Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 46
6 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR BJARNI JÚLÍUSSON + Bjarni Júlíusson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1931. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 18. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Agústína Jónsdóttir frá Búrfellskoti, Grímsnesi, f. 22.8. 1886, d. 16.8. 1976 og Júlíus Þorkels- -Ú son, f. 27.7. 1896, d. 22.10. 1968. Börn þeirra auk Bjarna voru: Svavar, f. 15.10. 1920, d. 1976; Gunnar, f. 14.1. 1922 d. 1991; Guðfinna, f. 7.12. 1923; Guðjón, f. 1.10. 1925, d. 1980; Jón, f. 20.8. 1927, d. 1983; Sigurð Guðbjörn Hafliða- son, f. 14.10. 1908, d. 1998 átti Ágústína áður. Auk þess átti Júl- íus eftirtalin böm: Svandísi Soff- íu, f. 17.10. 1934; Guðmundu Huldu, f. 19.4. 1936; Sigurlaugu Birnu, f. 27.4. 1937; Hrafnhildi, f. 25.1. 1940; Þráin, f. 3.3. 1946. Bjarni kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ritu A.M.Th. Abb- -*■ -------------------------------- Elsku tengdapabbi. Mig langar til að þakka þér fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman. Ég var aðeins 16 ára þegar ég sá þig fyrst, þegar þú og Rita tengdamamma tókuð svo vel á móti mér. Það var búið að dekka borð með rækjum og kavíar sem ég hafði aldrei smakkað áður. Mér eru þessi fyrstu kynni okkar svo minnisstæð. Þú varst alltaf boðinn og búinn að aðstoða okkur við það sem við vor- "*um að gera, og alltaf gátum við leit- að ráða hjá þér. Þegar við Rico fluttum til Hollands í fyrra leið varla sá dagur að hann kæmi ekki með fréttir að ing 28.7. 1955. Þeirra börn eru: 1) Hendricus Ever- hardus, kerfisfræð- ingur, f. 12.1. 1956, kvæntur Ingu Jó- hannsdóttur, f. 8.7. 1956. Þeirra börn eru Daði, f. 3.5. 1977, Rita Björg, f. 4.8. 1982, Finnur, f. 7.12. 1984, Sara, f. 16.6. 1989. 2) Bjarni Ben., rafiðnfræðing- ur, f. 3.9. 1957, kvæntur Þórunni Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 1.12. 1957. Þeirra böm em Nanna Björk, f. 29.3. 1982 og Ragnhildur, f. 14.3. 1990. 3) Jón Jósef, hugbúnaðar- ráðgjafi, f. 10.11. 1958, kvæntur Ernih'u Helgu Þórðardóttur, framkvæmdasljóra, f. 4.2. 1960. Þeirra börn era Bjarki Þór, f. 10.7. 1982, Katrín Sif, f. 28.1. 1988 og Elísabet Ýrr, f. 5.12. 1990. Utför Bjarna fer fram frá Landakotskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. heiman, „pabbi hringdi“ eða að þú sendir Email til okkar, þú varst alltaf með nýjustu tæknina á hreinu. Elsku Bjarni, mikið var gaman að þið Rita komuð til okkar í haust. Við vorum svo spennt að sýna ykkur hvernig við vorum búin að koma okkur fyrir og allt umhverfið í kringum okkur. Við áttum svo margar góðar stundir saman, fórum í bæinn, sátum á kaffihúsum og þið Rita voruð svo dugleg að spila við krakkana okkar og margt fleira. Elsku Bjami, þú varst svo dug- legur að taka upp videóspólur úr sjónvarpinu og senda okkur. Þú varst snillingur að finna út akkúrat það efni sem okkur fannst skemmti- legast og fróðlegast. Ó, Elsku góði Jesús minn, taktu Bjarna í faðminn þinn. Þú færð hér perlu í safnið þitt sem saknað verð- ur sárt. Elsku tengdamamma, Guð veri með þér og gefi