Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 26

Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir skúlptúra í Asmundarsal Fjöll og geim-steinar BRYNHILDUR Þorgeirsdóttir, sem opnaði um síðustu helgi sýn- ingu í Listasafni ASI við Freyju- götu, lætur sér ekki nægja að sýna skúlptúra sína í Ásmundarsalnum, heldur teygir hún sig bæði inn á gang og alla leið upp á þaksvalir safnsins. Þar úti í kuldanum er heill „Geim-steinagarður“, þar sem hún hefur komið fyrir þremur verkum. Þar ber fyrst að telja geim-steininn sem hún sýndi sl. sumar á Strandlengjunni, sýningu Myndhöggvarafélagsins í Reykja- vík, en á honum voru unnin skemmdarverk, svo nú hefur hún lagfært hann og sandblásið. Auk hans er þar á svölunum annar svip- aður geim-steinn úr gleri og sá þriðji úr steinsteypu. Á sýningunni eru tólf skúlptúrar úr steinsteypu og gleri - og úr sandi. Öll eru verkin unnin á síð- astliðnu ári og bera mörg hver nöfn tengd fjöllum og klettum, svo sem Klettur, Tómasarfjall, Fjall, Drottningarfjall og Fjallsópið. Og svo eru það geim-steinarnir fyrr- nefndu. Allt segir Brynhildur þetta vera einstaklinga og allir hafa þeir kyn, þó að hún eigi ekki mjög auð- velt með að útskýra nánar hvers vegna einn skúlptúrinn er kven- kyns og annar karlkyns. „Það er alltaf einhver munur á kynjunum, í vextinum og hollningunni. Það verður alltaf mjög fljótt greinilegt fyrir mér hvort hlutimir eru kven- kyns eða karlkyns,“ segir hún og kveðst líta á skúlptúrana sem per- sónur. „Þetta eru ekki dauðir hlut- ir.“ Allt úr sömu ljölskyldunni „Það er ekkert konsept á bak við þetta, mörgum fínnst nauðsynlegt að að baki hlutanna hvíli djúpar meiningar en ég er bara gamaldags styttugerðarkona, rekin áfram af sköpunarþörf og sköpunargleði," segir Brynhildur, sem hefur starf- að í myndlist í 17 ár. „Sumir tala um að ég sé alltaf að gera það sama. Stundum er það reiknað manni til tekna og er kallað að maður hafí mjög sterkan persónu- legan stíl en aðrir segja að maður geri bara alltaf það sama. Eg fer ekki út í að búa til einhverjar ljós- myndir og texta, það er bara ekki í mínum karakter - og ég skil heldur ekki til hvers ég ætti að vera að því,“ segir hún og ypptir öxlum. „Þetta eru náttúrlega alltaf sömu efnistökin og þess vegna ákveðin líkindi. Þetta er allt úr sömu fjöl- skyldunni, enda er ég guðmóðirin að öllu dótinu." Allt í einu farið að tala um alkaliskemmdir Brynhildur undrar sig á því hve margir eru tortryggnir gagnvart steinsteypu og gleri í útilistaverk- um. „Fólk hefur svo undarlega af- stöðu til steypu - það byggir húsin sín fyrir milljónir úr steypu og það er gler í öllu alls staðar, en um leið og maður er kominn út í listaverk úr steypu er allt í einu farið að tala um alkalískemmdir. Þetta sama fólk blikkar ekki augunum þegar það er að byggja," segir hún. Þetta er tólfta einkasýning Fella- og Hólakirkja Morgunblaðið/Árni Sæberg TRÍÓ Reykjavíkur og Alina Dubik á æfingu; Peter Máté, Gunnar Kvaran, Alina Dubik og Guðný Guðmundsdóttir. Tríó Reykjavíkur og Alina Dubik TRÍÓ Reykjavíkur og Alina Dubik halda tónleika í Fella- og Hóla- kirkju á sunnudag kl. 17. Alina er pólsk að ætt og upp- runa og útskrifaðist frá Tónlist- arakademíunni í Gdansk árið 1985. Hún hefur komið fram sem ein- söngvari í Þýskalandi, Lúxem- borg, Ítalíu, Sviss og margoft hér á íslandi. Einnig hefur hún sungið með óperunni í Kraká í heimalandi sínu. Á efnisskránni er tveir kaflar úr tríói eftir Martinú, 6 sönglög op. 74 og polonaise brillante op. 3 fyrir selló eftir Chopin, en 150 ár era liðin frá dánardegi hans í ár, fíðlu- sónötuþáttur og sönglög með víólu eftir Brahms og 4 sönglög eftir Poulenc en 100 ár era liðin frá fæðingu hans. Tríó Reykjavíkur skipa þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari, sem einnig mun leika á víólu á tónleikunum, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanó- leikari. Morgunblaðið/Kristinn BRYNHILDUR umkringd fjórum verkanna á sýningunni en þau eru unnin úr steinsteypu og