Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 55 BRÉF TIL BLAÐSINS KIRKJUSTARF Gegn hvalveiðum Frá Guðmundi Rafni Geirdal: ÞAÐ ER furðanlega algengt að þeir sem telja sig fara fyrir hefðbundn- um sjónarmiðum innan samfélags- ins telji sig hafa staðreyndir máls- ins sín megin. Jafnframt að þeir sem hafa andstæð sjónarmið séu eingöngu með hræðsluáróður byggðan á tilfínningahita. Þeir velta ógjarnan fyrir sér að til eru annars konar staðreyndir, sem oft blasa við og eru oft á tíðum þroskaðri en þeirra. Þetta hefur einkennt um- ræðuna um stóriðju, virkjanir og hvalveiðar. Hinir „stóru og feitu“ vilja í ásælni sinni og græðgi minna á að þeir hafa einhvers konar rétt til að spilla náttúru landsins og drepa saklaus dýr. Á móti koma svo sjón- armið sístækkandi hóps sem telja að kominn sé tími á að bera virðingu fyrir náttúrunni, hlúa að henni og vemda. Þessir hópar hafa verið að stangast á í einni og annarri mynd á undanförnum árum. Að Iokum fór svo að hinn nýi for- stjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, bauð fram sátt á milli þessara sjónarmiða, og er það vel. Því er hins vegar ekki fyrir að fara í hvalveiðimálum. Áfram skal stang- ast, hvalina skal drepa hvað sem það kostar þjóðarbúið. Reynt er að slá á ótta manna við alþjóðlegar refsiaðgerðir ef út í hvalveiðar væri farið, þrátt fyrir nýlega skoðanakönnun í Morgunblaðinu þar sem í ljós kom að erlendir ferðamenn sem hingað hafa komið væru tilbúnir til að styðja slíkar refsiaðgerðir ef íslenskir aðilar hæfu hvalveiðar að nýju. Tilfellið er að til eru dýravernd- unarlög. Á grundvelli þeirra er til dæmis álftin friðuð og á móti því er ekki mælt. Sjónarmiðin erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, eru að vernda beri hvali. Eini munurinn er að hér er um aðra dýrategund að ræða og þeir rökstyðja málið sitt með svipuðum hætti. Önnur rök, sem heyrðust í fréttum af fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Kyoto fyr- ir nokkrum árum, var að hvalir hefðu ákveðinn lífsrétt til að vera í höfunum. Þeir hafí verið þar lengur en mennirnir og hafi því meiri rétt til að veiða sér físk til matar en ný- legir togarar. í rauninni þyrftu þeir lögmann til að vernda sín sjónar- mið. Þetta eru líka rök. Þekkt er að landamæradeilur milli þjóða, héraða og bóndabýla byggjast oft á hefðarrétti, hver kom fyrstur á svæðið, og síðan er karpað á grund- velli þess. Samkvæmt því ættu tog- arar landsins að halda sig til hlés ef þeir sjá hval vera að gæða sér á þorski út á miðunum. Taka stóran hring framhjá og finna sér eitthvað annað að gera. Hver er það svo sem hefur í ásælni sinni og græðgi, með orðum fyiTum yfirmanns Hafró, nánast gert út af við þorskstofninn hér við land fyrir fáeinum árum?! Eru það ekki útgerðarmennirnir með sinn togaraflota?! Þökk sé Hafrannsókn- arstofnun, að lokum var hlustað á síítrekuð ráð þeirra, stjórnmála- menn bættust í grátkórinn og þeim tókst að beygja útgerðarmenn til liðs við sig. Það sem við erum að glíma við í dag er ekki að hvalurinn sé að éta þorskinn frá okkur heldur að útgerðarmenn voru búnir að drepa svo mikið af þorski frá bæði sér og þjóðinni að þeir ættu að halda sig til hlés ef eitthvað er. Hvalurinn á semsagt að fá að éta sína fæðu í friði og synda um heims- ins höf. Fólkið í landinu á síðan að fá að eiga sinn hlut í kvóta lands- manna, í samræmi við dóm Hæstaréttar og yfirlýsingar pró- fessora við Háskóla íslands í kjölfarið. Með því gætu friðarsinnar e.t.v. keypt frið fyrir gi-ey dýrin í sjónum. