Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 43v. virðingu fyrir foreldrum sínum og einkum móður sinni og sagði okkur oft af afrekum hennar að ráða fram úr erfiðleikum líðandi stundar. Snemma fór hann að vinna við bú foreldra sinna og frá unglingsárum almenna verkamannavinnu. Næst gerðist hann sjómaður og reri með- al annars frá Suðurnesjum. Síðan vann hann nokkur ár með þunga- vinnuvélar, við bifreiðaakstur og annað það er lýtur að verkefnum þeirra tækja. Kristján var mikill heimilismað- ur, kvæntur góðri konu, Svövu Sig- mundsdóttur, og lifðu þau í ham- ingjusömu hjónabandi. Pau unnu bæði mjög fjölskyldunni og lögðu sig fram um að halda henni saman og við teljum að öll þeirra fjölskylda hafl verið mjög samrýnd og vinátta og hamingja hafi ávallt verið í fyi’ir- rúmi. Kristján var harðduglegur og lét sér aldrei verk úr hendi sleppa. Hjálpsamur við skylda og óskylda svo af bar. Hann var góðum gáfum gæddur, skemmtilegur og hið mesta prúðmenni og mikill barnavinur. Við Kristján vorum góðir sam- starfsmenn og varð fljótlega úr því vinátta sem hélst til dauðadags. Margar voru ferðirnar sem við fór- um saman um landið. Hann var sér- lega góður bílstjóri, öruggur og gæt- inn og fór vel með bifreiðina og hélt henni vel við. Við áttum oft saman stundir á heimilum okkar, fórum saman í Trostansfjörð og við komum til þeirra í sumarhúsið sem þau komu sér upp á Snæfellsnesi nokkr- um árum síðar. Þegar samstarfi okkar lauk að fjórum árum liðnum hélt vináttan áfram til dauðadags. Á þeim árum þegar Kristján var ráð- herrabílstjóri minn var dóttursonur okkar, en hann var búsettur í Dan- mörku, oft hjá okkur, einkum að sumri til. Þegar samstarf okkar Kri- stjáns byrjaði var drengurinn fimm ára að aldri. Kristín var þá veik á sjúkrahúsum ýmist innanlands eða utan. Þegar Kristján ók mér í vinn- una var drengurinn oft í bílnum og voru þeir mikið saman. Oft fóru þeir heim til Svövu að fá morgunverð og sýndu þau hjónin honum bæði góð- vild og ástúð. Þau og litli strákurinn urðu brátt vinir. Oft kom Kristján heim með kökur frá Svövu og man ég glöggt hvað drengnum þótti góð brún terta og einu sinni þegar terta kom gerði hann henni að vana góð skil á meðan plássið leyfði. Hann sagðist láta bíða það sem eftir var og bætti við: Ég er viss um að hún Svava er besti bakari í heimi. Svava og Kristján hafa alla tíð sýnt okkur vináttu og hjálpsemi. Kristján hefur öll þessi ár verið boð- inn og búinn að rétta hjálparhönd. Það getur því hver og einn skilið hve okkm- brá þegar hringt var tO okkar og sagt var að Kristján hefði skyndi- lega veikst og væri meðvitundarlaus. Og eftir örfáa daga var aftur hringt og okkur sagt að hann væri allur. Það greip okkur einkennileg kennd við þessi sorglegu tíðindi og jafn- framt það að gera okkur ljóst að geta ekki einu sinni verið viðstödd útför hans vegna þess að við erum í fjarlægu landi. En hugur okkar leit- ar heim til Svövu okkar, Jóhanns og Unnar, Margrétar, Sigurborgar, bamabarnanna og annarra skyld- menna og vina hans. Sérstaklega minnist ég Kristjáns litla, sem nú er fulltíða maður og fór til Bandaríkj- anna til náms daginn áður en afi hans veiktist. En einstakir kærleikar voru á milli þeirra nafna. Við vottum Svövu og börnum þeirra, tengdadóttur, barnabörnum og öðrum skyldmennum samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg og veita þeim styrk og þrek til að sigrast á henni og verma sig við hlýjar minningar um það góða líf sem þau áttu með Kristjáni. Kristján, kæri vinur. Við og fjöl- skyldur okkar viljum að lokum þakka fyrir okkar góðu kynni og hugljúfa vináttu á liðnum árum. