Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 40
HESTAR *40 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir EINAR Hermannsson í hesthúsinu á Vindhóluni. LOTHAR Schenzel á gæðingi sínum Gammi frá Hreiðurborg. Islenskir hrossaræktendur heimsækja þýska starfsbræður Olíkar aðstæður og mismunandi áhugasvið Islenskir hrossaræktendur hafa löngum kunnað að meta það þegar kaupendur og áhugafólk frá öðrum löndum hafa komið hingað til lands til að skoða hross og aðstæð- ur sem þau búa við. Arinbjörn Jóhannsson, ferðabóndi á Brekkulæk, hugsaði með sér hvort ekki væri tími til kominn að slíkar heimsóknir væru gagnkvæmar og skipulagði ferð fyrir íslenska hrossaræktendur til að skoða nokkra búgarða með íslensk hross í Þýskalandi. Ásdís Haraldsdóttir slóst í för. j. STARFSEMIN á þeim sex búgörð- um sem heimsóttir voru var að mörgu leyti ólík þótt alls staðar hafí hún verið mjög fjölbreytt. Pað sem búgarðarnir höfðu sameiginlegt var að alls staðar voru rasktaðir hestar og tamdir, boðið var upp á námskeið og reiðskóla. Parna fór fram hrossa- sala og fólki var boðið upp á að hafa hesta sína á húsi og þar var hugsað um þá. Einnig voru litlar verslanir með reiðtygi, reiðfatnað og fleira á flestum stöðum. Hestabúgarður á fimm hekturum Fyrsti viðkomustaðurinn var Vindhólar skammt fyrir utan Ham- borg. Þar býr Einar Hermannsson ásamt konu sinni, Marin Junge. Þau hafa ásamt fóður Marin byggt bú- garðinn upp á 5 árum á 5 hekturum lands. Áður var þetta akur og segir Einar að erfitt hafí verið að fá býgg- ingarleyfi. Það kom íslendingunum svolitið á óvart að staðurinn skyldi vera nánast inni i miðju íbúðarhverfi. Staðsetningin kemur sér þó vel því samgöngur frá Hamborg eru góðar og gott fyrir fólk sem þar býr að hafa hestana sína á Vindhólum. Snyrtimennska og hugkvæmni við byggingar og aðstöðu eru áberandi á Vindhólum, enda þarf skipulagið að •> vera gott þar sem koma á fyrir 100 hrossum á 5 hekturum. Af þessum hrossum eru 50 í eigu annarra. Hægt er að hafa hross í tveggja hesta stí- um inni í húsum fyrir 450 mörk á mánuði, en eins og algengt er í Þýskalandi eru reiðhestar einnig hafðir úti og kostar það 300 mörk á mánuði. Á Vindólum er þeim gefið “*úti í iitlum gerðum, en eftir að hross- in eru búin að éta er hægt að hleypa þeim út á tún, ef ekki er blautt um. Þar geta þau hreyft sig meira og leikið sér. Enginn heypskapur er á Vindhólum og segist Einar kaupa allt fóður frá bónda í nágrenninu. Starfsemin á Vindhólum hefur verið viðurkennd sem landbúnaður og fer fram gæðaeftirlit á staðnum og er vottorð þar að lútandi hengt upp á áberandi stað. Eftirlitsmenn koma óvænt með reglulegu millibili til að taka út starfsemina og votta. Uppbyggingin er enn í gangi og er nýjasta byggingin reiðhöll, 20x40 m að stærð. Þetta er björt og skemmti- leg límtrésbygging með sjálfvirku vökvunarkerfi, líkt og notað er í gróðurhúsum. Einar og tengdafaðir hans hafa mikið unnið sjálfir í bygg- ingunum og segist Einar þannig hafa getið haldið verðinu niðri. Einar segir að fyrir 9 árum þegar hann var að byrja með hesta í Þýska- landi hafi honum fundist íslensku hestarnir sem fæddir voru þar mikil dekurdýr. Þetta hafi breyst mjög mikið og hann telur að mikil framför sé í þýskri ræktun á íslenskum hest- um. Hann segir að viljinn í hrossun- um sé öðruvísi en í hrossum fæddum á íslandi. Þar ber meira á flóttavilja. Hann segist yfirleitt ekki kaupa ótamin hross frá Islandi. Nú orðið sæki hann þó meira til Danmerkur og Þýskalands eftir fjölskylduhross- um enda flutningurinn þaðan mun ódýrari. Hann segir þó að alltaf sé skortur á betri hrossum frá Islandi. Einar segist vera hrifinn af félags- kerfi hestamanna í Þýskalandi. Til dæmis séu haldin mót þar sem allir geta tekið þátt, alveg sama á hvaða stigi í hestamennskunni þeir eru. JENS Puchtenschnieder með uppáhaldshesti sínum, Kolbaki frá Sortehaug. HELGA og Bruno Podlech í Wiesenhof. Mest upp úr frístunda- hrossunum að hafa Næsti búgarður sem heimsóttur var var Kronshof nálægt Luneborg. Mikill munur var á þessum tveimur búgörðum þar sem Kronshof hefur yfir að ráða 80 ha landi auk 90 ha austan Elbu þar sem áður var Aust- ur-Þýskaland. Þar hafa þau Elke og Lothar Schenzel trippin á sumrin og einnig heyja þau þar. Bæði hross og hey eru flutt yfir ána á pramma. Mik- ii uppbygging hefur átt sér stað á síð- astliðnum 20 árum á Kronshof, en þar voru fyrir gömul hús sem gerð hafa verið upp og nýjum bætt við. Lothar leggur mikla