Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Krókódillinn á Sóloni Islandusi DJASSKLÚBBURINN Múl- inn stendur fyrir tónleikum á efri hæð Sólons íslandus á sunnudag kl. 21.30. í þetta sinn kemur fram fornfunk- hljómsveitin Krókódíllinn og flytur lög eftir Lou Donald- son, Eddie Harris og Hank Crawford. Krókódílinn skipa Sigm-ður Flosason saxafónleikari, Þórir Baldursson orgelleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Halldór G. Hauksson trommuleikari. Freyvangs- leikhúsið sýnir Ham- ingjuránið HJÁ Freyvangsleikhúsinu í Eyja- fjarðarsveit standa nú yfir æfingar á söngleiknum Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors. Þórarinn Eldjárn þýðir verkið og staðfærir að stórum hluta í íslenskt samfélag. Frumsýn- ing verður í Freyvangi laugardag- inn 6. mars. Söguþráðurinn er ástar- og ör- lagasaga íslensks karlmanns og ítal- skrar þlómarósar, sem hittast f'yrir tilviljun í Frakklandi og eiga í tals- verðum erfiðleikum með að gleyma hvort öðru og örlögin grípa til sinna ráða. Leikarar eru 15 talsins og spanna þeir innbyrðis margra ára- tuga aldursbil. Að auki leggja all- margir hönd á plóg hvað varðar búninga, sviðsmynd o.fl. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Stefán Krist- jánsson. Tónlistarstjóri er Garðar Karlsson, honum til fulltingis er úr- val hljóðfæraleikara. Sýningar Freyvangsleikhússins hafa í tvígang verið valdar áhuga- verðustu sýningar áhugaleikhús- anna og verið settar upp í Þjóðleik- húsinu. ---------------- Sýningum lýkur Nýlistasafnið FJÓRUM einkasýningum og safn- sýningu lýkur nú á sunnudag. Að einkasýningunum standa lista- mennimir Kristján Steingrímur, Helga Þórsdóttir, Gunnar Straum- land og Jón Sæmundur Auðarson. Umsjónarmenn safnsýningarinnar eru Pétur Örn Friðriksson og Birg- ir Snæbjöm Birgisson. Nýlistasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18, og er aðgangur ókeypis. Skoskur verðlaunahöfundur sakaður um ritstuld Þykir hafa fengið ótæpilega lánað frá Antoníu Fraser Sakaður um ritstuld í annað sinn London. The Daily Telegraph. SKOSKUR verðlaunahöfundur var í vikunni sakaður um að hafa í nýrri bók sinni um Maríu Skota- drottningu „st,olið“ ótæpilega úr verki lafði Antoníu Fraser um sama efni. Neitar höfundurinn, James Mackay, sem vann til verðlauna árið 1996 fyrir bók sína um frelsishetjuna William Wallace, hins vegar öllum ásök- unum og segist ofsóttur af ill- gjörnum óvinum. Lafði Antonía, sem gift er leikritaskáldinu Harold Pinter, segist hafa fundið í bók Mackays málsgreinar og ýmsar frásagnir sem henni fannst „óþægilega keimlíkar" lýsingum úr bók sinni um Maríu Skotadrottningu, sem fyrst kom út árið 1969. „Að sjálfsögðu styðjast allir sagn- fræðingar við fyrri rit og græða á þeim. Það er hluti af framþró- un söguritunar," segir Fraser. „Hins vegar veldur orðalagið og smáatriðin mér nokkrum áhyggjum." Fraser hefur þó ekki sjálf sakað Mackay um rit- stuld en sá samt sem áður ástæðu til að láta útgefendur sína vita um málið. bókum sínum sem „almúga- sagnfræði" en í því felst að þær þyki höfða til hins almenna les- anda en ekki eingöngu fræði- manna. Merkir það einnig, a.m.k. að mati sagnfræðinganna Graeme Mortons og Ted Cowans, að Mackay hefur ekki alltaf í hávegum ýmsar fræði- legar kröfur. Cowan, sem er prófessor við háskólann í Glasgow, segir að orðalag í bók Mackays sé oft á tíðum afar líkt því sem notað er í bók Fraser. Fyndi hann álíka „tilviljanir" í ritgerðum nemenda sinna vekti það þegar áhyggjur um að ritstuldur hefði átt sér stað. Mackay segir ásakanirnar um að hann hafí „stoIið“ texta úr verki Fraser „fáránlegar og út í hött“ og tók fram að hann teldi bók hennar framúrskarandi. tít- gefandi Mackays ljáði höfundin- um liðssinni og sagði hann fórn- arlamb „mannskæðra átaka fræðimanna“. Tveir skoskir sagnfræðingar hafa hins vegar borið Mackay það á brýn að hafa „stolið" ákveðnum köflum úr bók Fraser. Er þetta reyndar í annað sinn sem Mackay er sakaður um rit- stuld en mörgum fannst sem hann hefði fengið ótæpilega mik- ið „lánað“ úr bók frá 1938 um William Wallace, sem þekktari er sem frelsisheljan „Braveheart", er hann setti saman víðlesna bók um efnið árið 1996. Mackay hefur sjálfur lýst STÓRSVEIT Reykjavíkur í sveiflu. HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst val: Súpa, salatbar 03 heitur matur, marsar tesundir. kr.890,- Bamamatseðill fyrir smáfólkið! Öllum þessum gómsætu réttum fylgir súpa, brauðbar, salatbar og svo ísbarinn á eftir. Kvöld- og helgartilboð: SJÁVARRÉJTA FANTASIA (3 tegundir af ferskum fiski dagsins), m/kryddgrjónum og tveimur tegundum af sósu. AÐÐNSKR. 1.590.- Grilluð NAUTALUND m/gljáðu graenmeti og bernaisesósu. AÐEINSKR. 1.890.' Grillaður LAMBAVÖÐVI með bakaðri kartöflu og sosu að eigin vali. AÐÐNSKR. 1J590,- Hunangsgljáð KJÚKUNGABRINGA borin fram með rifsberjasósu og avocado. AÐEINSKR.1.650.- Grillaður SKOTUSELUR BRflUTfiRHOLTI 22 SlMI 551-1690 cVet'OÍ'ijhluu' uÁ tjáSw! cVeriá oelfutmin! POTTURINN OG m/sjávarréttasósu og hvítlauksbrauði. AÐÐNSKR. 1590.- Xb.v, Vatostireinsibönðöur www.velaverk.is s. 568 3536 30 ára reynsla Hljóðeinangrunargler Öryggisgler Stórsveit Reykja- víkur í Ráðhúsinu STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardag, kl. 17. Efnis- skráin er tvíþætt. Annars vegar verða flutt lög sem tengjast söngvaranum og píanóleikaran- um Nat King Coie í útsetningum sem gerðar voru fyrir dóttur hans, söngkonuna Natalie Cole, og gefnar voru út á plötunni „Unforgettable" fyrir nokkrum árum. Hins vegar verða flutt verk eftir útsetjarann og tón- skáldið Neil Hefti, sem uppruna- lega voru samin fyrir stórsveit Count Basie og hljóðrituð af henni á sjötta áratugnum. Einsöngvari með hljómsveit- inni verður Kristjana Stefáns- dóttir söngkona frá Selfossi. Stjórnandi Stórsveitar Reykja- víkur er Sæbjörn Jónsson. í upphafi tónleikanna munu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Sæbjörn Jónsson stjórnandi sveitarinnar undirrita samstarfssamning Reykjavíkur- borgar og Stórsveitar Reykjavík- ur. Aðgangur að tónteikunum er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.