Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 34

Morgunblaðið - 26.02.1999, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 35 * STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. YETNI; ORKUGJAFI NÝS ARÞÚSUNDS IÐNAÐARRÁÐHERRA skipaði í júlímánuði 1997 nefnd til að gera tillögur um notkun innlendra vistvænna orkugjafa í stað orkugjafa unninna úr jarðolíum. I nefndina voru skip- aðir fulltrúar stjórnvalda, atvinnulífs, tækni- og rannsókna- stofnana og Háskóla Islands. Nefndin lagði mesta áherzlu á tækni til vetnisframleiðslu og nýtingu þess og vakti starf hennar þegar athygli erlendis, sem hafði í för með sér sam- starf við þrjú alþjóðleg stórfyrirtæki, DaimlerChrysler, Shell International og Norsk Hydro. Niðurstaða nefndarinnar leiddi til stofnunar félags, sem er í eigu innlendra einkafyrirtækja og opinberra aðila. Það hlaut nafnið Vistorka ehf., en stofnendur þess eru Áburðarverk- smiðjan, Háskóli Islands, Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja, Iðntæknistofnun og Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins, og er hann jafnframt stærsti hluthafinn. Vistorka og þrír áðurnefndir erlendir aðilar hafa síðan stofnað með sér hlutafélagið Islenzka vetnis- og efnarafalafélagið ehf., sem mun styðja við rannsóknir á þróun og framleiðslu nýtanlegs vetnis sem orkugjafa. Þannig er vetnisframleiðsla komin á rekspöl, þótt vetni sé í dag eldsneyti, sem getur ekki keppt við eldsneyti úr jarðolí- um. Hins vegar má búast við að á næstu árum og áratugum geti vetni orðið samkeppnisfært eldsneyti og þá einkum og sér í lagi vegna þess hve hreint það er. Fréttir af þessu frum- kvæði Islendinga urðu heimsfrétt í síðustu viku, er MSNBC- sjónvarpsstöðin flutti frétt af „Vetnisþorpinu Islandi“, eins og það var kallað, og Associated Press-fréttastofan dreifði fréttinni um allt sitt fréttanet. Þá kusu notendur MSNBC- vefjarins á veraldarvefnum þessa frétt athyglisverðustu fréttina þann daginn og norsk stjórnvöld hrukku við er tals- maður norsku umhverfissamtakanna Bellona, Frederic Hauge, sagði í samtali við Aftenposten: „Ef við gætum okkar ekki verður það Island en ekki Noregur, sem verður stærsti orkusalinn í Evrópu.“ Vetni er áreiðanlega mikilvægasti orkugjafi framtíðar. Þetta er létt lofttegund, sem helzt fljótandi undir miklum þrýstingi og miklum kulda, og þegar hún brennur myndast vatn, undirstaða lífsins á jörðunni. Hér er því um hreinan orkugjafa að ræða, sem hefur forskot á alla aðra mengandi orkugjafa heims. Islendingar eiga ekki að láta neins ófreistað í að halda forystu í vetnisframleiðslu og því er mikilvægt að tekizt hefur samstarf við þrjá áðurnefnda risa á sviði þeirrar tækni sem til þarf. HAPPDRÆTTI NEFND dómsmálaráðherra um framtíðarskipan happ- drættismála telur landsmenn búa við ósamstæða og ófullkomna löggjöf um þau málefni og telur brýnt, að tekin verði afstaða til þess, hvaða meginsjónarmið skuli liggja til grundvallar starfsemi happdrætta. Að mati nefndarinnar njóta happdrættin ekki jafnræðis í skattlagningu og leyfis- gjöldum. Eftirliti sé almennt ábótavant og hún bendir á þær breytingar, sem ný tækni hafi haft í för með sér í söluaðferð- um og fyrirkomulagi útdráttar, svo og að ákveða þurfi, hvaða lagareglum skuli beitt við happdrætti á Netinu. Tillaga er gerð um það af hálfu nefndarinnar, að sjálfstæð- um aðila verði falin umsjón með starfsemi happdrætta og eft- irlit, svo og að úrskurðir