Morgunblaðið - 26.02.1999, Side 8

Morgunblaðið - 26.02.1999, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ .Hver gætir hagsmuna. 13.000 heiðargæsa? -W'- ÞÆR eru alveg gaggandi illar góði. Þær hafa alltaf notið Jieirra forréttinda að vera númer eitt á matseðli Skotveiðiféíags Islands. — Morgunblaðið/Þorkell HJÓNIN Jóna Þorsteinsdóttir og Sigurjón Einarsson aflienda Sverri Magnússyni lykla að jeppanum, sem fer á bifreiða- og tækniminjadeild Byggðasafnsins á Skógum. Elsti Range Roverinn á bifreiðasafnið á Skógum Keflavíkurflug- völlur Sýslumað- ur lætur af embætti AUGLÝST hefur verið laust til umsóknar embætti sýslu- mannsins á Keflavíkurflug- velli frá og með 1. apríl næst- komandi til fimm ára. Þorgeir Þorsteinsson hefur gegnt því frá 1. júlí 1992 en hann lætur senn af störfum fyrir aldurs sakir. Þorgeir Þorsteinsson hefur starfað um árabil við emb- ættið á Keflavíkurflugvelli. Hann var skipaður aðalfull- trúi þar árið 1959, 10. júlí 1974 var hann skipaður lög- reglustjóri. Um mitt ár 1992 var sú breyting gerð að emb- ætti lögreglustjóra var gert að embætti sýslumanns og hefur Þorgeir gegnt því síð- an. Þorgeir verður sjötugur síðar á árinu. Utanríkisráðherra skipar í embættið frá og með 1. apríl næstkomandi. Er þetta eina sýslumannsembættið sem hann skipar í. Dómsmálaráð- herra skipar í öll önnur sýslu- mannsembætti í landinu. Sam- kvæmt stjómskipan falla mál- efni vamarliðsins og Keflavík- urflugvallar undir utanríkis- ráðherra. NÝSTOFNAÐRI bifreiða- og tækniminjadeild Byggðasafns- ins á Skógnm undir Austur- Eyjaijöllum barst fyrsta gjöfín á fímmtudag, sem er víðförull Range Rover árgerð 1972. Jeppinn hefur verið í eigu Sig- utjóns Einarssonar frá upphafi og er úr fyrstu sendingu slíkra bfla til landsins. Sverrir Magnússon formaður stjórnar Byggðasafnsins í Skógum kom til Reykjavíkur og tók við lyklum að jeppanum og ók honum til baka, enda er gripurinn vel gangfær enn. Jeppinn er ekinn um 400 þús- und kflómetra og fékk fullnað- arskoðun við síðustu aðalskoð- un. Að sögn Sigurjóns vildi hann mun fremur horfa á eftir jepp- anum á bifreiðasafnið heldur en að láta hann í brotajárn enda hefur bfllinn haft tilfínningalegt gildi í augum Siguijóns og fjöl- skyldu hans og varla slegið feilpúst í 28 ár. Kosið í kennarafélögunum ATKVÆÐAGREIÐSLA um sam- einingu Kennarasambands íslands og Hins íslenska kennarafélags fer fram 1.-5. mars næstkomandi. Undirbúningur að sameiningu fé- laganna hefur staðið síðan 1993. Fyrir liggja tillögur um stofnun nýs félags sem starfí í sex félögum með skýrt skilgreint hlutverk og sjálfstæði í sínum sérmálum. Kennarafélögin hafa komið sér saman um þá reglu að 60% félags- manna í hvoru félagi fyrir sig verði að taka þátt í atkvæðagreiðslunni til að hún teljist gild. Jafnframt gildir sú regla að 60% þeirra sem taka afstöðu verða að samþykkja sameiningu til að hún teljist sam- þykkt. I nýútkomnu Kennarablaði skora formenn kennarafélaganna, Eiríkur Jónsson og Elna Katrín Jónsdóttir, á félagsmenn að sam- þykkja sameiningu félaganna. Þau leggja jafnframt áherslu á að fé- lagsmenn taki þátt í atkvæða- greiðslunni. Stefnt er að því að úrslit í at- kvæðagreiðslunni liggi fyrir 12. mars. Talið verður í tvennu lagi og verða bæði félögin að samþykkja til- lögu um sameiningu til að hún öðlist gildi. Styrktartónleikar Gert verður við orgelið í Danmörku SUNNUDAGINN 28. febrúar verða haldnir tónleikar í Dómkirkju Krists kon- ungs, Landakoti, til styrktar viðhaldssjóði orgels kirkjunnar. Úlrik Ólason, organisti kirkj- unnar, hefur skipulagt tónleikana. „Orgelið er eitt hið hljómfegursta hér á landi og hljómburður kirkj- unnar sjálfrar er einstak- ur. Það var vígt 7. nóv- ember árið 1950. Verkið í því er orðið slitið og það er orðið tímabært að sinna gagngeru viðhaldi á orgelinu. „ Úlrik segir að samið hafi verið við orgelsmiðj- Úlrik Ólason una Frobenius & Sonner, sem sá upprunalega um smíði hljóðfær- isins, um að endumýja alla slit- fleti orgelsins. „Orgelið verður tekið niður í ágúst næstkomandi og flutt til Danmerkur. Það er síðan vænt- anlegt aftur til landsins í nóvem- ber. Tónlistarmenn binda miklar vonir við að vel takist til með að gera orgelið upp.