leik- ritið, þar sem goðsögnin verður að veruleika. Besta atriði kvik- myndarinnar því til sönnunar er lokaatriði leikritsins um elskend- urna ungu „Rómeó og Júlíu“. AU- ir áhorfendur leikhússins eru orð- lausir, hrifnir upp úr skónum, leikararnir ráða ekki við tilfinn- ingar sínar, bíóáhorfendur era yf- ir sig glaðir, og það kæmi mér ekki á óvart að kvikmyndagerðar- fólkið hafi verið snortið á tóku- stað. Mér finnst þetta dásamlegt. Þetta er fegurð mannlífsins í hnotskurn, þar sem maður er manns gaman, þar sem ástin og ástríðan taka öll völd. Gwyneth Paltrow og Joseph Fiennes leika Víólu de Lesseps og William Shakespeare. Það eru miklir straumar á milli þessara heillandi leikara og samleikur þeirra er yndislegur og fullkom- lega sannfærandi. Enda, ef svo hefði ekki verið, hefði myndin og umfjöllunarefnið fallið um sjálft sig. Paltrow sýnir mjög þroskað- an, látlausan og sterkan leik, sem er eiginlega undranarvert af hendi svo ungrar leikkonu. Jos- eph Fiennes ljáir Shakespeare mikla ástríðu sem stundum á það til að vera yfirdrifin. En þegar ungur og fallegur karlmaður fær að leika aðalhetjuna ræður hann örugglega ekki við eigin ástríður samfara því. Joe Fiennes er samt býsna góður enda trúverðugt að nokkuð öflugar tilfinningar hafi hrærst innra með ungum Will, og verða leikskáldið Marlowe og fleiri fulldaufar persónur við hlið- ina á honum, svo hrífandi er hann og uppnuminn af lífinu. Myndin er barmafull af góðum leikuram. Judi Dench fer á kostum í hlut- verki Elísabetar I, sem hún gerir háðska og klára kerlingu. Colin Firth er ótrúlega fúll og leiðinleg- ur sem Lord Wessex. Þessi mynd ætti því að geta orðið afvötnun fyrir þær dömur sem enn era ást- fangnar af honum síðan þær sáu „Hroka og hleypidóma". Furðu- legast fannst mér að sjá Ben Affleck þarna í miðjum breskum leikarahóp. Hver er tilgangurinn með að gefa amerískri stjörnu millistórt en áhrifalítið hlutverk í mynd sem gerist á 16. öld í Englandi? Skrítið val. „Shakespeare in Love“ er margföld skemmtun og listilega vel gerð. Búningar og sviðsmynd- in öll er sérlega falleg og skemmtileg, ekki síst kjólar drottningar. Hún er listilega mynduð og atriðið þar sem Will og Víóla tala saman í fyrsta sinn í miðjum dansi er sérlega áhrifa- ríkt. Síðast en ekki síst er þetta falleg saga, rómantískt og sann- arlega þannig að allir, burtséð frá ólíkum kvikmyndasmekk, ættu að geta lifað sig inn í hana. Hildur Loftsdóttir Gallerí Fold ÓMAR Stefánsson við verk sín á vinnustofunni. Olíumálverk Om- ars Stefánssonar ÓMAR Stefánsson opnar sýningu á olíumálverkum í baksal Gallerís Foldar, Rauðarárstíg 14, á morg- un, laugardag, kl. 15. Ómar Stefánsson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1977-81 og lauk prófi frá ný- listadeild. Árin 1982-86 stundaði hann framhaldsnám við Hochschule der Kunste í Vestur- Berlín. Ómar hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér- lendis og erlendis, og þetta er ell- efta einkasýning hans. Þá hefur Ómar starfað við Listamiðlunina Infemo, sem hefur séð um listvið- bui’ði og ýmiss konar útgáfu á liðn- um áram. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14-17 og stendur sýningin til sunnudagsins 14. mars. Anna Torfadóttir sýnir í Osló NÚ stendur yfir sýning á verkum Önnu Torfadóttur grafíklista- manns í IS Kunst gallery & café, Leirfallsgatan 6 í Ösló. Sýningin ber yfirskriftina Víkingar og er haldin í „Kaffekroken", kaffirým- inu, en í galleríinu era þrjú sýn- ingarrými. Anna útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1976 úr vefnaðarkennaradeild og árið 1987 frá grafíkdeild MHI. Anna var gestalistamaður í Au- burn, New York, 1996 til 1997. Anna hefur áður tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum og meðal annars haldið einkasýningar í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur Anna unn- ið með efni frá víkingatímanum - aðallega skart, fatnað og skreyti- list. Sýningin stendur til 11. mars. 27. og 28. febrúar í Reiðhöll Gusts í Kópavogi Dómarar eru frá Tékklandi, Englandi og Hollandi. Aðgangseyrir Fullorðnir kr. 500, IPurina) Purina PKDPIAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.