Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 4^ + Elísabet Sigurð- ardóttir fæddist í Reykjavík hinn 24. október 1912. Hiín lést á heimili sínu í Reykjavík 18. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurður Arnason vélstjóri og Þuríður Pétursdótt- ir húsmóðir. Elísa- bet var fiinmta í röð fimmtán systkina, sem oft voru kennd við Berg við Suður- landsbraut, þar sem þau ólust upp. Af systkinunuin eru látin Ingveldur, Ingibjörg, Helga, Bryndís, Einilfa, Þuríður og Pétur. Eftir lifa Árni, Har- aldur, Sigurður, Erlendur, Mar- ía, Valur og Bergljót. Hinn 9. júlí 1938 giftist Eh'sa- bet eftirlifandi eiginmanni sín- um Páli Þorgeirssyni stórkaup- manni, f. 27.7.1914. Börn þeirra eru Þorgeir, f. 19.5. 1941, og Hekla, f. 2.5. 1945. Þorgeir er kvæntur Önnu Snjólaugu Har- aldsdóttur. Dætur þeirra eru: 1) Sig- rún, f. 28.9. 1964, gift Þór Heiðari Ás- geirssyni; þau eiga tvær dætur, Ragn- heiði Önnu, f. 14.4. 1989, og Brynhildi Þóru, f. 10.8. 1993. 2) Elísabet, f. 23.3. 1970, gift Herði Gauta Gunnarssyni. 3) Brynhildur, f. 23.3. 1970, gift Da- víð Benedikt Gísla- syni; þau eiga tvö börn, Evu Björk, f. 30.6. 1994, og Þorgeir Bjarka, f. 12.12. 1996. Hekla var gift Björgvin Schram. Synir þeirra eru: 1) Björgrin, f. 14.8. 1968; sonur hans er Kristján, f. 23.7. 1991. 2) Brynjólfur Páll, f. 14.11. 1973, sambýliskona hans er Þórunn Birna Guðmunds- dóttir. 3) Arnaldur Geir, f. 15.9. 1978. títfor Elísabetar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. hvers staðar skrifað og það sannað- ist hér. Upp fór hún og minntist þess oft síðar hvað ánægð hún var. Eg minnist fagurkerans sem hafði yndi af fögrum hlutum eins og augljóst var á fallegu heimili þeirra. Þar var allt í röð og reglu, þar ríkti ró og friður. Hver hlutur hafði sinn stað og allt hafði sinn tíma. Oft var ýmislegt á sig lagt til að eignast fagra hluti eins og t.d. fuglinn fal- lega sem hún keypti í Sirmioni við Gardavatn um árið. Við voruin hissa á hvað hún var tilbúin að leggja á sig til að koma honum heim. En síð- an hefur hann átt sinn sess í stof- unni hennar og veitt henni mikla ánægju. Eg minnist líka sælkerans. Á seinni árum var alltaf hægt að gleðja hana með góðu konfekti frá öðnim löndum. Það var gaman að færa henni ekta Sachertertu úr sæl- kerabúðinni í Badgastein þegar við komum þaðan. Þá minntist hún alltaf ferða þein-a til Vínarborgar og kaffihúsanna þar. En fyrst og fremst minnist ég elskulegrar tengdamóður minnar fyiir umhyggju hennar og elsku til okkar Þorgeirs, dætra okkar, tengdasona og barnabama. Hún vakti yfir velferð okkar allra og fylgdist með lífí okkar fram á síð- asta dag. Fyrir það vil ég þakka og kveð hana með söknuði. ELISABET SIGURÐARDÓTTIR Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? Upp, þú minn hjartans óður! Þvi hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður. Eg man það betur en margt í gær, þá morgunsólin mig vakti skær og tvö við stóðum í túni: Þú bentir mér yfir byggðarhring, þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláöldum búni. Með þessum tveim erindum úr kvæðinu Móðir mín eftir Matthías Jochumsson, sem var eftirlætisljóð- skáld móður okkar, viljum við þakka henni einstaka umhyggju og ástúð, sem hún umvafði okkur alla tíð. Móðir okkar var heilsteypt kona, góðhjörtuð, ljóðelsk, bók- hneigð, stálminnug og síung í anda. Það var okkar gæfa að eiga hana að móður. Hvíl í Guðs friði. Hekla og Þorgeir. Við lát ástvinar streyma fram í hugann minningar um liðnar sam- verustundir. Minningar mínar um tengdamóður mína eru bjartar. Minningin um glæsilegu húsmóður- ina á Flókagötu 66 sem bauð mig velkomna er ég kom fyrst á heimili hennar og Páls fyrir tæplega 40 ár- um. Á þeirra glæsilega heimili var gott að koma: Þar ríkti góður andi og var oft glatt á hjalla. Eg minnist samverustunda þar með stórfjöl- skyldunni frá Bergi sem henni var svo kær. Þegar Páll sat við píanóið og spilaði og systkinin og makar