verði kæranlegir til dómsmálaráðu- neytis. Þá telur nefndin skattlagningu á happdrætti pólitíska ákvörðun, en markmið skattlagningarinnar þurfi að vera skýr og jafnræðis gætt gagnvart rekstraraðilum og viðskiptavin- um. Nefndin telur þrjár leiðir koma til greina við endurskipu- lagningu happdrættisstarfsemi, án þess þó að hún taki af- stöðu til þess, hver sé heppilegust. Bendir nefndin á ríkis- rekstur allra happdrætta, einkarekstur eða blöndu af hvoru- tveggja. Eðlilegt er, að mótaður verði rammi um happdrættisstarf- semi í landinu og opinbert eftirlit verði með henni. Sjálfstæð- ur aðili getur vel annast þá umsýslu á vegum dómsmálaráðu- neytisins. Hins vegar er alveg ljóst, að samkomulag næst ekki um það, að happdrættin verði ríkisrekin, enda ástæðu- laust. Löng hefð er fyrir því í íslenzku samfélagi, að líknarfé- lög, íþróttafélög og hvers kyns önnur félagasamtök afli fjár með happdrættum og mismunandi afbrigðum af þeim. Hafa sum happdrættin lyft Grettistaki þjóðfélaginu öllu til hags- bóta og því gegnt mikilvægu hlutverki. Svo hlýtur að verða áfram. Ríkið hefur engu hlutverki að gegna á þeim vettvangi öðru en eðlilegu eftirliti. Seyðisfjörður Eskifjörður Óddsskarð Reyðarfjörður Handarhald 5,0 km ólokið Jarðgöng Sjp km (>rtA,hurf,arQal| Vattarnes- Fáskrúðsfjðrður skriður Stoðvarfjorði^ \arfjnrður /° Breiðdalsvík A /lrei^ukvík Þingsályktunartillaga um undirbúning jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar kemur gangaumræðu Austfirðinga aftur af stað Yrðu með hagkvæmustu jarðgöngum landsins Nokkuð breið samstaða virðist vera að myndast á Austurlandi um að jarðgöng milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðs- fjarðar verði fyrsti kost- ur í gangagerð í fjórð- ungnum. Göngin eru með allra hagkvæmustu framkvæmdum á þessu sviði hér á landi. I grein Helga Bjarnasonar kemur fram að miklar vonir eru bundnar við jarðgöngin í tengslum við þróun byggðar á Mið-Austurlandi. Þingsályktunartillaga Arn- bjargar Sveinsdóttur, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, um að hafinn verði undirbún- ingur að gerð jarðganga milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar hefur kveikt að nýju umræður um jarðgöng á Austurlandi. Þótt aldrei hafi náðst sátt um forgangsröðum er ljóst að Fá- skrúðsfjarðargöngin voru ekki fremst í röðinni á sínum tíma þótt þau séu með hagkvæmustu jarðgangafram- kvæmdum í landinu. Greinilegt er að umræðan hefur breyst nokkuð vegna bættra vega og ekki síður vegna betri vetrarþjónustu þannig að íbúar ein- stakra staða virðast geta hugsað sér að byrjað verði á hagkvæmustu göng- unum, þótt auðvitað telji margir þörf- ina brýnasta í sinni heimabyggð. Aðrar framkvæmdir í forgangi Um nokkuð langt skeið hefur verið rætt um þörf á samgöngubótum á Austurlandi og jarðgöng á ýmsum stöðum verið ofarlega á óskalistanum. Mikilvægast hefur verið talið að tengja Vopnafjörð, Seyðisfjörð og Neskaupstað betur við Fljótsdalshér- að og þar með vegakerfi landsins en háir fjallvegir liggja að þessum bæj- um. Jarðganganefnd sem samgöngu- ráðherra skipaði lagði til árið 1993 að fyrst yrðu grafin jarðgöng til að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar en með því yrði stuðlað að myndun allþétts byggðakjarna á Mið- Austurlandi með um 7 þúsund íbúum. Verkefnið var nefnt Austfjarðagöng. Gert var ráð fyrir jarðgöngum úr Seyðisfirði og Norðfirði í Mjóafjörð og þaðan á Hérað, alls þrennum göngum sem