áherslu á að skipuleggja allt með vinnusparnað í huga. Hann segir að markmiðið sé að allt umhverfi og aðbúnaður sé vinnu- sparandi, en fullnægi jafnframt kröf- um manna og hesta. Einn maður getur alfarið séð um hirðingu hross- anna, um 130 talsins. Nú starfa þrjár stúlkur við búið auk þeirra hjóna, þar af ein sem vinnur alfarið við tamningar. Góð gistiaðstaða er á Kronshof og getur fólk komið með eigin hesta og leigt sér lítil útigerði með skýii fyi'ir þau. Þau Elke og Lothar sögðu að fólk dveldi oft í nokkrar vikur með hrossin sín og stundaði útreiðar. Ut- reiðaleiðir eru mjög góðar, mikil víð- átta auk skógarstíga. Á Kronshof er einnig boðið upp á reiðkennslu og sumarbúðir fyrir börn sem njóta reiðkennslu og gista á staðnum svo eitthvað sé nefnt. Hópnum var sýnd öll aðstaðan og sýndir voru nokkrir hestar þar á meðal dæmigerðir frístundahestar að mati heimafólks. Var það sam- dóma álit hópsins að svona hross væru heldur erfið í sölu á Islandi. Þau þættu ekki nógu spennandi. Aft- ur á móti sagði Lothar að þetta væri það sem hann væri að rækta og það sem seldist best. I raun sá hluti hrossanna sem hann hefði mest upp úr fjárhagslega. Þegar hann sýndi svo alhliða gæð- ing sinn, Gamm frá Hreiðurþorg, sem hann keypti frá Islandi á síðasta ári lyftist heldur betur brúnin á gest- unum. Hann sagði að þessi hestur væri dæmi um það spm hann hefði mestan kostnað af. Islensku rækt- endurnir töluðu um það sín á milli að þessu væri einmitt öfugt farið á Is- landi. Þeir hefðu mest út úr gæðing- unum, en fengju lítið fyrir svokallaða frístundahesta, og sama og ekkert fyiir þá hesta sem Lothar leggur mesta áherslu á að rækta. Annar Gammur er í eigu Lothars og hann er fæddur á Rrithóli. Sá er mikill skeiðgammur og keppti Loth- ar á honum á síðasta heimsmeistara- móti. Þrátt fyrir gífurlegan fjölda hrossa á búinu horfa þau enn til Is- lands nú þegar þau eru að leita sér að keppnishesti í fjórgangi. Mikið blandað í Aegiedienberg Eftir að hópurinn fór frá Kronshof var ekið til Kölnar og dvaiið þar í góðu yfirlæti í kamivalstemmningu yfir eina nótt. Daginn eftir var haldið til Aegiedienberg. Þar býr hinn þekkti hestamaður Walter Feidman jr., Oneitanlega kom aðstaðan á Gang- hestamiðstöðinni Aegiedienbei'g greinarhöfundi nokkuð á óvart. Ein- hvern veginn hafði ég búist við að þessi frægi búgarður væri á stóru og opnu svæði þar sem hross lékju sér í haga. Raunveruleikinn er hins vegar sá að búgarðurinn er svo að segja inni í miðju þorpi þar sem hrossin standa í litlum gerðum, litlum úti- eða innistíum. Hver fermetri er skipulagður, en stærsta svæðið er undir stórum hringvelli og í áhorf- endabrekkum. I Aegiedienberg fer fram afar fjölbreytt starfsemi. Þar er geysimikið um alls kyns nám- skeiðahald og kannski er sérstaða þessa búgarðs aðallega fólgin í rækt- unarstarfinu. Árangur þess starfs er meðal annars nýja hestakynið Aeg- iedienberger, blanda af íslenskum hestum og Paso Peruano, hugmynd sem Walter Feldman eldri fékk og hefur haft mikinn áhuga á. Hug- myndin var að búa til nýtt tölthesta- kyn, stærra og glæsilegra en íslenski hesturinn en með ganghæfileika og kraft til að verða heppilegur frí- stunda- og sýningarhestur. Um 200 hross tilheyra Aegiedien- berg. Eitt hundrað hross eru á staðnum, en hinn helmingurinn, ræktunai'hryssur og trippi eru ann- ars staðar. Walter Feldman yngri tók á móti hópnum og sýndi staðinn og sagði að markmiðið væri að hafa hverja þá starfsemi sem tengdist hrossum og hægt væri að hafa eitthvað upp úr peningalega. Hann sagði að hestabú- garðar með íslenska hesta gætu ekki sérhæft sig, heldur þyrfti að hafa starfsemina sem fjölbreyttasta. Öðruvísi gengi þetta ekki. Um 80 hross eru í eigu annarra og kostar á bilinu 300 til 500 mörk að hafa þá í Aegiedienberg. Starfsmennirnir er tíu. Helmingur hrossanna á búinu er íslenskur, 30% Aegiedienberger og 20% af öðrum kynjum svo sem amer- ískur saddlebred, Mangalarga Marchador frá Brasilíu, Missouri Fox Trotter, Paso Fino, Paso Peru- ano, Tennessee Walkei' og fleiri, en öll þessi hross geta tölt. Eins og áður segir er mikið lagt upp úr rækturnarstarfinu og er við- urkennd sæðingastöð á staðnum. Annette Barz sér um ræktunina. Hún sagði að bæði væru hryssur sæddar og hafðar í girðingu með stóðhestum. Einnig er sæði selt og meðal annars boðið upp á að senda sæði og sýndi hún gestunum hvernig hún býr um sæðið áður en hún setur það í póst!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.