gleri. Henni á hægri hönd er Klettur I, þá Tómasarfjall, Fjall I og Fjall II. Brynhildar. Auk náms í Myndlista- og handíðaskóla Islands hefur hún sótt menntun sína til Hollands og Bandaríkjanna. Hún hefur verið virk í félagsstarfí Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík, er stunda- kennari við Myndlista- og handíða- skóla Islands og er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum. Sýningin í Ás- mundarsal er opin alla daga nema mánudaga, frá kl. 14-18 og stendur fram til 7. mars nk. Dagur tónlistarskólanna NEMENDUR í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar leggja boga á streng. DAGUR tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur um land allt á morgun, laugardag, og gefst þá gestum tækifæri til að kynna sér hljóðfæri skólanna og hlusta á nem- endur leika á hljóðfæri sín. Tónskóli Eddu Borg Tónskóli Eddu Borg heldur tón- leika í Seljakirkju kl. 14 og kl. 16 á morgun, laugardag. Opið hús verð- m- í skólanum milli tónleikanna og gefst gestum kostur á að kynna sér kennsluna og fylgjast með æfingum blásarasveitar og harmoníkan verð- ur kynnt. Ennfremur verður „opin vika“ frá 1.-6. mars í skólanum þar sem ýmis hljóðfæri verða kynnt og lýkur með tónleikum í Seljakirkju laugardaginn 6. mars kl. 14. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Opið hús og hljóðfærakynning verður í Hraunbergi 2 á Degi tón- listarskólanna frá kl. 13-15. Gestum gefst tækifæri til að reyna ýmis hljóðfæri og njóta tilsagnar í list- inni. Tónleikar strengjasveitar skólans og Da camera-strengjasveitarinnar verða í Salnum í Kópavogi kl. 16. Flutt verða verk eftir Benjamin Britten; Joseph Haydn, Béla Bartók og Johann Svendsen. Stjórnandi er Sigursveinn Magnús- son og einleikari á selló er Ólöf Sig- ursveinsdóttir. Suzuki-skólinn Opið hús verður á Holtavegi (húsi KFUM og K) frá kl. 9.30-13 á morgun. Þá verður tekið á móti fólki sem vill kynna sér og fylgjast með því hvernig Suzukitónlistar- kennsla fer fram. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Tónlistarskóli Hafnarfjarðar verður til sýnis almenningi frá kl. 13-17 á Degi tónlistarskólanna. Tónlistardagskrá verður í skólanum allan daginn, stuttir tónleikar í Há- sölum kl. 14 og kl. 15. Nemendur söngdeildarinnar syngja á „Torg- inu“ í skólanum og skólalúðrasveitin heldur stutta tónleika þar kl. 16. Tónlistarskóli Seltjarnarness Á Degi tónlistarskólanna verður opið hús í frá kl. 14-16 og munu nemendur bjóða upp á hljóðljóð- færaleik. Tónlistarskóli Keflavíkur Tónlistarskólinn í Keflavík verð- ur með sérstakt tónleikahald á Degi tónlistarskólanna. í febrúannánuði hafa allir nemendur Tónlistarskól- ans tekið þátt í þemaverkefni sem jafnframt er samkeppni og hefur fengið heitið „Febrúartónsmiðjan" og er meginmarkmið hennar að efla sköpunarþáttinn í skólastarfinu og vekja áhuga nemenda fyrir eigin tónsköpun. Hver nemandi hefur samið lag á sitt eigið hljóðfæri og mun frumflytja verkið á Degi Tón- listarskólanna. Deginum verður skipt í þrenna tónleika á sal Tónlist- arskólans við Austurgötu, kl. 13, kl. 14.30 og kl. 16. Opera í upp- færslu MK SAUÐKINDIN, Leikfélag Mennta- skólans í Kópavogi, frumsýnir funkóperuna Gretti í Félagsheimili Kópavogs í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Þursaflokkurinn færði óper- una fyrst upp árið 1981 en hún er nú í leikstjórn Vals Freys Einars- sonar. Sagan segir frá Gretti sem verð- ur ástfanginn af ungri stúlku en til að fá að njóta ásta hennar verður hann að leysa þrautir þrjár og lend- ir í ýmsum ævintýrum við það. Einnig gerir draugurinn Glámur honum lífið leitt. Tónlistin er í nýrri uppfærslu hljómsveitarinnar Jagúars. For- maður leikfélagsins er Margrét Hildur Jónasdóttir. Leikendur eru: Þóroddur Guðmundsson, Sólveig Jónsdóttir, Jón Hannes Stefánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Sara Valný Sigurjónsdóttir og Ragnar Unnarsson. Önnur sýning verður á morgun, laugardag, kl. 20.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.