þá var áætlað að myndu kosta 6-7 milljarða kr. Litið var á það sem síðari tíma verkefni að tengja Norðfjörð við Eskifjörð með nýjum göngum undir Oddsskarð. Nefndin lagði til að í öðr- um áfanga yrðu jarðgöng sem tengja einstök þyggðarlög við þetta kjarna- svæði, í fyrsta lagi göng milli Vopna- fjarðar og Héraðs og í öðru lagi göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarð- ar. í þriðja áfanga voru síðan nefnd göng milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðv- arfjarðar og milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Samkvæmt þessu átti að bora fern jarðgöng áður en röðin kæmi að Fáskrúðsfjarðargöngum. Aldrei hefur náðst full samstaða um þessa forgangsröðun heima fyrir en haustið 1994 fólu sveitarstjórnarmenn þingmönnum kjördæmisins að ákveða röð framkvæmdanna. Það hafa þeir ekki gert þó stundum hafi þeir verið brýndir á því, enda ekki verið á dag- skrá að hefja borun. I langtímaáætlun í vegagerð 1999-2010 sem samþykkt var á síðasta ári var gert ráð fyrir ákveðnum fjárveitingum til rannsókna « .Vl Arnbjörg Sveinsdóttir Lars Gunnarsson Þóra Kristjánsdóttir Einar Þorvarðarson Jón Kristjánsson Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ALBERT Kemp, formaður samgöngunefndar SSA, og Sigmar Magnússon, bóndi í Dölum, skoða uppdrátt þar sem fram kemur hvar göngin verða. Sýnist þeim að gangamunninn verði neðarlega í hlíð Kollufells, á svipuðum stað og teikning af munna Vestfjarðaganga hefur verið sett inn á myndina. vegna jarðganga en ekki var veitt fé til framkvæmda á tímabilinu. Kröfur hafa verið uppi um gerð jarðganga á ýmsum stöðum á landinu, meðal ann- ars á Austfjörðum, Vestfjörðum og í Eyjafirði og í athugasemdum með frumvarpinu kom fram að ef til slíkra framkvæmda kæmi á áætlunartímabil- inu yrði það samkvæmt sérstakri ákvörðun stjórnvalda þar sem jafn- framt yrði tekin afstaða til fjármögn- unar. Breyttar aðstæður Frumvarp Ambjargai- Sveinsdóttur um að hefja undirbúning að Fáskrúðs- fjarðargöngum hefur orðið til að kveikja umræðuna um jarðgöng fyrir austan á nýjan leik. Af því tilefni hyggjast þingmennirnir taka upp um- ræðu um þá forgangsröðun verkefna í jarðgangagerð sem þeim var falin fyr- ir rúmum fjórum árum. Egill Jónsson er meðflutningsmaður tillögunnar og vekur athygli að þau standa ein að henni. Af umsögnum sveitarstjórna og samtaka og samtölum við sveitar- stjórnarmenn og fleira fólk eystra virð- ist tillagan hafa fengið góðan hljóm- grunn, þótt sumir minni á eigin þarfir um leið. Bent er á að aðstæður í sam- göngumálum hafi gjörbreyst ft’á því jarðganganefnd skilaði tillögum sínum, meðal annars til Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar. Því sé meiri ástæða til að leggja áherslu á jarðgöng sem stytta vegalengdir milli staða og stækka atvinnusvæði. Með jarðgöng- um myndi Fáskrúðsfjörður komast inn á atvinnusvæði Reyðar- _____________ fjarðar þar sem fyrirhugað er að koma upp orkufrekum iðnaði og leiðir innan fjórð- ungsins myndu styttast verulega. Telja margir eðli- legt að byrja á hagkvæmustu jarð- göngum landsins og að það gæti orðið til að ráðist yrði í gerð annarra jarð- ganga á Austurlandi í kjölfarið. Ljóst er þó að deila Norðlendinga og Aust- fii-ðinga um réttinn á næstu göngum hefur ekki verið leyst, Siglfn’ðingar eru harðh- á að fá næstu jarðgöng til sín. „Eg tel að það sé orðið mjög tíma- bært að hefja undirbúning að þessari framkvæmd vegna þess að á næsta