Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK I sólbaði við Síðuskóla Beint flug til Madrídar Tveir Þjóðverjar á leið yfír hálendið Komu í Lauga- fell í gærkvöldi SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hafa gert samning við spænska ferðaskrifstofu um beint flug milli Islands og Madrídar. Flugið hefst 13. júlí og verður flogið vikulega fram í október. Þetta er í fyrsta skipti sem flogið er beint milh Madrídar og Islands. íslandsflug mun sjá um flugið. Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, sagðist lengi hafa fundið íyrh- áhuga íslenskra ferðamanna á að komast með beinu flugi til Madríd- ar. Hann sagði að á allra síðustu ár- um hefði áhugi Spánverja á Islandi verið að vakna. Forsvarsmenn spænsku ferðaskrifstofunnar, sem hefur sérhæft sig í ferðum tU Skandinavíu, hefðu verið mjög áhugasamir um að taka upp sam- starf við Samvinnuferðir-Landsýn. Helgi sagði að sérsamningar hefðu verið gerðir við hótel í Madríd og bæði hótel og ferðir yrðu á mjög hagstæðu verði. Hann sagði að um 2.000 sæti yrðu boðin til sölu í sumar. HÓPUR barna sem er í skólavist- un í Síðuskóla á Akureyri lék á als oddi í blíðunni í gær og spilaði knattspyrnu á ísilögðum vellinuin við skólann. Börnin fengu marg- ar bylturnar í öllum látunum en þau létu það ekkert á sig fá. Vin- konurnar Helga og Lára létu sér fátt um finnast og lágu í sólbaði í snjóskafli við fótboltavöllinn og vonuðust eftir að ná lit í andlitið. Eftir kuldatíð og mikla ofan- komu hlýnaði nokkuð á Akureyri og um hádegisbilið í gær fór hit- inn í 6 gráður. Þegar leið á dag- inn og sólin hvarf á bak við fjalls- toppana, kólnaði nokkuð og er út- lit fyrir að áfram fari hægt kóln- andi fyrir norðan. ÞJÓÐVERJARNIR tveir, sem lögðu af stað frá Hrauneyjarhá- lendinu 13. febrúar, komu niður í skála við Laugafell um kl. 19 í gær- kvöldi. Flugbjörgunarsveitarmenn frá Reykjavík hittu þá, en þeir voru þarna á ferð á leið í Mývatn. Að sögn Einars Brynjólfssonar, svæðisstjóra Landsbjargar á Hellu, létu þeir vel af sér. Ekkert amaði að þeim. Þeir ætla sér að ganga til Akureyrar og eru góðar líkur á að þeim takist það núna þegar erfiðasti hluti ferðalagsins er að baki. Einar sagðist ekki hafa haft tækifæri til að spyrja þá nánar út í veður eða annað í sambandi við ferðalagið. Sem kunnugt er gerði aftaka veður um helgina um norð- anvert landið. Þjóðverjamir, sem eru um þrítugt, gerðu tilraun til að fara þessa leið í fyrravetur, en gáfust upp eftir mikla hrakninga. Niðurstaða Hæstaréttar í máli ákæruvalds gegn framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar Áfengisauglýsingabann Morgunblaðið/Kristj án ekki andstætt stjórnarskrá BEITING bannákvæða við áfengisauglýsingum stríðir hvorki gegn stjórnarskránni né mannrétt- indasáttmála Evrópu samkvæmt dómi Hæsta- réttar sem upp var kveðinn í gær. Var Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf., dæmdur til gi-eiðslu sektar að fjárhæð 1.500.000 krónur vegna birtingar bjórauglýsingar á flettiskilti, í dagblaði og í sjónvarpi. Jón Snorri sagði í samtali við Morgunblaðið að hann myndi una dómi Hæstai’éttar. ► Akært hafði verið íyrir birtingu auglýsinga á flettiskilti við Vesturlandsveg, í Ríkisútvarpi- sjónvarpi og í Morgunblaðinu. Texti auglýsing- anna var „6,2% ... nú er Egill STERKUR" og í sumum tilfellum var bætt við orðunum: „í Ríkinu þínu í öllum landshlutum." Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ákærða með tilvísan til þess að varðandi flettiskiltið og dagblaðsauglýsinguna lísgi ábyrgð framkvæmdastjórans ekki fyrir. Ekki hefðu að öðru leyti verið lögð fram gögn eða rök sem sýndu fram á nauðsyn fyrir hinu for- takslausa auglýsingabanni áfengislaga sem skerti tjáningarfrelsi samkvæmt 73. gr. stjórnar- skrárinnar. I dómi Hæstaréttar segir að það sé vafalaust að auglýsingar njóti verndar samkvæmt tjáning- arfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og ákvæðum alþjóðasáttmála sem Islendingar eru bundnir af, enda sé hér um að ræða tjáningarform sem hafi mikla þýðingu í nútímaþjóðfélagi við upplýsinga- miðlun til almennings. Þær skipti og máli fyrir fjárhag fjölmiðla og hafi þar með áhrif á það hvernig þeir sinni hlutverki sínu. Tjáningarfrelsi megi hins vegar takmarka í þágu heilsuvemdar. Ofneyslu áfengis fylgi vandamál af ýmsum toga, sem hafi í för með sér mikla byrði fyrir þjóðfélag- ið í heild. Ríkissaksóknari hafí í því efni vísað til ís- lenskrar heilbrigðisáætlunar, sem Alþingi sam- þykkti með þingsályktun 19. mars 1991, þar sem segi meðal annars að draga þurfi úr almennri neyslu áfengis og útiýma ofneyslu, og stefnumót- unar Evrópudeildar Alþjóða-heilbrigðisstofnun- arinnar (WHO) í heilbrigðismálum næstu aldar, en þar eru sett fram stefnumið í áfengismálum, sem meðal annars leggja áherslu á takmarkanir á beinum og óbeinum auglýsingum áfengis og viðurkenningu á slíkum takmörkunum og bönn- um í þeim löndum þar sem um slíkt er að ræða. Svari til saka Georg Kr. Lárusson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir að lögreglan hafi sent frá sér aðvörun í kjölfar dóms Héraðsdóms þar sem varað var við því að auglýsa áfengi uns niður- staða Hæstaréttar í málinu lægi fyrir. Georg segir að lögreglan hafi haldið til haga öllum upp- lýsingum um áfengisauglýsingar og yrðu hinir brotlegu látnir svara til saka nú þegar niður- staða réttarins væri komin. ■ Dómur Hæstaréttar/10/12 Þdrey Edda stökk 4,31 m í gærkvöldi Hefur bætt sig um 41 sm á árinu ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangar- stökkvari úr FH, bætti sig öðru sinni á einum sólarhring á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Stokkhólmi í gærkvöldi, stökk 4,31 metra og hafnaði í 3. sæti. Þar með bætti Þórey sinn per- sónulega árangur um 1 sm en kvöld- ið áður hafði hún bætt sig um 9 sm, stokkið 4,30 metra á alþjóðlegu móti í Aþenu og sigrað. Þar með hefúr Þórey stokkið 41 sm hærra innan- húss í vetur en hún gerði í fyrravet> ur og 10 sm hærra en hún fór hæst utanhúss síðastliðið sumar. Árangur Þóreyjar er ekki síður athyglisverður fyrir þær sakir að hún náði aðeins tveggja klukku- stunda svefni sólarhringinn fyrir mótið í gær vegna ferðar frá Aþenu, en boð um þátttöku á mótið barst henni mjög seint. Þórey hefur dvalið í Malmö í Sví- þjóð frá því í haust og æft með Völu Flosadóttur undir handleiðslu þjálf- ara Völu, Stanislavs Szczybra. Vala varð í fjórða sæti á mótinu í Stokk- hólmi, stökk 4,26 metra. ■ Þórey hlaut/Cl Kúfískveiði- skip smíð- að í Kína ÍSLENSKUR kúfiskur hf., dótturfyrirtæki Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar hf., hefur gert samning við skipasmíði- stöð í Gung Zhou-borg í Kína um smíði á kúfiskveiðiskipi. Skipið verður 38 metra langt og kostar um 141 milljón króna. Það verður afhent í febrúar á næsta ári. Skipið verður gert út frá Þórshöfn. íslenskur kúfiskur hf. keypti notað kúfiskveiði- skip frá Bandaríkjunum, en það sökk 1997. Síðan hefur kúfiskvinnsla legið niðri á Þórshöfn. ■ Nýtt kúfiskskip/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.