Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 44
>áá FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AÐALHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR + Aðalheiður Þór- arinsdóttir fæddist á Blönduósi 17. ágúst 1907. Hún lést á Droplaugar- stöðum 23. febrúar siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórarinn Bjarna- son, f. 20. ágúst 1877, d. 18. október 1966 og Una Jóns- dóttir, f. 25. maí , 1877, d. 24. aprfl 1962. Aðalheiður ólst upp hjá foreldr- um sínum í Reykja- vík. Hún var næstelst af níu systkinum, en þau eru: Guðrún Svanborg, f. 30. júlí 1906, d. 7. maí 1976; ída Kamilla, f. 7. sept- ember 1908, d. 10. mars 1994; Ottó Reynir, f. 19. október 1909, d. 12. aprfl 1976; Aðalsteinn Óskar, f. 15. janúar 1911; Eva Liljan, f. 18. febrúar 1912; Ásta Svanhvít, f. 26. ágúst 1913, d. 30. ágúst 1997; Hjalti, f. 10. október 1915, d. 28. júlí 1988 og Sigrún, f. 14. maí 1921. Hinn 22. október 1930 giftist Aðalheiður, . Hálfdáni Bjarnasyni frá Bjarg- húsum, f. 28. ágúst 1903, d. 28. maí 1960. Þau eignuðust þrjár dætur: 1) Erla, f. 19. inars 1931, d. 4. júlí 1983. 2) Kolbrún Lilý, f. 14. septem- ber 1939. Börn hennar eru Rósa Hansen, f. 27. febrú- ar 1959, Linda Han- sen, f. 10. nóvember 1961, Harpa Hrönn Magnúsdóttir, f. 16. aprfl 1966 og Hlyn- ur Þór Steingríms- son f. 18. júlí 1979. 3) Stella Berglind, f. 16. mars 1943, gift Viðari Guðmunds- syni, f. 18. mars 1939. Börn þeirra eru Sólrún, f. 17. janúar 1962, Brynjar f. 25. aprfl 1964, Agnes, f. 28. júní 1966, Hilmar, f. 29. desember 1970 og Heiða, f. 26. október 1972. Aðalheiður bjó með eigin- manni sínum að Heiðvangi við Sogaveg í 30 ár og vann þar við heimilisstörf og búskap. Síðar vann hún hjá efnagerð Rekord og Múlalundi. Síðasta árið sem hún Iifði bjó hún á Droplaugar- stöðum. Utför Aðalheiðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku, elsku amma. Okkur skort- ir orð. Hvemig er hægt að kveðja þig, þú sem varst okkur ekki bara amma heldur eitthvað svo mikið, mikið meira. Það er svo sárt þó svo að við séum búin að fá að njóta þess að hafa þig hjá okkur svo lengi. Það veður aldrei fyllt það skarð sem nú er komið þegar þú ert farin til > Guðs. En minningarnar verða geymdar og varðveittar í hugum okkar allra. Það er ekki skrítið þó að við söknum þín svo mikið þar sem þú bjóst á heimili okkar ásamt Deddu frænku svo lengi og allar æskuminningar okkar em því svo nátengdar þér. Við voram því mörg i heimili, mamma og pabbi, þú og Dedda og við fímm systkinin. Það var því oft þröng á þingi, en yndis- legri fjölskyldu er ekki hægt að hugsa sér. Fyrstu minningar okkar um þig em þegar litlar kaldar tásur skn'ða undir hlýja sæng hjá ömmu, áður Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur aö sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað i líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lik hins látna i kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa fslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstaö i kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar víð val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef likbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á ieiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, Svemir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. en nokkur annar opnar augun, því það er svo snemma morguns. Það er ýtt í ömmu og hún beðin um ein- hverja af öllum þeim sögum eða frásögnum sem hún kann og segir svo vel. Ekki þarf