“ Úlrík segir að farið hafi verið yfir orgelið áður, m.a. fyrir komu páfa hingað til lands. Hann segir að vönduð orgel á við þetta geti enst lengi með góðu viðhaldi, jafnvel í nokkur hundrað ár. „Skilyrði fyrir góðri endingu er að reglulegu viðhaldi sé sinnt.“ -Þetta hefur verið dýrt orgel á sínum tíma? „Já, og sérstök fjársöfnun til kaupa á verðugu orgeli fyrir Kristskirkju, Landakoti, hófst árið 1941 að framkvæði Harald- ar Hannessonar hagfræðings, vinar séra Jóns Sveinssonar, Nonna. Fljótlega fengu menn augastað á orgeli frá orgelsmiðju Th. Frobenius & Co í Lyngby fyrir utan Kaupmannahöfn. Fyr- irtækið sem var stofnað árið 1909 af orgelsmiðnum Theodor Frobenius hefúr síðan verið eitt þekktasta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum. Sérhvert orgel er sér- smíðaður handunninn listmunur og okkar orgel hér í Kristskirkju en engin undantekning þar á.“ - Hafa vinnubrögðin í org- elsmiðjunni haldist óbreytt gegnum árin? „Orgelsmiðjan stendur á gömlum merg og grandvallarat- riði við smíði orgela era enn þau sömu og vora í heiðri höfð fyrir allt að fjóram öldum. Vélar, svo sem vélsagir og vélheflar hafa þó tekið við af handverkfæram við grófvinnslu á viðnum sem notaður er. Sjálft verkið og pípurnar era smíðaðar í hönd- um með sams konar verkfæram og menn notuðu á fyrri öld- ———— um.“ Hann segir að á íslandi séu allmörg hljóðfæri frá Frobenius fyrir utan orgel Kristskirkju. Meðal þeirra nefnir hann orgel Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, Skálholtsdómkirkju, Bústaða- kirkju og Seyðisfjarðarkirkju. - Hafið þið annað orgel til af- nota meðan hljóðfærið er í við- gerð? „Við höfum svokallað harm- oníum sem er fótstigið orgel. ►tílrik Ólason er fæddur á Hólmavík árið 1952. Hann lauk námi í kirkjutónlist frá kirkju- tónlist arakademíunni í Regens- burjg árið 1980. Ulrik var kennari við Tónlist- arskólann á Akranesi frá 1981-1987 og skólastjóri Tón- listarskólans á Húsavík og org- anisti Húsavíkurkirkju um ára- bil. tílrik var síjórnandi söngsveitarinnar Fflharmóníu í nokkur ár. Hann var ráðinn organisti Kristskirkju og Víðistaðakirkju í Hafnarfirði árið 1987. tílrik er kennari við Tónskóla þjóð- kirkjunnar. _ Eiginkona hans er Margrét A. Halldórsdóttir kennari og eiga þau tvo syni og eitt hálfs mánaðar gamalt barnabarn. Vönduð orgel geta enst í nokkur hundruð ár Líklega notum við það. „ - Er dýrt að senda orgelið til Danmerkur í viðgerð? „Þessi framkvæmd er vissu- lega dýr og við reiknum með að hún kosti a.m.k. nokkrar milljón- ir. Viðhaldssjóður orgels Krists- kirkju hefur því gengist fyrir fjársöfnun, m.a. með tónleikum eins og þeim sem fyrirhugaðir era á sunnudaginn." Úlrik segir að þá hafi viðhalds- sjóðurinn einnig verið með fjár- öflunardagskrá í Hlaðvarpanum fyrir jólin og í janúar sl. vora haldnir styrktartónleikar þar sem Sigurlaug S. Knútsen söng við undirleik Claudio Rizzi.“ Úlrik segh' að væntanlega verði síðan haldnir aðrir veglegir styrktartónleikar í mars. - Hverjir koma fram á styrkt- artónleikunum núna á sunnudag- inn? „Marta G. Halldórsdóttir syngur andleg ljóð eftir C.Ph. E. Bach við undirleik Douglas Brotchie orgelleikara. Þá er klarinettukvartett eftir Bernhard Hen- rik Crasell á dagskrá og það eru Sigurður Ingvi Snorrason klar- inettuleikari og Margrét Krist- jánsdóttir fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir á víólu og Ric- hard Talkowski á selló sem flytja. Sönghópurinn Voces Thules syngur m.a. úr Þorlákstíðum og Einar Jónsson trompetleikari leikur ásamt Douglas Brotchie orgelleikara. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.