ári á að ráðast í dýrar vegaframkvæmdir á þessari leið sem verða óþarfar ef jarðgöng koma. Akveða þarf hvort ráðist verður í jarðgöng til þess að unnt verði að fresta vegaframkvæmd- unum,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir þegar hún er spurð af hverju hún hafi flutt tillögu um undirbúning jarð- ganga milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjarðar. Arnbjörg vísar hér til dýrr- ar vegarlagningar á Reyðarfjarðar- strönd og í Vattarnesskriðum sem ráðast á í á næstu árum. Hún segir einnig unnt að fresta lagningu nýs vegar yfir Breiðdalsheiði, verði jarð- göng ákveðin. Jón Kristjánsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, segir að þingmenn- h-nir hafl ekki ákveðið röð fram- kvæmda eins og þeim var falið en fundui- um máiið sé fyrirhugaður. Jón segir mikilvægt að gera jarðgangaá- ætlun fyrir Austurland og einnig þurfi að ná samstöðu á landsvísu. Segist hann ekki leggjast gegn tillögu Arn- bjargar en telur þó ekki hægt að taka --------- þetta verkefni út úr án þess að fylgja áætlun um það hvernig eigi að leysa önnur mál. Áætlað er að jarðgöngin milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar verði um 5,5 kílómetrar að lengd. Norðan megin yrði ganga- munninn rétt innan við Handarhald, gegnt þorpinu í Reyðarfirði, og sunn- an megin við bæinn Dali innst í Fá- skrúðsfirði. Með göngunum styttist leiðin milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar um 31 kílómetra og leið- in frá Egilsstöðum með ströndinni suður firði um 34 kílómetra. Vegagerðin á Reyðarfirði áætlai- að göngin og tilheyrandi vegarlagning kosti 2.320 miiljónir kr. og að fram- kvæmdin muni skila sér til baka í sparnaði við umferðina á 25 árum. Einar Þorvarðíirson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi, bend- Umræðan breyst vegna bættra vega ir á að verði ráðist í göngin megi spara eða að minnsta kosti fresta umtals- verðum fjárhæðum við lagfæringar á vegum. Tveir dýrir kaflar eru eftir á veginum milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar og eru þeir á vegaáæti- un á næstu tveimur til þremur árum. Um er að ræða fimm kílómetra kafla um Handarhald á Sléttuströnd í Reyð- arfirði sem áætlað er að kosti 175 milljónir kr. og fjóra kílómetra um Vattarnesskriður í Fáskrúðsfii’ði sem áætlað er að kosti 85 milljónir. Telur Einar ástæðulaust að leggja í þennan kostnað ef fyrirsjáanlegt er að jarð- göng leysi veginn af hólmi sem þjóð- braut. Þá telur hann að þegar góður vegur verði kominn um Vattar- nesskriður komi fljótlega kröfur um aukið öryggi vegfarenda þar, með öfl- ugum grjótgirðingum og vegskála til skjóls fyrir snjóflóðum, skriðuföllum og gnóthruni, með hliðstæðum hætti og í Oshlíð milli Hnífsdals og Bolung- arvíkur. Framkvæmdir af því tagi myndu kosta hundruð milljóna kr. Þá bendir Einar á að með tilkomu jarðganga yrði leiðin um Breiðdals- heiði lítið styttri en fjarðaleiðin. Leiðin frá Egilsstöðum um Breiðdalsheiði og suður til Breiðdalsvíkur er nú 83 kíló- metrar og um háan fjallveg að fara en með Fáskrúðsfjarðargöngum yrði leiðin með ströndinni 93 kílómetrar eða einungis 10 kílómetrum lengri. Búast má við að á síðasta tímabili langtímaáætlunar í vegagerð 1999-2010 verði ráðist í endurbygg- ingu vegarins yfir Breiðdalsheiði fyrir um 800 milljónir kr., þótt fjármögnun hafi ekki verið tryggð, og telur Einai- h'klegt að unnt verði að spara rúmar 600 milljónir af því ef ráðist verður í 4,5 