að bíða lengi, því amma er alltaf tilbúin að sinna litl- um rollingum. Sagan hefst, litlar sálir fara á flug og ævintýramynd eins og hún gerist best, birtist í hugarheimi barnanna, því hún amma segir svo vel frá. En allt I einu fjarar frásögnin út því amma er að sofna, þá er bara að pota með tásunum í síðuna á ömmu og þá heldur sagan áfram. En hvað nú, nú er ekki lengur hægt að ýta í ömmu, sagan heldur ekki áfram því amma er farin. Bara að við gætum munað allar þessar sögur til að segja okkar börnum. Það er gaman að hugsa til þess þegar við stálumst í eldhúskrókinn hjá þér ef þú varst með eitthvað gott í pottunum en eitthvað ekki eins álitlegt var í boði hjá mömmu. Seinna þegar þú fluttir í Stóragerð- ið þá þurftum við að fara lengra til að kíkja hvað væri í pottunum þín- um en aldrei stóð á því að við vær- um velkomin í mat, að gista eða bara til þess að hlusta á sögur eða spjalla. Þegar við sitjum hér og rifj- um upp liðna tíð emm við sammála um að bestu minningar okkar um þig eru þegar þú komst inn til okk- ar á kvöldin, settist á rúmstokkinn og last bænimar fyrir okkur áður en við svifum inn í draumalandið með Ola Lokbrá. Það varst þú sem kenndir okkur allar þær bænir sem við lærðum sem börn og kennum okkar börnum í dag. Það er alveg ótrúlegt hvað þú gast gefið þér góð- an tíma í hvert sinn sem þú settist hjá okkur, þú varst aldrei að flýta þér. Við gætum líka rifjað upp allar ferðimar upp í Múlakot í Borgar- fírði. Það var sko pabbi, mamma, amma, börn og bíll sem fóm í frá- bærar sveitaferðir. Hvað brauðið Crfisdrykkjur m UcttJAgohú/ið GAPt-mn Sími 555 4477 var gott sem þú og mamma bökuð- uð í kolaeldavélinni. Við trítluðum stundum með þér til að sækja mó og fannst undarlegt hvað þú ætlað- ir að gera við þessa skíta-skán, en hún kom sko heldur betur að góð- um notum til að halda hita á gamla bænum. Ekki má gleyma því hve notalegt var á kvöldin, í litlu bað- stofunni, að spila og spjalla saman. Já og einnig þegar labbað var nið- ur í tjarnir til að veiða í soðið. Já, þú hafðir svo gaman af því að ferð- ast. Allar þær ferðasögur sem afi skráði af ferðum ykkar um landið og til annarra landa bera það sko með sér. Nú þegar þú ert ekki lengur til staðar, veltum við því fyrir okkur, að nú fást ekki lengur svör við svo mörgum spurningum sem við hefð- um gjarnan viljað fá svör við, um liðna tíð sem er að hverfa frá okkur með allri þeirri tækni, hraða og framförum sem við búum við í dag. En við vitum að þú ert nú komin til þeirra ástvina sem voru þér svo kærir en voru farnir á undan þér og það hefur verið tekið vel á móti þér. Okkur langar að kveðja þig með uppáhalds bæninni okkar. Þeirri sem þú kenndir okkur og mamma þín kenndi þér. Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Sólrún, Brynjar, Agnes, Hilmar og Heiða. Elsku amma mín. Hvað þú skilur eftir þig stórt skarð. Minningarnar hrannast upp og allar spurningarnar sem þú áttir svörin við verða að bíða. Þú mundir svo sannarlega tímana tvenna og sögustundirnar frá liðinni tíð vora margar. Þú mundir svo ótrúlega margt alveg frá því þú varst lítil stúlka á Blönduósi, flutninginn suð- ur til Reykjavíkur og fyrstu árin á mölinni. Það var einhvern veginn alltaf nægur tími fyrir höndum til þess að punkta niður frásagnirnar þín- ar, þú varst svo ern og dugleg að koma þér aftur á fætur eftir hvers kyns áföll. En allt í einu var þrekið þorrið. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Fyrir tuttugu áram kom ég alltaf og fékk að þvo þvottinn minn því ég átti ekki þvottavél en með tímanum breyttist það og ég tók þvottinn þinn með mér heim í stað- inn. Það var sama hvað lítið það var þú varst alltaf jafn þakklát og hafð- ir ætíð þau orð að „Guð launaði fyr- ir hrafninn". Að þú skyldir geta verið heima í Stóragerðinu svona lengi kunnir þú vel að meta, en sannarlega var það Guðs gjöf að þú komst á Droplaug- arstaði fyrir rúmu ári síðán. Þú fékkst eftir allt að deyja „heima“. Það er víst að margir taka á móti þér elsku amma, margir sem fóru á undan þér og hafa beðið óþreyju- fullir í langan tíma, afí í næstum fjörutíu ár! Þú furðaðir þig stundum á því hvers vegna Guð vildi þig ekki, en hann hefur sjálfsagt hlustað svolítið á okkur, við vildum nefnilega ekki sleppa þér. Hvíl í friði í englafaðmi. Þín Rósa. Elsku langa. Mér fínnst svo leiðinlegt að þú sért dáin. Þú varst alltaf svo góð við mig, gafst mér alltaf pening í sjálfs- salann og nammi úr dósinni þinni. Stundum var erfítt að velja og þá mátti ég fá tvö, ef mamma leyfði. Eg veit að englarnii- passa þig vel í himnaríki svo ég má ekki sakna þín of mikið. Eg ætla alltaf að muna eftir ömmu-löngu í Stóragerðinu. Þinn Arnar Freyr. EMILÍA G UÐMUNDSDÓTTIR + Emilía Guð- mundsdóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda 7. októ- ber 1913. Hún lést á Landspítalanum 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Elísa Pálsdóttir, f. 26. febrúar 1889, d. 8. janúar 1943, frá Brettingsstöðum á Flateyjardal, og Guðmundur Jónas- son, f. 12. okt. 1886, d. 13. sept. 1958, frá Flatey á Skjálfanda. Emih'a var næstelst 17 systk- ina en fjórir bræður hennar lét- ust í frumbernsku. Systkini hennar, sem upp komust, eru eftirtalin: Gunnar, d. 5. feb. 1989, Sigúrbjörg, Ólöf, Páll Bernharð, Hallgrímur, Júlíana, Örn Björn, Jónas, Þorsteinn, Elísabet, Gísli og Vilhjálmur. títför Emilíu fór fram í kyrr- þey, að ósk hinnar látnu, hinn 24. febrúar. Emma mágkona mín er látin. Lengi hafði hún beðið þess í bæn- um sínum að mega kveðja þetta jarðlíf og hinn 12. febrúar sl. var hún bænheyrð, fékk hvíldina eftir stutt veikindi. Emma ólst upp á fjölmennu heimili í Útibæ í Flatey þar sem stórfjölskyldan deildi kjörum. Auk foreldra hennar og systkinanna 12 sem upp komust áttu þar heima amma Emilía, afí Jónas, Þorsteinn föðurbróðir og fjölmargir aðrir sem dvöldu þar um lengri eða skemmri tíma. A uppvaxtarárum Emmu var líf- legt í Flatey, atvinna var næg, allir tóku til hendinni, ungir sem aldnir. Faðir hennar rak útgerð, sá um verslunarrekstur og var bóndi með kýr og kindur. Bræður hennar byrjuðu ungir að sækja sjóinn og víst er að kvenþjóðin hafði ærið nóg að starfa við umönnun þessa stóra heimilis auk þess að starfa við útgerðina og búskapinn í landi. Emma minntist oft fegurðarinn- ar sem hún upplifði í Flatey, þegar morgunsólin hellti geislum sínum yfir fjallahringinn fagra sem um- lykur Flateyjardal, dalinn þar sem móðurfólkið hennar hafði búið um aldir. Eða þegar unga fólkið fékk sér kvöldgöngu vestur á eyju og naut þess að horfa á sólina ganga til viðar. Ung að árum hleypti Emma heimdraganum, réð sig í vistir og hóf síðan nám í Húsmæðraskólan- um á Laugum, sem þá var undir stjórn hins virta skólastjóra Krist- jönu Pétursdóttur frá Gautlöndum í Mývatnssveit. Þetta var Emmu góður skóli sem kom henni vel síð- ar á lífsleiðinni. Starfsvettvangur hennar varð ráðskonu- og þjónustustörf, lengst af í Reykjavík. Hún þótti góður starfskraftur, frábær mat- reiðslukona, nýtin og samvisku- söm. Hún minntist oft