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi og þakka þér fyrir allt og allt. Kristín Ingimundardóttir, Matthías Bjarnason. • F/e/ri minningargreinar um Krist- ján J. Jóhannsson bi'ða birtingar og miinu birtast í blaðinu næstu daga. + Guðbjörg Ein- arsdóttir fædd- ist á Austurgötu 6 í Hafnarfirði 30. apr- íl 1920. Hún lést á sjúkrahúsi Reykja- víkur 19. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voni Helga Þorkelsdótt- ir, f. 30.12. 1874, d. 25.10. 1977, og Ein- ar Einarsson, klæð- skeri í Hafnarfirði, f. 13.12. 1893, d. 16.12. 1976, en þau bjuggu í Hafnar- firði. Guðbjörg var þriðja í röð níu systkina, en þau eru: Upp- eldissystir Unnur Jóhannesdótt- ir, f. 16.4. 1913, d. 1.8. 1997; Guðríður, f. 16.11. 1916, d. 29.5. 1937; Jóhannes, f. 10.8. 1917, d. 25.11. 1995; Gróa, f. 1922, d. 1922; Ellen, f. 5.7. 1923; Anna, f. 24.3. 1925; Áslaug, f. 1.4. 1926; Sigríður, f. 28.2. 1936, og Mar- ía, f. 13.11.1938. Árið 1948 giftist Guðbjörg Steingrími Atlasyni, fyrrver- andi yfirlögregluþjóni í Hafn- arfirði, f. 1. maí 1919. Börn þeirra eru: I) Einar, læknir, f. Fimmtudaginn 18. febrúar fór ég á Sjúkrhús Reykjavíkur til þess að sækja tengdmóður mína, Boggu, eins og hún var kölluð og var ætlunin að hún fengi að fara heim. Þegar til kom var henni ekki treyst til að fara. Hún var ósátt við að fá ekki að fara heim svo við komumst að samkomulagi um að hún fengi að fara seinni partinn á föstudag. „Þá hef ég eitthvað að hlakka til“ sagði hún „og þá ætla ég að borða fisk hjá honum Steina mínum“. Bogga fór ekki á Hellis- götuna, en segja má að hún hafi farið heim, því hún var látin um há- degi á föstudag. Með Boggu er gengin einstök kona. Við fyrstu sýn virtist hún ekki vera sterk eða til mikilla átaka, en við nánari kynni komst maður að því að hún bjó yfír mun meiri styrk en ætla mátti. Lífið var henni ekki alltaf auðvelt viðureign- ar, en ævinlega var hún til staðar og tilbúin að hjálpa öðrum. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni og hún vildi heldur ekki hlusta á neikvætt umtal um aðra. Hún reyndi alltaf að finna skýringu á hegðun fólks til þess að reyna að skilja betur viðbrögð þess og hvort ekki væri hægt að sjá eitthvað já- kvætt. Bogga lagði sig fram um að láta öðrum líða vel, ekki síst sínum nán- ustu. Þegar ég gekk með Arnrúnu bjuggum við í Svíþjóð. Dag nokkurn kom pakki til mín. I hon- um voru þrennir alklæðnaðir sem Bogga hafði saumað á mig. Ég hafði ekki beðið hana um að sauma fyrir mig og ekki var ég á staðnum til þess að máta, en hver einasta flík passaði nákvæmlega og ég held ég hafi sjaldan verið betur klædd en á þeiiTÍ meðgöngu. Ai'nrún fæddist í desember og aftur kom pakki og nú með smákökum og öðru góðgæti fyrir jólin, til þess að létta jólaundirbúninginn. Það hefur verið dýrmætt fyrir okkur Einar og ekki hvað síst börnin okkar að eiga Boggu og Steina að í gegnum árin. Nú á tírnum verður að telja það forréttindi fyrir börn að eiga ömmu og afa sem eru tilbúin að eyða þeim tíma sem þau hafa með bamabörnunum. Börnin okkar hafa alltaf verið velkomin til ömmu og afa og verið tekið með opnum örmum og þau hafa sótt í að vera með þeim. Samverustundir þar sem öll fjölskyldan, afi, amma, böm og barnabörn vom saman bæði í veiðitúram í Djúpavatni og Hlíðarvatni og við önnur tækifæri era fjársjóðir í minningasafninu, ekki síst fyrir barnabörnin. 