km ólokið AUSTFIRÐIR 10 km jarðgöng. „Það myndi spai’ast mikill kostnaður ef unnt yrði að komast af með eina meginleið, fresta fram- kvæmdum á Breiðdalsheiði og bæta þjónustuna á fjarðaleiðinni," segir Einar. Ut frá þessum forsendum telur hann unnt að spara eða fresta fram- kvæmdum fyrir um 900 milljónir króna á móti jarðgöngunum og með þeim útreikningum yrði nettókostnað- ur við þau 1.420 milljónir í stað 2.320 milljóna kr. Yrði framkvæmdin því enn arðbærai’i en þegar miðað er við heildarkostnað hennar. Samkvæmt lauslegu mati Einai’s á sparnaði við umferðina myndu jarðgöngin borga sig upp á 15 árum, miðað við nettó- kostnað við þau, og verða arðsamasta jarðgangagerð hér á landi, að Hval- fjarðargöngum undanskildum. Einar Þorvarðarson áætlar að rann- sóknir vegna Fáskrúðsfjarðarganga kosti um 100 milljónir kr. Hann segir að til sé 27 milljóna kr. innstæða til rannsókna á jarðgöngum á Austur- landi auk tíu milljóna króna árlegs framlags á vegaáætlun til gangarann- sókna á landinu öllu. Ánægja á Fáskrúðsfírði Jarðgangatillaga Arnbjargar virðist mælast allvel fyrir á Austfjörðum, þótt sumh’ íbúar kjördæmisins hafi ákveðna fyrirvara vegna þess að þeir telja brýnni framkvæmdir nær þeim sjálfum. Almenn ánægja er á Fá- skrúðsfirði með að þeirra jarðgöng séu komin inn í umræðuna með þeim hætti sem nú hefur gerst. „Jarðgöngin hefðu mikla þýðingu fyrir Fáskrúðs- fjörð og aðra staði á Suðurfjörðum sem ég tel veikasta svæðið á Aust- fjörðum enda hefur fólki fækkað tals- vert á undanfómum árum. Ég tel að með styttingu leiðarinnar haldist byggðin í meira jafnvægi," segir Lars Gunnarsson, hreppsnefndarmaður Framsóknarflokks og oddviti Búða- hrepps á Fáskrúðsfirði. Hann segir að jarðgöngin hefðu einnig mikla þýðingu fyrir Mið-Austurland og þann þéttbýl- iskjarna sem þar er að myndast. Telur Lars þessa framkvæmd raunhæfa, ekki síst ef áform um stóriðju í Reyð- arfirði verði að veruleika, því þá þurfl að stækka atvinnusvæðið. í þessu sambandi er rétt að geta þess að Búðahreppur hefur haft frum- kvæði að könnunarviðræðum sveitar- félaganna á Suðurfjörðum og Mið- fjörðum um sameiningu. Fyrirhugað er að hefja viðræður Breiðdalshrepps, Stöðvarhrepps, Fáskiúðsfjarðar- hrepps og Búðahrepps á næstunni. Sveitarstjórn Fjarðabyggðar er einnig jákvæð en vill vinna úr sameiningu Neskaupstaðar, Eskifjai’ðar og Reyð- arfjarðar áður en sveitarfélagið tekur þátt í frekari sameiningarviðræðum. Þóra Kristjánsdóttir, efsti maðm- Fáskrúðsfjarðarlistans í minnihluta hreppsnefndar Búðahrepps, tekur mjög í sama streng og oddvitinn. „Ég hef trú á staðnum. Þótt hér sé lægð nú munum við ná okkur upp. Mér finnst að við þurfum ekki að sækja neina ölmusu suður þótt við bendum á hag- kvæmni jarðganga, við höfum unnið fyi’ir þessu,“ segir Þóra. Vekur hún at- hygli á því að flutningar á landi hafi aukist mjög á undanfórnum árum. Nú sé til dæmis afurðum margra staða skipað út á Eskifirði. Þegar göng verði komin skipti litlu máli hvort bátarnir landi á syðri fjörðunum eða þeim nyi’ðri, unnt verði að flytja fiskinn á milli. Hún segir að Éá- ------------ skrúðsfirðingar sæki ýmsa persónulega þjónustu á Reyðarfjörð og í Egilsstaði. Þá myndu jarðgöng auka öryggi íbúanna, til dæmis vegna sjúkraflutninga, og fólki á búa á staðnum. Albert Kemp fyrrverandi oddviti á Fáskrúðsfirði, formaður samgöngu- nefndai- Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, segir að þingmenn kjör- dæmisins