þér styrk og fjöl- skyldu þinni. Ykkar tengdadóttir, Inga. Elsku afi. Ég vil þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt sam- an. Það var gaman að sjá þig þegar þú og amma komuð til Hollands. Þú varst svo hress og kátur. En þegar pabbi sagði mér að þú værir farinn til Guðs átti ég bágt með að trúa því, að þú værir farinn og kæmir ekki oftar í heimsókn, eða að við gætum heimsótt ykkur ömmu til ís- lands. En elsku afi, þú lifir ávallt í hjarta mér, hvert sem ég fer. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. Guð blessi þig og varðveiti, elsku afi minn. Rita Björg. Bjarni Júlíusson, vinur okkar og vinnufélagi, er látinn. Eftir sitja minningar um persónu sem mark- aði spor í langa samstarfssögu okk- ar. Bjami hóf störf hjá Landsvirkj- un 1969 og starfaði lengstum við fjargæslu og stjórn raforkukerfisins eða til ársins 1996. Síðustu þrjú árin starfaði hann við minjavörslu Landsvirkjunar. Snemma voru Bjarna falin trún- aðarstörf af vinnufélögum sínum og var hann trúnaðarmaður Félags ís: lenskra rafvirkja til margra ára. í því starfi sem Bjarni gegndi hjá Landsvirkjun reyndi oft á andlegt þrek og styrk. Kom þá í ljós í hve miklu jafnvægi Bjarni var og átti gott með að taka yfirvegaðar ákvarðanir. Lengst af vann Bjarni vaktavinnu, og fer ekki hjá því að vinnufélagar í vaktamynstri kynnist vel við samveru á öllum tímum sól- arhrings. Þar kynntumst við hjálp- semi hans, greiðvikni og ekki síst þeirri lífsgleði sem fylgdi honum alla tíð. Spaugilegustu hliðar á hin- um ólíkustu málum komu oft upp í nálægð Bjarna og gátu þær oft stytt annars langar vaktir. Fjrrir nokkrum árum komu í ljós þau veikindi sem nú hafa lagt hann að velli. Hann lærði að lifa með þessum veikindum og lét þau ekki hafa mikil áhrif á daglegt líf sitt. Greiðvikni Bjarna kynntumst við vel, hvort sem var um skipti á vökt- um að ræða eða einhvern annan greiða, þá var Bjarni ávallt reiðubú- inn að leysa hvers manns veg. Bjarni hafði mikla ánægju af að ferðast og var hann skemmtilegur og fróður ferðafélagi í ferðum okkar vinnufélaganna, jafnt utanlands sem innan. Minningin um Bjarna verður alltaf björt og hlý, og í sökn- uði okkar kveðjum við góðan dreng og jafnframt vottum við fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð, því miss- ir þeirra er mikill. Margs er að miimast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Vinnufélagar hjá Landsvirkjun. Bjami Júlíusson féll mjög skyndi- lega frá í síðustu viku. Svona fréttir slá mann alltaf út af laginu, það er ekki langt síðan Bjarni var hér á skrifstofum RSI og var að ræða um að nú væri kominn tími til þess að hætta að vinna, slaka á og fara að njóta lífsins. Bjami var ákaflega virkur félagsmaður í samtökum raf- iðnaðarmanna. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir og var ekki á því að láta undan, jafnvel þótt mótbyr- inn væri mikill. Hann lá ekki á skoð- unum sínum og gat orðið ansi hvassyrtur. Þrátt iyrir það naut hann virðingar í röðum rafiðnaðar- manna og vora falin mörg trúnaðar- störf. Bjarni sá um Pöntunarfélag rafvirkja um árabil. Hann var í stjórn Lífeyrissjóðs rafiðnaðar- manna 1975-1990. Sat í kjörnefnd- um og var endurskoðandi Félags ís- lenskra rafvirkja í áratugi. Hann sat lengi í trúnaðarráði Félags íslenskra rafvirkja og var trúnaðarmaður raf- iðnaðarmanna hjá Landsvirkjun. Bjami sat flest þing Rafiðnaðarsam- bandsins, var varamaður í miðstjóm og sambandsstjómarmaður. Ég kynntist Bjarna þegar ég sá um rekstur eftirmenntunar rafiðnar á áranum 1975-1984. Þá sá Bjarni um innheimtuna fyrir eftirmennt- unina. Hann var mjög nákvæmur og gott að vinna með honum. Þrátt fyr- ir hrjúfan skráp bjó þar undir mjúkur og góður maður sem ekkert aumt mátti sjá. Þá var hann óðara búinn að vekja máls á því við for- ystu sambandsins hvort ekki væri hægt að rétta viðkomandi hjálpar- hönd. Bjami vann lengst af á vökt- um í stjómstöð Landsvirkjunar. Það er mikið nákvæmnisstarf að sitja við stjórnvöl á öllu raforku- kerfi landsmanna og sjá um að lífæð þjóðarinnar, virkjanir og línur, starfi á eðlilegan hátt. Síðustu starfsárin vann Bjarni við minja- safn Landsvirkjunar, en var eins og áður kom fram farinn að undirbúa starfslok sín. Ég vil fyrir hönd Rafiðnaðarsam- bandsins þakka Bjarna góð störf og sendi fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur. Guðmundur Gunnarsson, Rafiðnaðarsamband íslands. + Guðrún Sólborg Pálsdóttir fædd- ist 18. ágúst 1921 í Hnífsdal. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 18. febrúar ■vj si'ðastliðinn. For- eldrar hennar vom hjónin Jensína Jens- dóttir húsmóðir og Páll Þórarinsson sjómaður. Guðrún eignaðist fjögur systkini. Þau eru: Jens, f. 1923, d. 1927, Kristín, f. 1926, gift Þorsteini Hannessyni söngvara, f. 1917, d. 1999, Erla, f. 1930, d. sama ár (1930), Erla, f. 1932, d. 1990, gift Eiríki Bjarnasyni lækni, f. 1927. Guðrún stundaði nám í tvo vetur í Alþýðuskólanum á Núpi í Dýrafirði og einn vetur í Hús- mæðraskólanum Ósk á ísafirði. Við lát Guðrúnar mágkonu er stórt skarð fyrir skildi í fjölskyld- unni. Hún var búin að vera okkar svo lengi. Guðrún giftist bróður mínum Öss- uri sumarið 1945 og hafa þau ávallt búið í Reykjavík. Össur byggði fljót- lega, í félagi við vin sinn Bjarna Kristinsson, parhúsin í Sörlaskjóli 6 og 8 sem era stærðarhús. Þar á heimili þeirra var maður alltaf vel- kominn og þangað var gott að koma. ^Þau eiga eina dóttur, Helgu, og hafa fiún og hennar fjölskylda verið þeim miklir gleðigjafar. Helga og fjöl- skylda hennar hafa unnið í verslun- inni hjá Össa. Synir hennar hafa ver- ið hjá ömmu og afa, því Helga er úti- vinnandi eins og flestar konur í dag. Guðrún var vel gefin kona og vel lesin, hafði mikið yndi af góðum söng tónlist, sérstaklega sígildri tón- list. Hún naut þess að fara á tón- Hinn 23.6. 1945 giftist Guðrún Öss- uri Aðalsteinssyni, f. 17.8. 1919. Foreldr- ar hans vora Sigríð- ur Pálsdóttir hús- móðir og Aðalsteinn Pálsson skipstjóri. Guðrún og Össur ólu upp eina dóttur, Helgu Sigurgeirs- dóttur, f. 26.12. 