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri og félagsfræðingur. Unglingaskipti Lions- hreyfingarinnar Frá Jóni Gröndal: FYRSTA markmið Lionsklúbba er „að virkja og efla anda skilnings meðal þjóða heirns" og sennilega er fátt vænlegi’a til árangurs í þeim efnum en að efla kynni meðal ungs fólks. Á þeim forsendum ákvað alþjóðastjórn Lionshreyfingai’innar árið 1961 að alþjóðleg unglingaskipti skyldu verða eitt af fóstum verkefn- um hreyfingarinnar. Lionshreyfingin á Islandi hefur, síðan 1971 tekið virkan þátt í þessu mikilvæga verkefni. Árlega fara héð- an til dvalar erlendis 15-20 ungling- ar og jafnmargir koma til dvalar hér- lendis. Dvölin erlendis getur verið ft'á þrem til sex vikum eftir því hvert er fai-ið og skiptist hún yfii’leitt í tvo hluta, dvöl í unglingabúðum og dvöl á heimili Lionsfélaga. Til þess er ætlast, að þátttaka í unglingaskipt- um Lionshreyfingarinnar sé ekki eingöngu til skemmtunai’, heldur sé þátttakendum gefmn kostur á að fræðast um sögu, atvinnuhætti, menningu og náttúrueinkenni þeirr- ar þjóðar sem sótt er heim. Þátttakendurnir byi’ja á því að dvelja eina viku á heimili Lions- félaga. Tilgangurinn með dvölinni þar er að gefa þeim ómetanlegt tækifæri til að kynnast nánar þeirri þjóð sem sótt er heim. Þau kynnast þar af eigin raun lifnaðarháttum þeÚTa og daglegu lífi sem venjulegur heimilismaður. Það gæti verið mikil lífsreynsla þar sem aðstæður geta verið mjög frábrugðnar því sem þátttakandinn á að venjast heiman að frá sér. Með þessu móti læra þeir meira en mögulegt er af bókalestri eða sem almennur ferðamaður. Ung- lingabúðir þær sem boðið er til eru reknar af einum eða fleiri Lionsklúbbum og starfsfólkið í búðunum eru Lionsfélagar í sjálf- boðavinnu. Tilgangurinn með búðun- um er að efla samskipti milli ungs fólks af ýmsu þjóðerni og að skapa aðstöðu og andrúmsloft þar sem það getur blandað geði, leitt saman hug- myndir og öðlast virðingu fyiár ólík- um skoðunum og sjónarmiðum. í búðunum er einnig lögð áhersla á útiveru, leiki, skoðunarferðh’ og fleira. Á kvöldvökum eiga þátttak- endur svo að kynna sjálfa sig, heima- haga sína og þjóð. Ekki má gleyma að minnast á fötluð ungmenni. Árlega er boðið upp á nokkrar búðir fyrir fötluð ung- menni og þar fara fremstir í flokki Lionsfélagar í Noregi. Þeir hafa á hverju ári síðan 1972 starfrækt sér- stakar búðir fyrir fatlaða. Fjölmörg íslensk ungmenni hafa dvalið þar og hefui’ Lkl. Kópavogs meðal annars sent þangað þátttakanda á hverju ári frá stofnun búðanna. Einnig má nefna að öðru hvoru eru starfræktar sérstakar búðir fyrir sykursjúka á mismunandi stöðum. Allh’ geta tekið þátt í unglinga- skiptum Lionshreyfingarinnar en þau eru ekki, eins og maa’gir halda, eingöngu fyrir börn Lionsfélaga. KRISTINN HANNESSON, unglingaskiptastjóri Lionshreyfingarinnar. S iirefiiisvöriir Karin Herzog Kynning ídag kl. 14-18 í Grafarvogs Apóteki, Hverafold og Hagkaupi, Skeifunni. Safnaðarstai’f Hallgrímskirkja. Passíusálmalestur og orgelleikur kl. 12.15. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-13. Létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.10. eftir stundina verður boðið upp á súpu og brauð. Passíu- sálmalestur og bænastund klukkan 18. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Fríkirkjan Vegurinn. Unglingasam- koma kl. 20.30. Lofgjörð, drama, fyrirbænir og fleira. Prédikun Gunnar Wiencke. Allir velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Roger Robertsson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Ræðumaður Valgeh’ Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Björgvin Snorrason. <$>Q/lUDO FTOO Ný sending af vörum frá CLAUDIO FERRICI Töskur, seðlaveski og margt flelra spennandi ÞJOÐLEIKHUSIÐ Elva Ósk Ölafsdóttir Menningarverðlaun DV í leiklist 1999 fyrir leik sinn í Brúðuheimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.