hafi ekki getað ákveðið for- gangsröðun jarðgangaframkvæmda á Austfjörðum enda varla hægt að ætl- ast til þess fyrst heimamenn gátu það ekki á sínum tíma. Þess vegna telur hann tillögu Arnbjargai- góðra gjalda verða en jafnframt miður að ekki skyldu allir þingmennirnir gerast meðflutningsmenn. Albert segist vera mjög fylgjandi þessari framkvæmd enda þjóni hún hagsmunum allra „Brýnasta framfaramál Austurlands“ auðvelda Austfu’ðinga, nema Vopnfirðinga og íbúanna þar fyrir norðan. Hann telur að jafnframt þurfi að huga að fram- haldinu og lýsir þeirri skoðun sinni að ný jarðgöng undir Oddsskai’ð, milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar, ættu að vera næst í röðinni vegna þeirra miklu flutninga sem nú eiga sér stað frá Neskaupstað til Eskifjarðar eftir að Eskifjörður varð meginútflutnings- höfn Austurlands. Jákvæðar umsagnir I umsögn til Alþingis fagnar Þróun- arstofa Austurlands mjög jarðganga- tillögunni og tekur undh’ með flutn- ingsmönnum að hér sé um að ræða eitt af brýnustu framfaramálum á Austurlandi um þessar mundir. Telur Þróunarstofan að ákvörðun um jarð- göng myndi ein og sér strax hafa já- kvæð áhrif á fjölmarga þætti tengda byggðaþróun og samfélagsuppbygg- ingu á Austurlandi. Stofan færir fjöl- mörg rök fyrir niðurstöðu sinni. Meðal annars er nefnt að með göngum myndi Mið-Austurland styrkjast sem eitt vænlegasta samfellda þjónustu- og at- vinnusvæði landsins. Sveitarstjórnir Austur-Héraðs (Egilsstaðir og nágrenni) og Fjarða- byggðar (Neskaupstaður, Eskifjörður og Reyðarfjörður) fagna því að um- ræður um jarðgöng á Austurlandi séu aftur hafnar í alvöru. í umsögn sinni til Alþingis leggur bæjarstjórn Fjarðabyggðar áherslu á að Austfirð- ingar og yfirvöld samgöngumála komi sér sem fyrst saman um skýra stefnu á sviði jarðgangagerðar í fjórðungn- um. „Aðalatriðið er að mati bæjar- stjóraar að framkvæmdir á þessu sviði hefjist sem fyrst hér austanlands en allar slíkar framkvæmdir munu tví- mælalaust efla fjórðung- inn,“ segir í umsögninni. Seyðfirðingar hafa verið í forystu boi-manna Islands og lengi lagt áherslu á að fá göng til sín. Því vekur af- dráttarlaus stuðningur meirihluta bæjarstjórnar Seyðisfjarðar við Fá- skiúðsfjarðargöng athygli. Minnihlut- inn lét hins vegar bóka að tillöguna ætti að skoða í tengslum við aðrai’ jarðgangahugmyndir á Austurlandi. „Meh-ihluti bæjarstjómar telur að það sé vænlegast fyrir Austfirðinga að standa saman um þau göng sem sann- ai’lega eru hagkvæmust á Austurlandi. Það kemur öllum til góða. Þá vitum við að mjög er þrengt að Suðurfirðingum og það myndi vafalaust hjálpa þeim að komast, í samband við miðsvæðið," segh’ Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfii-ði. Afstaða meh-ihluta bæjarstjórnar Seyðisfjarðar og fremur jákvæð af- staða bæjarstjórnar Fjarðabyggðar helgast vafalaust af breyttum að- stæðum frá því togstreitan um Aust- fjarðagöng var sem mest. Byggður hefur verið upp vegur með bundnu slitlagi yfir Fjarðarheiði til Seyðis- fjarðar og yfir Oddsskarð til Norð- fjarðar. Jafnframt hefur Vegagerðin bætt mjög vetrarþjónustu á þessum vegum. Mokað er alla þá daga sem þörf er á, ef veður á annað borð leyf- ir, og mun lengur á hverjum degi en áður. Fólk kemst því alltaf á milli ef ekki er vitlaust veður. Einnig er meira unnið að hálkuvörn en áður. Loks má benda á þá staðreynd að Neskaupstaður er nú í sveitarfélagi með Eskifirði og Reyðarfirði og því má búast við að