Morgunblaðið - 26.02.1999, Side 16

Morgunblaðið - 26.02.1999, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Glerárkirkju Morgunblaðið/Krisyán JÓN Halldór Finnsson leikur einleik á básúnu á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands í Glerárkirkju á sunnudag, en hér blæs hann nokkra létta tóna fyrir Marínu Herdísi, tveggja ára dóttur sína. Punkturinn flytur í hús- næði Lista- safnsins STARFSEMI Handverks- og tóm- stundamiðstöðvarinnar Punktsins verður flutt á fjórðu hæð í húsnæði Listasafnsins á Akureyri í Kaup- vangsstræti, svonefndu Listagili. Bæjarráð samþykkti flutninginn á fundi sínum í gær og jafnframt að vísa kostnaði sem af honum leiðir til endurskoðunar fjárhagsáætlunar, en ráðið leggur áherslu á að kostnaði við framkvæmdina verði haldið í algeru lágmarki. Handverks- og tómstundamiðstöð- in Punkturinn hefur verið starfrækt í fímm ár í húsnæði í eigu Landsbanka Islands á Gleráreyrum, en nú hefur verið ákveðið að starfsemi Sjóklæða- gerðarinnar verði komið fyrir í hús- næðinu. Eiríkur Bj. Björgvinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæj- ar, sagði að ekki lægi endanlega fyrir hvenær af flutningi yrði, semja þyrfti við forsvarsmenn Brauðgerðar Krist- jáns sem nú væru með bakarí í hús- næðinu og hefðu yfir því að ráða fram á sumar. Þeir hefðu hins vegar áhuga á að flytja bakaríið í sitt eigið húsnæði við fyrsta tækifæri. „Við gerum ráð fyrir að allt smelli saman, að við fáum að vera á Gleráreyrum þar til húsnæðið í Gilinu losnar,“ sagði Eiríkur. Aðgengi verður bætt „Það eru allir spenntir að flytja í Listagilið og ég vona að við munum eiga gott samstarf við fólkið í ná- grenninu," sagði Eiríkur. Fyrirhugað er að gera nokkrar nauðsynlegar breytingar á húsnæðinu, en m.a. á að bæta aðgengi fatlaðra að Punktinum. „Það hafa komið fram ítrekaðar óskir frá þeim hópi en aðgengið var ekki nægilega gott. Nú viljum við bæta úr svo að fatlaðir eigi þess kost að taka þátt í starfseminni enda virðist mikill áhugi þeirra á meðal,“ sagði Eiríkur. Frumflytur verk eftir Þorkel Sigur- björnsson SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á sunnudag, 28. febrúar, kl. 16. Á efnisskrá hljómsveitarinn- ar eru þrjú verk, Sinfónía nr. 7 eftir Beethoven, Gletscherlied eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem er frumflutningur hér á landi og Konsert fyrir básúnu eftir Henry Tomasi. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmund- ur ÓIi Gunnarsson. Einleikari á tónleikunum er Jón Halldór Finnsson básúnuleikari. Jón Halldór er fæddur í Reykjavík árið 1964 og stund- aði básúnunám við Tónlistar- skólana í Mosfellsbæ og Reykja- vík. Hann lauk BM-prófi árið 1990 í einleik á básúnu frá Shenandoah College an Conservatoroty of Music í Virg- iníu í Bandaríkjunum og stund- aði mastersnám við Catholic University of America í Was- hington. Hann var í blásarak- vintett og kenndi við mennta- skóla á Dayton-svæðinu þar sem hann hafði einnig einka- hljóðver. Jón Halldór hefur kennt við tónlistarskólana í Mosfellsbæ, Ólafsvík og Eyja- fírði en kennir nú við Tónlistar- skólann á Akureyri. Hann hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit íslands, íslensku óperunni og í Þjóðleikhúsinu. Hann sljórnar Barna- og unglingakór Akur- eyrarkirkju og hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frá árinu 1993. Spennandi verk og kreljandi „Þetta er mjög spennandi verk og þekkt í brassheimin- um,“ sagði Jón Halldór um Konsert fyrir básúnu sem Henry Tomasi samdi árið 1956. „Konsertinn er í þremur köfl- um, sá fyrsti byijar á einu höggi hjá hljómsveitinni, en svo er básúnan ein og yfirgefín, þá tekur við liðleg og nautnafull lota en síðasta lotan minnir helst á franskan harmonikku- vals. Annar kafli, Næturljóð, byrjar með einmanalegu ljúfu stefí básúnunnar, svo magnast tónlistin upp en endar svo á bliðlegum nótum. Lokakafíinn, tambourine, er léttur og lífleg- ur, með suðuramerískum takti