þeirra sungu með. Ég man hvað ég var hissa hvað þau kunnu af textum og ekki bara fyrstu erindin heldur öll. Um daginn sat ég hjá Betu uppi á Landspítala þar sem hún dvaldi sér til hressingar. Góður gestur var þar og spilaði fyrir sjúklingana. Hún naut þess að hlusta og var hissa á að enginn skyldi syngja með því allt voru þetta lög sem hún kunni svo vel. Ég minnist heimsókna hennar til okkar í Ameríku. Þangað heimsótti hún okkur nokkrum sinnum. Einu sinni komu þær til okkar hún og móðir mín og dvöldu hjá okkur í nokkrar vikur. Þá var nauðsynlegt að bæta við í búið tveimur stólum til að allir gætu setið til borðs. Við keyptum og gerðum upp tvo gamla stóla sem enn eru í góðu gildi og við og dætur okkar höfum aldrei kallað annað en ömmustólana. Ég minnist líka fyrstu heimsóknar hennar og Páls 1965. Þá dvöldu þau hjá okkar í þrjár vikur og kynntust fyrsta barnabarninu sínu. Við ferðuðumst víða og nutum samverunnar. Ég minnist stoltrar móður sem heimsótti okkur til að vera við út- skrift Þorgeirs 1971. Og ég minnist heimsóknar hennar og Péturs bróð- ur hennar og Soffiu konu hans til okkar í Burlington Ég minnist líka ferðalaga um Evrópu. Ferðarinnar sem við fórum með henni og Páli og foreldrum mínum sumarið 1988. Við heimsótt- um uppáhaldsstaði okkar í Austur- ríki og Suður-Þýskalandi og Beta naut þess að fræða okkur um svo margt. Þau Páll höfðu oft ferðast á þessum slóðum og hún var vel að sér um söguna og annað tengt þess- um stöðum. Á árum áður hafði hún oft látið í ljós ósk um að skoða hallir Lúðvíks annars Bæjarakonungs. Þegar við komum til Neuschwan- stein og sáum hvað til þurfti til að komast þangað upp datt engu okkar í hug að Beta mundi treysta sér. En vilji er allt sem þarf stendur ein- Anna. Fallin er frá sómakonan Elísabet Sigurðardóttir, varð bráðkvödd á heimili sínu að morgni dags hinn 18. febrúar. Hún kvaddi þennan heim eins og henni var líkt, eins og hún hafði kosið, umyrðalaust, fyrirhafn- arlaust, eins og hendi væri veifað. Mat manna á lífsins gæðum er margbreytilegt. Flest sækjumst við eftir veraldlegum gæðum, auði, frama og viðurkenningum og streð- um allt okkar líf við að uppfylla þessar barnalegu og veraldlegu óskir okkar og vörpum frá okkur öðru sem gefur h'finu margfalt meira gildi. Hjá Elísabetu kvað við annan tón. Hún kaus að lifa lífinu í kyiTþey, sóttist ekki eftir því sem við hin teljum okkur lífsnauðsyn- legt, var ekki fyrir mannamót, að láta á sér bera. Hjá henni gilti að + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR fyrrum húsmóðir á Reykjum, Reykjaströnd, lést á Sjúkrahúsi Skagafjarðar föstudaginn 19. febrúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Gísli Geir Hafliðason, Ólöf Jónsdóttir, Árni Gunnarsson, Elísabet Beck Svavarsdóttir. Fósturfaðir minn, STEINGRÍMUR PÁLMI SIGURSTEINSSON bifreiðarstjóri, Bjarmastíg 3, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, þriðjudaginn 23. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Daggeir Pálson. + Móðir okkar, INGIBJÖRG L. ÞORSTEINSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 24. febrúar á Flrafnistu, Reykjavík. Útförin auglýst síðar. Aðstandendur. finna fyrir gleði, hamingju og vænt- umþykju, ekki sér til handa, heldur til allra, sem henni voru hjartfólgn- ir. Hugur hennar snerist um hennar nánustu, hún fylgdist með þeim af áhuga, lét sig varða hamingju þeirra og velferð. Þetta fundum við öll sem leituðum til hennar, hversu hlýtt hún hugsaði til okkar. Hún skilur eftir sig ljúfar minningar, ekki síst hjá barnabörnum og barnabarnabörnum sínum. Hún var ekta amma sem gaman var að koma til, alltaf ljúf, alltaf glöð og átti alltaf nammi í skál og gjafir hennar voru rausnarlegar því alltaf vildi hún vera að gleðja. Og henni var launað ríkulega. í veikindum hennar voru allir reiðubúnir að veita henni og Páli aðstoð hvort sem var á nóttu eða degi. Líkami Elísabetar var ekki sterk- ur en andlegur styrkur hennar þeim mun