15.1. 1950, maki Steinunn Halldórs- dóttir, lögfræðing- ur, f. 9.5. 1953. Börn þeirra eru: 1) Sírnir, f. 16.6. 1975, sonur hans Daniel Atli Cassata, f. 24.7. 1994, 2) Tjörvi, f. 9.11. 1978, sonur hans Óðinn Páll, f. 7.2. 1994, 3) Arnrún, f. 5.12. 1982. II) Atli, læknir, f. 30.1. 1954, maki Erla Ás- dís Kristinsdóttir, f. 29.5. 1954. Börh þeirra eru: 1) Steingrímur, f. 27.5. 1983, 2) Kristín, f. 14.12. 1985, 3) Elín, f. 2.9. 1993. Guðbjörg nam klæðskeraiðn hjá föður sfnum og vann við saumaskap. Guðbjörg nam einnig gítarleik hjá Sigurði Briem, gítarleikara. Á yngri ár- um kenndi Guðbjörg á gítar. Guðbjörg og Steingrímur bjuggu á Hellisgötu 33 í Hafn- arfirði. títför Guðbjargar fer fram frá Yíðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við eigum ekki eftir að sjá Boggu aftur, en hún er ekki farin frá okkur, því minningin um hana lifir með okkur og við eram öll rík- ari eftir að hafa þekkt hana. Blessuð veri minning hennar. Steinunn Halldórsdóttir. Hún Bogga mágkona mín er lát- in. Kom það nokkuð á óvart að kall- ið skyldi verða svona snöggt. Það er ekki nema hálfur annar mánuð- ur síðan við hjónin vorum saman með Boggu og Steina, manninum hennar, úti á Kanaríeyjum þar sem við héldum jólin. Við skemmtum okkur vissulega vel, skoðuðum fallega staði, nutum góða veðursins og áttum mai’gar góðar stundir saman við spil og glens. Það var mikið hlegið og Bogga lét það ekki á sig fá, þótt hún væri svolítið slöpp, þar sem hún hafði verið veik skömmu áður en við fóram í ferðina, en var að ná sér. Ég get ekki hugsað mér já- kvæðari og skemmtilegri ferðafé- laga. Ekkert okkar gerði sér grein fyrir því að Bogga væri alvarlega veik og það var ef til vill það besta, því annars hefði skuggi hvílt yfir ferðinni. Þessi ferð á eftir að verða okkur eftinninnileg. Við eigum líka mjög góða minn- ingu um Boggu og Steina frá síð- astliðnu sumri, þar sem við hjónin fóram með þeim til Lundúna. Þar var Bogga vissulega í essinu sínu. Hún endaþeyttist með okkur í neð- anjarðarlestum Lundúnaborgar, þegar við skoðuðum ýmsa merka staði, svo sem söfn, garða o.fl. og vora þessai’ ferðir skemmtilegar og vel heppnaðar. Bogga var ávallt ung í anda og það var eins og hún eltist ekkert. Hún var alltaf vel tilhöfð, í falleg- um fötum sem fóru henni vel, enda lærður klæðskeri. Þar sem ég hefi stundað íþróttir í gegnum árin, var ég hrifin af því hve liðug hún var og hélt sér vel líkamlega. Man ég sérstaklega eftir einni erfiðri æf- ingu sem Bogga gerði léttilega í eldhúsinu heima hjá sér fyrir rúm- um áratug. Þetta var „hopp“-æf- ing, þar sem höndum var slegið saman yfir höfðinu, um leið og hoppað var út og saman með fætur á gólfinu. Þetta framkvæmdi Bogga eins og ung stúlka væri, mörgum sinnum í einni lotu. Ég var svo hrifin af þessu að ég kallaði þessa æfingu „Bogguæfingu" og minnist alltaf Boggu þegar ég geri hana. Einnig var Bogga mjög lipur á dansgólfinu. Ætíð vora þau hjónin Bogga og Steini tilbúin að rétta hjálparhönd og gleðja