íbúarnir vilji fremur tengjast þangað en til Héraðs með göngum um Mjóafjörð. Eina sveitarstjórnin sem mælir gegn jarðgöngum til Fáskrúðsfjarðar er hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps. Hún bendir á nauðsyn þess að jarð- göng um Hellisheiði verði fyrstu jarð- göng á Austurlandi og segist ekki geta tekið undir þingsályktunartillöguna nema jafnframt verði ráðist í göng milli Vopnafjarðar og Héraðs. Hreppsnefndin á Vopnafirði leggur einnig áherslu á að flýtt verði lagningu vegar um Hofsárdal inn á nýjan veg á hringveginum. Þessi árin er unnið að nýjum vegi um Möðrudalsöræfi og færist vegurinn 20 kílómetrum nær Vopnafirði við þá framkvæmd. I fram- haldi þess er ætlunin að tengja Vopna- fjörð við þessa leið með nýjum vegi. Við það styttist leiðin milli Vopnafjai’ð- ar og Egilsstaða um 38 kílómetra. Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar endurbætur á veginum um Hellisheiði, milli Vopnafjai’ðar og Hér- aðs, og mun um 300 milljónum kr. hafa verið varið til þess verks á verðlagi þessa árs. Vegurinn verður aldrei ann- að en sumarvegur og krefjast Vopn- ftrðingar einnig jai’ðganga þar, eins og fram kemur í ályktun hreppsnefndar- innai’. Taka þarf ákvörðun Tillaga Arnbjargar er til umfjöllun- ar í samgöngunefnd Alþingis og fór fyrsta efnislega umræðan þar fram í vikunni. Ekki hefur skýrst hvort vilji er til að afgreiða tillöguna á þeim stutta tíma sem eftir er af starfstíma Alþingis í vetur. Ef fara á í þessa framkvæmd er mikilvægt að drífa í því að taka ákvörðun. Ráðast þarf í um- fangsmiklar rannsóknir á fyrirhuguðu gangastæði og taka saman upplýsing- ar um kosti ganganna og galla og bera saman við aðra möguleika, meðal ann- ai’s kosti þess að leggja áherslu á eina meginleið suður frá miðhluta Aust- fjarða í stað tveggja eins og nú er. Éyrirhugað er að bjóða út í haust end- urbætur á veginum milli Reyðarfjarð- ar og Fáskrúðsfjarðar. Það hlýtur að vera skynsamlegt að hætta við fram- kvæmdirnar ef útlit er fyrir jarðgöng. Heimamenn benda á að hægt væri að vinna tíma með því að flýta fyrirhug- uðum framkvæmdum við Kam- banesskriður, milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, sem eru á vegaáætlun 2002 og 2003 og nota til þess þær fjár- veitingar sem ætlaðar eru í Vattar- nesskriður og Handarhald á næstu tveimur árum. Peningarnir gætu þá skilað sér til baka í jarðgöng eftir þrjú til fjögur ár. Þótt umrædd tillaga fjalli einungis um að hefja undirbúning að gerð jarð- ganga milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar verður væntanlega ekki aftur snúið nái hún fram að ganga. Því þarf að huga að fjármögnun jarðgang- anna sjálfra. Eins og fram hefur komið er ekki gert ráð fyrir fjármagni til gangagerðar í langtímaáætlun í vega- gerð. Bent hefur verið á að nota mætti fé til ganganna sem ætlað er til tiltek- inna vegaframkvæmda en þó eru eftir 1,4 milljarðar kr. Spurð um fjármögn- un þess segir Arnbjörg Sveinsdóttir að það yrði að gerast með auknu fjár- magni til vegamála á næstu árum. Lars Gunnarsson, oddviti á Fá- ski’úðsfirði, segir að vel komi til greina að stofna hlutafélag um jafn hag- kvæma framkvæmd og hér um ræðir, með svipuðum hætti og Hvalfjarðar- göng. Álbert Kemp og Arnbjörg Sveinsdóttir telja það hins vegar ekki raunhæft. Arnbjörg bendir á að erfitt geti verið að innheimta veggjald af fólki sem ferðast innan sama atvinnu- svæðis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.