meiri. Vanmáttur hennar setti henni skorður, að okkur fannst, en hvað hafði hún að sækja sem hún ekki hafði, hana skorti ekki neitt að hennar mati. Lítillætið var hennar aðal. Allir hugsuðu hlýtt til hennar, börn hennar, barnaböm, tengda- börn, það var henni mest um vert. Þrátt fyrir háan aldur bilaði and- legi styrkurinn aldrei. AJltaf var hún jafn áhugasöm um það sem var að gerast í þjóðfélaginu og áhuginn á sögulegu efni yfirgaf hana aldrei. Minnið var ótrúlegt, þær bækur sem hún hafði lesið á lífsleiðinni mundi hún eins og hún hefði lesið þær í gær. Þessir eiginleikar henn- ar gerðu það að verkum að einstak- lega skemmtilegt var að spjalla við hana, hvort sem það var um atburði líðandi stundar eða atburði sem gerst höfðu á liðnum öldum. Og alltaf var hún jafn glaðsinna jafnvel þegar líkamsþrótturinn hafði yfir- gefið hana, þá var hún alltaf jafn glöð, kvartaði aldrei yfir veikindum, vildi helst ræða allt annað. Elísabet var fimmta í röðinni af 15 systkinum, sem ólust upp á Bergi inni við Suðurlandsbraut og öll komust til fullorðinsára. Á því heim- ili voru veraldleg gæði af skornum skammti en heimilið ríkt af öðrum, sem mótuðu lífsviðhorf hennar, kenndu henni að meta lífsins gæði og að greina kjarnann frá hisminu. Á því æskuheimili var söngur í há- vegum hafður og það fundum við hjá henni að tónlistin, sögurinn og ljóð- listin skipuðu háan sess í lífi hennar og veittu henni ánægju. Hún unni náttúrunni, naut þess að hlusta fuglasöng og fylgjast með veikburða ungum ski-íða úr hreiðrum á vorin. Það voru fáar helgar sem hún og Páll fóru ekki austur í sumarbústað sinn í Þingvallasveit, þar sem hún gat fylgst með náttúnmni og hlustað á lífsins söng. Dóttursonurinn Brynjólfur Páll dvelur við nám í Bandaríkjunum fjarri ástvinum sínum en hugur hans er hjá okkur á þessari sorgar- stund. Elísabetar er sárt saknað. Björgvin B. Schram. Þegar kemur að hinstu k\’eðju- stund verður manni litið yfir farinn veg og minningar um góða og ást- ríka ömmu streyma fram. Amma Beta sem aldrei skipti skapi. Ámma sem þurfti alltaf að „at- huga sinn gang“. Amma sem vildi láta blómin vaxa úti í móa frekar en að fá þau í vasa. Amma sem kunni svo mikið af lögum og vísum. Amma sem hafði svo gaman af því að fá bréf eða kort frá fjölskyld- unni á ferðalögum. Amma sem gladdist alltaf jafn- mikið um hver jól þegar hún fékk-** pakkann sem þurfti varla að opna - dagatalið frá okkur. Amma sem sagði svo skemmti- legar sögur af ferðalögum sem hún og afi höfðu farið og mundi smæstu atriði þeim tengd. Amma sem hélt nákvæma skrá yfir ferðalög og merkisdaga í fjöl- skyldunni; fæðingar, afmæli, brúð- kaup o.s.frv. Amma sem fannst ómögulegt að eiga ekki eitthvað gott með kaffinu. Amma sem harðbannaði að flutt*' væri á mánudegi og sá til þess að fyrst færi inn salt og brauð. Amma sem sagði alltaf 7, 9, 13 og bankaði undir borðið. Með þessum minningarbrotum kveðjum við ömmu Betu. Sigrún og Þór, Eh'sabet og Gauti, Brynhildur og Davíð. + Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okk- ar, tengdafaðir, bróðir og afi, BENEDIKT JÓNSSON frá Höfnum, Fífumóa 8, Njarðvík, lést á Grensásdeild fimmtudaginn 25. þessa mánaðar. Guðrún Blöndal, Jón Benediktsson, Elínborg B. Benediktsdóttir, Jóhann Guðni Reynisson, Benedikta S. Benediktsdóttir, Björgvin Magnússon, Steinunn Ó. Benediktsdóttir, Jón G. Benediktsson, Helga M. Sigurbjörnsdóttir, Birna Jónsdóttir, Lára Bjarnadóttir og barnabörn. + Systir okkar, EMILÍA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Flatey á Skjálfanda, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Álftamýri 28, lést á Landspltalanum þriðjudaginn 12. janúar síðastliðinn. Jarðarförin fór fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda hluttekningu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir góða umönnun og hjúkrun. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Vilhjálmur Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.