aðra með glöðu geði og á kærleiksríkan hátt. Við hjónin átt- um því láni að fagna að eiga hjá þeim húsaskjól, þegar við lentum í vandræðum vegna sölu á íbúð og kaupum á húsi, sem einhverra hluta vegna dróst að afhenda. Við voram þess vegna húsnæðislaus smá tímabil með þrjár dætur okk- ar, þar á meðal eina nýfædda. Það var ekki mikið mál hjá þeim að leysa þennan vanda með því að skjóta skjólshúsi yfir okkur. Þetta var ekki eina skiptið sem við, og okkar fjölskylda, nutum góðs af hjálpsemi þeiiTa. Það er mikil eftirsjá að Boggu mágkonu minni, en minningarnar era ljúfar og lifa í hugskoti okkai’. Við hjónin sendum Steingrími og sonum, Einari og Atla, og þeirra fjölskyldum Guðs blessunar. Sigurður Friðfinnsson. í æsku heyrði ég talað um það að hún hefði verið kölluð Guðsperla sem barn. Hún sat oft á þröskuld- inum á Austurgötunni og söng með sinni undurfögra röddu fyrir gesti og gangandi. Lítil hnáta með gyllta lokka vakti aðdáun þeirra sem leið áttu um. Þegar ég hugsa til hennar Boggu frænku er það þýtt fasið, hljómfagra og milda röddin og fáguð framkoma hennar sem er sterkust í minningunni. Sem barn dvaldi ég oft hjá Boggu og Steina. Þetta voru ein- tómar sælustundir. Allt svo bjart og fagurt. Það var svo spennandi að leika sér með leikfóngin sem Bogga geymdi ofan í bekknum með rauðu setunni í eldhúsinu. Þennan fjái’sjóð geymdi hún handa okkur systkinabörnunum þótt synir hennar væru vaxnir úr grasi og þó nokkur ár í að hún eignaðist barna- börn. Garðurinn hennar Boggu var heilt ævintýri fyrir börn að leika sér í. Alsettur fógram blómum upp allar hraunhellumar, eða háa fjall- ið eins og mér fannst það vera í þá daga. Eftir leik í garðinum var oft- ar en ekki farið í notalegt skúmbað eins og hún Bogga var vön að kalla það. Hápunktinum var þó náð þeg- ar hún leyfði okkur að prófa lög- regluhúfuna hans Steina. Það var varla hægt að hugsa sér meiri munað en að fara í heimsókn til Boggu frænku. Hjá Boggu og Steina upplifði maður líka alveg sérstakt samband hjóna. Ég held ég hafi aldrei orðið vitni að eins miklum kærleika og ríkti á milli þeirra. Ég gleymi því aldrei hversu innilega þau kvöddust þegar Steini fór í vinnuna. Þar skynjaði maður sambland af hamingju og virðingu, sem því miður allt of fáir fá að njóta. Bogga frænka var mannblendin og alltaf hress og kát og ung í anda. Það var alltaf gaman að spjalla við hana og alltaf var hún jafn fix, eins og klæðskeradæturn- ar úr Hafnarfirðinum hefðu orðað það, hvort sem það var á manna- mótum eða bara dags daglega. Á skólaárum mínum hafði ég á tímabili aðstöðu til próflestrar uppi á loftinu hjá Boggu. Þetta var skemmtilegur tími og freistaðist ég oft til að skreppa niður og fá mér kaffisopa og ræða málin. Andlát Boggu frænku kom öllum á óvart þótt vitað væri að hún átti við alvarleg veikindi að stríða. Mest er þó um vert að hún þurfti ekki að þjást. Missir Steina er mik- ill og sendi ég honum, sonum hans og fjölskyldum þeirra mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Anna Margrét. Ég ætla að kveðja hana Boggu mína með nokkram orðum, þó að það sé ávallt erfitt að koma hugs- unum sínum á blað. Nú fær maður ekki lengur að sjá brosið hennar, svo blítt og kær- leiksríkt. Hún var ávallt reiðubúin GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR að veita manni kaffi og