húsbænda sinna með hlýhug og ekki síður barna þeirra. Eitt af störfum hennar var að líta eftir börnum, bæði skyldra og óskyldra. Þar naut hún sín vel, elskaði þessi börn og fylgdist vel með þroska þeirra og framtíð. Emma var „stórfróð“, eins og frændi hennar Thor Vilhjálmsson segir um hana í bók sinni Raddir í garðinum. Hún var mikill bókaunn- andi, las mikið og kunni heilu Ijóða- bálkana utanað. Oft var leitað í smiðju hennar þegar spyrja þurfti um ættartengsl eða ef leysa þurfti ljóðagetraunir. Einar Benedikts- son, skáld var hennar eftirlæti og vitnaði hún oft í speki hans. Mágkona mín hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, sagði sitt álit skýrt og skorinort og hirti hvorki um vin- sældir né metorð. Emma eignaðist notalega íbúð í Alfta- mýri 28 hér í borg. Þar leið henni vel og þar vildi hún dvelja sem lengst, En heils- unni hrakaði og sjónin dapraðist mjög svo hún gat ekki lengur litið í bók. Þetta varð henni mikið áfall. Hún flutti á-EUi- og hjúkrunarheimilið Grund fyrir rúmu ári. Þar fékk hún góða um- önnun sem við í fjölskyldu hennar þökkum af alhug. Þegar ég heimsótti Emmu í síð- asta sinn hafði hún fengið væga flensu. Hún hlýjaði kaldar hendur mínar með sínum, spurði frétta eins og venjulega. Hún hafði mikl- ar áhyggjur af að minnið væri að bregðast, hún gæti ekki lengur far- ið með ljóðin sem hún hafði ætíð munað svo vel. Eg kveð mágkonu mína og þakka samfylgdina í hartnær hálfa öld. Þetta erindi úr ljóði Einars Benediktssonar fylgir kveðju minni: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Erla Björnsdóttir. Eg veit að Emilía, mágkona mín, hefði kunnað því illa að um hana væru skrifaðar margorðar minn- ingargreinar og verð því fáorð. Við kynntumst fyrst fyrir hartnær hálfri öld, þegar ég giftist yngsta bróður hennar, Vilhjálmi, og urð- um við fljótt hinir mestu mátar. Hún kenndi mér ýmislegt um heimilishald og nýtni og sérlega þótti mér mikið til koma, hve út- sjónarsöm hún var við að sauma upp úr aflögðum fatnaði og töfra fram falleg barnafót, sem hin mörgu frændsystkini hennar nutu góðs af. Emma, eins og hún oftast var kölluð, vann við þjónustustörf alla sína starfsævi. Hún gegndi ráðskonu- og öðram heimilisstörf- um á ýmsum merkisheimilum og var þar eftirsóttur og vel liðinn starfskraftur. Hún var af öllum sem hana þekktu talin skarpgi-eind og minnug og ótrúlega fróð um menn og málefni. Hún hafði mikinn áhuga á stjórnmálum, og bar hag lítilmagnans mjög fyrir brjósti. Emma bar barngóð og leið vel í návist barna, dáði einlægni þeirra og hispursleysi. Hún gætti margra barna um ævina og naut samvist- anna við þau. Besta dægradvöl hennar var lestur góðra bók- mennta, sérlega þó ljóða og varð það henni því mikið áfall, þegar hún, fyi-ir nokkram áram, missti sjónina að mestu. Sem betur fór kunni hún utanbókar heil ógi-ynni af ljóðum og öðram skáldskap, sem hún rifjaði upp í huganum á and- vökunóttum og á einmanalegum stundum, allt fram á síðasta dag. Síðustu árin vom Emmu mjög erfið vegna þrálátra veikinda og þráði hún orðið heitt að kveðja þetta líf. Emma fékk hægt og frið- sælt andlát aðfaranótt 12. febrúar sl. og sannfæring mín er, að nú sé hún glöð og hamingjusöm á æðra tilverustigi, þar sem hún rifjar upp ljóðin sín kæru og ræðir við ætt- ingja og vini sem á undan eru gengnir. Kæra Emma. Eg og fjölskylda mín þökkum þér samfylgdina, vin- áttu þína og velvild í gegnum árin. Vertu ætíð guði falin. Stella Gunnlaugsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.