og endar með dúndrandi hái í básúnunni." Jón Halldór sagði að Guð- mundur Óli hljómsveitarsljóri hefði beðið sig um að leika konsertinn og hann hefði aldeil- is verið til í það. „Þetta er afar spennandi og kreljandi verk fyrir básúnuleikara að spreyta sig á,“ sagði hann. Fj órðungssjú kra- húsið á Akureyri Fram- kvæmdir hefjast inn- an skamms GERA má ráð fyrir að fram- kvæmdir við nýja barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri hefjist innan tíðar eftir nokkurt hlé. Bæjarráð Akureyr- ar samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukasamning vegna verkloka við barnadeildina en málið verð- ur til umfjöllunar á fundi Sam- starfsnefndar um opinberar framkvæmdir í næstu viku. Halldór Jónsson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri sagði að áætl- aður kostnaður við verklok væri 163 milljónir króna, en fjárveit- ingar ársins og fé sem til var og ekki hafði verið nýtt til fram- kvæmda dygðu ekki til að ljúka verkinu. Á vantaði á bilinu 60 til 70 milljónir, en samkomulag hef- ur verið gert um á hvern hátt því dæmi verði lokað. Verði samningarnir samþykkt- ir í bæjarstjóm og veiti sam- starfsnefndin heimild til að hefja framkvæmdir, sem allt bendir til að verði, má búast við að verk- efnið verði boðið út, en að sögn Halldórs eru útboðsgögn þegar tilbúin. Gert er ráð fyrir að verk- lok verði í október næstkomandi og telur Halldór að sú áætlun ætti að geta gengið upp. Námskeið á vegum KFUMogK AF hverju var Jesús svona ein- stakur? er yfírskrift námskeiðs sem haldið verður á vegum KFUM og K á Akureyri í félags- heimili þess í Sunnuhlíð á laugar- dag, 27. febrúar, frá kl. 14 til 17. Kennari er Christian Bastke, Þjóðverji búsettur í Bandaríkj- unum, en hann kennir og predik- ar um allan heim. Allir eru vel- komnir á námskeiðið en skráning fer fram hjá Jóni Oddgeiri Guð- mundssyni á Akureyri. Christian Bastke talar einnig á samkomu hjá KFUM og K í Sunnuhlíð næstkomandi sunnudag, 28. febrúar, kl. 17. Færeyskri sýningu lýkur „FRAMSÝNING - Föroysk nú- tíðarlist" sem nú stendur yfir á Listasafninu á Akureyri lýkur um helgina. Sýningin er samsýn- ing 13 færeyskra listamanna og er unnin í samstarfi Listasafns- ins á Akureyri, Kjarvalsstaða og Listaskálans í Þórshöfn í Færeyjum. Afbragðsgóð aðsókn hefur verið að sýningunni en nú fer hver að vera síðastur. Lista- safnið er opið um helgina frá kl. 14 til 18. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli verður í Svalbarðs- kirkju á morgun, laugardaginn 27. febrúar, kl. 11. Kirkjuskóli verður í Grenivíkurkirkju sama dag kl. 13.30. Bænastund verður í Grenivíkurkirkju kl. 21 á sunnudagskvöld, 28. febrúar. Messa í Grenilundi kl. 16 á sunnudag. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Æskulýðsguðsþjónusta - sunnu- dagaskóli verður í Möðruvalla- kirkju næstkomandi sunnudag, 28. febrúar kl. 11 í umsjón Söru Helgadóttur og sóknarprests. Fermingarböm aðstoða við at- höfnina. Foreldrar eru hvattir til að mæta. Hádegisverðarfundur á Akureyri Þriðjudaginn 2. mars 1999, kl. 12:00 - 13:30 á Fosshótel KEA ATVINNULIFIÐ A LANDS,BYGGÐINNI OG ALÞJOÐAVÆÐING » ■ • Hvemig hefur alþjóðavæðingin áhrif á atvinnulíf landsbyggðarinnar? • Veröur landsbyggðin hálauna- eða láglaunasvæði? • Veröa ný störf líka til á landsbyggðinni? • Er landsbyggðin aðlaöandi kostur fyrir langskólamenntaö fólk? • Hvemig getur landsbyggðin nýtt sér sérstöðu sína? FRAMSÖGUMENN: ______________________________________________________^ Andri Teitsson, ftamkvæmdastjóri Þróunarfélags íslands hf. Vilhjálmur Egilsson, alþingismaöur og framkvæmdastjóri Verslunarráös íslands. V________________________________________________ Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn komiö á framfæri fyrirspumum eða komiö meö athugasemdir. Fundargjald (hádegisveröur innifalinn) kr. 2.000,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ISLANDS 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.