með því, þar sem allt var dregið fram til að seðja í manni hungrið. Hvort sem maður var svangur eða ekki. Þegar maður minnist Boggu þá kemur ^ upp í hugann mynd af yndislegri konu, björtu brosi ásamt hlýlegum móttökum og lítið kærleikskom blómstrar í brjósti manns. Hún var alltaf jafn ungleg og bar aldurinn með eindæmum vel. Blómin vora hennar líf og yndi og hún naut þess að vinna í garðinum sem þau Steini ræktuðu af natni. Það vai’ alltaf jafn gott að koma á Hellisgötuna því að gestrisnin var slík að manni fannst eins og maður væri að koma heim, og það kom varla fyrir að maður kæmi að tóm- um kofunum á þeim bæ. Osjaldan fékk ég að vera hjá Boggu þegar mig vantaði sama- stað, hvort sem hún gætti mín sem barns, ég þurfti að sækja nám á stórborgarsvæðinu, eða bara vant- aði gistingu í bæjarferð. Þá voru Bogga og Steini alltaf jafn yndis- leg og góð heim að sækja fyrir mig og mína. Ekki má gleyma þeirri þolinmæði og stuðningi sem ég mætti þegar ég var hjá þeim rétt fyrir fæðingu sonar míns, en þá var sannarlega gott að eiga Boggu að. Aldrei lét hún elsku Bogga mín styggðaryrði hrjóta af vöram í minn garð, eða gagnrýndi nokkuð sem ég gerði. Slíkt hugarfar styrk- ir og eflir sjálfstraust hverrar manneskju. Einnig var hún fljót að taka upp hanskann fyrir þá sem ekki vora á staðnum til að svara fyrir sig. Mér fannst gleðin taka völd þegar hún kom í heimsókn, því alltaf birti til þar sem hún kom, dillandi hláturinn og jákvæðnin í annarra garð lét vel í eyram og kom manni í gott skap. I æsku hlustaði ég oft á móður mína segja frá því þegar Bogga vai' ung, en þær systui’ vora afar sam- rýndar. Með stjömublik í augum minntist hún þess hversu fallega Bogga söng og spilaði undir á gít- arinn sinn, svo alla nærstadda setti hljóða af undrun og aðdáun. Ég trúði þessum sögum skilyrð- islaust því sjálfri þótti mér afar ljúft að heyra hana syngja, þá sjaldan mér hlotnaðist sá heiður að heyra hana taka lagið. Það var in- dælt að vera í nálægð Boggu og maður finnur mikið til þess að hún skuli vera farin, en við verðum að geta samglaðst henni að vera laus við þjáningar þessa heims og kom- in á yndislegan stað þar sem hún getur dansað létt í spori, spilað og f~ sungið að vild. Ég kveð þig með söknuði, Bogga mín. Guð leiði þig um ljóssins dal og geymi þar til leiðir okkar liggja saman á ný. Elsku Steini og synir, við vottum ykkur innilega samúð í djúpri sorg. Guð veri með ykkur. Guðríður Júlíusdóttir og fjtil- skylda, Raftholti. Kveðja frá Inner Wheel Hafnarfirði. í dag kveðjum við eina af félög- um okkar, Guðbjörgu Einarsdótt- ur. Hún var ein af stofnfélögum Jt Inner Wheel-klúbbs Hafnarfjarðar og starfaði í Inner Wheel alla tíð síðan eða í rúma tvo áratugi. Guð- björg var traustur og góður félagi sem bar hag klúbbsins ávallt fyrir brjósti og vann í honum af heilum hug. Hún átti sæti í stjórn hans um nokkurra ára skeið. Guðbjörg var hæglát og hógvær kona, gædd ríkri kímnigáfu og miklum frásagnar- hæfileikum sem nutu sín vel í þeim verkefnum sem henni vora falin í klúbbnum. Við kveðjum Guðbjörgu með söknuði og þökkum samfylgdina. Steingrími, sonunum og fjöl- skyldum þeirra sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðbjargar Einarsdóttur. Kristín Guðmundsdóttir, varaforseti Inner Wheel _ Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.