1956. Fyrri maður hennar var Sigur- leifur Kristjánsson flugumferðarstjóri. Þeirra sonur er Kri- stján Orri, f. 1976. Sambýlismað- ur Helgu er Tryggvi Eyfjörð Þorsteinsson verslunarmaður, f. 1950. Sonur þeirra er Heiðar Öra, f. 1984. títför Guðrúnar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. leika, óperar og annað sem í boði var. Sjálf hafði hún góða rödd, enda mikil músík og söngur í ættinni. Ég minnist einnig móður hennar, Jens- ínu, sem bjó hjá þeim í Sörlaskjólinu. Hún söng oft og raulaði við vinnu sína. Um tíma bjuggu þar einnig Krist- ín, systir Guðrúnar, og hennar mað- ur, Þorsteinn Hannesson söngvari, sem þá vora nýgift og nýkomin frá Englandi. Uppi á kvisti bjó ég og minn maður, Sturla Eiríksson, líka nýgift. Þá var oft mikið brallað og komið saman á miðhæðinni. Það var glatt á hjalla og mikið spjallað, eink- um í eldhúskróknum. Guðrún var mikil húsmóðir og góður kokkur, enda útlærð úr Hús- stjómarskóla Isafjarðar, með meira. Gott var að leita til hennar í þeim efnum. Heimili þeirra hjóna varð eins konar miðpunktur gegnum árin og minnist ég margra gleðistunda með þeim. Allt era þetta góðar minningar sem gott er að eiga, um svo ótal margt í áranna rás. Þú fórst allt of fljótt, Gunna mín. Við sem ætluðum að lifa aldamótin saman. Að lokum vil ég þakka hálfrar ald- ar vináttu og tryggð. Össuri bróður mínum og fjölskyldu hans sam- hryggist ég og bið honum Guðs blessunar og þeim öllum. Megi Guðrún hvíla í friði. Sigríður Aðalsteinsdóttir. Guðrún Pálsdóttir mágkona var fædd og uppalin í Hnífsdal en þaðan voru foreldrar okkar systkinanna ættaðir. Hinn 23. júní 1945 giftist Guðrún Össuri Aðalsteinssyni, bróð- ur okkar. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau á Hávallagötu 3 og byggðu síðan hús í Sörlaskjóli 6. Þar eignuðust þau dótturina Helgu, hún var jólabarn, fædd annan dag jóla. Jólaboðin hjá Össa og Gunnu voru sérstaklega ánægjuleg. Þar hittist fjölskyldan og vinir hjónanna. Guð- rún var mjög vel gefin kona, og sér- staklega góð og mikil húsmóðir. Guðrún greindist með krabbamein í desember síðastliðnum. Þetta skeð- ur svo fljótt en við fáum engu um það ráðið. Ekkja elsta bróður okkar, Páls, Svana Aðalsteinsson, dó einnig úr sama sjúkdómi í nóvember á síð- asta ári. Heimili Guðrúnar og Össurar var hin síðari ár í Safamýri 21. Þar ríkir nú mikill söknuður. Það er gæfa að lifa í farsælu hjónabandi í yfir fimm- tíu ár. Við þökkum fyrir góða vináttu. Við fjölskyldan sendum samúðarkveðjur til Össa, Helgu og fjölskyldu og biðj- um Guð að styrkja þau. Guðbjörg A. Finsen. Kær frænka mín, Guðrún Páls- dóttir, hefur lokið stuttri en erfiðri baráttu við krabbamein, sjúkdóm sem svo grimmilega hefur herjað á okkar litlu fjölskyldu. Gunna Páls og faðir minn heitinn vora systraböm. Mæður þeirra, Jensína og Ásgerður, sem báðar létust í hárri elli, voru tengdar sterkum böndum og svo er einnig um afkomendur þeirra. Gunna var mikil uppáhaldsfrænka í minni fjölskyldu og þegar að því kom að foreldrar mínir þurftu að senda okkur systkinin til Reykjavíkur í framhaldsnám, lá beint við að leita til hennar og manns hennar, Össa, um að taka við okkur. Má því segja að þau hafi verið fósturforeldrar okkar beggja um skeið. Baddi heitinn, bróðir minn, talaði oft um vera sína hjá þeim með mikilli hlýju og þakk- læti. Sjálf á ég afar hlýjar og góðar minningar frá því ég bjó hjá þeim í tvo vetur, 16 og 17 ára gömul, og ég varð strax eins og ein af fjölskyld- unni. Ekki var nóg með að þau veittu mér húsaskjól og fæði, því Össi keyrði mig daglega í skólann á Vol- vónum sínum. Starfsvettvangur Gunnu var heim- ili hennar. Auk þess að ala upp Helgu, einkadóttur þeirra hjóna, önnuðust þau hjón Jensínu, móður Gunnu, sem bjó hjá þeim í mörg ár. Þá hefur Kristján, eldri sonur Helgu, verið mikið hjá ömmu sinni og afa. Gunna frænka mín var greind og vönduð manneskja. Hún var í eðli sínu hlédræg og flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum, þær sýndi hún meira í verki en í orði. Heimili Gunnu og Össa hefur alla tíð borið vitni um myndarskap og smekkvísi frænku minnar. Samband þeirra Gunnu og Össa einkenndist af gagnkvæmri virðingu og ást og missir Össa vinar míns er því mikill og sár. Ég bið Guð að vera með Össa, Helgu og fjöl- skyldu hennar, Stinu, systur Gunnu og öllum þeim sem syrgja elskulega frænku mína og sendi þeim innilegar samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Ásgerður Ólafsdóttir. Nú er hún sofnuð. Þetta voru skilaboðin sem ég fékk á dánardægri og þurfti ekki fleiri orð um það. Vit- að var að hverju stefndi, þó ekki hafi sjúkralegan verið sérlega löng. Hún Gunna frænka skipaði veglegan sess í mínu lífi. Mér var þó ekki tamt að tala um hana eina og sér, því hún átti sér einstakan lífsfórunaut, hann Öss- ur. Voru þau því yfirleitt nefnd í sömu andránni, Gunna og Össi. Þó að Gunna hafi verið kynslóð eldri en sá sem þessar línur ritar, þá var það eitthvað sem maður fann aldrei fyrir. Ég kynntist henni sem barn, en móðir mín og hún vora systradætur. Mér er það í fersku minni úr barn- æsku hversu mikil hátíð það var í mínum augum þegar gesti bar að garði, og þá sérstaklega ef þeir hétu Gunna og Össi. Þá var veisla. Létt- leikinn og vinarbragðið vai' engu líkt. Kannski naut ég góðs af því, að þau höfðu ekki eignast barn þegar ég var að alast upp. Þau voru og eru alltaf vinir mínir. Vissulega er margs að minnast frá liðinni tíð, en þegar maður lítur um öxl, þá var það eiginlega nærvera þeirra hjóna, sem gaf manni svo mikið, gleðin svo mikil og rík, um- hyggjan og hjálpfýsin óendanleg. Þau vora líka alltaf nærri ef eitthvað amaði að. Já, það er ekki nema eðli- legt að maður væti hvarma, þegar hugsað er til baka til þessarar ein- stöku konu, nú, þegar hún er kvödd. Að skjóta skjólshúsi yfir sex manna fjölskyldu til nokkurra mán- aða var hið minnsta mál. Að lána undirrituðum, þá rúmlega tvítugum, eðalvagn til umráða í vikur, bara af því að hann hlaut að hafa gaman af því. Þetta vora bara smágreiðar. Af tillitssemi við Morgunblaðið hef ég þessa upptalningu ekki lengri. Gæðakona er gengin. Ég efa það ekki að hún fær þá vist sem hún hef- ur til unnið hjá þeim sem öllu ræður. Við biðjum Össuri og hans fjölskyldu allrar blessunar, færum þakklæti fyrir vináttu og hjálpsemi á liðnum áratugum. Kristínu, systur Guðrún- ar, og hennar fjölskyldu og öðram aðstandendum vottum við innileg- ustu samúð. Fyrir hönd fjölskyldu Sigríðar Pálsdóttur frá Hnífsdal. Valdimar Tómasson. GUÐRUN SOLBORG PÁLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.